Þjóðviljinn - 05.10.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.10.1945, Blaðsíða 8
Bæjarfélög þurfa lagaheimild um eignamám á lóðum og endurbyggingu bæjarhverfa Till. sósíalista um þetta vísað til bæjarráðs og 2. umræðu Samþykkt að gera áætlun um hvsrnig bragga- íbúðirnar verði lagðar niður Samþ. að bæjarráð fylgist með samningu húsnæðisfrumvarps Nýbyggingarráðs. Á fundi bæjarstjórnar í gær báru fulltrúar Sósíalistaflokksins fram eftirfarandi tillögur: „Bæjarstjórn felur borgarstjóra og bæjarráði að láta semja frumvarp til laga um eftirtalin atriði: a) Eignarnámsheimild til handa bæjarfélögum og kaupstöðum á öllum lóðum og lendum inn- an hlutaðeigandi lögsagnarumdæmis, þannig að verðið sé miðað við fasteignamat að við- bættu lögákveðnu álagi. b) Heimild fyrir bæjarstjórnir til að ákveða að endurbyggja skuli ákveðna bæjarhluta, og séu þar skýr ákvæði um réttindi og skyldur hús- eigenda og íbúa í þeim bæjarhlutum, sem slík ákvörðun er tekin um, í sambandi við niðurrif og endurbyggingu hverfisins“. „Bæjarstjóm beinir þeim tilmælum til Ný- byggingarráðs, að það heimili bæjarráði að fylgj- ast með samningu þess frumvarps, sem það hefur í smíðum varðandi húsnæðismái, með það fyrir augum að tryggja að tekið verði í frumvarpinu fullt tillit til þeirra sjónarmiða, sem fram hafa komið í bæjarstjórninni varðandi lánskjör til bygginga, heimild fyrir skömmtun byggingar- efnis o. fl.“. Steinþór Guðmundsson | armiöa bæjarins, og hann hafði framsögu um þessar tillögur. Ræddi. hánn fyrst nauðsyn þess að bærinn tæki ákvarðanir um lausn húsnæðisvandamálanna, þar sem vissa væri fyrir því aö einstaklingsframtakið gerði það ekki. 1 þessu máli, sagði hann, nægir ekki að segja að þetta mörg hús séu byggö í bænum og meira geti iön- aðarmenn ekki byggt. Rann sókn sú á afkastagetu iön- aðarmanna, sem bæjarráö þurfi ekki að fá sett önnur lög, ef horfið verður að þvf ráði að skipuleggja oygg- ingar í bænum. Varðandi eignarnáms- heimildina er það að segja, að hún er óhjákvæmileg til þess að unnt sé að endur byggja gamla bæjarhluta. Nú er komiö slíkt okurverð á hús að nærri stappar aö ókleift sé að kaupa. Því hefur verið haldiö fram að slík lög brytu í bág við friöhelgi eignaréttar- engu haldi ef byggingaf verða áfram látnar verða i tækifærið og koma ákvæöi um þetta inn í stjórnar- inn verður aö byggja yfir hina húsnæðislausu og aörar byggingar verða aö sitja á hakanum ef ekki reynist hægt að byggja hvoru tveggja Lagasetning um hyggingu bæjarfélaga. Síðast þegar þetta mál var rætt á bæjarstjórnar- fundi, hélt Steinþór áfram, var ein helzta mótbáran gegn því að bærinn hæfist handa með byggingar, sú, að til þess vantaði lagasetn ingu. Við, sósíalistar álítum tímabært að fara aö undir búa þá lagasetningu. Ný- byggingarráð vinnur nú aö samningu frumvarps um húsnæðismál og því leggj- um við nú til aö bærinn fylgist með samningu þess svo tekið verði tillit til sjón fram aö ganga, að allir liokkar bæjarstjórnarinnar fallist á að flytja það. Borgarstjórinn hálfgramur á undanhaldinu. . Borgarstjóri kvaðst sam- þykkur tillögunni um að bæjarráð fengi að fylgjast með frumvarpi Nýbygging- ingarráðs um húsnæðismál. Till. um eignarnámsheim- ild og endurbyggingu lagði hann til að vísa til bæjar ráðs og 2. umræöu. Kvað hann „ósið“ að koma með slíkar tillögur fyrir varalaust. Þá kvað hann endurbyggingu gömlu hverf- anna oft hafa verið rædda í bæjarráði. Ekki væri tíma- bært að rífa niður fyrr en bröggunum væri útrýmt. Tal- aði hann um að nauðsynlegt væri að braggabúarnir fái „að mjög verulegu leyti“ for- gangsrétt að íbúðum bæjar- ins. Var auðheyrt á ræðu hans, að hann var ,,að mjög veru- legu leyti“ á undanhaldi frá því á síðasta fundi, og flutti hann síðar svohljóðandi til- lögu: „Bæjarráð ályktar að fela borgarstjóra og bæjarráði að gera um það fasta áætlun, hvernig íbúðir í braggahverf- unum verði Jagðar niður hið allra fyrsta. Skal einkum í því sambandi athugað um for gangsrétt íbúða í þeim hús- um sem bæjarfélagið sjálft lætur byggja, enda verði 'leit- að þátttöku rikissjóðs í þess- um framkvæmdum, svo að þær geti gengið örar og að haegara yerði að láta íbúðirn- ar í té með viðráðanlegum kjörum, hvort sem þær verða leigðar eða seldar11. Alþýðuflokksmenn sam- mála sósíalistum. Baraldur Guðmundsson ug Jón Axel lýstu sig fylgjandi hefur samþykkt kemur að;ins sé svo væri rétt aö nota framanskráðum till. sósíal- ista. Steinþór og Sigfús lýstu ánægju sinni yfir a.fstöðu fulltrúa Alþ.fl. í þessu máli, ennfremur þeirri viðurkenn- ingu er fælist í tillögu borg- arstjóra, á þeirri stefnu sósíal ista, að byggja yfir bragga- búana. Varðandi kvörtun borgarstjóra yfir flutningi tillagnanna, þá hefði hann sjálfur sagt að í þeim væru margræddar. hugmyndir og ættu bæjarfulltr. því að geta áttað sig á beim, „en við telj- um ekki nóg að þessar hug- myndir komi fram, heldur að þcer komist í framkvæmd“. höndum einstaklinga. Bær- j skrána. Hið háa lóöaverð er skattur á íbúðir í bænum, og það er langsótt túlkun á friðhelgi eignarréttarins að mönnum senj keypt hafa á lágu verði sé heimilt að hækka þær að vild og heimta skatt af verðmætis- aukningu sem þeir hafa átt engan þátt í .að skapa. ! I slíkum lögum verður ennfremur aö tryggja rétt manna á þeim svæöum er endurbyggja skal, til íbúða| í þeim húsum er upp eiga aö rísa, eöa fé til að koma þeim upp annars staðar. Það þarf samkomulag unx þetta mál. Einhver mun kannski spyrja: Hvers vegna flytja þingmenn sósíalista ekki frumvarp um þetta mál? Vegna þess að meira öryggi er í því, til þess að það nái Með lagasetningu um end- urbyggingu yrði ekki leyst úr núverandi húsnæðileysi, held ur væri hún undirbúningur þess að koma í veg fyrir slík vandræði síðar. Afgreiðsla tillagnanna. Till. sósíalista um eignar- námsheimild og endurbygg- ingu var, samkv. till. borg- arstj., vísað til bæjarráðs og annarrar umræðu. Till. sósíalista varðandi þlÓIIUIUINN v Þingdeildir kjósa fastanefndir Bráðabirgðalögin lögð fyrir til samþykktar Á fundum þingdeildanna í gær var kosið í fastanefnd- ir og eru þær nú þannig skip- aðar: EFRI DEILD Fjdrhagsnefnd: Kristinn Andrésson, Haraldur Guð- mundsson, Magnús Jónsson, Lárus Jóhannesson, Bernharð Stefánsson. Samg'öngumálanefnd: Stein grímur Aðalsteinsson, Eirík- ur Einarsson, Ingvar Pálma- son. Landbúnaðarnefnd: Krist- inn Andrésson, Haraldur Guð mundsson, Eiríkur Einarsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Páll Hermannsson. Sjávarútvegsnefnd: Stein- grímur Aðalsteinsson, Guð- mundur í. Guðmundsson, Gísli Jónsson, Eiríkur Einars son, Ingvar Pálmason. Iðnaðarnefnd: Guðm. í. Guðmundsson, Gísli Jónsson, Páll Hermannsson. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: Kristinn Andrésson, Haraldur Guðmundsson, Lárus Jóhi-.nnesson, Bjarni Benediktsson, Hermann Jón- asson. Menntamálanefnd: Samþ. var að fjölga í nefndinni, og eiga nú þessir þingmenn sæti í henni: Kristinn Andrésson, Haraldur Guðmúndsson.' Magnús Jónsson. Eiríkur Ein arsson, Jónas Jónsson. Allsherjarnefnd: Steingrlm ur Aðalsteinsson, Guðm. í. Guðmundsson, Lárus Jóhann esson, Bjarni Behediktsson, Bernharð Stefánsson. NEÐRI DEILD. Fjártiagsnefnd: Katrín Thor oddsen, - Ásgeir. Ásgeirsson, Hallgrímur Benediktsson, Ingólfur Jónsson, Skúli Guð- mundsson. Samgöngúmálanefnd: Lúð- vík Jósefsson, Ásgeir Ásgeirs- son, Sigurður Bjarnason, Gísli Sveinsson, Sveinbjörn Högnason. þátttöku. bæjarstjórnar í hús næðisfrv. Nýbyggingarráðs, var samþ. samhljóða. Till. borgarstj. um áætlun um útrýmingu braggaíbúð- anna var samþ. samhljóða. Þá var ennfremur samþ. till. frá Gunnari Þorst. og Helga Hermanni um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að tryggja jafnan innflutning byggingarefnis. Hér hefur aðeins verið stikl að á því stærsta. M. a. sem ógetið er um voru lærdóms- ríkar umræður milli Sigfús- ar Sigurhjartarsonar og Gunn ars Þorsteinssonar, og verður drepið á það síðar. Landbúnaðarnefnd: Sigurð- ur Guðnason, Barði Guð- mundsson, Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Bjarni Ás- geirsson. Sjávarútvegsnefnd: Lúðvík Jósepsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Kristjánsson, Jó- hann Þ. Jósefsson, Eysteinn Jónsson. Iðnaðarnefnd: Sigurður Thóroddsen, Stefán Jóh. Stef ánsson, Sigurður Hlíðar, Jó- hann Þ. Jósefsson, Sigurður Þórðarson. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: Sigurður Thóroddsen, Stefán Jóh. Stefánsson, Sig- urður Hlíðar, Garðar Þor- steinsson, Páll Zóphóníasson. Menntamálanefnd: Sigfús Sigurhjartarson, Bárði Guð- mundsson, Gunnar Thórodd- sen, Sigurður Bjarnason, Páll Þorsteinsson. Allsherjarnefnd: Þóroddur Guðmundsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Gunnar Thór- oddsen, Garðar Þorsteinsson, Jörundur Brynjólfsson. Bráðabirgðalög stjórnar- innar hafa verið lögð fyrir Alþingi til samþykktar, en þau eru. þessi: Frv. til 1. um verðlagningu landbúnaðarafurða o. fl.; fr\r. til 1. um áhrif kjötverðs á framfærsluvísitölu; frv. til 1. um viðauka við bráðabirgða- lög frá 20. ág. 1945 um verð- lagningu landbúnaðarafurða o. fl.; frv. til 1. .um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að halda niðri dýrtíðarvísi- tölu með fjárgreiðslum úr ríkissjóði og um áhrif n^kk- urra landbúnaðarafurða á vísitöluna; fi'V. til laga um breyting á lögum um skipa- kaup ríkisins (heimild til ríkisstjórnarinnar. um smíði fiskiskipa innanlands); frv. til 1. um heimild fyrir rík- isstjórnina til að taka á leigu geymsluhús Tunnuverk- smiðju Siglufjarðar s.f.; frv. til 1. ,um eignarnám á lóð- arréttindum og mannvirkjum á Sielufirði (báðar eignar- námsheimildirnar vegna bygg ingu síldarverksmiðjunnar); frv. til 1. um breyting á lög- um um tekjuskatt og eignar- skatt (um breytingu á tíma- ákvörðunum og frestum í þeim lögum). Næturlæknir er í læknavarð- siofunni Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. Næturakstur: Bifröst, simi 1508. Ljósatími ökutækja er frá kl. 18.35 til kl. 6.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.