Þjóðviljinn - 01.11.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.11.1945, Blaðsíða 1
Atkvæðatölur frá Kaup- mannahöfn Atkvæðatölur í kosning- unum í Kaupmannahöfn voru þessar: Sósíaldemókratar 146.000 áður 241.000. íhaldsflokkurinn 124.000 áður 136.000. Kommúnistar 115.000 áð- ur 9.000. Radikalir 26.000 áður 33.000. Vinstrimenn 19.000 áður 5.000. Ðansk Samling 18.000 áð- ur 6.000. Samkomulagshorfur batna í alþjóðamálum Svar Stalíns við bréfi Trumans forseta fullnægjandi Svo er að sjá, að heldur sé að rakna úr á- greiningi þeim milli stórveldanna, sem náði há- marki á utanríkisráðherrafundinum í London. Truman Bandaríkjaforseti hélt fund með blaða- mönnum í Washington í gær, og skýrði frá ýmsu, sem virðist heita góðu um að til samkomulags muni draga. Svar Stalins Truman skýröi frá því, að Stalin heföi nú svarað bréfi því, sem Harrimann, sendi- herra Bandaríkjanna í Moskva afhenti honum frá Truman fyrir skömmu. Barst Truman svarið s.l. Heildsalamálið fyrir dómstólunum: Málshöfðun fyrirskipuð í einu stór- felldasta afbrotamáli heildsalanna sem enn þá hefur verið rannsakað laugardag. Truman sagði, að svarið væri fullnægjandi en af vissum ástæðum gæti hann ekki skýrt* frá efni þess að svo stöddu. Atómráðstcfna Truman sagöi, að á fundi hans og Attlees í næsta mánuði myndi einkum rætt am atómsprengjuna og hag nýtingu atómorkunnar. Bret ar og Kanadamenn vissu jafnmikið og Bandaríkja- menn um tilbúning atóm- sprengjunnar, en víða hefði það álit komið fram, að Bandaríkjamenn einir vissu til fullnustu hvernig atöm- sprengjur væru framleidd- ar. Austur-Asíunefndin Truman var spurður aö því hvort Sovétríkin myndu senda fulltrúa á fyrsta fund ráðgjafarnefnd- arinnar í Austur-Asíumál- um, sem bráðlega á aö hefj ast. Kvað Truman svo vera, og hefði fundi nefndarinnar verið frestað um viku, með- an verið var að ganga frá þátttöku Sovétríkjanna. Eisenhower vill borgara- lega stjórn í Þýzkalandi Truman las upp bréf frá Eisenhower hershöfðingja, þar sem hershöfðinginn leggur til, að borgaralegri stjórn verði komið á í Þýzka landi í júnímánuði n. k. Myndi það vera bæði Þjóð- verjum og Bandamönnum fyrir beztu, að herstjórn í Þýzkalandi yröi sem styzt. Truman kvaðst myndi bera mál þetta undir önnur her- námsríki og ef til kæmi myndi hið sama verða látið ganga yfir Japana. Heildverzlunin Sverrir Bernhöft h.f. kærð fyr- ir ólöglega álagningu að upphæð kr. 270 þús. Málshöfðun hefur verið fyrirskipuð gegn þriðja heildsölufyrirtækinu hér í bænum, fyrir ólöglega álagningn. Er það heildverzlunin Sverrir Bemhöft h. f. Nam ólögleg álagning þessa heild- sölufyrirtækis kr. 270.191,19. Málið er höfðað gegn framkvæmdastjóra og stjómendum félagsins fyrir brot gegn verðlags- löggjöfinni, gjaldeyrislöggjöfinni og 15. kafla hegn ingarlaganna. Hefur Þjóðviljanum borizt svofelld tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu um mál þetta: Atvinnurekendur í Búlgaríu heita stjórninni stuðningi Sofia: Vimiuveitendafélag Búlg- aríu hélt nýlega þing í Sofia. í sambandinu cru 7359 iðnfyrirtæki. í ályktun frá þinginu seg ir, aö atvinnurekendur Búlg aríu muni gera allt sem þeir mega til að uppfylla framleiðslukröfur ríkis- stjórnar Föðurlandsfylk- ingarinnar. Þingið féllst á þá ráðstöfun stjórnarinn- ar, að lækka verð á iðnaö- arvörum, og lofaði að styðja frekari viðleitni í sömu átt. (Internationella nybets- byr&n). vík sendi dómsmálaráðuneyt- inu hinn 16. þ. m. útskrift af réttarrannsckn í verðlags- brotamáli heildverzlunarinn- ar Sverrir Bernhöft h.f., á- samt fullnaðarskýrslu hins löggilta endurskoðanda, Ragn ars Ólafssonar, hæstaréttar- lögmanns, er falin hafði ver- ið rannsókn á verðlagningu hlutafélagsins. Samkv. þeirri skýrslu nemur hin ólöglega álagning hlutafélagsins kr. 270.191,19. Dómsmálaráðuneytið hefur hinn 29. þ. m. lagt fyrir saka- dómara að ljúka rannsókn máls þessa og höfða síðan mál gegn framkvæmdastjóra og stjórnendum félagsins fyr- ir brot gegn verðlagslöggjöf- inni, gjaldeyrislöggjöfinni og XV. kafla hegningarlaganna, svo og til upptöku á hinni ólöglegu álagningu.“ Fleiri þjóðir fá vitneskju um sprengjuna Truman kvaöst vona að þeir Attlee kæmu sér nið- ur á ákveðna stefnu í atóm orkumálunum, og er slík stefna hefði verið mörkuð inyndu hafnar viðræður við stjórnir ýmissa Evrópu- landa, um hvort þau að- hylltust stefnuna og ef svo væri myndi þeim látin í té vitneskja sú, sem þegar er fyrir hendi um atómsprengj una. Sovétríkin svara Bretum Bevin utanríkisráðherra skýrði frá því í brfczka þing- inu í gær, að svar hefði, bor- izt frá sovétstjórninni við mótmælum Breta gegn 1 verzlunarsamningum Sovét- ríkjanna og Ungverjalands. Lítur sovétstjórnin svo á, Frh. á 7. síðu. Fundur í Listamannaskálanum í kvöld Sósíalistafélag Reykjavikur lieldur fund í Listamanna- skálanum í kvöld kl. 8,30 fyrir félaga og gesti þeirra. Á fundinum ræðir Sigfús Sigurhjartarson um bæjar- stjórnarkosningarnar og blaðaskrif andstæðinganna um þær. Björn Bjarnason mun siðan segja frá nýafstöðnu aíheimsþingi vérkalýðsins í Paris, én eins og kunnúgt er var hann annar fulltrúi Álþýðusambands íslands á því. Að lokum verður rætt um orðróminn um hernaðarbæki- stöðvar á íslandi. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að án efa verður þetta sjcemmtilegur fundur, enda rædd þarna mál, sem nú eru efst í huga hvers bæjarbúa og auk þess afburða snjallir ræðumenn, sem um þau fjalla. Enginn sósíalisti Iætur sig vanta á þennan fund. Munið að taka með ykkur gesti og að vissara ér að mæta snemma til þess að fá sæti. Allir sósíalistar í Listamannaskálann í kvöld ó__---------------------------—:--------------------------♦ 4--------—^ Sambandsþing Æ. F. verður sett í kvöld 5. sambandsþing Æsku- lýðsfylkingarinnar, sam- baúds ungra sósíalista, verð- ur sett í kvöld í Bröttugötu 3A. kl. 9 e. li. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvíslega. , Meðlimum Æskulýðsfylk- fylkingarinnar skal bent á að þeim er lieimilt að hlusta á þingið meðan Iiúarúm leyfiv. Skákkeppni í meistaraflokki í Estlandi Moskva: I frétt frá Tallin segir, að skákmót Estlands í meist- araflokki sé hafið. Mótinu er fylgt með miklum áhuga, þar sem 11 fremstu skák- menn lýðveldisins taka þátt í því og einnig gestir. Það kom mönnum mjög á óvart í byrjun mótsins aö stórmeistarinn Kotov beið ósigur fyrir Réntér eftir 70 leiki. Sem komið er hefur Keres staðið sig bezt og er með 9 vinninga. Síðan koma Kotov og Renter meö 8 vinninga. Fjóröi er Tolusj með 1V2 vinning, Liljenthal hefur 6 og Flohr 5 Vz vinn- ing. Mótinu á að ljúka seint í október. (Internationella nyhets- byrán). Svissneski vinnu- floklmrinn heldur þing París: Annað flokksþing sviss- neska Vmnuflokksins var nýlega haiJið í Genf. Im.i- maður flokksins er Léon Nicole. Duclos sendi þinginu bróðurkveðju fyrir hönd Kommúnistaflokks Frakk- lands, því að svissnesku yf- irvöldin neita að veita frönsku kommúnistum landvistarleyfi. Vinnuflokk- urinn var stofnaður 1944 af fjölda sósíaldemokrata, sem höfðu verið reknir úr sínum eigin flokki fyrir andstöðu við flökksstjórnina, og hófu samvinnu við þúsundir kommúnista, sem höfðu orð iö að starfa ólöglega eftir aö flokkur þeirra var bann- aður í styrjaldarbyrjun. POP, eins og flokkurinn er nefndur í daglegu tali, er stærsti stj órnmálf f’oi-kur- inn í vesturkaupiú-mruim Genf og Vaud - stærsti flokkurinn í höfuð- borginni Basel. (Intemationella nyhets- byrán).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.