Þjóðviljinn - 01.11.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.11.1945, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóv. 1945. Ullabella Ullabella var samt alltaf hrædd þegar hann þóttist ætla að lemja hestinn. „Nei! Nei! Emil!“ hrópaði hún. En Emil sveiflaði keyrinu þá bara í hring, svo !að small í. Hestinum var hjartanlega sama. Og jEmil hló. „Heyrðu Emil! Átt þú ekki mömmu heima hjá þér?“ spurði Ullabella, þegar þau voru sezt upp í jvagninn. ..Nei, nei. Hún er dáin fyrir löngu“. Emil sveiflaði keyrinu. „Liggur þá ekki illa á þér, Emil?“ „O, það getur enginn að þessu gért“, sagði Emil. En ekki hló hann samt. Ullabella klappaði á handlegginn á Emil, til að hughreysta hann. í sama bili nam hesturinn staðar. Þau voru komin heim. Ullábella hljóp á undan Malinu upp trjá- göngin. Henni hafði dottið dálítið í hug. Það gat vel verið, að pabbi hennar væri kominn heim. Þegar hún opnaði útidyrnar heyrði hún mannamál og hlátur frá skrifstofunni. Það voru gestir hjá þabba hennár. „Komdu strax, Ullabella“, sagði Malin. „Eg vil fara inn til pabba“. ' „Nei, komdu bara“. Uljabella var ekki óhlýðin, En. stundum var eins og hún tæki ekki eftir því, sem Malin sagði. Malin vildi helzt ekki segja það sama oftar en einu sinni. Hún gekk þegjandi burt. Það var ósköp leiðinlegt, þegar Malin var svona snúðug. En Ullabella var nú alveg ákveðin í að komast til pabba síns. Iiún hékk í hurðarhúninum og hrópaði: „Pa'obi! Pabbi!“ Wtí 0$ ÞETTA Það var ekki óalgengt á i ’þeira tíraum, þegar kvenbún- ingar voru sem íburðarmest- ir, að málaðar voru myndir á pils'n, sem voru mjög víð .og þanin út með gjörð að jieðan. Einu sinni við hátíðlegt tækifæri, bar drottningin í Portúgal slíkan skartklæðn- að. Var syndafallið málað vel og fagurlega á kjólfald hennar — ekki einungis Ad- am og Eva, heldur og högg- ■ormurinn, skilningstréð og jafnvel skaparinn sjálfur. • Alfonsó Spánarkonungur .■sagði einu sinni, að talan 13 væri happatala sín. Hann hefur sloppið lifandi frá 13 ir.orðtilraunum. | „Raunir vina okkar Igleðja okkur, vegna þess, að þá gefst okkur tækifæri til að sýna þeim samúS.“ 0 ,.Það er vanþakklæti og tortryggni gagnvart þeim, sem lánar þér peninga, að greiða þá við allra fyrsta tækifæri.“ „Gamalmenni gefa heil- ræði sér til huggunar, þeg- ar þau eru ekki lengur fær um að gefa vont fordæmi.“ 0 „Þegar við verðum leiöir á einhverjum lesti, teljum við okkur trú um að við höfum sigrað hann.“ andinn vissi að enn væri langt í land. En hún unni sér engr- ar livíldar frekar en sendiboði, Sein fer dagfari og náttfari yf- ir í jöll og firnindi, til að flytja mikil tíðindi. Hvað Biöncu snerti, hefði þessi veika rödd hrópandans eins getað verið þytur stornis- ins. Athygli hennar beindist svo óskipt að stúlkunni, sem Iireyfði pennan smám saman þvert yfir blaðið við hvert orð, sem liann las. Mr. Stone þagnaði. „Skrifuðuð þér orðið „brjál- semi“?“ spurði hann. „fá, rnr. Stone.“ Stúlkan leit upp. „Strikið þér yfir það.“ Hann stóð grafkyrr og horfði stöðugt á trén utan við gluggann. Andardráttur hans heyrðist greinlega. Fyrir- myndin iðaði fingrunum, eins og hún væri að verjast „skrift- arkrampa". Bianca starði á liana háðslegu rannsakandi augnaráði, eins og hún ætlaði að festa sér andlitsdrætti henn- ar ógleymanlega í minni. Það var orðið í meira lagi óvið- feldið, hvernig hún starði og starði —. Það var engu síður grimmdarlegt gagnvart henni (sjálfri en ungu stúlkunni. n, „Ég finn ekki rétta orðið,“ sagði mr. Stone. „Skiljið þér eftir eyðu fyrir það. Takið þér nú eftir —: Hvorki hinn góð- látlegi, bróðúrlegi áhugi manna hver fyrir Öðrum eða áhugi manna fyrir furðúverk- um sem slíkum :-----— Mr. Stone þagnaði skyndi- lega og leit á dóttur sína, eins og hann yrði undrandi að sjá hana Jrarna. „Ætlaðir Jrú að tala við mig, góða mín?“ Bianca hristi höfuðið. „Takið þér nú eftir,“ sagði mr. Stone. ‘ F.n uhga stúlkan liafði litið upp og mætt rannsakandí augnaráði, sem hvíldi áirenni. Og hún mætti þessum augum með undrunarsvip, eins ög hún vildi spyrja: „Hvað lief ég gert þér? Hvers ve-gna horf- irðu svona á-mig?“ Hún færði pennann eftir pappírnum en gat ekki að því gert, að hún stalst til að líta á Biöncu ()ðru hvoru. Þær háðu þögult einvígi. Augna- ráð Biöncu var augnaráð þroskaðrar konu, kaldhæðið og miskunnarlaust. Augnaráð ungu stúlkunnar var hvikult og reiðilegt. Hvorug þeina heyrði orð af Jrví, sem gamli maðurinn var að lesa. Þær tóku ræðu hans eins og mann- kynið hefur alltaf tekið heinr- spekinni og mun alltaf taka henni. Mr. Stone þagnaði eins og hann væri að íhuga síðustu setningarnar. „Ég held að Jrað sé rétt,“ tautaði hann. Skyndilega sneri hann sér að dóttur sinni: „Ert [ni mér sammála, góða mín?“ Hann beið auðsjáanlega eft- ir svari. liennar með eftirvænt- ingu. Löngu, gráu hárin á hálsi hans undir skegginu sá- ust langar leiðir, þegar íiann teygði fram hökuna. „Já, pabbi, ég er Jrér sam- mála.“ „En lrvað ég er feginn, að þti ert á sama máli. Ég var í óvissu. Hlustaðu nú á.“ Bianca reis á fætur. Það voru komnir eldrauðir blettir á vanga hennar. Hún gekk til dyra og unga stúlkan horfði á eftir henni, með athugulum þrjózkusvip. TUTTUGASTI KAFLI. Mad'ur og koua. Klukkan var að verða sex, J>egar Hilary kom heim. Mir- an'da hljóp á undan honum. Hún virtist jafnvel ekki ó- svipuð því, að hana langaði í mat. Syrenurunnarnir voru enn ekki alveg útsprungnir, en ilmuðu í kvöldkyrrðinni. Sól- in skein á efstu greinar trjánna og þröstur, sem sat á lágri grein, hóf kvöldsöng sinn. Mr. Stone kom gangandi innan úr garðinum. Fyrirmyndin var rneð honum. Hún var í nýju fötunum, Það var auðséð, að þau ætluðu á skenmitigöngu, því að mr. Stone hafði hatt á höfði. Það var sv.artur hattur, sem sló á. grænum blæ. Hann hélt á bréfpoka í hendinni og sáldaðist úr lionuni brauð- mylsna. Stúlkan var rjóð í framari og niðurlút, eins og hún væri hrædd um að Hilary væri ekki ánægður rneð nýj u fötin henn- ar. Þegar þau mættust við hlið- ið, leit hún þó upp og Jiann kinkaðj kolli, eins og hann vildi segja: „Jú, þau eru á- gæt.“ Þá varð augnaráð liennar eins og þegar tryggur hundur horfir með lotningu á hús- bónda sinn. Hilary varð órótt og liann sneri sér að gamla manninum. Mr. Stone stóð grafkyrr og var auðsjáanlega í djupum hugs- unum. „Ég veit ekki, hvort ég hef íhugað nógu nákvæmlega hvort valdið er að einhverju leyti eða öllu leyti af illum J toga spunnið. Mætti ég ekki | berja mann, senr ég sæi berja kött?“ „Ekki veit ég það, hvort þú hefðir rétt til J»ess,“ sagði Hil- ary. „En þú mundir áreiðan- lega gera það.“ „Það er ég ekki viss um,“ svaraði mr. Stone. „En nú skulum við halda áfram og gefa fuglunum." Stúlkan tók við bréfpokan- um. „Þetta hrynur allt úr pok- anum,“ sagði hún. Þegar Jrau voru komin yfir götuna, leit luin við í áttina til Hilary, eins og lnin vildi segja: „Komið þér ekki með?“ En Hilary gekk hratt inn í garðinn og lokaði hliðinu á eftir sér. Hann sat aðgerðalaus í her- bergi sínu fulla klukkustund og sökkti sér niður í drauma. Gula tíkin lá við fætur hans. Hann hefði í raun og veru átt að vinna að handriti sínii, og sú staðreynd, að hann sveikst um með góðri samvizku, hefði átt að gefa honu,m umhugsun- arefni. Hugmyndir og drauinsjón- ir, sem hann hélt áð væru löngu gleymdar — tilfínningar og þrár, sem miðajdra maður á aðeins í æskuminningum sín- um, liðu gegniun huga hans. Það var eins og Jregar logi gýs upp úr hálfkulnaðri glóð. Hann langaði til að finna hjartaslög lífsins einu sinni erín, áður en færi að halla und- an fæti. Miröndu þótti hann hafa setið æði lengi hreyfingarlaus. Annars var húsbóndi hennar yanur að sitja við borðið og krafsa með penna á pappír um Jietta leyti dagsins. Sjálf krafs- aði hún aldrei, því að hún hafði einhverja hugmynd um, að J»að væri e'kki fínt. Hún lyfti framlöppinni upp á hné honum, en þegar hann virtist ekki taka eftir því, stökk hún upp í fang hans, gleynuli var- úð sinni í fyrsta sin.n og fór að sleikja hann í framan. í sania bili sá Hilary, að Stone gamli kom inn í garð- inn. 1 larírí gekk hratt og hélt a stafnum síríum brotnum í tvennt. Hann var rjóður í framan. I lilary gekk út. „Iivað er um að vefa?“ spurði hann. „Eg lamdi hann,“ svaraði mr. Stone. „En ég iðraðist þess ekki.“ Svo gekk hann snúðugt inn í stofu sína. i Hilary siíeri sér að Fyrir- myndinni. „Maðurinn barði hund- inn,“ sagði liún. „Og svo barði mr. Stone manninn. Þá braut hann stafinn sinn. Það var margt fólk Jjarna. Það varð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.