Þjóðviljinn - 01.11.1945, Blaðsíða 4
4 '~^"r's?P[ipg| ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóv. 1945.
þJÓÐVILJINN
TJtgefandi: Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjómarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl.
19.00 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans Nh. f.
Ðönsku kosningarnar
Kosningarnar í Ðanmörku, fyrstu kosningarnar eftir að
hernámi landsins er aflétt, urðu ekki mikill sigur fyrir neinn
flokk annan en Kommúnistaflokk Danmerkur, sem bætti við
sig 214.290 atkvæðum, fékk 18 þingmenn, og varð fjórði
stærsti stjórnmálaflokkur landsins, stærri en Radikalflokkur-
inn, sem um langt skeið hefur haldið því sæti.
Sósíaldemókrataflokkur Danmerkur hefur stórtapað,
222.968 atkvæðum, íhaldsflokkurinn hefur einnig tapað, en
afturhaldssamasti flokkurinn, Vinstriflokkurinn, unnið á,
bætt við sig 103.150 atkvæðum og tíu þingmönnum. Virðist
sennileg sú skýring Christmas Möllers, að þar hafi safnazt að
allt það afturhaldssamasta, sem til er í landinu, þar á meðal
hægri armur íhaldsflokksins.
Enginn efi er á því, að hið mikla fylgishrun Sósíaldemó-
krataflokksins og fylgisaukning Kommúnistafloksins er dóm-
ur dönsku alþýðunnar um afstöðu og störf þessara flokka á
hinum erfiðu og viðsjálu hernámsárum og framkomu þeirra
í fjármálum frá því er hernáminu lauk. Alþýða Danmerkur;
fylgdi sameiningartilraunum verkalýðsflokkanpa með mikl-
um áhuga og batt við þær sterkar vonir. Það hafa orðið mikil
vonbrigði mörgum einlægunr verkalýðssinnum, <*r flokksþing
Sósíaldemókrataflokksins sleit þeim samningaumleitunum
með tylliástæðum, og hóf „baráttuna gegn kommúnismanum"
með þeim árangri, sem nú er kunnur. Kosningabaráttan gegn
Kommúnistaflokki Danmerkur var að mestu leyti látin snúast
urn Moskvagrýlur, gamlar og nýjar (eins og Morgunblaðið
lýsir yfir að hér eigi að verða í kosningabaráttunni við Sósíal-
istaflokkinn) og útkoman er þessi: Fylgishrun Sósíaldemó-
krataflokksins, en Kommúnistaflokkurinn vinnur á í kosing-
unum mest allra flokka.-
•
Sennilegt má teljast, að hægri flokkarnir í Danmörku
myndi nú stjórn, þó ekki sé útilokað að Sósíaldemókrataflokk
urinn verði með í einni eða annarri stjórnarsamsteypu. Verka-
lýðsflokkamir fengu ekki sameiginlegan meirihluta, og telur
kommúnistaleiðtoginn Axel Larsen orsökina liggja í neitun
sósíaldemókmta á samyinnu við kommúnista, og yfirlýsingum
Buhls og Hedtofts Hansen um það, að flokkur þeirra mundi
ekki mynda stjórn með kommúnistum, þó yerkalýðsflokkarnir
fengju sameiginlegan meirihluta.
•
Ákvörðun sósíaldemókrata á Norðurlöndum urn að hafna
samvinnu við kommtinista hefur hlotið sinn dóm, fyrst í
Noregi, þar sem Verkamannaflokkurinn rétt hélt fylgi því, er
hann hafði í síðustu þingkosningum fyrir stríð, og stórtapaði
fylgi í Osló og fleiri borgum, — en þó einkum í Danmörku,
þar sem Sósíaldemókrataflokkurinn verður fyrir stórfelldu
fylgishruni í fyrstu kosningunum að strjðinu loknu. Það hefur
komið skýrt fram í þessum kosningum, að „baráttan gegn
kommúnismanum" er síður en svo vænleg til kosningasigra.
Nína Tryggvadóttir
opnar
málverkasýningu
í New York
Ungfrú Nína Tryggvadóttir
listmálari opnar málverkasýn-
ingu í New York á vegum The
New Art Circle, fimmtudag-
inri 1. nóvember 1945.
J. B. Neumann stofnaði
Tlte New Art Circle í New
York árið 1924, en áður hafði
hann starfað sem listaverka-
safnari um fjórtán ára skeið í
Berlín og Múnchen.
The New Art Circle hefur
sýnt listaverk eftir Marc Chag-
all, Lyonel Feininger, Marcel
Cromarie, George Crosz, Vas-
ily Kandinsky, Patil Klee, Jose
Clemento Crozco, Pablo Pic-
asso, Georges Rouault og
marga fleiri.
Nína Tryggyadóttir stund-
aði nám í Danmörku og
Frakklandi. Hélt sýningu í
nóvember 1942 í Reykjavík,
fór til New York 1943. Þar sá
J. B. Neumann verk hennar
og bauð henni að halda sýn-
ingu. Ungfrú Nína lieldur því
sýninguna í boði hans.
The New Art Circle er til
húsa í Fuller Building41 East
57th Street, New York.
BÆKUR
Ljósprentanir af
tveimur merkum
ritum, Kvæðum . .
Bjarna Thoraren-
sens og Ármanni á
Alþingi
Bókfellsútgáfan hefur gefið
út ljósprentaða fyrstu útgáf-
una af kvæðum Bjarna Thór-
arensens, en hana gaf Bók-
menntafélagið út 1847. Hefur
Bókmenntafélagið gefið leyfi
til útgáfunnar,, sem er einik-
ar falleg að frágangi, og verð-
ur íslenzkum ljóðaunnendum
eflaust kærkomin. Þó til sé
vönduð heildarútgáfa af ljóð-
um Bjarna Thórarensens, er
gaman að kynnast þessari
fyrstu útgáfu þeirra, sem orð-
in er mjög fágæt.
Víkingsprent gefur út ljós-
prentaðan Ármann á Alþingi,
hið sögufræga tímarit Bald-
Okur á matsölunum, en ekkert
ý /
matvælaeftirlit
/
Stórkostleg verðhækkun
hefur verið lögleidd á allri
fæðissölu. Þessi gífurlega
hækkun nær jafnt yfir fasta-
fæði sem einstakar máltíðir.
Þetta okur ér látið koma til
framkvæmda án þess að hátt
virtur 'verðlagsstjóri geri
nokkra grein fyrir þessu
máli, eða reyni að færa fram
rök fyrir nauðsyn hækkunar-
innar. Þetta er hneyksli, sem
á ekki að þolast. Hvar eru
rökin fyrir hækkuninni,
herra verðlagsstjóri? Hækk-
un kjötverðsins réttlætir á
engan hátt þessa gífurlegu
hækkun. Ekki hefur fiskur
hækkað á innlendum mark-
aði og þó hækka allar fisk-
máltíðir stórkostlega. Menn
geta freistast til að halda, að
hér sé verið að vinna skipu-
lagða skemmdarstarfsemi í
verðlagsmálunum.
Þegar sumarslátrunin kom
til framkvæmda þá leyfði
verðlagsstjóri fæðissölum að
hækka allar kjötmáltíðir um
kr. 2,50, en launþegarnir
féngu enga uppbót á kaup
sitt. Og þessi hækkun vár í
reyndinni framkvæmd þann-
ig að kjötmáltíðir framreidd
■ar úr fyrra árs kjöti hækk-
uðu um þessar kr. 2,50, því
óvíða munu fæðissalar hafa
keypt mikið af nýslátruðu
kjöti meðan sumarslátrun fór
fram og gamalt frosið kjöt
var til á markaðnum. Um
þetta atriði ber öllum þeim
samanér ég hef talað við um
þessi mál. Enda er ekki erfitt
að greina það í sundur, hvort
vins Einarssonar og Þorgeirs
Guðmundssonar, alla fjóra
árgangana. H.vert íslenzkt
barn hefur lærfum Baldvin
og „Ármann“ hans, en hve
margir eru þeir núlifandi ís-
lendingar, sem hafa haft tírna
ritið í höndum og getað lesið
það spjaldanna á milli? Sjálf-
sagt fáir, og enn færri, sem
eiga hann í bókasafni sínu.
það er sérstök ástæða til að
fagna þessari útgáfu, sem ger
ir Ármann á Alþingi tiltæk-
an tuttugustu aldar mönnum.
Þessi útgáfa á eftir að standa
við hlið Fjölnis í hillum bók-
elskra manna og sögufróðra
á íslandi um langan aldur.
máltíðin er gjörð úr nýslátr-
uðu kjöti, eða gömlu freð-
kjöti.
Þegar sett var hámarks-
verð á fæði og einstakar mál-
tíðir þá man ég að um það
voru sett ákvæði að mál-
tíðirnar mættu ekki rýrna
frá því sem verið hefði. Með
þessu hefur hins vegar ekk-
ert eftirlit verið haft, og
hver farið þar sínu fram eftir
eigin geðþótta. Enda er nú
ástandið í þessum efnum orð
ið ærið bágborið sums staðar..
Einhleypir verkamenn sem
vinna ■ við höfnina kvarta
almennt. Ekki þó mest und-
an okrinu, heldur öllu
meira undan því að vera til
neyddir að kaupa lélegan
mat illa framreiddan. Það
er almennt álit þessara
manna, að matnum hafi
stórhrakað frá því fyrir
stríð, á þessum matsölum,
sem þeir verða að notast
við. Einn af þessum mönn-
um sagöi mér sem dæmi,
að á einni slíkri fæðissölu
væri feitin þannig, sem not-
uð vær'i út á fisk, að fiskur-
inn yrði óétandi eftir að
nokkrir dropar af þessu
góðgæti hefðu yerið látnir
á diskinn.
Það er alvarlegt þjóðfé-
lagsvandamál ef þeir menn
er vinna erfiðustu störfin
geta ekki fengið keyptar
máltíðir sem innihalda
nauðsynleg næringarefni
fyrir líkamann. Eða ef fram
reiðslu og matreiðslu þess
ara máltíða ersvoábótavant
að þær séu ekki mönnum
bjóðandi.
Heilbrigðis- og matvæla-
eftirlitiö veröur að taka
rögg á sig og láta fara fram
rannsókn á fæðissölunni, og
að hún verði svo höfð í
framtíðirini undir ströngu
eftirliti. Þær matsölur, sem
ekki fullnægja þeim kröf-
um, sem gera verður til
slíkra stofnana, þeim á skil-
yrðislaust áð loka, því þær
eru bæði til stórskaða og
skammar fyrir þjóðina. Hið
opinbera getur ekki horft
aðgjörðarlaust lengur á
það ófremdarástand sem
ríkjandi er á þessu sviði.
Þeir, sem þetta heyrir und-
ir verða að gera hér skyldu
sína. Það er skilyrðislaus
krafa almennings.
FlIiNDUR í LISTAMANNASKÁLANUM
Sósíalistafélag Reykjavíkur
. heldur fund í Listamannaskálanum í kvöld kl. 8,30 e. h. fyrir félagsmenn og gesti þeirra.
DDAGSKRÁ:
1; Sigfús Sigtirhjartarson: Baejarstjórnarkosningarnar og blaðaskrifin.
2. Bjöm Bjamason: Frá alheimsþingi verkalýðsins í París
3. Orðrómurinn urri herriaðarstöðvar á íslandi.
Enginn sósíalisti má Játa sig vanta í Listamannaskálann í kvöld.
Stjómin.