Þjóðviljinn - 29.12.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.12.1945, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. des. 1945 ÞJÓÐVILJINN 3 MÁLGAGN ÆSKULÝÐS- FYLKINGARINNAR Sambands ungra sósíalista Greinar og annað efni send- ist á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 19, merkt: „Æskulýðssíðan". r Aramót Ársins, sem nú er að líða mun verða minnst í sögunni( og á það litið sem tímamót í baráttu þjóðanna fyrir frelsi og mannréttindum. Sigur sameinuðu þjóðanna yfir naz- ismanum og yfirdrottnunar- stefnu Þýzkalands og Japan, hefur glætt vonirnar um að þjóðunum megi takast að auka samstarf sín á milli og halda í skefjum öllum til- raunum til yfirdrottnunar yf- ir ‘öðrum. Æskulýður styrj- aldarþjóðanna, og ekki hvað sízt æska • sú sem að eigin raun hefur .kynnzt eðli og starfsaðferðum nazismans, krefst þess að tryggt sé að slíkt hið sama fái ekki endur tekið sig. Hin unga kynslóð vill sýna hæfni sína til ann- ars en að slátra jafnöldrum sínum. Á komandi árum mun hún krefjast aukinna álhrifa í þjóðfélaginu og hún mun vinna að því að í heimi þeim sem nú rís upp úr val- kesti styrjaldarinnar, verði æsbulýðnum veittir mögu- leikar til þroska og mennt- unar, og tækifæri til að vinna að hagnýtum störfum og auk- inn skilningur og samvinna ríki þjóða í milli. Hér innanlands hefur á liðnu ári ríkt stórhugur og framfaravilji undir forustu ríkisstjórnarinnar. Framkv. á stefnuskrá hennar er hafin, og vonirnar um framkvæmd- ir eru að verða að veruleika. Hvað viðvíkur æskulýðnum má t’. d. benda á þær fram- farir, að aldrei hefur tala þeirra sem neitað hefur verið um skólavist í framihaldsskól- um verið jafn lág, og það mest að þakka starfi núver- andi menntamálaráðherra. Möguleikar alþýðuæskunnar til framihaldsmenntunar hafa aukizt mjög, og vonandi munu tækifærin sem hún fær til að hagnýta sér hina auknu menntun aukast' að sama skapi. Atvinnuleysið, þetta gamla ok fyrirstríðsár- anna, sem þyngst lagðist á ungu kynslóðina, má ekki end urtaba sig, og gefa þeir árangr ar sem þegar hafa náðst á sviði nýsköpunar atvinnu- lífsins góða von um að auðn- ast megi að tryggja næga atvi-nnu handa öllum. Ályktanir 5. þings Æskulýðs- fylkingarinnar um bindindismál 1. 5. þing Æskulýðsfylkingarinnar — samhands ungra sósíalista — beinir þeim eindregnu til- mælum til allra félagsdeilda sinna, að vinna með festu og einbeitni móti neyzlu alls áfengis í landinu og reyna að skapa sterkt almenningsálit gegn þeirri eymd og niðurlægingu, er áfengisneyzla veldur. Æskulýðsfylkingin leggur ríka áherzlu á reglu- semi allra meðlima sinna og kýs ekki drykkfelda menn í trúnaðarstöður og óskar samvinrau við Stór- stúku íslands og önnur bindindisfélög um bindind- ismál. 2. Þingið telur ástand það, er ríkt hefur og ríkir í áfengismálunum óviðunándi og gerir það að lág- markskröfu sinni til ríkisvaldsins meðan leyfð er sala áfengis í landinu, að það sjái öllum þeim er íbíða andlegt eða líkamlegt heilsiutjón af völdum ofdrykkju fyrir vist á dxykkjurraannahælum er það láti reisa og þeirri annarri aðbúð er við á og leiðir til þess að þeir verði aftur nýtir þjóðfélagsþegnar. 3. þingið skorar mjög eindregið á öll æskulýðs- og bindindissamtök í landinu, að vinna að almennri fræðslu um skaðsémi áfengis t. d. með sýningum fræðslukvikmynda og erindaflutningi sérfróðra manna á þessu sviði. Sörrauleiðis að vinna að því hvert á sínum stað, að útiloka drykkjuskap á öllum samkomum er þau standa að. ♦ ♦ Jón Óskzu-: Ályktanir 5. þings Æskulýðs- fylkingarinnar um iðnnemamál Á komandi ári mun haldið áfram á braut framfaranna. Alþýðan þarf sjálf að takast á hendur forustuna í málum sínum, hún þarf sjálf með samtökum sínum að fylgja því eftir að hinir miklu möguleikar sem nú bíða okk- ar á sviði atviranumála verði hagnýttir, og framleiðslu- tækira starfrækt. Hún þarf sjálf að annast rekstur þeirra. Nú í jaraúar verður kosið til bæjarstjórnar í kaupstöð- um landsins, og verður þá fyrst og fremst kosið um það hver þáttur fólksins á að jvera í rekstri atvinnutækj- anna. Hvort rekstur þeirra á að vera háður duttlungum stóreignamanna, eða miðað- ur við ihagsmuni fjöldans. I þeirri baráttu mun Sósíalista- flokkurinn eins og ætíð fyrr vinna að bættum hag alþýð- uranar, og er ekki að efast um hvoru megin alþýðuæskan stendur í þeim átökum. Hún mun vinna að því að gera hinn fyrirsjáanlega sigur Sósíalistaflokksins í komandi kosningum' sem glæsilegast- an. 5. þing Æ. F. ályktar að stefna beri að því: 1. Að allir iðnskólar verði ríkisskólar, eins og sjó- ♦ mannaskólarnir. 2. Að eigi verði krafizt minni almeranrar menntunar til inngöngu í iðnskóla, en sem ‘svarar til hins fyrir- hugaða miðskólaprófs. 3. Að öll kennsla í iðnskólum fari fram að deginum til á venjiulegum vinrautíma. 4. Að verkleg kennsla iðn- nema fari að mestu fram innan skólanna á fullkomn um skólaverkstæðum. 5. Þingið krefst þess að mis- notkun sú sem víða á sér stað á vi-nnu iðnnema verði afnumin og komið verði í veg fyrir að meistarar geti auðgast á vinnu iðnnema. Æskulýðssíðan óskar öllum les- endum sínum gleðilegs nýárs. Vetrarvísa Sof litla blóm, því að yfir engu er að vaka. Fólk ráfar í kvöld. um Austurstrœti, eins og í gærkvöld. Ungar stúlkur og ungir menn. Hann og hún. Hann og hún. Og nœsta kvöld hefst sama röltið í rauðu tunglskini, fet fyrir fet, unz allir eru þreyttir, og enginn veit þó hvem um er að saka. Sof litla blóm, því að yfir engu er að vaka. Intermesso Mér fellur þú, ég veit þú verður mín þótt veröld hláleg skilji mig frá þér. Eg yrki bezt um bláu augun þín, þótt burt í myrkrið týnist vísa hver. Ver hljóð og dúl, og seg þú áldrei orð við ungan pármann, hver veit nema þá við nœturinnar gúllna nægtáborð í niðamyrkur hverfi augun blá. Æskulýðsfylking stofnuð á Akranesi 26. desember var stofnuð Æskulýðsfylking á Akranesi. Á stofnfundi var kosin stjórn. fyrir deild- ina, og skipa hana þessir menn: Formaður: Ársœll Váldimarsson. Varaformaður: Einar Árnason. Ritari: Ársæll Pálmi Bjamason. Gjaldkeri: Jón Ingólfsson. Meðstjórnandi: Magnús Þorsteinsson. Þetta er þriðja deildin nú á skömmum tíma, sem bætist í 'hóp hinnar róttæku alþýðuæsku á íslandi, og fleiri munu fylkja sér undir merki Æskulýðsfylk- ingarinnar áður en langt um líður. Æskulýðssíðan býður félagana á Akranesi vel- komna til samstarfsins og væntir þess að deildin megi verða til þess að hrinda í framkvæmd áhuga- málum alþýðuæskunnar á Akranesi, og auka þekk- ingu hennar á hagkerfi sósíalismans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.