Þjóðviljinn - 29.12.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1945, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. des. 1945 þlÓÐVILIINN JÖtKefandi: 5ameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guömundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstraeti 12, simi 2270. (Eftir kL 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. * Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuðL Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. í. Atorka og framtak í viðskiptum verður að fylgja stórhuga nýsköpun Bann Breta á sölu freðíiskjar í Bretlandi er sem vænta má enn eitt höfuð-umræðuefni og vandamál líðandi stund- ar. Hefur nokkurs uggs gætt manna á meðal út af þess- um köldu kveðjum Breta; svo sem von er. Mörgum finnst illa og ómaiklega launað það, sem íslendingar hafa fram lagt og misst í þessu stríði. En vér munum verða að horfast í augu við það, íslend- ingar, að nú sé hafin barátta um markaðina, barátta, ekki sízt við Breta, hina gömlu, miklu fiskveiðiiþjóð og sjó- farendur. Vér íslendingar berjumst nú til landa, — eigi til þess að drottna yfir þeim, ■— en til þess að fá að selja þeim ágætar vörur vorar, og vér vitum hver þörfin er fyrir þessar vörur á meginlandi Evrópu. Vér getum því ótrauðir lagt til þeirrar baráttu í fullri vissu um sigur. Vér höfum ríkustu fiskimið heims og erum að afla oss ágætra, nýtízku tækja. Vér höfum dugandi sjómenn og erum að ala upp færa starfsmenn á öllum sviðum þjóðlífs vors, Vér höfum auð og efni til þess að koma vörum vor- um út, kynna þær, skapa söluskipulagning um þær er- lendis og lána ýmsum þjóðum andvirði þeirra um nokk- urt skeið nú, meðan þær enn eru í sárum eftir eyðilegg- ingu ófriðarins. Sumir hafa efast um hvort vogandi væri að efna til slíkra viðskipta við ríkin á meginlandi Evrópu, hvort ekki myndi allt fara aftur í bál þar. , Engum manni; er til þekkir, hefur dottið slíkt í hug. Veröldin þolir ekki nýtt stríð næstu áratugina og það verður ekki heimsstríð að nýju a. m. k. ekki meðan þessi kynslóð lifir. tlún er búin að fá nóg af þeim. Ráðstefna þríveldanna í Moskva / gefu.r og frekari fullvissu um þetta mál. Kjarnorkupólitíkinni er lokið. Kjarnorkusprengjan verður ekki notuð sem hótun fram- ar, heldur fhun nú verða skipulagt samstarf þjóðanna að því.að hagnýta þá ófakmörkuðu orku, sem þessi uppgötv- ■un hefur leyst úr læðingi. Friðarfundurinn er þegar á- kveðinn 1. maí 1946. Hrakspár bölsýnismannanna hafa ekki rætzt, en vonirnar um gott samstarf stórveldanna í höfuðmálum heims, þrátt fyrir smærri árekstra á ýmsum sviðum hafa glæðst og eru nú bjartari en nokkru sinni fyrr. — Fyrir oss íslendinga er fyrirheitið um öruggan frið og vaxandi samstarf þjóðanna, samtímis fyrirheit um efnalegan viðgang þeirra landa, sem vér verðum að treysta á sem markaðslönd vor í framtíðinni. Einmitt nú er því tækifærið fyrir oss til þess að gera þær þjóðir, sem vér áður höfðum lítil viðskipti við, að viðskiptaþjóðum vorum, — svo sem Frakka, Belgi, Tékka og aðrar, og endurlífga viðskiptin við þær þjóðir, sem áð- ur voru viðskiptaþjóðir vorar, en nú eiga um sárt að binda, svo sem Pólverja; ítali, Finna o. fl. Markaðsmöguleikun- um í Þýzkalandi má held'ur ekki gleyma, þó Þjóðverjar ráði þeim nú ekki sjálfir og auðséð er að frændur vorir, Norðmenn, muna eftir þeim möguleikum. Það er eitt skilyrðið fyrir því að stórhuga nýsköpun þjóðar vorrar flytji henni þá blessun, sem til var ætl- azt, að markaðsmöguleikar vorir séu einmitt nú hagnýttir til hins ýtrasta, lfka þótt veita þurfi lán að vissu marki til ýmissa þjóða. Viðskiptastefna vor gagnvart öðrum þjóð- um verður að einkennast af sama stórhug og dirfsku, er Æinþennir nýsköpunina. Æ mz~~ A AÐ LEGGJA NDOUR KAFFI- TÍMANA OG STYTTA MATAR- TÍMANN? „Að undanförnu hefur mátt sjá í Morgunblaðinu hvatningsorð til manna að leggja niður kaffi- og matartíma, og enn fremur hafa áður birzt greinar' bæði í Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum í svipuðum anda. Sæmundur Ólafsson forstjóri skrifaði grein í Alþýðublaðið í sumar þar sem hann reifaði þessi mál og taldi fram margt, sem styddi þessa tillögu. Sérstaklega fannst mér hann telja það mik- inn ávinning fyrir atvinnuveit- endur, því margar mínútur færu til spillis því að verkamenn væru lengur en góðu hófi næmi að hefja vinnu aftur, að oft færi miíkýl tími (tþl spiU(is vegna verkatafa sem því fyigdi að með taka næringu á venjulegum tím- um. Næst kom fram á ritvöllinn skrifstofumaður hjá Iðju, Hall- dór Pétui’sson. í hans grein var mest sett fram sem vert er að athuga. Hann benti á þau miklu hlaup manna í og úr mat, svo að matai’tíminn yrði erfiðasti tþni dagsins. En er það ekki að miklu leyti af skipulagsleysi, af því að menn, sem eiga heima í Austurbænum vinna í Vestur- bænum og svo aftur öfugt? En svo sló út í fyrir honum; hann fqr að dæma þá sem væru á annarri skoðun en hann sjálfur án þess að nokkur rök lægju fyr ir hvað þeir hefðu til síns máls. Um sælu kræsingarnar, mjólk, rúgbrauð með smjöri og alls kon ar gómsætt álegg er auðvitað gott að eiga von á, en það hefur viljað vera hverfult sumt af þessu hnossgæti hjá almenningi að undanförnu þó menn hafi lagt sig alla fram að eiga þess kost. Það kann vel að vera að þeir, sem hafa neimili, geti lát- ið konurnar ganga búð úr búð til að velja nesti, en mér hafa sagt konur sem áttu menn í Bretavinnu og annarri vinnu sem útheftntir að menn væru nestaðir, að það fæðið yrði mik- ið dýrara þó lítið meira væri borið í það. Og mai’gur maður sem borðað hefur á matsölum hefur þótt hólpinn ef hann átti þess kost að fá með sér mat í ut anbæjarvinnu og ekki hovft i það þótt töluverðir aukaaurar hrykkju fyrir þann snúning að taka saman bita“. VILL EKKI TAPA MATAÍt- TÍMANUM „En er þá ekki rétt að athuga þá hliðina sem snýr að okkur vei’kamönnum sem borðum á sjoppum og matsölum; að ein- hver okkax’. láti sína rödd koma fram í dagsljósið. Eg vil ekki tapa matartímanum, þó hluti af honum fari í gang, ef ekkert hjól eða annað farai’tæki er til staðai’. Eg hef bæði verið í Breta vinnu og bæjarvinnu utanbæjiar og mundi ekki óska eftir því ó- neyddur að taka það matarlag aftur, að vera án þess að fá heitan miðdag. Þó veit ég að betra nesti átti ég kost á, en margur annar, því víða er sá háttur á matsölum að menn fá ekkert með sér. Og framlár yrði ég fljótlega ef ég ætti að vera í svelti meiri hluta dags- ins og stunda erfiðisvinnu því ekkert gæti komið inn fyrir mínar vari sem gagn væri í um leið og komið væri á fætur“. VEITINGASÖLUR ÞURFA AÐ VERA NÆRRI VINNUSTÖÐUM „Þetta spursmál að breyta matartímanum er alls ekki tíma- bært, fyi’st verður að haía staði fyrir menn að borða á. Eins og nú er skipað þeim málum, þá verða menn helzt að vera komn- ir á suma staði fyrir klukkan tólf, ahnars fá þeir ekki af- greiðslu, því margsetið er við sömu borðin. Annars staðar er allur matur búinn þegar pláss fæs.t og víða fá menn ekkert með sér en er þó talinn fullur matur. Auðvitað á að leggjast niður að fara bæinn á enda til að komast í mat. Veitingar eiga að vera til reiðu sem næst vinnu stöðum, en það á ekki að vera neitt okur, það á að vera ó- dýrara fæði. þar sem fjölda- framleiðsla er, en þó jafn gott. Sölufæði á að vera jafn mikl- xxm kostum búið og það sem framleitt er á heimilum". KAFFITÍMINN ER DÝRMÆTUR TIL HVÍLDAR „Við, sem höfum einhvem tíma verið i vegavinnu, þekkjum af eigin raun þau gæði sem fylgja því að sleppa hinum dýr- mæta hvíldartíma sem kaffimín útumar veita. Að vinna 4 tima í erfiðisvinnu án þess að hafa leyfi til að rétta úr sér, er eng- in sæla hvað þá þegar hávær- ar vinnuvélar eru með til að auka vinnuhraðann og skapa meiri -og fjölþættari þreytu“. ÞESSI MÁL VERÐUR AÐ RÆÐA SEM SKIPULAGSMÁL „Hitt get ég skilið að atvinnur rekendur og þeir sem vinna létta vinnu, hafi áhuga fyrir að kaffi- tíminn hverfi, en hinir ekki. Það sem hjálpaði mönnum til að halda út hinn langa vinnutíma sem var í sveiitum áður við slátt voru hinir löngu matar- og kaffi tímar, þeir frískuðu fólkið, sköp- uðu því hvíldir á líðandi stundu. Það gleður mig stórlega er Morg unblaðið og önnur blöð ásamt verkalýðsfélögum fara að hugsa af alvöru um þessi mál og taki að ræða málin sem skipulags- mál. Því það er áreiðanlega tímabært spursmál, en það er að byrja á öfugum enda að legg.ia niður kaffitímana og stytta mat- artímann“. Páll Helgason. HVAÐ VAR GERT VIÐ RJÓMANN? Húsmóðir hér í bænuxn hringdi. til Bæjarpóstsins núna á dögun- um, og sagði honum fx-á því, að á aðfangadaginn hefði hún ekki fengið rjómann sinn eins og vant , var. Þessi húsmóðir, sem skiptir við mjólkurbúðina á Ásvallagötu 1, fékk þau svör, þegar hún kom þanggð til að sækja rjómann eins og venjulega, að eng- inn rjómi hefði verið sendur- þangað frá mjólkurstöðinni þá um daginn. V.ar nú hringt til stöðvárinnar og spurst fyrir um það, hvernig á þessu stæði. Svar- aði stöðiix því að í’jóminn hefði verið sendur þennan dag ,sem aðra daga . Eins og geta má nærri, var húsmóðurinni nokkur forvitni á að vita, hvernig riómi þessi hefði horfið, og vill Bæjarpósturinn mælast til þess. að þeir, sem. kynnu að hafa orðið hans varir iáti sig vita af því við fyrsta tækifæri. Raddir úr sveitinni HVER ER MUNURINN? ... Tímamenn hamast á Búnaðarráði, ásamt ýmsu öðru, sem fer í taugarnar á þeim góðu mónnum. En þeir gá ekki aö því, að með öllum þessum gauragangi hafa þeir áreiðanlega stór- spillt fyrir sölu á kjötinu innanlands og þar með unnið gegn hagsmunum bændastéttarinnar. Og hver er svo þessi pólitíski ágrein- ingur Framsóknannanna og meirihluta þeirra bænda, er skipaðir voru í Búnaöarráð? Eg hef reynt að kynna mér lífsskoðanir og hugsunar- hátt beggja þessara aðila, þ. e. Framsóknarbænda og Sjálfstæðisbænda, og mun- inn hef ég ekki getað fund- ið. Báðir eru hákapítaliskir í öllum skoðunum. Báðir ,telja- sig samvinnumenn í verzlun og báöir hata verka lýðinn framar öllu ööru. Það er aðeins eitt, sem Framsókriármenn hafa ver- ið skeleggari með, en það er að krefjast rýrari kjara fyrir verkamenn en bændur, sjálfsagt af umhyggju fyrir þeim, sem vinna skí'tvinnu árið um kring. Eg undraðist oft, er ég sá greinar um þessi mál í Tím- anum. Mér gat varla dott- ið í hug, aö hér væri stétt- arflokkur bændanna, sem stæði á bak við þessi skrif, þar sem hverjum heilvita manni hlaut að vera Ijóst, að aliir einyrkjabændur hefðu flosnað upp. RÁS VIÐBURÐANNA OG SÓSÍALISMINN ... Eg var Framsóknar- maður fram að kreppunni 1929, en þá opnuðust augu mín fyrir því, sem var að gerast úti í heimi og hér heima, og síðan hefur rás viðburðanna sannfært mig betur og betur um réttmæti þeirra skoðana, sem ég að- hyllist... ILL NAUÐSÝN .... Verðlögn búvaranna er auövitað oáö, sem nfj blasir mest við augum hveri bónda. Flestiv líta á fyrir- komulagið sem iila nauðsyn en engir hafa mótbárur á takteinum eða. önnur ráð, sem betur mynau duga, að þvi er framleiðandanum við- kemur. Hinsvegar . sýmst mörgum, sem framkvæmd gi’eiöslunnar muni verða örðug, en einriig þar er eif- itt að benda á betri leiðir nema þá í smáatriöum ...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.