Þjóðviljinn - 29.12.1945, Qupperneq 6
Bernskuminningar
Við eltum páskanornina, sjáum ráðskonuna vaða að
henni með kaffiketilinn, Brún fælast, Óla í Seli
á flótta og Lárus og Magnús reiða upp axirnar.
Og við höfum aldrei á ævi okkar hlegið annað eins.
En hlægilegast af öllu er þó, þegar Pétur gamli
kemur hlaupandi og ætlar inn í skrifstofu pabba.
Pabbi spyr, hvað sé um að vera, en Pétur gamli
gefur sér varla tíma til að svara. Seinast kemur
það upp, að hann ætli að sækja byssu og skjóta
þessa ófreskju, sem sé að hlaupa í kringum húsið.
Það var auðséð, að karlinn var í veiðihug. Og
það var von. Hann hafði reynt á hverju ári, að
minnstakosti í fimmtíu ár, að skjóta á páskanornir,
en aldrei hitt neina. Loksins sá hann þó eina. Og
sú skyldi fá fyrir ferðina!
Dansleikurinn
-----Einu sinni komu nokkrir ungir menn frá
Sunne héraðinu á dansleik á Márbacka og til að
horfa á leiksýningu þar. Við höldum, að þeir hafi
komið vegna þess, að þeir hafi frétt að Hilda
Wallroth í Gárdsjö og Anna Lagerlöf á Már-
backa eru að verða fullorðnar stúlkur og falleg-
ustu stúlkurnar í öllum Fryksdal.
Og viti menn! Einn góðan veðurdag fær pabbi
bréf frá tveimur ungum mönnum í Sunne, og
þeir bjóða allri fjölskyldunni á Márbacka á dans-
leik.
Þessi dansleikur átti að verða í húsi Nilssons
Wfi M ÞETTA
Það tíðkaðst í ibrúðkaups-
veizlum víða í Norðurálfu
áður fyrr, að gestirnir
gerðu brúðhjónunum ýmsar
skráveifur til almennrar
skemmtunar. Algengast var
að koma fyrir hana undir
rúminu eða fela hann ein-
hvers staðar í herberginu. Og
auðvitað tók haninn til að
gala einhverntíma um nótt-
ina, þegar minnst varði. Þessi
siður hélst lengst við í Hol-
landi, en þar var haninn
hengdur upp í búri.
Stundum var skóm brúðar-
innar rænt og þeir negldir
up'p á vegg. Það átti að tákna,
að hún ætti ekki að hlaup-
ast brott frá bónda sínum.
1 danskri lesbók frá 17. öld
segir svo: „Sums staðar í
Þýzkalandi er það siður, þeg-
ar brúðurin gengur til sæng-
urr að eitthvert ungmenni er
látið taka af henni skóna og
negla þá upp á vegg, til merk
is um, að hún eigi að dvelja
framvegis á heimilinu og sjá
sóma þess.“
Sumt bendir til, að þessi
siður hafi stundum leitt til
ryskinga. Að minnsta kosti
tíðkaðist það sums staðar í
Noregi um aldamótin 1700, að
þegar eldameistarinn lýsti
friði yfir brúðkaupinu, um
leið og gengið var til borðs,
bætti hann jafnan við: „Og
loks viljum vér ekki vita
af neinum ryskingum og á-
flogum um skó brúðarinnar“.
í Englandi var það lengi
siður meðal heldra fólks, að
fleygja skóræfli á eftir brúð-
hjónunum og átti það að vera
þeim til gæfu. Það tíðkaðist
líka í Englandi að vekja þau
með háreysti um morgun-
inn.
Sums staðar á Norðurlönd-
um komu gestirnir inn grímu
klæddir og vöktu brúðhjón-
in með söng, hornablæstri og
óhljóðum.
íúta fram yfir borðið, horfði
á mjóan hnakka hans og
mjúkt hárið um stund, gekk
svo til hans og hallaði sér að
öxl hans.
Hann hætti að skrifa og
leit á hann. Augu þeirra
mættust og hún lagði kinn-
ina að vanga hans.
ÞRÍTUGASTI OG SJÖUNDI
KAFLI
Daginn eftir átti Hilary
leið um Kensmgton-skemmti
garðinn. Hann hafði gert.all-
ar nauðsynlegar ráðstafanir
viðvrkjandi brottför sinni. Þá
mætti hann Biöncu allt í
einu. Hún stóð við tjörnina
L garðinum.
Allir þeir, sem fóru um
garðinn eða dvöldu þar sér
til hressingar, bæði ríkir og
snauðir, sáu ekki betur en
hjónin sem þarna stóðu væru
sátt og ánægð eins og gerizt
og gengur. Sú tíð er enn ekki
upp runnin, að menn geti
lesið hugrenningar hvers ann
ars.
Og því ber ekki að neita,
að fáir menn og konur hefðu
hagað sér jafn stillilega og
prúðmannlega og þau, eins
og á stóð. Þeirri háttvísi voru
ekki margir gæddir.
Þau voru orðin hvort öðru
ókunn og leiðir þeirra voru
að skilja. En þau létu sem
ekkert hefði í skorizt — á yf-
irborðinu. Hjónarifrildi, á-
sakanir og eignarréttarkröf-
ur hjónabandsins voru fjarri
hugsunarhætti þeirra. Þau
höfðu enga löngun til að
særa hvort annað og álitu sig
ekki hafa rétt til þess.
Þau gengu hlið við hlið og
virtu tilfinningar hvors ann-
ars, eins og aldrei hefði fall-
ið skuggi á sambúð þeirra
þau átján ár, sem þa’u 'höfðu
'búið saman, síðan þau urðu
ástfangin hvort í öðru og
ástaþrá þeirra hafði verið að
kólna. Og því síður varð
þess vart, að ágreiningur um
unga stúlku væri á milli
þeirra.
„Eg var að undirbúa ferð
mina,“ sagði Hilary. ,,Eg fer
á morgun. Þá þarft þú ekki
að fara frá föður þínum.“
„Fer hún með þér?“
Þetta var sagt svo hæversk
lega og jafnvel svp laust við
forvitni, að ómögulegt var að
renna grun í, hvort hún
spurði af veglyndi eða illsku.
Hilary áleit að henni gengi
göfuglyndi til.
„Nei, sá skrípaleikur er um
garð genginn,“ svaraði hann.
Bátur lagði frá landi 'við
vatnsbakkann og í kjölfari
hans hoppaði svolítil fleyta
holuð í tré með þrjár fjaðrir
í stað siglu. Tveir tötralegir
smádrengir stóðu á bakkan-
um og seildust eftir því með
trjágreinum, sem þeir höfðu
í höndunum.
Bianca horfði í leiðslu á
þetta tákn eignargleði manns
ins. Hún handlék mjóa gull-
festi, sem hún hafði um háls-
inn. Allt í einu rann festín
niður brjóst hennar. Hún
hafði slitið hana.
Þau gengu þegjandi heim.
, Miranda lá við dyrnar að
vinnustofu Hilarys. Hún
hristi gljáandi skrökkinn, þeg
ar hann klappaði henni, og
hringaði sig saman aftur, þar
sem hún hafði legið og velgt
sér ból á gólfinu.
„Viltu . ekki koma inn?“
spurði Hilary.
Miranda- hreyfði sig ekki.
Þegar hann kom inn í
stofuna,. sá 'hann hvers vegna
hún hafði ekki viljað koma
inn, Fyrirmyndin stóð við
bókaskápinn á bak við höf-
uðmynd Sókratesar.
Hún stóð grafkyrr, eins og
hún væri hrædd um, að ein-
hver tæki eftir henni ef hún
hreyfði sig. Hún var í dökk-
græna kjólnum, með litla,
brúna stráhattinn á höfðinu.
Tvær dökkrauðar rósir voru
á hattinum og hann var
bundinn með dökkrauðu flau
elsbandi. Þama stóð hún
milli ófríðu, hvítu höfuð-
myndarinnar og dökka bóka-
skápsins, skjálfandi af ótta
við að sér yrði vísað út.
„Þér hefðuð ekki átt að
koma,“ sagði hann stillilega,
,,eftir það sem við sögðum
yður í gær.“
Fyrirmyndin svaraði fljót-
mælt:
„En nú hef ég séð Hugths,
mr. Dallison. Hann hefur
komizt að því, hvar ég á
heima. Hann er ískyggilegur
1 að sjá hann, og ég er hrædd
j við hann. Nú get ég ekki ver-
ið þarna lengur.“
Hún hafði fært sig fram úr
skotinu, horfði niður á gólf-
ið og fingur hennar voru á
sífeíldu iði.
„Hún er að ljúga,“ hugsaði
Hilary.
Fyrirmyndin leit á hann í
laumi. „Eg hef séð hann“,
sagði hún. ,,Eg verð líklega
að flytja samstundis, annars
er mér ekki óhætt. Er það?“
Hún leit snöggt á Hilary.
,Nú- vegur hún að mér með
mínum eigin vopnum,“ hugs
aði Hilary. „Jafnvel þó að
hún hafi séð manninn, þá
hefur ihún ekki orðið hrædd.
Þarna fékk ég makleg mála-
gjöld:“ Hann hló og leit und-
an.
Hann heyrði að hún hreyfði
sig. Hún staðnæmdist frammi
á gólfi, á milli hans og dyr-
anna. Nú kom yfir hann þessi
sama óró og þegar þau sátu
saman á bekknum, daginn,
sem 'bamið var jarðsett.
Tvær ástfangnar dúfu.r kvök-
uðu úti í garðinum. Hann
heyrði það ekki. Hann vissi
aðeins eitt. Hún stóð hjá
honum, unga stúlkan, sem
háfði leyst tilfinningar hans
úr læðingi.
„Hvað viljið þér mér?“
spurði hann að lokum.
Hún svaraði með annarri
spumingu: „Er það satt að
þér séuð að fara burt, mr.
Dallison?“
„Já.“
Hún lyfti báðum höndum,
eins og hún ætlaði að þrýsta
þeim að brjóstinu, en lét þær
síga aftur. Hilary horfði á
grannar hendur hennar, sem
fiktuðu við kjólinn. Hún
hafði slitna skinnhanzka.
Fyrirmyndin brá höndun-
um aftur fyrir bakið til að
hylja þær og sagði stillilega:
„Mig langaði bara til að
spyrja, hvort ég mætti fara
með.“
Spumingin vár svo bama-
lega fram 'borin, að það hefði
getað komið dauðum manni
til að hlægja. Hilary varð við,
eins og allur líkami hans
væri að leysast upp. Þetta
var, þrátt fyrir allt, svo ó-
vænt og undursamlegt, eins
og hún byði honum ekki að-
eins allt, sem hann þráði,
heldur og allt, sem hann
vildi forðast.
Hann leit á hana. Háls
hennar og vangar voru rjóð-
ir. Jafnvel augnalokin voru
rauð, og því virtust augun
enn blárri. Hún tók til máls.
Það var auðheyrt að hún
hafði búið sig undir það.
,,Eg skal ekki verða yður
til óþæginda. Eg skal gera
allt; sem þér segir mér. EÍg
skal læra að vélrita og skrifa
fyrir yður. Eg skal ekki um-
gangast yður mikið, ef þér
haldið að það veki umtal. Eg
er líka svo vön við að vera
ein. Eg skal gera hvað sem
þér viljið. Og ég skal aldrei
verða óánægð með neitt. Eg
er ekki eins og aðrar stúlkur.
Eg veit hvað ég er að segja“.
„Er það nú víst “
Fyrirmyndin brá höndun-
um fyrir andlitið.
,,Eg skal sýna það, ef ég
bara má.“
„Þér eruð of veglynd, barn
ið gott.“
Það var eins og hún fyndi,
að hún hafði tapað á því að
ákalla göfuglyndi hans. Hún
tók hendurnar frá andlitinu.