Þjóðviljinn - 01.02.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.02.1946, Blaðsíða 3
3 Föstudagur 1. febrúar 1946. ÞJÓÐVILÍINN 'RÓTTIR Ritstjóri: FRÍMANN HELGASON Upphaf Islandsglímunnar Erindi flutt í Ríkisútvarpið af Kjartani Bergmann framkvæmdastjóra Svíþjóð - Danmörk 9:7 1 landskeppni í handknattleik Þessum leik Svía og Dana var beðið eftir með miklum á- huga af báðum aðilum. Leikur- inn var yfirleitt jafn og spenn- andi, enda stóðu leikar jafnir i hálfleik 4:4. Til að byrja með voru Danirnir þó heldur tæpir, en sóttu sig svo í miðhluta Hver sigrar í Skjaldarglímunni í kvöld? Skjaldarglíma Glimufélags* ins Ármanns verður háð f kvöld 1. febrúar, sem er; hennar fasti dagur fi-ó byrji un. Fer hún fraini í íþrótta-* Cixisi í. B- R. við HólogalancL Skjaldarglíman er einn aí merkustu íþrót tav iðburðum, íslandsglíman hefur ætið þótt einíhver sögulegasti við- burður íþróttanna, bví í með- vitund þjóðarinnar stendur glíman á svo gömlum merg, að það hefur jafnvel verið sagt, að hún væri okkur ís- lendingum í blóð runnin. Fyrsta Íslandsglíman fór fraiin á Akureyri 20. ágúst 1906 og vann þá Ólafur V. Daviðsson Grettisbeltið, og þar með sæmdanheitið glímu- kappi íslands. Á Norðurlandi hafði frá ómuna tíð verið lögð sérst-ök rækt við gldm- una, og þó fyrst og fremst í Suður-Þingeyjarsýslu, eink- um í nágrenni við Mývatn- Það má því segja að ekki væri nemó eðlilegt, að það væru Norðlendingar, sem riðu á vaðið með að koma á stað allslherjarglímu fyrir allt land. En hin fyrsta íslands glíma átti talsverðan sögu- legan aðdraganda, sem var 'bæði skemmtilegur og merki- legur í senn, og ekki má gleymast, þar sem um fyrir- boða jafn merkilegs íþrótta- atburðar er að ræða sem ís- landsglíman óneitanlega er, Þetta atvik sem um ræðir hér er hin svokallaða veðmáls- glíma eða verðlauna, sem háð var á Akureyri í ársbyrjun 1906 og sem allir eldri Akur- eyringar m'nnast enn í dag sem einhvers þess mest spennandi atburðar á íþrótta- sviðinu, er þeir minnast, og sem ljóslega má sjá á um- mæhim Akureyrarblaðanna frá þekn tíma. Heimildar- maður minn um margt sem hér fer á eftir er Ólafur Jóns- sdn fró Skjaldarstöðum, gam- all og góður glímumaður og vel skýr, er hann bróðir Jóns Jónssonar bónda á Skjaldar- stöðum, . sem var einn af fræknustu glímumönnum síns tíma. Hef ég átt tal við Jón á Skjaldarstöðum um glírnu og er hann gagnfióðux í þeirri grein, drengur góður og mun hafa verið afburða karlmenni. Um verðlaunaglímuna far- ast Norðra, 5. janúar 1906 orð á þessa leið: „Verðlaunagiíma verður þreytt hér í.leikhúsinu nú á þrettándanum og fær sigur- vegarinn 100 kr. í, peningum unarmaður Ólafur V- Davíðs- son. í næsta tölublaði Norðra, 12. janúar sama ár, segir svo um úrslit glímunnar: „Norðri gat þess um dag- inn, að opinber veðglíma yrði háð á milli þeirra Jóhannesar Jósefssonar og Ólafs V. _Da- víðssonar. Fjöldi manns varð frá að hverfa, og þó mátti svo heita að troðið væri í leik húsið. Þar stóð nálega maður v'ð mann. Er það gott að svo mi'kill áhugi er fyrir þessari gcmlu þjóðlegu íþrótt. — Leikslok urðu þau að Jó- hannes sigraði í öllum þrem- ur glímunum. Bóðir glímdu þeir vel og liðlega og þó Ólafur engu síður, var það allgóð skemmt un á að horfa.“ í 10. tbl. Norðra frá 9. marz sama ár segir enn svo um glímu.“ Síðastl. þriðjudags- kvöld þreyttu 32 menn á Ak- ureyri glímu í leikhúsi bæj- arins. Aðgangur kostaði 75 aura og var húsfyllir. Tvö nýstofnuð félög reyndu með sér glímurnar, 16 menn úr hvoru. Foringi Umf. Akur- e.yrar e.r Jóhannes Jósefsson sá sem veðglímumar vann í vetur, en Valnum stýrir Guð- laugur Pálsson timbursmið- ur.“ í framihaldi greinarinnar er svo skýrt frá glímunni á þá leið að foringjarnir hafi báðir fallið og allt lið þeirra, að undanteknum einum manni Ólafi V. Davíðssyni, sem að- eins hafi fallið einu sinni, en reglur hafi verið þær, að sá var til fulls yfirunninn og dæmdur úr leik er tvisvar hafi fallið. Enn segir svo í 12 tbl. Norðra þann 23. marz sama ór:, Grettir heitir félag, sem nýstofnað er hér í bænum. Það er markmið þess að vinna að því, að þjóðlegar í- þróttir, einkum glímur, verði iðkaðar sem mest. Félagið hefur gert ráðstafanir til að lóta gera belti það, er ætlað er til að' vera sæmdarmerki bezta glímumannsins ó Is- landi. Gerir félagið ráð fyrir, að gliman um beltið fari fram þegar iðnaðarsýningin verð- ur haldin hér í júnímónuði“. að . verðlaimum. Þeir. sem ætLa að freista hamingjunnar 1 þvi efni eru; verzlunarstjóri Jóhanzies Jósefsson-og verzl- Af þessum og fleirum um- mælum . Norðra og annarra "Blaða á Akureyri, er ljóst, að mikill áihugi hefur verið þar, fyrir gKmunni á - umræddum tíma. Norðra farast orð á þessa leið, þann 24. ágúst 1906: „Glímufélagið Grettir hér á Akureyri, hefur gengist fyrir því að komið yrði á allsherjarglímu fyrir verð- launagrip, þessa glimu hefur félagið nefnt verðlaunaglímu Islands hina fyrstu, en grip- ur sá, er sigurvegarinn fær, er belti dýrmætt. Þessi glíma fór fram síð- astliðinn þriðjudag, þann 21. þ. m- í hinu mikla sarr.komu- húsi Hofgæð'nga, sem hér er í smíðum. Þessir tóku þátt í glímunni: 1. Jóhannes Jó- sefsson, verzlunarstjóri, 2. Ólafur V. Davíðsson verzlun- armaður, 3. Þorsteinn Þor- steinsson, trésmíðanemi, 4. Kristjón Þorgilsson, tré- smiðanemi, 5. Þórhallur Bjarnason, prentari, 6. Páll Friðriksson, múrari, 7. Páll Skúlason, verzlunarmaður, 8. Jakob Kristjánsson, prentari- Þeir áttu allir heima á Akur- eyri. 9. Sigurður Sigfússon, deildarstjóri Húsavík. 10. Jón Sigfússon Halldórsstöðum í Reykjadal. 12. Emil Tómas- son, Einarsstöðum, Reykja- dal. Sóttust glímumennimir af kappi tímum saman, en brótt kom þó í ljós hverjir lík- legastir væru til að hreppa gripinn. Er helmingur var liðinn glímunnar, féll einn ó- vígur, var það Sigurður Sig- fússon, Húsavík. Slitnaði æð í úlnliði hans. Þótti Þingey- ingum það illa, því þeir munu hafa talið hann mestu atgervi búinn sinna manna- Að lokum stóðu þrír uppi, er stóðu nokkurnveginn jafnt að vígi: þeir Ólafur V. Dav- íðsson, Jóhannes Jósefsson og Emil Tómasson. Vann Ólaf- ur þá báða og hlaut því belt- 'ð. Var það afhent honum og á hann spennt, af formanni Grettis, Vigfúsi Sigfússyni, gildaskélastjóra. Það var og tekið fram að þetta belti ætti jafnan að vera 1 höndum fræknasta glímumanns íslands, en eigi væri það hans eign. Glámudómendair voru: Egg- ert Laxdal Akureyri, Jón Jónsson Múla, Friðrik Kristj- ánsson, Akureyri, Snorri Kristjónsson Akureyri og séra Helgi P. Hjólmarssorr, Helgastöðum Reykjadal. . leiksins, en Svíar aftur í loka- sprettinum. Fyrsta markið kom eftir 5 mín. leik og settu Svíar það. Þeir gera einnig annað mark og þegar 13 mín. voru af leik stóðu mörkin 3:0 fyrir Svía. Knud Lundberg hcfur víst þótt þetta ganga nokkuð langt, því hann leikur nú mjög lag- lega á sænsku vörnina og gerir fyrsta markið fyrir Dani. Tóku þeir nú leikinn mikið i sínar hendur. Walter Madsen gerir annað markið og loks kom það þriðja jafntefli 3:3. Litlu siðar 'setja Svíar mark, en fáum sekúndum fyrir leiks- lok jafna Danir á ný. Stuttu eftir byrjun liálfleiks tekst Dönum að gera .5. markið, en það stóð ekki lengi. Ákc Jo- har.son jafnaði með föstu lágu, óverjandi skoti. Á þessu tíma- bili sýndu Svíar góðan leik, en danski markvörðurinn varði frá- bærlega. Enn taka Danir for- ustuna og enn bæta þeir við 7:5.1 lok leiksins ná Svíar meiri tökum á leiknum aftur og jafna fljótlega og bæta tveim mörk- um við. Danir léku oft mjög létt og lifandi, sérstaklega í sóknarað- gerðum sínum, þá skorti úthald á við Svíana, sem sýndu sér- staklega í leikslok góðan leik. í Norðra segir svo um glíimuna: „Eigi verður því neitað að vél glámdu margir þessara manna í sprettum, en eigi duld. st þaö oss að Akureyringamir tóku hin- um fram að því er snerti lipurð og fagurt glímulag. Fremstann teljum vér Jó- hannes Jósepsson því hami hefur mest vald á líkama sinum, og glíma hans var aðdóunarverðust“- En síðar koma fram í blaðinu aðr- ar raddlr, þar sem látiö er í 'jós það álit aö Þingeyinga hafi sízt skort lipurð og fag urt glímulag á móts við Ak- ureyringana. Þegar kom fram yfir ára- mótin 1906—7, sést á um- mælum ýmsra blaða, að ■Tienh hafa tekið að æfa sig, undir þátttöku í hinni miklu glímu. Eru víðsvegar stofnuð glímufélög og Ung- mexuiafélög þjóta upp. Framh. höfuðstaðarins, og h-efur oft- ast verið fjölsótt af keppendi um og dregið að sér fjölda. áhorfenda. Að þessu sinni eru 10 þátt- takendur í glímunni og eru; allir úr Reykjavik, nema 1* sem heitir Ágúst Stcindórs- son, sem kepp.r fyrir U. M. F. Hrunamanna. Er hann' ungur glímumaður, og tók: þótt í glímukeppni Héraðs’* samibandsins Skarpliéðinn sl. suimar. í þetta sinn tekur einn keppandinn þátt í Skjaldar- glímunni í 10. sinn í röð og mun það eins dæmi vera. Þessi maður er Sigurður Hallj björnsson úr Ármanni. Þeg- ar Sigurður er vel fyrirkall- aður hefur hann oft sýntl' góð glímutilþrif, og hefur yf-1 ir að ráða mikilli bragða-< kunnáttu- Á Íslandsglímunnij 1937 'hlaut hann fegurðar-i gMmuverðlaun og sæmdar-i heitið glámusnillingur ársins., Sýnir þessi þátttaka hansi mjkla þrautseigju og ástundi un. Ómögulegt er að spá umj það, hver ber sigur úr být" um í þessari viðureign, enl gera má ráð fyrir að þeirt nafnar Guðm. Ágústrsson og Guðm. Guðmundsson, Ár- menningar, hyggist að seljai sig dýru verði, og ef til villl verða lokaátökin þeirra í milli. Báðir þessir menn eru! einhverjir snjöllustu glímu-i menn okkar, og má búast við, skemmtilegri glímu hjá þeim. Eftir framfömm þeim að dæma, sem orðið hafa á Frið- riki Guðmundssyni úr KR og glímum hans að undan- förnu má búast við því að hamn geti orðið þeim nöfnumí skæður keppinautur. Má tví- mælalaust telja hann elnn áf okkar efnilegustu glímu- mönnum. Davið Hálfdánar- son K. R. er alltaf mjög skemmtilegur glimumaður, og sé hann í góðri æfingu ma búast við skemmtilegum og fallegum glímum af hans hálfu. Guðmundur Guðmundsson' K. R. (bróðir Friðriks) mun vera yngstur keppenda að þessu sinni, og er talinn gotf glimumannsefni. Þó er Einaí Ingiimmdarson úr Ái'manni, sem hefur staðið framarlega á sáðustu glámum. Ennfrem- ur koma þama fram ÖlafuT! Jónsson K. R. og KrirtjáO Sigurðsson Ármann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.