Þjóðviljinn - 01.02.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1946, Blaðsíða 6
ÞJÓ0VIL JINN Jföstuaagur 1. fébrúar 1946. Harry Söiberg: Hesturinn úrsmiðsins urinn horfði á Manga rólegur og öruggur, eins og öllu væri óhætt, bara, ef Mangi var hjá honum. „Stattu nú upp,“ sagði Úra-Mangi aftur- En hest- urinn hreyfði sig ekki. t>á tóku tveir menn sig til og reyndu að hjálpa hestinum á fætur. En það var sama. Hann lá kyrr, og rétti frá sér alla fætur. „Þú verður að telja um fyrir honum, Mangi,“ sögðu þeir hlæjandi. Úra-Mangi laut niður að hestinum og kallaði fast við eyrað á honum: „Þú mátt til að brölta á fætur. Við verðum að fara heim bráðum.“ Hann klappaði hestinum góð- látlega. Mennimir sóttu í sig veðrið og reyndu á ný að reisa klárinn. Og í þetta sinn tókst það. En hann riðaði á fótunum og virtist ætla að leggjast aftur. „Það er synd og skömm,. að hafa svona hest fyrir vagni,“ sagði kona, sem gekk fram hjá. Það var kona læknisins. Hún gekk til Úra-Manga. „Það ætti að kæra þig fyrir lögreglunni,“ sagði hún reiðilega. En Úra-Mangi starði á hana og hafði ekki hugmynd um, hvað hún átti við. Þegar hestinum hafði verið beitt fyrir vagninn, fór Úra-Mangi inn í búðina og keypti það, sem hann hafði ætlað sér. Síðan settist hann upp á vagninn og ók af stað, svo hægt, að smábarn hefði getað fylgt honum eftir- Börn og unglingar æptu á eftir honum. Úra-Mangi átti heima í útjaðri sveitarinnar, þar sem var svo gróðurlítið, að enginn vildi búa. Bæj- arhúsin voru aðeins kytran, þar sem Mangi gamli svaf, hesthús og hlaða. Veggimir voru svo lágir, að þeir náðu Úra-Manga aðeins í öxl. Gamli maðurinn átti svolítinn rúgakur, en hann Spratt illa. Jarðvegurinn var svo vondur. Annað Jóhannes V. Jensen: GUÐRUN Ilollendingur nokkur, að nafni Brent, var árið 1583 gerð- ur útlægur frá Helsingjaeyri á Sjáiandi fyrir sakir, sera nú- timamönnum koma undarlega fyrir sjónir. Maðurinn hafði hreinsa salemi sitt, sem var að húsabaki, en samkvæmt lögum mátti enginn vinna það verk nema böðullinn, því að það þótti ekki sóma heiðarlegum mönnum. En þar eð þetta var meira en eins manns verk í stórum bæ, horfði oft til vand- ræða. Að lokum var Hollend- ingnum nóg boðið, svo að hann tók til sinna ráða. Hollendingurinn fékk af þessu mikið ámæli. Borgarstjórinn vísaði honum tafarlaust burt úi bænum, en hann hlýddi ekki og þóttist ekki hafa unnið sér neitt til óhelgi. Kallaði borgar- stjóri þá saman almennan fund, stefndi Hollendingnum. þangað og spurði þingheim allan hvort maður, sem hefði gert sig sek- an í annarri eins ósvinnu og útlendingur þessi, væri ekki réttrækur úr borginni. Allir svöruðu einum munni, að vissulega væri hann það. Borgarstjóri sneri þá máli sínu til Hollendingsins með niðrandi háðsyrðum og bað hann að hypja sig sem skjótast burt úr bænum með hyski sitt. Og sá maðurinn sér þá ekki annað fært en hlýða. Það hefur verið rannsákað efnafræðilega, að 94% af vatni eru í tómötum^ ótrúlegustu firrur í höfðinu sem komu í ljós, þegar minnst varði — eins og til dsemis, þegar hún sagði við frú Bruun: „Nú getið þér fært mér kaffi í rúimið.“ Var hún ekki alveg „stórkostleg“? Sumt af þvi, sem Andreu datt í hug að segja og benti á að hún vaeri eitthvað rugluð í ríminu, var frú Bruun ótæm- andi uppspretta í kLmnisögur. Andrea hafði eldrautt nef og oddihvasst. Þar við bættist, að hún var nærri því höku- laus. Þess vegna var hún líkust ál í framan. Hún var alltaf í eldihúsinu. En í hvert skipti, sem Guðrún kom inn í stofuna, brást það ekki, að hún sá Andreu hverfa hljóð- laust yfir gólfáibreiðurnar og bak við dyratjöld úr einni stofunni í aðra, eins og þeg- ar áll smýgur innan um vatnsjurtir. Og Andrea hafði hvítan, kringlóttan blett, sinn í hvoru auga, alveg eins og állinn- Frú Bruun talaði í sífellu. En hún talaði með fágaðri rödd, lýtalausa dönsku, alveg eins og hún er töluð á Kon- unglega leibhúsinu. Þegar heyrðist til hennar innan úr annarri stofu og ekki var hægt að greina orðaskil, var ræða hennar líkust því, sem vatn streymdi um flóðgátt eða þytur hyrðist af kvarn- arhjóli. Það var henni bók- staflega nauðsyn að tala. Guðrún var ágætur áheyr- andi, ef til vill stundum annars hugar,. þegar frú Bruun var að segja henni það, sem hún hafði heyrt áð- ur, en alltaf sneri hún and- litinu að frú Bruun og horfði á hana, að því er virtist með athygli. En það hindraði ekki, að Guðrún gat hugsað ■um sitt af hverjú á meðan. Hún hafði komizt í kynni við frú Bruun smám saman, þegar hún færði henni húsa- leiguna. Það voru peningar, sem erfitt var að sjá af, því að þá voru laun Guðrúnar sannarlega af skornum skammti. En hún gat ekki verið heima hjá sér. Ekki svo að skilja, að hún væri ósátt við fjölskyldu sína, heldur var svo þröngt í búi og hús- rými svo lítið, að Guðrún hafði ekki vinnufrið þar. Þess vegna fór hún að heim- an. Svo var það einú sinni, þegar Guðrún kom með húsa- léiguna, að frú Bruun horfði á hana sinum tindrandi- aúg- um og vildi ekki taka við peningunum. Húnr bað Guð- rúnu að Vera ekki áð borga fyrir þessa herbergiskytru og láta sem hún væri heima hj." sér- Frúin var vandræðaleg, þegar hún. sagði þetta, alveg eins' og hún væri að biðja Guðrúnu að gera *sér greiða. Guðrún gat ekki neitað þessu boði. Það bætti fjárhag hennar svo ótrúlega, en hann var slæmur um þær mundir. Þetta var þriðja árið, sem hún bjó ókeypis í herbeng- inu. En það eyddi frá henni tíma. Hún varð að endur- gjalda með nærgætni. Þvf bar ekki að neita, að hún var ekki alveg óháð lengur og einstöku sinnum sagði hún við sjálfa sig í óstillingu, að væri hún skemmtipersóna á he'milinu, ætti hún blátt'á- fram að fá laun fyrir það. En það voru svo mörg hlunnindi, sem fylgdu af- stöðu hennar. Stundum hlust- aði hún líka á útvarp hjá frú Bruun á kvöldin, eða þær spiluðu „bezious". Frú Bruun lagði „ka.bal“ og þær réðu krossgátur í sameiningu. Guðrún var farin að hreiðra um sig á þessu gamla, nota- lega heimili, áður en hún vissi. Vissar lifsvenjur lagði hún þó aldrei niður- Það var margt í fari hennar, sem frú Bruun reyndi árangurslaust að komast í kynni við. Ein af lífsreglum Guðrúnar var sú, að hún þáði aldrei neinar góðgerðir hjá frú Bruun, afiþakkaði alltaf að borða miðdegismat eða drekka te. Frú Bruun hélt því fram, að hún hefði aldrei séð Guðrúnu nærast á neinu op sagði seinast, að hún mundi yfirleitt ekki borða. Guðrún hló að þessu, en hélt áfram uppteknum hætti. Hún lét ekki þoka sér hársbreidd, hvað þetta snerti. Það var einkamál hennar, hvað og hvenær hún borðaði. Þar að auki vildi hún ekki vera frú Bruun háðari en hún þegar var orðin. Hingað og ekki lengrá. Ef til vill réði það einhverju, þó að hún gerði sér ekki grein fyrir því, að hana langaði ekki sérlega í þann mat, sem Andrea hafði lotið yfir með eldrauða, hvassa nefið. Frú Bruun var þó ofurlít- ið uhdrandi í hvert skipti, sem Guðrún afþakkaði góð- gerðir og jafnvel sælgæti. Stúlkan var eitthvað sérvit- ur. „Eg er líka sérvitur“, sagði frú Bruun oft í „sam- ræðum“ þeirra, þegar Guð- rún þagði- Og Andrear Hún var' í ráuh og’ sannleika sér- vitúf, ” • ** • * Þess.vegna voru þrjár sérr vitrar konur samankomnar á heimili frú Bruun, þegar Guðrún var stödd þar. III. Ungmenni Kaupmanna- hafnar flykkjast á reiðhjól- um sínum úr öllum áttum inn í miðborgina síðasta stundarfjórðunginn fyrir klukkan 9. Tíu þúsundir reið- hjóla í hverri röð! Ein fylkingin fer Norður- brúargötu, yfir 'Lovísubrúna. Þaðan sést út á Svörtutjörn, þar sem villiendurnar sitja með vatnsgljáa á sléttu fiðr- inu og méfarnir sveima hægt i loftinu. Reiðhjólastraumur- inn liggur eins og renniiband í verksmiðju eftir Friðriks- borgargötu, framhjá Græna- torgi, fimm- sex hjól sam- hliða. Gatan er alveg lokuð, eins og síldartorfa sé á ferð yfir hana. Maður kemur frá torginu og ætlar yfir götuna með eplapoka 'á bakinu. Hann gengur út á gangstétt- ina, verður að snúa aftur einu sinni — tvisvar. Þa verð ur loksins skarð í torfuna- Hann sætir lagi — og það er ekið á hann. Eplin velta. Önnur torfa streymir nið- ur Vesturbrúargötu. Rautt Ijós stöðvar hana við þvér- götuna, þar sem Frelsisvarð- inn stendur og turnar Ráð- hússtorgsins blasa við i bak- sýn. Reykur gýs upp ur lægðinni framan við jám- brautarstöðina. Það er að koma lest út úr jarðgöngun- um. Friðriksborgargata gleypir reiðhjólatorfuna, eins og gráð ugt gin. Nú skiptir torfan sér. Önnur áknan fer niður Strik ið, en það sýgur hana að sér, og hún dreifist inn í búðirnar og upp á efri hæðir húsanna- Straumurinn, sem kemur frá Kristjanshöfn og Sundby, fer yfir Knippelsbro og breið- ist þaðan út um göturnar i miðbænum, framhjá minnis- varða Níelsar Juels, sem gnæfir í olympskri tign yfir sporvagnastrauminn, og fram hjá bankahúsunum inn á Nýjatorg, þar sem mikilfeng- leg bronzkona, stendur uppi á háu húsþaki og heldur á blysi Reiðhjólastraumurinn flæðir nú til vinstri, meðfram Skurðinum, Kristjánsborgar- höll, Fisktorginu og Absa- lonsstyttunni. Það sitja máf- ar á hjálminum hans. Og nú slær Ráðhúsklukkan og sendir bömum borgarinn- ar tóninn með móðurlegri rodd heim á vinnustaðinn,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.