Þjóðviljinn - 16.05.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.05.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. maí 1946. ÞJÓÐVILJINN Ur borginni Næturlæknir er læknavarð- stofunni, Austurbæjarskólanuæ, sírai 5030. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. Næliirvörður í Ingölfs Apóteki Landsbókasafnið er opið alla virka dag-a kl. 10—12 f. h., 1—7 og 8—10 e. h. Þjóðskjalasafnið er opið alla virka daga kl. 2—7 e. h. Þjóðminjasafnið er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu daga, kl. 1—3 e. h. Bæjarbóka- safn Reykjavíkur: Lestrarsalur- inn er opinn alla virka daga kl. 10—12 f. h. og 1—10 e. h. — Útlánsdeildin er opin kl. 2— 10 e.h. Náttúrugripasafnið opið sunnudaga, þriðjudaga- og fimmtudaga kl. 2—3 e. h. Heimsóknartími spítalanna: Landsspítalinn: Kl. 3—4 alla virka daga, kl. 2—4 sunnudaga. Hvítabandið: Kl. 3—4 og 6,30. Landakotsspítalinn: Kl. 3—5 alla daga. Sólheimar: Kl. 3—4,30 og 7—8 e. h. alla daga. Skipafréttir. Brúarfoss er í Reykjavík, fer kl. 22.00 í dag til Hull. Fjallfoss er í Reykjavík, kom 11 þ. m. frá Hull. Lagarfoss fór kl. 20.00 í gærkvöld til Leith og Kaupmannahafnar. Selfoss fór frá Leith kl. 14.00 í fyrradag til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Rvík 11/5 til Engl. og Antw. Bunt- line Hitch fór frá New York 11/5. Acorn Knot fór frá Reykja- vík 6/5 til New York. Salmon Knot fór frá Reykjavík 11/5 tll New York. True Knot er í Rvík, kom 12/5 frá Halifax. Sinnet er í Reykjavík, kom 12/5 frá Lis.sa- bon. Empire’ Gallop fór frá Hali- fax 11/5 til Reykjavíkur. Anne er í Reykjavík, kom 10 þ. m. Lech kom til Reykjavíkur 10 þ. m. frá Leith. Lublin er sennilega á Skagaströnd. Horsa hleður í Leith í þessum mánuði. Kaupendiir ÞjóSviljans eru vinsamlega beðnir að tilkynna bústaðaskipti á afgreiðslu J)laðs- ins, Skólavörðustíg 19, eða í síma 2184. Lúórasvein Svanur, leikur við Laugarnesskólann í kvöld kl. 9 ef veður lej'fir. Stjórnandi Karl O. Runólfsson. Útvarpið í dag; Fimludagur ÍG. maí. 20.20 Útvarsliljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórn- ar): a) Lagaflokkur úr „Copelia" eftir Delibes. b) „Töfrablómið", — vals eftir Waldteufel. 20.50 Dagskrá kvenna (Kvenn- réttindafél. Islands): Erindi: frá fundi norrænna kvenna í Kaupmannahöfn (frú Sigrið- ur Magnússon). 21.15 Lög leikin á liarpsikord (plötur). 21.25 Frá útlöndum (Gísli Ás- mundsson). 2145 Lög úr tónmyndinni „For wliom the bell tolls“ (plöt- ur). Svíþjóðarbátarnir Kjóla: Naglar Perlur Paliettur H. TOFT iSkólavörðust. 5. Sírni. 1038. Framhald af 1. síðu. taka þátt í væntanlegum samn- ingagerðum í Svíþjóð. Sendimenn þessir fóru héðan áleiðis til Svíþjóðar þann 20. apríl og komu heim 13. þ. m. Þegar til Svíþjóðar kom hófust þegar viðræður við hina sænsku verktaka, Atlas Diesel A.B. í Stokk-hólmi og Förenade Batvarv A. B. í Gautaborg. Kom þá í ljós að ekki stæði eingöngu á vélunum, heldur einnig að nokkru leyti á smíði bátanna. Aðal viðbárur téðra verktaka, voru þær, að skortur væri á fag- mönnum í Svíþjóð, vélamönnum til að setja vélarnar niður og eins bátasmiðum. Auk þessa deildu verktakarnir sín á milli um ýmisleg atriði. Jafnframt full yrtu verktakarnir að ekki væri hægt að fá þessa fagmenn í Nor- egi eða Danmcfcku. Sendiráðið og fulltrúar ríkisstjórnarinnar sneru sér fyrst að því að útvega fagmennina. Um þetta leyti kom til Stokkhólms frá Kaupmanna- höfn járnsmíðameistari Einar Ásmundsson í Reykjavík. Hann hafði áður ráðið danska jám- smiði í sína þjónustu og taldi hann líklegt, að hægt væri að fá fagmenn í Danmörku. — Fyrir beiðni íslenzku fulltrúanna sneri hann strax aftur til Kaupmanna- hafnar þessara erinda. Góður árangur varð af för hans, því honum tókst fljótlega að ráða nokkra danska fagmenn. Einnig tókst sendiráðinu að ráða fag- menn, og útlit er fyrir að fá eins marga fagmenn í Danmörku og þörf er á. í viðræðum við verktakana lofuðu þeir hvor um sig að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að hraða afgreiðslu bát- anna. Auk framangreindra ráðstaf- ana til útvegunar á fagmönnum útvegaði sendiráðið raflagning- arefni í Danmörku, sem ekki fékkst í Svíþjóð, og breytt var til um vinnuaðferðir, sem allar miða að því að hraða afgreiðslu bátanna. Ekki varð komizt hjá því að sumar þessar aðgerðir hefðu nokkurn aukakostnað í för með sér fyrir íslendinga, en ekki er í það horfandi, þegar um það er að tefla að koma fleiri bátum á síldveiðar. Vegna framangreindra aðgerða standa nú sakir bannig, ef engin óvænt atvik koma fyrir, að bú- ast má við að allir bátamir að undanteknum 8 eða 9 verði til- búnir það snemma að þeir geti tekið þátt í síldveiðum að mestu eða öllu ley.ti. í þessu sambandi skal tekið fram, að sendifulltrúi Vilhjálmur Finsen og verkfræðingur Ólafur Sigurðsson, sem hefur haft yfir- umsjón með bátasmíðinni frá upphafi, hafa sýnt alveg einstak- an áhuga og skyldurækni í störf- um sínum til þess að gæta hags- muna íslendinga í þessu máli frá upphafi, og mun þetta vera sam- eiginlegt álit þeirra, sem tik þekkja. (Atvinnumálaráðuneytið, 15. mai 1946). „Þú heldur, að þjóðin geti ekld verið 5 án þín46 F4amh. af 5. síðu. istanna" í lóg, að gripið var til þess ráðs að- senda tveim dönsk um rithöfundum sínar þúsund krónurnar hvorum! HingaS og ckki lengra Það er eitt til marks um hina hyldjúpu lítilsvirðingu fyrir skáldum og listamönnum á Is- landi, að ekki skilaði þessi póli- tíska úthlutunarnefnd af sér störfum fyrr en seint í marz- mánuði. Er J)ó næsta auðskilið, að vegna þeirra, sem þarna treysta á sinn aðallífeyri, ætti slíkri úthlutun helzt að vera lokið um áramót eða að minnsta kosti í síðasta lagi í jan.lok. En hvernig ræðst um daglegt brauð svona manna í tvo til þrjá mán- uði — það er mál, sem forsjón þessa þjóðfélags virðist hreint ekki koma við. Þegar úrslitin urðu loks kunn, fór mér sem sex öðrum félög- um minum, að ég kaus heldur að herða á mittisólinni en beygja mig undir vöndinn. Eg veit ekki, hvernig þeir kunna að skýra sína ákvörðun og mun því einungis halda mig að minni eigin. Mér hafði einu sinni áð- ur verið refsað á samskonar bátt, en lét þá kyrrt liggja, með því að þá var liöggið öðruvísi tilkomið og ég enda seinþreytt- ur til vandræða. En þegar ég nú var sleginn á hina kinnina, var mínu kristilega innræti nóg boðið. Vissulega þurfti ég á þessum krónum að halda, enda liafa títu prjónar Alþýðublaðsins ekki sparað að geta Jjess til. Og l)að var engan veginn þessi 600 kr. lækkun á lífeyri mínum, sem hér skipti mestu máli.Spurningin var hinsvegar Jiessi: Er manni, sein teljast vill nokkurnveginn heið- arlegur, það sæmandi að láta Jijóðfélag sitt refsa sér hvað eft- Samúðarkort Slysavarnafélags Islands kaupa flestir, fást hjá slysavarnadeildum um allt land, í Reykja vík afgreidd í síma 4897 ir annað fyrir að hafa skoðanir og sannfæringu? Og kjósi hann sér slíkt hlutskipti — er hann l)á líklegur til að varðveita þá siðferðilegu alvöru, sem jafnan er blóð og mergur allrar tíma- bærrar listar? Þegar svo þar að auki er á það lilið, að hér var í rauninni um ofsókn gegn heilum félags- skap að ræða, miðað við sjónar- mið annars félagsskapar, sem hafði klofið sig út úr hinum á næsta hæpnum forsendum og stéttinni til mikillar óþurftar, þá var ég ekki lengi í vafa um, hvað gera skyldi. Að síðari yfirlýsingunni, við- víkjandi notkun verka minna, kaus ég að standa einn og hef ekki ráðgazt við aðra um það mál. Eg laldi sjálfsagt, að meðan ég ælti í útistöðum við fulltrúa þjóðar minnar út af samvizku- spursmálum, þá væri í raun- inni óviðeigandi að flytja lienni inína túlkun á lífinu, að svo miklu leyti sem hægt væri að komast lijá því. Játað skal, að slík ráðstöfun kann að geta kom ið niður á saklausum, en þeim hinum sömu treysti ég einmitt hezt til að virða mér þessa af- slöðu mína lil vorkunnar. Það er síður en svo að ég haldi, eins og mín góða vinkona gat upp á, að þjóðin geti ekki verið án mín. Hún gæti meira að segja vafalaust verið án sagna Kilj- ans og Kristmanns og ljóða Davíðs og Tómasar. En hvort hún mætti níð því til langframa — það er mál, sem hún verður að gera upp við sig sjáif Eg hef ekki risið til mótstöðu í þessu máli vegna þess, að ég telji skáldskap minn svo örugg-« an hakhjarl til varnar. Þar standa vafalaust ýmsir aðrir margfallt hetur að vígi en ég. Hinsvegar krefst ég jafnaðar við hvern annan þjóðfélagsþegn um almenn mannréttindi og telji ég hera þar mjög út af, þykist ég mega þiggja eða veita eftir því sem efni standa til. Stjórnmálarabb Frh. af 4. síðu. izt hefur fyrir henni .illa stund,. þann flokkrnny sem ~hrf ijr“ vaxtff frá ári til árs, vegna l-ess að hann hefur svarað til hinnar vaxandi róítækni og stórhugar fjöldans. Eins og sakir standæ er ekki nema ■ ein ieið "íær aft því markmiði að sameina allæ- sósíalista á íslandi tii sameigin- legra átaka og hún er að efla Sósíalistaflokkinn. Árið 1922 fylgda 63.8% af kjósendum steir.n Sjálf- stæðismamia, áráð 1046 ca. 48%. Það er ekki síður íióðtegt, aÁ athuga fylgisbreytir.gar íhalds- ins, sem ýmist heíur kallað sig íhaldsflokk eða Sjálfstæðisflokk. Eftir því sem hagskýrslar Reykjavikur segja, hefui fylgi þess flokks við bæjarstjórnar- kosningar í Reykjavik. veriÁ þannig, miðað við hundrað' greiddra atkvæða. Árið 1922 Árið 1924 Árið 1926 Árið 1928 Árið 1930 Árið 1934 Árið 1938 Árið 1942 Árið 1946 63.8 af hundraði 63.9 —• 60.3 — — 48.4 — — 53.5 — — 49.3 — — 54.7 — — 48.7 — — 48 — •—■ Örlög þessa flokks hafa ver- ið þau, að hann heíur minnkáíF að sama skapi sem róttækni og stórhugur hefur vaxið, • og nú- stjómar hann bænum með; minnihluta kjósenda að balti sér. Allir eitt um að efta. fiokk uú- tímans, Sósialistaflokbiim. ■—- Munið, að Þjóðviljinn þ.ivf að komast inn á hvert toermiii. MIPAUTCERÐ RIMlISINS □ Hrímfaxi til Akureyrar og Siglu- fjarðar. — Vörumóttaka á morgun (föstudag). Æski- legt að fá vörurr.ar strax að morgninum. Freyja til Stapa, Sands og Olafs- víkur. Vörumóttaka árdeg- is í dag. Brúarfoss fer héðan í kvöld fimmtu- daginn þ. 16. þ. m. kl. 10 síðdegis til Hull. H. f. Eimskipafélag íslands Sonur okkar og bróðir, SIGURÐUR JÓN verður jarðsunginn frá dómkirkjunni föstudlaginn 17. maí. — Athöfnin hefst að heimili okkar, Mjóu- hlíð 2 kl. 3,30 síðdegis. Jarðað verður í Fossvogi. 1 mt Jörína G. Jónsdóttir, Sigurvin Einarsson og börn. Prentsmiðja Þjóðviljans li.f. Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 20 þ. m. kl. 8,30 e. h. í Kaupþingssalnum. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. ; i ’váWJ’

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.