Þjóðviljinn - 18.05.1946, Page 4

Þjóðviljinn - 18.05.1946, Page 4
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. maí 1940. þlÓÐVlLllNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokicurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. _________________________________ 3 Gamla þjóðstjórnarafturhaldið má aldrei komast aftur til valda á Islandi Að völdum situr nú ríkisstjórn, sem gengizt hefur fyrir stórfenglegri framkvæmdum en dæmi eru til um nokkra aðra ríkisstjórn á íslandi. Hvernig stóð á því, að það tókst að mynda þessa stjórn? Svarið er augljóst. Það var vegna þess eins, að gamla þjóðstjórnarafturhaldið, samsteypa íhaldsins, Fram- sóknar og Alþýðuflokksins, var orðið svo beygt, að það þorði ekki að stjórna landinu, og vissi að það gat það ekki, í andstöðu við Sósíalistaflokkinn og verkalýðshreyfinguna. Eftir endurtekna kosningasigra á árinu 1942 var Sósíal- istaflokkurinn orðinn svo sterkur, að afturhaldið gat ekki myndað stjórn með hann í andstöðu. Með myndun hinnar nýju ríkisstjórnar varð alger stefnubreyting í íslenzkum stjórnmálum. Kúgunarstefnu og kauplækkunar var hætt. Fálmið og framtaksleysið var bannfært. I þess stað var tekin upp stefna djarfrar ný- sköpunar og stórkostlegra framkvæmda, sem hefur í för með sér víðtæka atvinnubyltingu og leggur grundvöll að efnahagslegu sjálfstæði íslands, ef þessari stefnu verður fylgt fast eftir. Nú er því ekki aðeins svo farið, að það er Sósíalista- flokkurinn, sem hefur fyrst og fremst markað stefnu þess- arar nýsköpunar, sem ríkisstjórnin er að framkvæma. Sósíalistaflokkurinn hefur einnig orðið að berjast, oft hörð- ustu baráttu, fyrir sérhverju stóru framfaraspori, sem stigið hefur verið. Hann hefur orðið að berjast á hverjum vettvangi, í ríkisstjórn, á Alþingi, í blöðum flokks síns, orðið að skírskota til verkalýðssamtakanna, kæra fyrir þjóðinni og fá aðstoð hennar. Hversvegna hefur framkvæmdin á sjálfum stefnumál- um ríkisstjórnarinnar kostað slíka baráttu af hálfu Sós- íalistaflokksins ? Skýringin er einföld. Hún er sú, að gömiu þjóðstjórnaröflin liggja alstaðar í launsátri til að hindra hverja góða framkvæmd. Framsóknarflokkurinn hatast við þessa ríkisstjórn og gerir henni allt til tjóns, er hann getur. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins fengust aldrei til að styðja ríkisstjórnina. Við öflugustu styttu gömlu þjóð- stjórnarinnar, Landsbankanum, hefur ekki mátt hrófla. Öðru nær. Samstarfsflokkar sósíalista í ríkisstjórninni virt- ust beinlínis vilja reka rýtinginn í bak núverandi stjórn- arstefnu, er þeir gerðu Jón Árnason að Landsbankastjóra. Hvert framfaramál nýsköpunarinnar af öðru rekur sig á þetta svæsna afturhald, er hefur lyklavöldin á æðstu stöð- um. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar í vetur, þegar íhald- inu með Bjarna Benediktsson sem fyrirliða, tókst að halda bæjarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík (með þeim þokka- legu aðferðum, sem það beitti), fór ekki leynt, hvernig gömlu afturhaldsöflin reyndu að færa sig 1 aukana. Þau hugsuðu sem svo, að nú væri aftur kominn tími til sóknar af þeirra hálfu. Afturhaldið á þingi blés sig út, og barðist með offorsi á móti stærstu málunum, sem Sósíalistaflokk- urinn lét sér mest um hugað. Það kom stofnlánasjóði út- gerðarinnar undir Landsbankann, reyndi að hindra skóla- löggjöfina. Það gekk svo frá byggingarlögunum, að þau koma ekki að hálfu gagni, spillti tryggingarlögunum, en kom þó ekki verstu fyrirætlunum sínum fram. Hvað getur alþýða Isiands iært af þessu? FARIÐ A VOLLINN. Ó. Þ. skrifar: „Ef þú bíður fyrir utan hlið íþróttavallarins, eina kvöldstund, einhvern virkan dag, muntu sjá hópa ungra drengja og fullorð- inna manna sem leggja þangað leið sína „léttir í spori“ og „létt- ir í lund“. Margir hafa einhverj ar pjönkur meðferðis, það eru þeir, sem fara „til að æfa“, aðr- ir eru lausbeizlaðir, fara til að horfa á. Það er heilnæmt og hressandi að sjá þessa ungu menn — og konur — og að vita tilgang þeirra: að þjálfa líkami sína, helga sig íþróttunum, hlaupa, stökkva, iðka knatt- spyrnu, leika tennis o. s. frv. Og markmið allra þeirra er að verða sigurvegari í sinni íþrótt, annaðhvort fyrir félag sitt, eða sjálfan sig. Og einhverjir ætla líklega að setja ný met í sumar. KNATTSPYRNAN. Af öllum íþróttunum held ég að knattspyrnan eigi almennust- um vinsældum að fagna. Eg held bara að við íslendingar sé- um engir eftirbátar Englendínga sjálfra, hvað áhuga á knatt- spyrnunni snertir. Aðsóknin að mótunum í fyrrasumar t. d. og sérstaklega þegar Bretarnir kepptu við íslendinga var alveg dæmalaus, í ekki fjölmennari bæ en Reykjavík. Og aðsóknin að fyrsta mótinu i sumar, Thuliniusarmótinu, lofar góðu um aðsóknina í sumar. — Um þetta er allt gott að segja og ef ég ætti stálpaðan strák, vildi ég heldur gefa honum aur til að „fara á völlinn" og horfa á kapp leik, en á Bíó, eða fyrir sælgæti. ÓSIÐUR. En úr þvi ég minnist á sæl- gæti, þá þykir mér hlýða að geta þess að ég hef reglulega and- styggð á gosdrykkja-drykkju unglinga undir kappleikjum, því þegar þessir unglingar, margir hverjir, eru búnir að drekka úr flöskunum, kasta þeir þeim á jörðina þar sem þær liggja svo eins og hráviði. Og hver tínir þær svo upp? Þessi ósiður tiðkast ekki á knattspyrnuvöllunum í Englandi, þar gæti það aftur á móti kom ið fyrir að einhver áhorfandi missti höfuðfatið sitt í öllum spenningnum yfir leiknum. En það er nú kannski lítið betra að henda hattinum sínum út í loít- ið, fyrir þúsundirnar til að troða á, þegar hann er fallinn til jarð- ar? ANNAR ÓSIÐUR. Það bar strax á því sama á Thuliniusarmótinu og alltaf hef ur þótt viðbrenna hér, að áhorf endur þyrptust inn á völlinn, þeg ar leik er lokið, Þetta er svo hvimleitt að umsjónarmenn vallarins ættu nú strax í byrjun leikárs að grípa til róttækra róð- stafana í þessu efni, Takmark- ið ó að vera, enginn inn á völl- inn fyrri en knattspyrnumennirn ir eru allir komnir út af honum í lok leiks. Ó. Þ“. RAUÐHÓLAR. Á morgun verður fyrsta skemmtun Æskulýðsfylkingarinn- ar á þessu sumri í Rauðhólum. — Þeir sem heimsóttu • þennan skemmtistað Æskulýðsfylkmgar- innar í fyrrasumar, munu áreið- anlega hugsa gott til þessarar skemmtunar, og þeirra er síðar kunna að verða haldnar á þess- um stað. Það sem hingað til hefur ork- að mestu um að skapa Rauðhóla- skemmtununum álit og vinsældir meðal bæjarbúa þann stutta tíma sem Æskulýðsfylkingin hefur starfað þarna, er sá annars sjald- gæfi blær sem ríkt hefur á þess- um útiskemmtunum. Það mun vera samhljóða álit þeirra, sem komið hafa á skemmtanir í Rauðhólum, að þeir hafi sjaldan verið á útiskemmtunum, sem bet- ur hafi farið fram. Drykkjuskap hefur löngum verið við brugðið á skemmtunum hér í nágrenni bæjarins, og orðið til ama og álitshnekkis fyrir þá, sem að þeim hafa staðið. Félagar í Æskulýðsfylkingunni hafa ásett sér að skapa annað fordæmi og betra hvað þetta snertir, með skemmtunum sínum í Rauðhólum, og þeim hefur tek- izt það prýðilega enn sem kom- ið er. A. P. skrifar Þjóðviljanum langt bréf um stjórnmál síðustu ára og kemur víða við. Bréfið er of langt til að birta það í heild, þó margt sé þar vel at- hugað og sagt. Hér kemur kafli úr því; Fiskútflutningurinn. Á styrjaldarárunum seldist nær öll okkar framleiðsla til Stóra-Bretlands. Mestur hluti fiskaflans var fluttur ísvarinn til Englands, nokkuð með inn- lendum skipum, en þó meir með erlendum stærri skipum. Ein- staklingar keyptu aflann af fram leiðendum og græddu mikið á þeim kaupum. Um áramótin ’44 og ’45 hættu erlendu skipin að mestu þessum fiskflutningum, enda voru mark- aðshorfur í Englandi ekki eins tryggðar og áður hafði verið. Framleiðendur kröfðust með fullum rétti, hækkunar á fisk- inum. Ríkisstjórnin sýndi þess- um kröfum skilning og gerði sérstakar ráðstafanir til hækk- unar fiskverðsins og til trygging ar skipakosts til fiskflutninga. Einstaklingsframtakið bilaði. — Skipakostur var ekki nægur hér innanlands og varð því að leita til annara landa, meðal annars voru leigð um 60 fiskiskip af Fær eyingum, en auk þeirra nokkur innlend og erlend skip. Framan af þessari vertíð hafa einstakl- ingar flútt út aflann, en í apríl mánuði lækkaði verð á ísfiski í Stóra-Bretlandi og horfði þá þegar til vandræða með flutn- ingana, því einstaklingsframtak- ið bilaði enn. Frá þeim tíma hef- ur nær allur bátaafli verið fluttur út á vegum ríkisins. Burt með milliliðina. Bátaútvegsmenn hafa sjálfsagt aldrei mátt við því, að millilið- ir tækju af þeim drjúgan skerf af fiskverðinu, en samtök þeirra hafa verið svo slæm, að árlega hafa fiskútflytjendur tekið af þeim margar milljónir í milli- liðagróða. Öllum smærri útvegs- mönnum má því vera það ljóst nú að það skipulagsleysi sem ver Hún verður að gera sér það ljóst, að gömlu þjóðstjórn- arhetjurnar eru enn að verki með skemmdarstarf sitt og bíða fyrsta tækifæris að bræða sig saman um nýja aftur- haldsstjórn. Og þeirri stjórn er ætlað stærra verkefni en hinni fyrri. Hún á ekki aðeins að knébeygja alþýðuna og tryggja auðmönnunum allan gróðann af starfi undanfar- inna ára. Hún á ennfremur, og í því felst geigvænlegasta hættan, að tryggja Bandaríkjunum yfirráð yfir herstöðvum á Islandi. Slík stjórn má aldrei ná völdum á Islandi. En hvernig verður það tryggt? Til þess er ekki nema eitt ráð: Alþýða íslands verður að efla Sósíalistaflokkinn í kosningunum í sumar. ið hefur, getur ekki haldið á- fram lengur. Það er fyrirsjá- anlegt, að markaður fyrir fisk þeirra fer ört minnkandi í Bret- landi, og því verða þeir að skipuleggja samtök, óháðir gróða brallsmönnum, en í samráði við þá ríkisstjórn, sem vill sýna málum þeirra fullan skilning. Fjölþættari verkunaraðferðir og vinnsla á fiskinum verður að eiga sér stað. Spor í rétta átt er þegar stigið. ísfiskmarkaðinn verður að nota eins og hægt er og leita nýrra. Heritugri og stærri skip verða að fást til þeirra flutninga. Gömul smáskip, eins og flest þau eru, sem nú sigla, eru of kostnaðarsöm. Ríkisstjórnin og bátaút- vegurinn. Sumir þeir menn, sem aldrei koma nálægt bátaútvegi lands- manna, nema þegar þeir hafa vissu um gróða á útflutningnum, hafa fjandskapast við núverandi ríkisstjórn fyrir afskipti henn- ar af þessum málum, og reynt að koma því inn hjá sjómönn- um og smáútvegsmönnum, að sósíalistar væru fjandsamlegir útgerðinni. Slíkt fellur vitan- lega um sjálft sig, þar sem vit- að er, að þær veigamestu tillög- ur um uppbyggingu og eflingu sjávarútvegsins, eru einmitt komnar frá sósíalistum. íslendingar byggja efnahags- legt sjálfstæði sitt á þessari at- vinnugrein, þessvegna er það höfuðnauðsyn, að kjör þeirra, sem við þessa framleiðslu vinna, verði bætt eins og frek- ast er unt, með því móti verð- ur vinnuaflinu beint meir að þessari höfuðgi'ein framleiðslu Og atvinnu þjóðaririnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.