Þjóðviljinn - 21.07.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.07.1946, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. júlí 1946. ÞJOÐVILJINN ' 3 Sigurður Breiðfjörð Hundrað ára minning í dag er öld liðin frá því er Sigurður Breiðfjörð, mesta rímnaskáld á íslandi og ein- hver vinsælasti bragsmiður sinnar tíðar, dó úr sulti hér í höfuðstað landsins. Æfi hans er kunn öllum ljóðelsk- um Islendingum, og skal þó rakin í stuttu máli. Sigurður Eiríksson Breið- fjörð er fæddur 4. marz 1798 í eyjunum Rifgirðingum í mynni Hvammsfjarðar, og sleit barnsskóm sínum við Breiðafjörð. Gáfaður þótti hann þegar í bernsku og snemma skáldmæltur, en leið- in til mennta var lokuð hin- um bókhneigða, ódæla ung- lingi vegna fátæktar. Sextán ára gamall er hann sendur til Kaupmannahafnar til þess að læra beykisiðn og snýr heim fullnuma í þeirri grein að fjórum árum liðnum, er síðan beykir, verzlunar- þjónn og sjómaður í ýmsum kaupstöðum og verstöðum, flýr úr einum stað í annan vegna skulda, en yrkir rímur og kvæði hvar sem hann fer. Ungur gerist hann ölkær og slarkgefinn, og æ því meir sem á ævina líður, aldrei dregur hann dul á það i kvæð um sínum að hann sé auð- sveipur þjónn Bakkusar. I Vestmannaeyjum kvænist hann Sigríði Nikulásdóttur, þernu húsbónda síns, en hverfur frá konu sinni eftir skamma hríð vegna fátækt- ar; leiðir hans liggja að nýju til Breiðafjarðar. Hann fæst við málfærslu, er af alþýðu manna talinn lagarefur hinn mesti, enda ráðkænn og brögðóttur er því var að skipta, siglir til Hafnar um haustið 1831 til þess að nema j dönsk lög, en verður brátt félaus með öllu sökum óreglu. Efíir r Asgeir Hjartarson Þeirri Hafnarveru hefur Sig- urður skýrt frá á óviðjafn- anlegan hátt í ljóðabréfi til ^ Guðbrands Stephensens, og munu fá kvæði lýsa betur höf undi sínum. Um vorið 1831 1 tekur hann nauðugur þann ^ kost að gerast beykir við ! verzlun konungs á Græn- j landi, hann dvelst í þrjú ár norður á hjara veraldar, veik , ist hættulega af skyrbjúg, lendir í lífsháska og ærnum svaðilförum. Þegar Sigurður hverfur að nýju til Islands er hann orðinn víðfrægt skáld, enda höfðu rímnaflokk ar eftir hann þá birzt á W. B. Yeats: Það glataða V • <&?$:*, « . **• '« prenti. Árið 1837 kvænist hann konu að nafni Kristínu Illugadóttur, og fer að búa á eignarjörð hennar, Gríms- stöðum í Breiðuvík. En ekki var hann að löguiri skilinn við fyrri konu sína, og yfir- völdin sem jafnan höfðu illar bifur á skáldinu, kæra hann um tvíkvæni, og lýkur svo því máli að Sigurður er dæmdur til að þola tuttugu og sjö vandarhögg, en síðar þeginn undan refsingunni gegn sektum. Málaferli þessi urðu honum ærið dýrkeypt, og eftir fjögura ára búskap eru þau hjón öreiga orðin, þau flytjast til Reykjavíkur og verða loks að hýrast bjargarlaus uppi á búðar- lofti í húsi því sem nú er nr. 8. við Aðalstræti. Þunghent örbirgðin þjarmar æ fastar að skáldinu: „Kvæðin ég af sulti syng svo ég fái staup og bita“ segir hann í Líka-1 frónsrímum frá árinu 1843, en þær eru síðastar rímur Sigurðar. Á sama stað kvart- ar hann um sljóleika og elli, vart hálffimtugur að aldri, i og brennivínsleysið þyrmir j svo yfir hann að honum ligg-! ur við að sjá ofsjónir: „Komj ið hingað allar inn ámur,' tunnur, flöskur!“ Enn hjarði Sigurður á þriðja ár við sult og seyru, en lézt þann 21. júlí 1846 þá er mislingafarald ur gekk yfir landið. Enginn rétti hjálparhönd hinu ör- snauða skáldi, engin ræða var flutt þegar líkinu var hol að niður í kirkjugarðinn. * Sigurður Breiðfjörð orti allt að þrjátíu rímnaflokka, auk margra rímna einstakra og ógrynni vísna og kvæða;' hefur margt af þessúm kveð- skap hans aldrei birzt á j prenti, en ófátt glatazt með öllu. Nú á dögum munu flest- ir telja meginið af skáldskap þessum harla lítils virði, enda er engin ríma til eftir hannj og örfá kvæði, að eigi megi! finna þar marga galla og! stóra, mállýti, óskáldlegt orðalag andlaust rímgjálf- ur. Og á hroðvirkni sinni og fastheldni við forna lesti Pa5 glalaðci liylli ég og hrœðist Iwað vannst, ég heyi nú orustu tapaða senn, ininn kóngur er fallinn og svo mínir menn; allt lið mú nú renna til frægðar og falls, á sama steini standa spor þess alls. ■—• — á íslenzku eftir J. Ó. S. D. Húsfreyjan á Bessastöðum Húsfreyjan a Bessastöðum. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Hlaðbúð. — Reykjavík. 1946. Bók þessi hefur að geyma bréf Ingibjargar Jónsdóttur, móður Gríms Thomsens, til bróður síns Gríms amtmanns. Fyrsta bréf'ð er skrifað 1. jan. 1809 og það síðasta 7. marz 1849. Af bréfunum fær maður glögga mynd af þess- ari konu, lífsbaráttu hennar, gleði og áhyggjum. Og Ingi- björg Jónsdóttir er vel þess verð að maður kynnist henni-; Hún hefur verið mikilhæf kona, dugleg og vel greind, dálítið fjasgefin og svartsýn, en einbeitt og þrekmikil. — Mörg af bréfunum fjalla um einskisverð smáatriði, en í heild eru þau ánægjuleg og geyma fróðleik. Þau eru yflr leitt skrifuð á góðri íslenzku og oft skemmtilega orðuð. Margir munu skyggnast í þessi bréf til að fá fróðleik um uppvöxt Gríms Thomsen^ og umhverfi. Það er undar- legt að sjá hversu mjög Ingi- björg hefur vantreyst þessum syni sínum þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn.: Hún skrifar bróður sínum að Grímur sé farinn að „drabba í skáldskap.... Svo verður hann á eftir ekki mað ur til að vinna fyrir sér, og hvað verður svo af honum í framtíð? Sá er sæll í heimin- um, sem engin börnln á, má' ég segja.“ Brefin eru gefin fallega útj og skýringár fylgja þeim. — ■ Þær hefðu að ósekju mátt vera ýtarlegri. M.K. rímnakveðskaparins fékk hann líka nógsamlega að kenna síðari hluta æfinnar. Árið 1831 kom út fyrsta bók Sigurðar, Rímur af Tist- rani og Indíönu. Það er kunn ara en frá þurfi að segja að um þá bók var skrifaður á- hrifamesti, snjallasti og hvassyrtasti ritdómur á ís- lenzku, grein Jónasar Hall- grímssonar í Fjölni 1837. Sú ritgerð átti ólítinn þátt í því að glæða smekk þjóðarinnar fyrir fögrum bókmenntum, og ekki verður hrakinn hinn þungi áfellisdómur Jónasar yfir rímnastaglinu gamla. En ærinnar ósanngirni í garð Sig urðar Breiðfjörðs gætir þar engu að síður, það sýna ein- kunnarorðin fyrir ritgerðinni, svo að ekki sé lengra leitað. Og Jónas ræðst ekki á garð- inn þar sem hann er hæstur. Hann dæmir sex ára gamla bók og eitt lélegasta verk Sig urðar, en getur Númarímna hvergi, þó að hann hafi ef- laust lesið þær áður en hann felldi hinn þunga dóm. Rímur af Núma Pompíls- syni, hinum ástsæla konungi og bækurnar fást í Sigurður Breiðf jörð. bókabúð MÁLS OG MENNINGAR Rómverja kvað Sigurður á Grænlandi. Þær eru í raun og veru hin eina tilraun hans til þess að hefja rímnakveðskap inn á hærra stig, yrkja sögu- ljóð að hætti erlendra góð- skálda. Númarímur eru þó all ar í molum, síðari hlutinn ó- víða fremri hinum hversdags legustu rímum hans. Sigurður jvar um of fjötraður hinu hefðbundna, steinrunna rímnaformi, of háður illum smekk lesenda sinna og pen- ingamanna þeirra sem tíndu í hann bitana fyrir kveðskap inn, hann skorti pjálfsaga, þrautseigju og gagnrýni. En svo fagrir eru sumir kaflar, þessara rímna og einstakar vísur, að óhikað má telja þær allra rímna fremstar, bæði fyrr og síðar. * Fjölnismönnum og öðrum óvinum rímnanna veittist næsta auðvelt að sanna það að Sigurður Breiðfjörð væri leirskáld, svo berskjaldaður var hann jafnan og skeyting- arlaus um skáldskap sinn. En hins gátu þeir hvergi, að þrátt fyrir allt orti enginn íslendingur fegurri ljóð en Sigurður á þessum dögum, nema Jónas Hallgrímsson einn. — Það getur virzt tor- velt að tína gullið úr grjóti hins hroðvirka vinar Iðunn- ar, en engan mun iðra þess Framhald á 6. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.