Þjóðviljinn - 21.07.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.07.1946, Blaðsíða 4
4 ÞJÖÐVluJINN Sunnudagur 21. júlí 1946. þlÓÐVILJINM Útgsfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistafloksurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. V-_________________________________________________* Heilsuvernd Ein hin brýnasta skylda nútíma þjóðfélags er að halda uppi fullkominni heilsugæzlu, og koma þannig, eftir því sem auðið er, í veg fyrir sjúkdóma og það fár, sem þeim fylgir. Læknavísindi nútímans eru að komast á það stig, að furðulangt er hægt að komast á þessari braut, lengra en flesta hefði grunað fyrir nokkrum árum. Þessi staðreynd leiðir til þess að krafan um að þjóðfélagið geri þekkingu læknanna arðbæra fyrir einstaklingana er há- vær og ómótstæðileg. * Með setningi laga um almannatryggingar viðurkenndi íslenzka ríkið þessar skyldur, þar er svo fyrir mælt að Tryggingarstofnunin skuli vinna að því í samráði við heil- brigðisstjórnina, að látin verði í té skipuleg heilsugæzla, er nái sem bezt til allra landsmanna. Þær stofnanir, sem annast eiga heilsugæzlu eru heilsuverndarstöðvar, sjúkra- hús og lækningastöðvar. Heilsuverndar- og lækningastöðv- arnar skulu bæjarfélögin stofna og reka. ¥ Það var því vissulega tímabært er bæjarstjórn Reykja- víkur ákvað í vetur að setja nefnd manna til að undirbúa stofnun slíkra stöðva hér í bæ. Nefndin var að mestu skipuð sérfróðum mönnum, þeim Katrínu Thoroddsen lækni, Sigurði Sigurssyni berldayfirlækni, Sigríði Eiríks hjúkrun- arkonu, Jóhanni Sæmundssyni tryggingalækni og Jóhanni Hafstein. Þau hafa nú skilað áliti, sem fyrst og fremst f jallar um starfssvið heilsuverndar- og læknastöðva, svo og sjúkrahúsaþörf. Þarna hefur byrjunarstarf verið unnið, en aðeins byrjunarstarf, nú þarf að stíga sporin áfram hvert af öðru að settu marki. Næsta sporið sem stiga þarf er að ákveða þessum stofnunum stað í bænum, æskilegt væri að nokkur stór- hugur væri þar ríkjandi, þessar stöðvar verða í senn að liggja á heppilegum stað í bænum og hafa nægilegt land- rými. Allar líkur benda til að báðum þessum sjónarmiðum verði ekki fullnægt nema horfið verði að því ráði að rýma burtu gömlum húsum og má sízt horfa í það, meðal annars af því hve aðkallandi er orðið að endurbyggja gamla bæinn. Þegar búið er að ákveða stað verður tafarlaust að byrja á að teikna byggingarnar, og síðan að hef ja framkvæmdir. Öllum þessum framkvæmdum virðist bezt borgið með því að láta nefnd þá, sem skipuð var í vetur, halda áfram störfum og gefa henni kost á að fá nauðsynlega aðstoðj byggingafróðra manna, enda mun það hafa vakað fyrir flestum bæjarfulltrúum þegar nefndin var kosin. Hins veg- ar lítur nefndin svo á, að nú sé hennar starfi lokið, og er slíkt illa farið svo augljóst sem það er að beinasta leiðin til að greiða fyrir framkvæmdum er að sömu menn fylgi starfinu eftir frá byrjun til enda. Nefnarmenn munu þó fús- lega halda áfram að starfa ef bæjarstjórn óskar þess, og þess er að vænta að svo verði gert. Að sjálfsögðu mun almenningur fylgjast vel með hvað gert verður í þessum málum, ekkert hik er afsakanlegt, allt verður að gera sem hægt er til að hraða framkvæmdum, það er skylda bæjar- íélagsins, bæði siðferðilega og lagalega séð. IBÆJARPOSTIRINN Jh' i3h^BP?SI GALLHARÐUR GEGN BLAÐAMÖNNUM. Gallharður lætur nú skammt stórra högga á milli og að þessu sinni dynja þau öll á okkur blaðamönnum. í dag er ástæð- an fyrir skammabréfi hans sú, að mér varð á að lesa ekki nægi lega vel prófarkir af seinasta bréfi hans og notar hönn það sem átyllu til að lýsa vantrausti á alla blaðamenn sem slíka. — Gallharður beinir fyrst skömm- um sínum til mín persónulega: „Eg leyfi mér hér með að saka þig um lúaleg skemmdarverk á bréfi mínu síðastliðinn þriðju-' dag. í>að er hægt að fyrirgefa þér miður æskilegar athugasemd ir og annað slíkt, en hitt get ég ekki látið óátalið að þú brenglir þannig efni bréfs míns, að heill kafli þess er eintóm endileysa og gæti komið mönnum til að halda að ég — en ekki þú — sé eitthvað illilega bilaður á sönsum. Á ég hér við seinasta kafla bréfsins, er fjallar um það, I hvort íþróttamenn gætu ekki látið sér nægja að gera hitt og annað að hætti fornmanna, eins og t. d. Gunnars á Hlíðarenda, sem var frægur fyrir að hoppa aftur á bak og áfram yfir sjálf- an sig, eða hvort þeir ættu að ganga fetinu framar og gera hitt og annað að hætti frum- manna, eins og t. d. Neanther- dalsmannsins, sem gekk alltaf berfættur og oftast á öllum fjór- um. Þessi kafli fékk, sem sagt, svo illa útreið hjá þár, að ég verð að álíta, að hér sé um ann- að tveggja að ræða, skemmdar- verk eða aulahátt, og er hvort- tveggja til jafn litils sóma fyrir þig. En ég þykist næstum viss um, að sannleikurinn felist í fyrra atriðinu, og þeirri skoðun mun ég halda, þangað til þú gefur einhverja gilda skýringu á þessu“. HANN VERÐUR AÐ STANDA Á HAUS. Og enn segir Gallharður: „Annars er þetta — því miður — ekkert einsdæmi um frágang blaða hér á landi, því vandvirkn in virðist svo sannarlega ekki hátt skrifuð hjá vkkur blaða- mönnunum, og eruð þið Þjóð- viljamenn alls ekki verstir hvað þetta snertir. Það er ekki nóg með, að hvert eitt eintak hinna ýmsu dagblaða mori í prentvill- um í einstökum orðum, heldur má alltaf ganga að því sem vísu að finna megi þar meiri og minni línubrengl og mistök í um- broti, og það jafnvel svo að mað ur þarf helzt að standa á haus til að fá einhvern botn í sumar greinarnar. Það kemur jafnvel fyrir, að grein er látin byrja á endinum og enda á upphafinu en þar í milli er svo klausa sem fjallar um einhvern gjörsamlega óviðkomandi vísdóm. Eins og kunnugt er, lesa Kínverjar allt ritað mál aftan frá og gætu menn haldið, að þið hefðuð lært vinnubrögð ykkar af blaðamönnum þeirrar þjóðar eða einhverjum enn austrænni. Allur þessi lesmálsruglingur fer auðvitað mjög í taugarnar á okkur lesendunum, en þó getur hann stundum orðið skemmtilega vitlaus og jafnvel hlægilegur. Eg gæti nefnt mörg dæmi um þetta, en ætla aðeins að nefna eitt, sem er alveg klassískt. í grein, sem fjallaði um störf þingsins á einu tímabili var þessi gultvæga setn- ing: „Þetta frumvarp er alveg ólæsilegur andskoti og getur haft mikla þýðingu fyrir Hfskjör og öryggi ekkna og munaðarleys- ingja“ (!). Mig hefur oft langað til að kynnast því, hvernig þið hagið starfi ykkar við frágang blað- anna, því þá gæti ég vafalaust skrifað stórt og mikið vísindarit, er nefndist: „Hvernig menn eiga alls ekki að vinna.“ Gallharður". MISTÖK GETA ALLTAF ORÐIÐ. Gallharður er ekki að draga af því. Hann þykist alveg viss um, að mér sé í nöp við hann, og. hafi ég þess vegna viljað ná mér niðri á honum með því að brengla hinar spaklegu hugleið- ingar hans um íþróttamenn, forn menn og frummenn. Þú hlýtur að vera farinn að slappast eitthvað á taugum, Gall harður minn. Það er veikleika- merki að rjúka svona upp til handa og fóta og byrja að skammast, þó að einhverjum verði það á að valda lítilsháttar truflun á verkum manns. — Og hvað því viðvíkur að ég hafi gert þetta allt að yfirlögðu ráði, þá lýsi ég því hér með yfir, að það hefur ekki við neitt að styðj ást, heldur stöfuðu þessi marg- umtöluðu mistök af því, að ég taldi -vist, að húið væri að lesa próförk af öllum þínum skömm- um en þessi seinasta klausa hafði gleymzt. Þú hefur þarna tekið þér í munn „ósettlegt orða- lag og hæpnar fullyrðingar", og vona ég að þú hafir það í huga að ég á það til að vera hörundsár eins og aðrir menn og er þess vegna ekkert sérlega ginkeyptur fyrir því að láta húðskamma sjálfan mig hér í dálkunum. — Mundu það. Athugasemdir þínar við starfs- aðferðir okkar blaðamanna í heild, eru vissulega ekki ástæðu lausar, því miður. En eins og siður er þeirra manna sem allt þykjast vita, þá lætur þú ýkju- hneigðina stjórna svo mjög penna þínum að öll þín skrif um þetta efni verða tómar öfgar og upp- hrópanir. Þú ættir að grundvalla röksemdafærslur þinar meir á hinu trausta bjargi sannleikans, en minna á hinum gljúpa jarð- vegi upphrópananna, að öðrum kosti er hætt við, að fólk taki ekkert mark á þér. Þig langar að kynnast starfs- aðferðum okkar blaðamanna. —• Gott og vel. Komdu niður í Þjóð- viljaprentsmiðju eitthvert kvöld- ið, þegar allt er i fuilum gangi. Þá mundirðu vafalaust getað skrifað bók er nefndist: „Mistök geta alltaf orðið, þar sem mikið er að gera.“ Uppbótarþingsæti. Þá er búið að úthluta uppbót- anþingsætum. Þau eru 11 og kom 5 í hlut Sósíalistatlokksins, 5 í hlut Alþýðuflokksins og 1 í hlut Sjálfstæðisflokksins Reglan um úthlutun uppbótarþingsæta var til þess sett að tryggja, að allir flokkar fengju þingsæti í sam- ræmi við kjósendatölu. Þetta er gert með þeim hætti, að tekið er heildar atkvæðamagn hvers flokks fyrir sig og deilt í í það með tölu þeirra þingmanna, sem ílokkurinn hefur fengið kosna i kjördæmum. Það dæmi litur þannig út: Alþýðuflokkur- inn fékk alls 11914 atkvæði og fjóra þingmenn kjörna, sé fjór- um dcilt í 11314 kemur út 2978 Vv. Framsóknarflokkurinn fékk 15429 atkvæði og 13 þing- menn kjörna og er þá atkvæða- talan á þingmann 1186 11/13. — Sósíalistaflokkurinn fékk 13049 atkvæði og fimm menn kjörna, og er þá atkvæðamagn hans á þingmann 2609 4/5. Sjálfstæðis- flokkúrinn fékk 26428 atkvæði og 19 kjörna, atkvæðamagn hans er því 1390 18/19 á þingmann. Við þessa athugun kemur í ljós að fæstir kjósendur, — eða 1136 11/13, Standa að baki hvers þingmanns Framsóknarflokksins, og er sú tala kölluð hlutfallstala kosninganna. Þá ber að úthluta uppbótarþingsætum til hinna flokkanna, þannig, að sem næst fari því, að þeir fái einn þing- mann fyrir hverja 1186 11/13 atkvæðis. Aldrei ber að útliluta fleiri þingsætum en svo að þetta mark náist og getur því komið fyrir að ekki sé úthlutað 11 sæt- Að þessu sinni nægðu þessi 11 sæti ekki til að skapa jöfnuð milli flokkanna, fjögur þingsæti vantaði til, og bar Alþýðuflokkn um eitt þeirra, sósíalistum ann- að og Sjálfstæðisflokknum tvö. Þingið hefði þannig átt að vera skipað 10 Alþýðuflokksmönnum 11 sósíalistum og 22 Sjálfstæðis- mönnum, ef allir flokkar hefðu fengið hlutfallslega jafn marga þingmenn og Framsókn. Fráleilt ákvæði kosniriga- laganna. Samkvæmt kosningalögunum skal sérhver frambjóðandi gefa skriflega yfirlýsingu um fyrir hvaða flokk hann býður sig fram, samskonar yfirlýsingu skulu þeir kjósendur gefa, sem mæla með framboði hans. Þess- ar yfirlýsingar einar ráða því, hvaða flokki atkvæðamagn fram bjóðandans telst. Samkvæmt þessu úrskurðaði landskjörstjórn Frams.fl. atkv. Jónasar Jóns- sonar í Suður-Þingeyjarsýslu og er sá úrskurður tvímælalaust í samræmi við kosningalögin, þar sem bæði Jónas sjálfur og með- mælendur hans tóku fram að hann byði sig fram sem Fram- sóknarflokksmaður. — Öðru máli gegnir um atkvæði Bjarna á Laugarvatni, sem einnig voru úrskurðuð Framsóknarflokknum, því Bjarni gaf enga yfirlýsingu um fyrir hverja hann byði sig fram,x og orðalag á yfirlýsingu meðmælendanna var ekki ótví- rætt. En hvað sem þessu Hður er það ákvæði kosningalaganna, sem neyðir fiokkana til að taka við framboðum hvers þess manns, sem sjálfur segist bjóða sig fram fyrir flokkinn, með öllu fráleitt. Við getum t. d. hugs að okkur að óánægður Sjálf- stæðismaður, og þeir eru mafgir, byði sig fram í Reykjavík eða annarsstaðar og segðist vera Al- þýðuílokksmnður cða sósíalisti. Setjum svo ?ð harin kæmist á Franih. ú 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.