Þjóðviljinn - 23.08.1946, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.08.1946, Blaðsíða 1
11. árgangur. Föstudagur 23. ágúst 1946. 189. tölublað. Júgóslavar láta bandarísku fiugmennma lausa ííemur deila Bandaríkjanna og Júgóslavín fyrir öryggisráðið? Júgóslavar hafa látið lausa 9 bandaríska flugmenn af flugvél sem neydd var til að lenda í Júgóslavíu 9. þ. m. — Bandaríkjastjórn hefur sett Júgóslövum úrslitakosti á þá lund, að hún muni kæra þá fyrir Öryggisráðinu, ef þeir láti ekki lausa alla bandaríska flugmenn, sem eru í haldi Júgóslavíu, leyfi bandarískum embættismönnum að rann- saka það, er bandarísk flugvél var skotin niður 19. þ. m. og leyfi Bandaríkjamönnum að hafa samband við flugmenn, sem ekki eru ferðafærir. Ásakanir á Júgóslava osannar Júgóslavnesk yfirvöld til- kynntu í gær, að flugmönn- unum hefði verið sleppt úr haldi og væru þeir á leið til Morganlínunnar sem aðskil- ur hemámssvæði Bandaríkja manna og Júgóslava í Venez- ia Ginlia. Einn flugmaður er allt að 20 brezkar og banda- rískar flugvélar flygju yfir Júgóslavíu á dag. Kæra Júgóslavar á undan? Ekki er talið ómögulegt, að júgóslavneska stjórnin kæri Bandaríkjamenn fyrir ör- yggisráðinu fyr'r að láta enn rúmfastur í júgóslav-1 hernaðarflugvélar fljúga yfir nesku sjúkrahúsi. Flugmenn- Júgóslavíu, áður en svarfrest- irnir skýrðu blaðamönnum í urinn, sem Bandaríkastjórn Zagreb frá því, að það væri tiltekur> er liðinn- Haft er ósatt, sem Bandaríkjastjórn' eítir JÚgósiavneskum emto- hefur haldið fram, að júgó-'ættl3manni- að Júgóslavíu- , stjorn aliti það æsk.legt, að slavar hafi skotið a flugvel ,,.» , ,, . . . .. ö | mal ð se upplyst fyrir orygg- þemra eftir að hún settist. ^ isráðinu. JúgÓ3iavar hafi Flugmennirnir sögðu enn- ekkert rangt aðhafst, þa r sem fremur að algengt væri að þeir hafi oftsinnis mótmælt flugi toandarískra flugvéla yf-*" ir landið. Mál þetta hefur vakið mikla æsingu í Bandaríkjun- um og eru blöð þar harðorð í garð Júgóslava. Júgóslavar segja, að Bandaríkjastjóm reyni að nota málið til að spilla fyrir því að friðarráð- stefnan taki kröfu Júgóslava um Trieste til greina. Bandaríkjastjórn kveðst muni leggja málið fyrir Ör- yggisráðið innan tveggja sólarhringa ef Júgóslavar hafi ekki fullnægt kröfum hennar innan þess tíma. Banska samninga- nefndin kemur á Pólverjar mót- mæla íhlutun Breta Pólski sendiherrann í Lond- on hefur afhent svar stjórn- arinnar við orðsendingu brezku stjórnarinnar inn kosningarnar í Póllandi. 1 svarinu segir, að orðsend ing brezku stjórnarinnar sé móðgun við Pólverja. Hún sé ekki aðeins tilraun til að koma á eftirliti útlendinga með pólsku kosningunum, heldur einnig íhlutun í pólsk stjórnmál. Tyrkneska stjórn- in peð Vestur- veldanna Tyrkneska stjórnin hefur svarað orðsendingu Sovétríkj anna um endurskoðun Mon- treux-sáttmálans Hún hafnar uppástungum Sovétstjórnarinnar um að Svartahafsríkin ein verði að- ilar að nýjum sáttmála og Sovétríkin fái hlutdeild í vörnum Dardanellasunds. í fréttum af svarinu seg'r, að tyrkneska stjórnin hafi sam- ið það í samráði við sendi- herra Bretlands og Bandaríkj anna í Ankara. Manuilsky ásakar grísku stjórnina Gríski forsætisráðherrann svaraði fulltrúa Albaníu á friðarráðstefnunni í París í gær. Kvað hann Albaníu engan rétt hafa til að sitja ráðstefn una. Manuilsky fulltrúi Úkra iníu kvað það augljóst að gríska stjórnin, sem væri fasistisk afturhaldsstjórn, vildi efna til árekstra við ná- grannalönd sín. sunnudaginn Danska samninganefndin, sem annast samninga við ís- lendinga vegna sambandsslit anna, er væntanleg liingað k. sunnudag. Formaður íslenzku samn- inganefndarinnar, Jakob Möll er sendiherra, er kominn heim fyrir nokkrum dögum, og vinnur að undirbúningi samninganna. Form. dönsku nefndarinnar er Mohr fyrrv. I sendiherra, starfsmaður í ut- anríkisráðuneyti Dana. Samningar munu hefjast á ný strax eftir komu dönsku nefndarinnar hingað, en þeir byrjuðu sem kunnugt er í | Kaupmannahöfn á s.l. vetri. Maotsetung, foringi kínverskra og Sjúenlai, foringi kommúnistahersins. Bifreið fer yfir Þórdalsheiði Þann 18. þ. m. var í fyrsta sinn farið í bifreið yfir Þór- dalsheiði frá Reykjafirði til Skriðdals. Var það Tómas Emilsson, sem fór þessa leið í jeepbif- reið. Þarna lá áður kaupstaðar- leið Skriðdæla og eru þar götuslóðar, er það álit þeirra, sem í bifreiðinni voru að leið þessi myndi fær' vörubifreið- um að sumarlagi. væri hún rudd og mun tóluverður á- hugi fyrir því rneðal Skrið- dæla, því þessi leið er 35 km. styttri en um Fagradal til Reyðarfjarðar. Tómas og félagar hans voru 214 klst. frá Reyðarfirði til Amhólsstaða í Skriðdal, og er það um 25 km. vega- lengd- Ekkja Simjatsen kennir Banda- ” ríkjunum um borgarastyrjöld- ina í Kína Hvetur til að hætta stuðningi við afturhaldsstjórn Sjangkaiséks Frú Sunjotsen, ekkja stofnanda kínverska lýðveldisins, gaf nýlega út yfirlýsingu, þar sem hún sakar bandaríska og ldnverska afturhaldsmenn um að blása að glóðum borg- arastyrjaldar í Kína í þeim tilgangi að til árekstra komi milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Skorar hún á Banda- ríkjastjórn að hætta að styðja afturhaldsstjórn Sjangkai- séks. Frú Súnjatsen kveðst rjúfa þögn sína um kínversk stjórn mál til þess að reyna að af- stýra þe.’m ófarnaði, sem borgarastyrjöld myndi verða. Krefst brottfarar Banda- ríkjahers Hún krefst þess að Banda- ríkjaher verði þegar fluttur frá Kína og Sjangkaisék sé neitað um alla fjárhagslega aðstoð unz hann hafi endur- skipulagt stjórn sína á lýð- ræðisgrundvelli. „Hvers vegna sesa aftur- haldsöflin til striðs, sem þau geta aldrei unnið“, spyr hún. „Vegna þess að þau vonast ti-1 að innanlandsátök í Kína leiði til stríðs milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna og þar með takist að brjóta kín- verska kommúnista á bak aftur. Það verður að skýra bandarísku þjóðinni frá því ... að dvöl Bandaríkjahers í Kína eflir ekki lög og reglu, heldur aðeins aíturhaldið í Kúomintang.“ Stóríelldar hernaðar- aðgerðir Breta gegn Gyðingum? Fregnir frá Palestínu herma, að öflugur brezkur her hafi slegið hring um Tel Aviv og aðrar borgir Gyð- inga á Palestínuströnd. Ekki er vitað, hver tilgan"- ur Breta er með liðsafnuli þessum. í gær voru framin skemmdarverk á tveim skip-, um Breta í höfninni í Haifa*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.