Þjóðviljinn - 23.08.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1946, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVlijJTNN Föstudagur 23. ágúst 1946. þJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususölu 50 aurax eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. _____________________________________________ Nýsköpunin þarf að ná til verzlunarmálanna Fyrir skömmu var haldinn hátíðlegur dagur verzlunar- manna með miklum ræðuhöldum um ágæti verzlunarstétt- arinnar. Mikið af því sem sagt var var maklegt hrós, því að í verzlunarstéttinni eru margir dugandi menn, en sumt var vægast sagt væmið oflof. Meðal annars hélt Óttar Möll- er ræðu og nafngreindi nokkra íslenzka heildsala í Vestur- heimi sem hefðu verið þjóð sinni miklir afbragðsmenn. Það fer ekki hjá því að þau orð hafa hljómað kynlega í eyrum íslenzks almennings. Það er engum efa bundið að heildsala- stéttin er sú stétt sem mest hefur brugðizt trausti íslenzku þjóðarinnar á undanförnum árum. Það er alkunnugt að heildsalastéttin hefur hirt verulegan hluta af tekjum al- mennings á „löglegan“ hátt, auk þess sem fjölmörg fyxir- tæki hafa gert sig sek/, um svik og f járdrátt og hafa kom- ið undan miklu fé erlendis. En jafnvel þótt engin lögbrot hefðu komið til, væru gallar innflutningsfyrirkomulagsins ljósir. Á stríðsárunum reis upp mikill fjöldi heildsölufyrir- tækja sem rakað hafa saman fé með lítiili fyrirhöfn og fyrir enga verðleika. Þessi fvrirtæki voru eins og önnur' rekin samkvæmt boðorðum hagnaðarins, þannig að áherzla var lögð á að flytja inn þær vörur sem mestur gróði var að, en minna hugsað um þarfir almennings. Héildsalarnir fengu vissan hundraðsliluta af verðmæti hinnar innfluttu vöru, þess vegna reið á að varan væri sem dýrust. Þannig voru verzlanirnar oft fullar af dýru og gagnslitlu skrani, meðan nauðsynlegustu vörur voru ófáanlegar vikum og mánuðum saman. Hinir stórríku heildsalar- eru ein ógöð- íelldasta afleiðing velgegnisáranna. Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei farið dult með stefnu sína í verzlunarmálum. Hann hefur bent á að flytja ætti inn vörur samkvæmt áætlun, miða innflutninginn við þarfir landsmanna og tekjur þeirra, en ekki gróðaþörf einstakra heildsalafyrirtækja. Þetta er aðeins hægt að framkvæma til fulls með því að ein allsherjarstofnun sjái um allan inn- flutning, að sett verði á stofn landsverzlun í einhverri mynd. En allar umbætur í verzlunarmálum hafa strandað á andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Heildsalastétt landsins hefur ótrúlega mikil völd innan Sjálfstæðisflokksins. Enda þótt vinsældir þeirrar stéttar séu rýrar meðal almennings, er fjármagn hennar mikið og er óspart notað til valda í Sjálfstæðisflokknum. Það er eitt dæmi um það hverja yfir- burði fjármagnið hefur yfir vilja kjósendanna í lýðræði auðvaldslandanna. Og á sama hátt og heildsalastéttin hef- ur beitt fjármagni sínu til þess að koma í veg fyrir að vilji almennings yrði lög landsins, hefur hún notað það á öðrum sviðum. Sú siðspilling sem mjög hefur borið á undanfarið í viðskiptum manna á meðal er að miklu leyti runnin frá heildsalastéttinni. Það er engin tilviljun að það er blað heildsalanna, Vísir, sem mest hefur barizt fyrir því að gera ísland að amerís'ku leppríki. Fyrir skömmu sýndi Jónas Haralz fram á það hér í Þjóðviljanum að nú væri gerijgið svo mjög á innstæður vor- ar erlendis að þær myndu von bráðar hverfa ef engar breyt- ingar yrðu. Hann benti á að hinn skefjalitli innflutningur heildsalanna væri ekki í neinu samræmi við útflutning þjóðar innar og að setja yrði miklar hömlur á hann hið fyrsta, ef ■allt .ætti ekki að fara í sama horf-og: fyrir stríð. TiLþesa að RANNSOKNIR A OFNÆMI Nýlega rakst ég á m.iög at- hyglisverða grein í Læknablað- inu, eftir prófessor Níels Dungal. Fjallar hún um rannsóknir hans ó ofnæmi, en próf. Dungal mun vera eini lslendingurinn sem fengizt hefur við þær rannsókn- ir. Þó að greinin sé skrifuð lækna stétt landsins til leiðbeiningar, er trúlegt að mörgum leiki hugur á að kynnast þessu efni, en Læknablaðið hinsvegar í fárra höndum. Af þeirri ástæðu tek ég mér það bessaleyfi að birta hér nokkra kafla úr þessari merku grein, en rúmsins vegna verða þeir nokkuð gripnir úr sam- hengi og vona ég ao höfundurinn taki það ekki óstinnt upp. FRJÓDUFT GRASA VELDUR OFNÆMI „... Það er auðvitað margt, sem getur svifið um í Joftinu, sem menn geta orðið næmir fyr- ir. Eitt af því þekktasta er frjó- duft grasa. Til skamms líma munu menn hafa haldið, að lítið eða ekkert væri hér um heyfeber sem ég vil kalla grask.vef á ís- lenzku. En sá sjúkdómur er til, og ekki eins sjaldséður og talið hefur vcrið...“ | „.......Meðferðin á þeseum-sjúk- i dómi virðist yfirleitt vera mjög þakklát, en hún er fólgin í því að dæla extraeti af grasfrævlum í vaxandi skammti, unz komið er upp í 5—3 0 þús. einingar. Ef hægt er að koma sjúklingunum upp í stóra skammta óður en iblómgunartími grasa byrjar, verða þeir jafnaðarlega svo ó- næmir, að þeir verða ekki sjúk- dómsins varir........“ „.... Fyrir konur er það sér- staklega áríðandi, að þær fáist ekki við að búa um rúm, sem mikið rykast upp úr, því að svo virðist, sem ryk úr rúmum og madressum sé sérstaklega hættu- legt, ennfremur mega þær ekki fást við að berja teppi eða neina slíka vinnu, þar sem mikið i-yk- ast upp. Áríðandi er, að fólk þetta sofi í sem rykfríustum herbergjum, sem séu þvegin daglega, og vit- anlegt er, að gólf, sem er vel rakt, heldur miklu betur í sér rykinu og varnar því að loftið sé rykað heldur en þar sem gólfið er alveg þurrt.....“ MATTI EKKI KOMA UPP í SVEIT „...Einn maður kom 'til mín, 22 ára gamall, sem kvartaði yfir þvi, að hann þyldi ekki að koma upp í sveit. Og veikindi hans voru ekki bundin við sumar eða vetur, hann varð alveg eins veikur, þótt hann kæmi upp í sveit að vetrinum til eins og á sumrin. Hann var aldrei búinn að vera mikið lengur en daginn á sveitabæ, þegar hann fór að verða móður, og venjulega var það svo, að fyrstu nóttina fór hann að fá asthma og varð að sitja uppi mikinn hluta nætur. En hér í Reykjavík fann hann aldrei til neins. Við prófun á honum kom í ljós, sð hann var mjög nsemar fyrir kúahárum og geri ég róð fyrir, að ofnæmi hans hafi stafað af því að hann hafi ekki þolað fjósalyktina, því að lyktin ein af dýrahárum getur verið meira en nóg til þess að menn fói asthma-köst, ef þeir eru mjög næmir.“ OFNÆMI FYRIR KÖTTUM „Sem sönnun þess, að lyktin ein sé nóg, skal ég nefna 38 ára gamla konu, sem hafði fyrir nokkrum árum stöðugt asthrna, og var mjög illa haldin af þvíunz það kom í ljós, að hún var of- næm fy.rir köitum. Þessi næm- leiki var svo mikill, að hún þoldi ekki að koma inn í stofu, þar scm köttur hafði verið nýlega, og voru svo mikil bragð að þessu, að hún gat fengið asthma- kast, ef hún aettist i stól þar sem köttur hafði verið viku áður. Eft- ir að konan lét köttinn frá sér, losnaði hún við allt asthma, og hefur ekki fengið það síðan, nema rétt þegar að svo hittist á, að hún kemur í hús þar sem köttur er eða hefur verið.“ VARÐ AÐ IIÆTTA AÐ PÚÐRA SIG! „Þá skal ég geta um 35 ára gamla saumakonu, sem um mörg ár hefur þjáðst af rennsli úr nefi og augum. Hún sagðist vera góð með köflum, en fékk þetta stöðugt með vissum millibilum, sem voru þó ekki regluleg. Stundum gátu liðið tvær, þrjár vikur, eða jafnvel mánuðir, en svo komu kaflar, sem hún leið stöðugt af þessu. Konan vann á saumaverkstæði og hélt helzt, að hún væ.ri næm fyrir einhverju ná því marki verður að endurskipuleggja alla innflutnings- verzlun vora og gera ríkisvaldinu kleift að ákveða allan innflutning. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki lengur lokað augunum fyrir skipulagsleysinu í innflutningsmálum. Hann verður að rífa af sér kiafa heildsalastéttarinnar og taka upp samstarf um nýsköpun verzlunarmála á sama hátt ogj hann hefur tekið þátt í nýsköpun atvinnumálanna. Og það, samstarf verður að fara að hef jast. af þeim efnum, stm þar væru notuð, til dæmis eins og bletta- vatn eða eitthvað slíkt, en hún hafði aldrei fengið nein útbrot né neitt asthmakast. Við hörundspróf á þessari konu kom í ljós, að hún var næm fyrir ossir eða iris-rót. Þetta efni er í góðum tegundum af andlitsfarða. Og þegar þetta kom í ljós, sagði ég henni að hætta að púðra sig. En síðan hún gerði það, hefur hún alveg losnað við kvilla sinn og ekki orðið neins vör síðan. Einu sinni lenti hún hjá stúlkn, sem var að púðra sig og fór þá strax að fá hnerra og ónotafiðrmg í nefið....“ RAUÐMAGINN VAR SKAÐLEGUR „f apríl (1945) kom til mín 31 árs gömul kona, sem hafði verið liraust þangnð til hún fór að finna til asthma síðastl. vetur. Hún var orðin svo siæm af hósta og mæði, að hún átti bágt með að ganga. Einnig liafði hún um það leyti orðið mjög slsem af kláða, en ekki fékk hún nein út- brot. Hún fékk asthmaköst bæði á nóttu og degi, en ekki frekar á næturnar. Við prófun kom í ljós, að hún var i.æm bæði fyrir fiski (kola, ýsu, þorski o. s. frv.) og einnig fyrir hveifi. Það v«r einkennilegt við þeunan »j(A:li»g, áð það kom greinil*#* í Ijós, þegar ég i'ór að prófa kgna og láta hana borða fisk, en ekkart hveiti og hinsvegar hyeiti, •* engan íisk, að af hveitinu fékk hún óvallt asthma, en aí fiskin- um fékk hún stöðuat kláða. Einna mest bar i kláSenui* oft- ir að hún hafði borðað reuð- maga. Bæði asthmað og kláðinn batnaði algjörlega eftir aS hú# hætti að borða bæði hveitk) og fiskinn. Einu skmi fékk hún loó asthma, en þá kom í Ijós, að hún hafði borðað macearoni". ÞOLDI EKKI AÐ GANGA NÆRRI STAKKSTÆÐUM „Ennþá miklu næmari fyrir fiski var þó 15 ára drengur, sem um mörg ár hafði verið mjög slæmur bæði af asthma og útbrotum. Hann og foreldrar hans vissu vel, að hann var næmur fyrir fiski, því að það gat ekki farið leynt. Þessi næm- leiki var svo mikill, að hann þoldi ekki að ganga nálægt stakk stæðum, þar sem fiskur var breiddur, fékk þá stöðugt asth- ma. Hann mátti aldrei smakka fisk, þvi að hann varð þá íár- veikur, og hann þoldi ekki einu sinni að borða kartöflur, sem höfðu legið upp að fiski, því að þá þrútnuðu strax á honum hæði varir og tunga, hljóp í það ödem'. Þessi drengur var annars óvenjuloga ofnæmur fyrir mörg- um hlutum, ekki aðeins fyrií Framh. á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.