Þjóðviljinn - 23.08.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.08.1946, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 23. ágúst 1946. 6 Var vikið frá fyrir að gagnrýna Sjangkaisék Joseph Stihveíl hershöfðiugi var yfirforingi Bandaríkja- hers í Kína á styrjaldarárunum. En er hann gagnrýndi Sjangkaisék fyrir að leggja meiri áherzlu á að berjast gegn kommúnistum en Japönum vék Truman forseti honum frá. Hér er hann að festa heiðursmerki á Shennault, foringja flughers Bandaríkjamanna í Kína Ilér er Stilwell að óska kínverskum hermönnum, sem börðust undir stjórn hans, til hamingju með vellieppnaða árás gegn Japönum. George Marshall hershöfðingi var sendur til Kína til að reyna að koma sættum á milii kommúnista og Sjangkaiséks. Kommúnistar saka nú Truman forseta um að hafa aðeins sent hann til að fá tíma til að efla Sjangkaisék gegn þeim. Hór sést Marshall ásamt kínverskum hershöfðingja. Reyndi að sætta Kínverja cm/mri cReene HrxbslumáhrábuneyM strik'n þurrkuð út. Þekking skipti mestu máli — ekki ó- hlutlæg þekking sem doktor Forester hafði átt í svo rík- um maeli, hugmyndir sem löðuðu mann áfram með yfir- borði göfgi, gagnsærra dyggða, heldur ástríðuþrung- in, venjuleg, mannleg þekk- ing. Hann opnaði aftur bók- ina eftir Tolstoj: „Það sem mér hafði vi.rzt gott og há- leitt — föðurlandsást, ást á þjóð sinni — varð mér and- stætt og aumkvunarvert. Það sem mér hafði virzt ljótt og skammarlegt — föðurlands- höfnun og alþjóðahyggja birt ist mér hins vegar nú sem fagurt og göfugt“. Hugsjón- inni lauk með kúlu í magan- um á stigapalli: hugsjóna-, maðurinn var staðinn að svik um og rnorði. Rowe áleit ekki! að það hefði þurft að kúga hann mikið. Þeir þurftau aðeins að skírskota til mann-! kosta hans, vitsmunastolts, I hinnar óhlutlægu ástar hans á mannkyninu. Það er ekki hægt að elska mannkynið. Það er aðeins hægt að elska fólk. „Ekkert", sagði herra Prent ice. Hann hengslaðist óhugg- andi um herbergið á stirðum, grönnum fótum og dró gluggatjaldið örlítið frá. Að- eins ein stjarna var sjáanleg; hinar höfðu hjaðnað jafn- framt því sem himininn varð bjartari. „Hvilík tímaeyðsla,“ sagði herra Prentice. „Þrír dauðir og einn í fang elsi-“ „Þeir geta fengið fjöldann allan í þeirra stað. Eg vil ná í filmuna: yfirmanninn.“ Hann sagði. „Þeir hafa notað framköllunarvökva í vaskin- um í herbergi Pooles. Þar hafa þeir sennilega framkall að filmuna, Eg býst ekki við að þeir hafi framkallað nema eina. Þeir hafa viljað treysta eins fáum og mögulegt var, og á meðan þeir hafa film- una .....“ Hann bætti við dapurlega. „Poole var af- bragðs ljósmyndari. Hann var sérfræðingur í að taka myndir af býflugum. Dásam- legar myndir. Eg hef séð nokkrar þeirra. Nú langar mig til að biðja yður að koma með mér út í eyjuna. Eg er hræddur um að við finnum þar ef til vill eitthvað ó- skemmtilegt sem þér berið kennsl á Þeir stóðu á sama stað og Stone hafði staðið: þrjú lítil ráuð ljós blöstu við framundan úti í vatninu og gáfu í» rökkrinu takmarkalausan svip eins og í höfn fyrir dögun þegar skip in safnast saman í skipalest. Herra Prentice óð út í og Rowe kom á eítir honum; það var örþunnt yfirborð af vatni yfir níu þumlungum af leðju. Rauðu ljósin voru Ijós ker — sams konar ljósker og þau sem sett eru upp á næt- urnar þar sem vegir eru gall- aðir. Þrír lögreglumenn voru að grafa í miðjum hólmanum. Tveir menn í viðbót komust varla fyrir. „Það var þetta sem Stone sá,“ sagði Rowe. „Menn að grafa.' „Já.“ „Hvað búist þið við ....? Hann þagnaði: það var eitt- hvað þvingað í fasi grafar- anna. Þeir stungu skóflunum varlega niður eins og þeir ættu á hættu að brjóta eitt- hvað viðkvæmt, og þeir virt- ust moka upp moldinni með tregðu. Þessi dimma mynd minnti hann á eithvað: eitt- hvað fjarlægt og skuggalegt. Þá minntist hann gamallar, kökkrar koparstungu í bók sem móðir hans hafði tekið af honum: kuflklæddir menn að grafa um nott í k'.rkju- garði og tunglsljósið glamp- aði á skóflu. Herra Prentice sagði. „Þarna er einhver sem þér hafið gleymt — ekki reiknað með.“ Nú beið hann sjálfur eftir hverri skóflustungu með kvíða hann var gagntekinn af ótta við eitthvað hrylli- legt. „Hvernig vitið þér hvar á að grafa?“ „Það sáust merki um það. Þeir hafa verið viðvaningar í þessu efni. Eg býst við að það hafi verið þess vegna sem þeir voru svo hræddir við það sem Stone sá.“ Það heyrðist ömurlegt brot hljóð þegar einni skóflunni var stungið niður í mjúka moldina. „Varlega", sagði herra Prentice. Maðurinn með skófluna hætti og þerraði svit ann af enninu; en það var kalt í veðri. Því næst dró hann skófluna hægt upp úr aftur og leit á blaðið. „Byrj- ið þér aftur hérna megin,“ sagði herra Prentice- „Farið þér varlega. Og ekki djúpt." Hinir hættu að grafa og horfðu á, en það var auðséð að þelr kærðu sig ekki um að harfa á. Maðurinn sem gróf sagði. „Héi'na er það.“ Hann lét skófluna standa oní moldinni og fór að moka moldinni með fingrum sínum, varlega eins og hann væri að setja niður blóm. Hann sagði og létti stór um. „Þáð er bara kassi.“ Hann tók skófluna aftur og vóg kassann upp úr moldinni með einni stungu. Það var samskonar kassi og nýlendu- vörur eru geymdar í og lokið var neglt lauslega á hann. Hann tók hann upp með egg- inni á skóflublaðmu og annar ar maður kom nær með ■lampa- Síðan var tekið upp ur kassanum un.dgrlegt og dapurlegt samsafn af hlutum: það var eins og minjagripir sem liðsforingi sendir heim þegar einn af mönnum hans hefur látið lífið. En það var þessi munur: þarna voru hvorki bréf né ljósmyndir. „Ekkert sem hægt var að brenna“, sagði herra Prent- ice. Þetta var það sem venju- legur eldur gat ekki unnið á: sjálfblekungshaldari, ann- ar haldari sem sennilega var gerður fyrir blýant. „Það er ekki auðvelt að brenna hlutum, ‘ sagði herra Prentice, „í húsi sem er hitað upp með rafmagni.“ Vasaúr. Iiann opnaði úr- kassann og las upphátt. „Til F.G.J- frá N.L.J. á silfur- brúðkaupsdaginn, 3. 8. 15.“ Fyrir neðan var bætt við, „Gefið syni mínum til minn- ingar um föður hans. 1919.“ „Gott og vandað úr,“ sagði herra Prentice. Tveir fléttaðir málm-erma- haldarar komu næst. Síðan málmspennur af sokkabönd- um. Og svo héilt safn af hnöppum — litlir perluhnapp ar af nærskyrtu, stórir, ljótir, brúnir hnappar af jakka, axlabandahnappar, nær- buxnahnappar, buxnahnapp- ar — það var erfitt að hugsa sér að á einum fötum þyrfti svona marga hnappa- Vestis- hnappar. Skyrtuhnappar. Ermahnappar. Síðan málm- hlutarnir af axlaböndum. Þannig er mannleg vera tengd saman eins og brúða: takið hana í sundur og eftir verður nýlenduvörukassi full ur af krókum og spennum og hnöppum. Á botninum voru þungir, gamaldags skór með stórum nöglum, slitnum af miklum gangi, af langri bið á götu- hornum. „Hvað skyldu þeir,“ sagði herra Prentice, „liafa gert við hitt.“ „Hver var þetta?“ „Það var Jones.“ . ÞRIÐJI KAPITULI Skökk úmer. Rowe var að eldast, með hverjum. klukkutíma færðist hann nær því að komast í kallfæri við hinn raunveru- lega aldur sinn. Smáminning- um skaut upp: hann heyrði rödd herra Remrts segja- „Eg er sammála Jones,“ og hann sá aftur undirskál með pylsu bita við hliðina á síma. Með- aumkvunin bærði á sér, en unglingurinn í honum barðist á móti; ævintýrakenndin barðist við heilbrigða skyn- semi eins og hún berðist við hlið hamingjunnar, og heil- brigð skynsemi væri í banda- lagi við væntanlegt volæði, vonbrjgði, uppljóstranir ... Það var unglingurinn í hon um sem kom honum til að þegja um leyndarmál í verzl- un Costs. Hann vissi að stöð- invar B A T, og hann vissi að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.