Þjóðviljinn - 23.08.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1946, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. ágúst 1946. ÞJÖÐVILJINN S ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: FRÍMANN HELGASON Rey k ja víkurmótið: Valur vann mótið á jafntefli, 1:1, við KR Þessu þrítugasta og fyrsta Reykjavíkurmóti lauk með sigri Vals þar sem féla’ginu nægði jafntefli við KR- Fékk Valur 5 stig, KR og Fram 3 hvort og Víkingur 1 stig. Hef- ur Valur unnið þennan titil 9 sinnum, en KR hefur unnið hann oftast eða 15 sinnum alls, Víkingar tvisvar, en Fram 5 s'nnum. Þessi síðasti úrsiitaleikur þessara gömlu keppinauta var ekki eins góður og marg- ir fyrri lerk.'r þeirra, og má þar aðallega um kenna tölu- verðum stormi sem stóð á norðurmarkið. Leikurinn varð því nær einhliða sókn þess er hafði vindinn með sér. KR kaus að leika móti vindi í fyrri hálfleik. í byrjun leiks ins átti KR hættulegt áhlaup á Val. Ólafur Hannesson slapp laus inn fj'rir, en fat- aðlst skotið, eftir það má segja að leikurinn hafi að mestu haldið til á vallarheim- ingi KR, og tuttugu og einn maður á ekki stærri fleti gefa ékki mikið olnbogarúm fyrir fjörugan samleik, enda varð það þóf sem gaf lítinn árang- ur. Valsmenn áttu að vísu nokkur ,góð skot á mark en markmaður KR-inga varði af mestu prýði. Gátu þeir oft nokkuð leikið allnærri marki KR, en skotið kom oftast of se'nt, varnarleikmaður var kominn og fékk truflað. Sveini Helga tókst þó að gera eina markið sem Valur setti, úr aukaspyrnu. Fast skot sem markmaður var ekki nógu fljótur að slá yfir, og þar við sat út hálfleikinn- Síðari hálfleikurinn var í flestu hrein eftirlíking þess fyrri. Lá knötturinn oftast á vallarhelmingi Vals með ein- stöku áhlaupum frá hendi Vals. Var „spenningur" mik- iU meðal áhoríenda hvort Val tækist að verjast hálf- leikinn út. Leit það satt að segja ekki vel íit því fram- herjar KR eru yfirleitt góðar skyttur og grípa oft vel þau tækifæri sem bjóðast. Má þar ef til vill þakka það góðum og öruggum „staðsetningum" í vörn'nni, sem gerði það að verkum að þeir komust aldrei í svokölluð opin tæki'færi. Þegar um það bil 15 mín eru eftir af leik íær KR auka spyrnu, sem Haíliði tekur og spyrnir beint á mark en Hörður er ákafur og ræðst að markmanni áður en knött urinn er kominn og liggja þeir inni í marki, kom knött- urinn á þá ofan en dómarinn dæmir aukaspyrnu á KR. Litlu síðar er önnur auka- spyrna dæmd á Val og tekur Hafliði hana líka og nær Ari að skalla í mark út við stöng. Vex nú ákafi KR-inga, en vörnin bilar ekki og end- aði þessi leikur 1:1. sem er yfirleitt nokkuð rétt mynd af gangi hans. Veðrið gaf þessum tveim liðum ekki tækifæri til að sýna samleiksgetu sína, en varnarleikur Vaí.s var þó ör- uggari með Hafstein, Sigurð, Hermann og Svein Helga sem beztu menn. Ellert kom oft góðum spyrnum fyrir mark. í vörn KR var Birgir og markmaðurinn og enda Karl beztu menn KR-. auk þess tóku þeir Jón og Ari oft góð- an þátt í vörnmni. Er Ari orð inn einn bezti framherji KR. Dómari var Haukur Óskars- son. Áhorfendur voru margir. Á eftir afhenti Sigurjón Jóns son sigurvegurunum bikar- inn, svokallaðan „Skotabik- I ar“. Samkvæmt venju átti að keppa um „ReyKjavíkurhorn- ið“, en sú breyt'.ng hefur ekki verið tilkynnt fyrr, né form- leg innköllun hornsins átt sér stað. Fram - Víkingur, 3:3 Það væri synd að segja að þessi fimmti leikur Reykja- víkurmótsins væri ekki við- burðaríkur, og minnti óneit- anlega á leik þessara félaga á íslandsmó'dnu í vor. Þó öðru vísi væri. Þó áhorfendur væru ekki margir, virtust fé- lagat'lfinningarnar streyma af vörum þeirra með þeim hávaða sem þúsundir væru. Fyrst og fremst voru. leik- menn eggjaðir lögeggjan. Allt sem fyrir kom var vand- lega vegið og mælt, mein- láusar hendur, innköst, þó við miðju væru að maður tali nú ekki um allar vítaspyrn- urnar og allt það. Auðvitað sáu þeir og vissu betur en dómarinn, og létu það óspart í 1 jós- Og sjá. Það breytti engu. Leikurinn hafði sinn gang og ,.,straffíin“ líka, þó veslings dómarinn væri ekki öfundsverður. Víkingur hafði móti vindi að sækja fyrri hálfleik, og tókst Fram að gera tvö mörk. Það síðara var „léttkeypt“ (Víkingsmaður ,,kiksaði“). Víkingur fær á sig víta- spyrnu en hún er „brend af“. Eru oft nokkuð lagleg áhlaup á báða bóga, en Framarar þó hættulegri, og hefur legið heldur á Víking þennan hálf leik. Þegar í byrjuh hefur Frarn sókn og er í því áhlaupi dæmd vítaspyrna sem Gísli tekur en spyrnir fyrir ofan. Dómarinn lætur taka hana aftur og gengur Kristján nú til og spyrnir framhjá marki. Enn gefur dómarinn merki um að hún skuli tekin enn á ný. Af hverju? Af því að Anton var 1—2 m fyrir fram an marklínu og hoppaði þar að auki, en markmaður verð ur að_ standa á marklínu og i með báða fætur á jörð þar til sparkað hefur verið. Nú kernur Magnús Ágústs- son til og spyrn r í mark 3:0 fyrir Fram- Litlu síðar fá Víkingar aukaspyrnu fyrir utan vítateig, sem Haukur gerir mark úr. Lifna Víking- ar nú við, og eftir nokkra stund kemur ein vítaspyrnan enn og þá á Fram. Gerir Guðm. Sam. mark úr henni. 3:2. Enn vex „spenningurinn" og má segja að báðir geri villt áhlaup og fá svokölluð opin tækifæri, en hraðinn og ákafinn er það mikill að ró til að enda vantar. Voru oft tíðar skiptingar og spyrnur yfir þveran völl sem gáfu ó- vænt tækifæri sem drukkn- uðu í ákafanum. Rétt fyrir leikslok fær Víkingur auka- spymu nokkuð úti á velli, sem Haukur Óskarsson tekur rnjög vel en Hörður Ólafs- son er þá kominn í mark Fram og stýrir knettinum lag lega í mark, 3-3, og þannig lauk þesum leik. Geta báðir verið nokkuð ánægðlr með úrslitin þó 3:0 hefðu átt að tryggja Fram sigur. Valtýr, Kristján, Þórhal.lur og Gísli voru góðir. Nýliðarnir lofa einnig góðu- Hjá.Víking voru Anton, Gunnlaugur, Einar Pálsson og Ingi góðir, enda Ragnar og Baldur. Hörður er oft laginn. Tilkynning til kaupmanna og kaupfélaga. Við getum nú afgreitt með stuttum fyrirvara flestar tegundir prjóna- fatnaðar. Sýnisliorn liggja frammi, Gerið haustpantanir gðar, sem fyrst. Ullariðjan Hamarshúsi. — Sínii 6751. Geymið auglýsinguna yður til minnis. ____________________________________A Tímaritið Stígandi ; nýjasta heftið, 2. h. 4. árg. flytur þetta efni: Innan lands og utan (Bragi Sigurjónsson). ísland 17. júní 1946 (Friðjón Jónasson). Siðgæði og tækni (dr. Matthías Jónasson). Mihailovitch (Kári Tryggvason). Stjórnarskrárákvæðin um eignarrám, Jón GaUti Pétursson þýddi. Sjónaukinn (saga e. G. Rauter, I. Brynjólfs- son). Frá listsýningu Lithoprents (14 myndasíður). Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum (Jórunn Ólafsdóttir). Veraldarsaga móður Parker (K. Mansfield). Sigurður Kolsted (Hannes Jónsson). Leyndardómar tilverunnar (V. Stanley Ald- er). Sagan af Segla-Smith (W. L. Schramm). STÍGANDI kemur út ársf jórðungslega og kostar kr. 24.00 (20 arkir. Fæst í bókaverzlunum. Enn fáan- legur frá byrjun hjá afgreiðslumanni JÓNl SIGURGEIRSSYNI Pósthólf 76, AKUREYRI. ---------------------------------------------ij Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu á sunnu- dögum í sumar þurfa að vera komnar fyrir kl. 7 á föstudögum. MUNIfí að auglýsingarsími Þjóðvilj- ans er 6399 Vélsmiðjan Bjarg Höfðatúni 8 bíður heiðraða viðskiptavini sína að veita því athygli, að símanúmer hennar verður framvegis sjötíu og einn átta f jórir 718 4. Vinsamlegast klippið auglýsinguna úr og festið hana í símabókina yður til minnis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.