Þjóðviljinn - 02.02.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1947, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1947 þJÓÐVILJIN Útgefiandl: SameinlngarflokKur alþýöu — Sfeíalistaflokjnjrlna Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Sjamason. Bitstjómarskrifstoíur: Skólavörðust. 19. Súnar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Aígreiðsla: Skólavörðustíg 19, síml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausnsölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.. nii menningai* Á þriðjud. lýkur tónlistarsýningunni, þeirri fyrstu sem verið hefur hér á landi. Sýningin hefur hlotið eindæma góð- ar undirtektir meðal almennings. Menn hafa flykkzt þangað þúsundum saman, heyrt góða hljómlist og öðlazt nýja þekk- ingu um tónlistarhætti erlendis og hérlendis. Gildi sýning- arinnar var þó ekki fyrst og fremst fólgið í fróðleik þeim sem hún miðlaði almenningi, heldur í vakningu þeirri sem hún á vonandi eftir að valda. Hún hlýtur að hafa opnað augu þúsunda fyrir því, við hversu kröpp kjör tónlistar- menning vor á að búa. Því hefur verið líkt við kjör rithöf- unda á 13. öld, sem skráðu verk sín á skinn endurgjalds- laust. Tónskáld vor berjast flest í bökkum f járhagslega, og eiga þess engan kost að koma veigamestu verkum sínum á framfæri við þjóð sína. Fullkomin hljómsveit og viðun- anleg lífskjör tónskálda er það lágmark sem nú ber að keppa að. En þó tónlistin sé ef til vill stjúpbarn meðal íslenzkra listgreina, ríkir enn mikill frumbýlisháttur í menningar- málum vorum yfirleitt. Atvinnuhættir og lífskjör íslenzku þjóðarinnar hafa tekið algerum stakkaskiptum á nokkrum áratugum og allir þjóðfélagshættir hafa gerbreytzt. Bænda- stéttin sem frá öndverðu var öndvegisstétt þjóðarinnar hef- ur nú glatað forustuhlutverki sínu í hendur borgara og verkamanna. Hin forna bændamenning er dauð í sinni eig- inlegu mynd, en það hefur ekki enn tekizt að skapa örugga bæjarmenningu í hennar stað. Sú bylting sem orðið hefur í atvinnumálum hefur skapað los og rótleysi í menningar- málum og flestar aðgerðir hafa til þessa verið fálmandi og tilviljunarkenndar. Það er því engu síður þörf nýsköpunar í menningar- rnálum en atvinnumálum. Og ef til vill hefur slíkrar nýsköp- unar aldrei verið meiri þörf en nú, 'þegar bandarísk áhrif hafa gagntekið furðu marga af ráðamönnum þjóðarinnar. En menningarmálum vorum verður aldrei skipað skynsam- lega á skömmum tíma nema hið opinbera taki að sér alla forustu. Enda er slíkt óhjákvæmilegt með svo lítilli þjóð sem íslendingum, ef nokkur menning sem nafn sé gefandi á að þrífast. Verkefnin eru óþrotleg, og hér skal aðeins drepið á eitt atriði. í hverjum bæ og þéttbýlum sveitum þarf að koma upp menningarmiðstöð, samkomuhúsi, einu eða fleir- um, þar sem hægt væri að sýna kvikmyndir, leikrit og halda tónleika. Ríkið ætti að hafa hlutdeild í rekstri þess- ara húsa og stjórna þeim samkvæmt fyrirfram gerðri á- ætlun. Pyrst í stað yrði aðalhlutverk samkomuhúsanna að sýna kvikmyndir, enda tæki opinber stofnun að sér allan kvikmyndainnflutning, veldi myndirnar samkvæmt gildi þeirra og byggi þær þannig í haginn að Islendingum not- aðist að. Jafnframt þyrfti svo að koma upp farandleik- flokkum í sambandi við hið væntanlega þjóðleikhús, en þeir ættu síðan að ferðast milli samkomuhúsanna einhvem tíma árs og sýna veigamikil leikrit. Á sama hátt væri hægt að skipuleggja ferðalög tónsnillinga og smærri hljómsveita. Þetta er atriði sem auðvelt er að framkvæma og gæti haft stórvægilegt menningargildi. Kostnaður yrði senni- lega lítill sem enginn þegar fram í sækir, og má það vera þeim nokkur huggun sem vilja klípa við neglur sér allt það, sem ekki verður látið í askana. En fyrst og fremst er nauð- synlegt að ráðamenn þjóðarinnar geri sér ljóst hvert stefna ber í menningarmálum og geri áætlanir um nýjar og skipu- lagðar framkvæmdir af stórhug og víðsýni. ÓHREINLYNDI VEDRÁTTUNNAR Hið bjarta og kyrra frostveð- ur á föstudaginn mun áreiðan- lega hafa gert flestum okkar glatt í geði. Að undanförnu hafði verðurfarið hér um slóðir vissulega ekki hagað sér í sam- ræmi við árstíðina. Það hafði hangið í mjög svo leiðinlegu ástandi, notað óspart rigning- ar, öðru hvoru kryddaðar hrá- slagal. vindblæstri úr öllum átt um. Að vísu höfum við ekki þurft að kvarta yfir neinum kulda að ráði, en hver vill ekki þola ofurlítinn kulda og losna við þessa hrágráu dumbungs- daga, en fá í þeirra stað að njóta bjartra, hvítra og skín- andi daga, sem eru oft sam- fara hinni sönnu vetrarveðráttu, fá að njóta hinnar sönnu vetr- arf egurðar ? VIÐ ERUM ÞÓ EKKI STÖDD A VIT- LAUSRI ÁRSTÍÐ Á föstudaginn gladdi veðrátt an okkur með einum slíkum degi hinnar sönnu vetrarfegurð- ar. Þá var snjór á fjöllunum okkar, logn á flóanum okkar og sólin á heiðskírum himnin- um speglaðist í öllu umhverfinu. Þetta var bjartur dagur, hvítur og skínandi. Þetta var glitrandi fegurð, hrein og köld. Kryst- allinn hefur kalda fegurð. Já, þessi dagur mun hafa gert okkur flestum glatt í geði. Vesturfarið hafði verið þannig, að af því gátum við eiginlega ekkert markað um það, hvar við værum stödd á braut ársins. En þessi dagur færði okkur ö- rækar sannanir fyrir því, að við erum þó að minnsta kosti ekki stödd á vitlausri árstíð. Hann var ósvikið tákn þess, að feg- urð vetrarins er ekki alveg bú- inn að snúa við okkur bakinu. 1 gær var aftur komin dum- bungsrigning. Þannig er veðrátt an hér um slóðir. Einn dagur, sem er trúr sinni árstíð má sín lítils gegn hinum mikla fjölda grárra daga, sem hafa svikið fegurð hennar. En við eigum þó alltaf minninguna um hinn fagra föstudag. ÆSKULYÐS- HÖLLIN ENN Á DAGSKRÁ. Og nú skulum við skipta um tón og fara að ræða raunhæf- ari hluti. Hér er ágætt skorin- ort bréf frá „Jt." „Æskulýðshöll í Reykjayík komst enn á dagskrá hjá Samb. bindindisfél. í skólum nú í vet- ur. Það eru víst 4 ár síðan farið var að tala um þessa stofnun opinberlega. Ungmennafélag Reykjavíkur mun hafa að á- hugamáli að hún rísi af grunni og ýms fleiri félög hafa lagt inn gott orð fyrir hugmynd- ina Hverskonar fyrirbrigði er þessi Æskulýðshöll ? Mér skilst ætlunin vera sú að reisa stór- fenglegt hús fyrir æsku Rvík- ur til tómstundadvalar og skemmtana, þar sem ungviði bæjarins sé ekki haft að féþúfu og sé laust við spillingarfyrir- brigði hinna venjulegu sam- komustaða, sé beint frá götu- sparki og ralli og auðveldað að taka þátt í mannbætandi fé- lagslífi. Miðað við hinn góða til gang mætti ætla að þetta hefði orðið fyrsta samkomuhúsið sem reist var eftir að hugmyndin kom fram. ÞAD VIRÐIST VERA RÁD. ,,En hver varð svo raunin? í fljótu bragði man ég eftir þessum nýjum samkomuhúsum í bænum síðan: Röðull, Þórs- café, Seljaland íhaldsins, Sam- komusalur Mjólkurst. og Breið- firðingabúð að ógleymdu Tívolí inu sæla og bíóhúsum og hver veit hvað og hvað af slíku tagi. Hver er orsökin til þess að stofnun, sem margar félags- heildir vilja liðsinna, liggur eins og flak í flæðarmáli með- an allfr sótraftar eru á sjó dregnir ? Þetta er táknrænt fyrir anda og inntak þjóðlífsins. í þessu sæluríki hins æxlunarfrjóa kapi tals fær ekkert framgang nema það skírskoti til hins sjötta skilningarvits: gróðamöguleik- ans. Aðeins þetta eina ofþrosk- aða skilningarvit fépúkanna, sterkara hverri hugsjón, ríkir. Það reisti Seljaland og lét bæj arsjóð borga neðri kjallarann. Það var driffjöður við hvern kumbalda, þar sem mátti okra og snuða innan veggja en horfði sljóum sjónum á göfug an tilgang og hreyfði ei hönd né fót. Það hefur hönd í bagga með hinu fáránlega fyrirtæki, 15 milljóna lúxushótelinu, sem reisa á fyrir útlenda bisniss- idjóta og innlenda snobba. Hvaða ráð er þá til að koma upp æskulýðshöllinni ? Eg held að það samræmist bezt tíðar- anda og þjóðlífsháttum höfuð- borgar hins íslenzka lýðveldis, að þau félög, sem kunna að hafa aurað einhverju saman fyr ir æskulýðshöllina kaupi hluta- bréf í einhverri dansknæpu, tí- volíi eða skautahöll og sjái svo til hvort ekki kemur döngun í greyið. Jt." Siingiir tiiiiðm. Jónssonar Gamla Bió föstud&ginn 24. jan. s.l. Óhætt má fullyrða, að söng- ur Guðmundar hefur vaxið bæði að þroska og persónuleik frá því síðast hann söng hér. Að vísu virðist röddin ekki búa yfir þeim hljómtöfrum, sem áður var, a. m. k. ekki í jafn- ríkum mæli, en þrátt fyrir það hefur hún vaxið að magni og glæsileik. Rödd hans er vel þjálfuð, hún býr yfir hressilegri, stund um allt að því hetjulegri hljóm kynngi og fagurri mýkt. Hún er einnig mjög sveigjanleg og tónamyndunin örugg. Alvara og vandvirkni einkenna flutn- ing viðfangsefna og þótt fyrir bregði unggæðingshætti má það heita undantekning. Guðmundi lætur ekki vel að syngja veikt á lágum tónum, kom það glöggt fram í auka- lagi (Lullaby). Var þar sem hljómur raddarinnar leyst- fet upp, en eftir yrði aðeins hljómlaust hvískur, þar sem vart nrðu greind tónaskil, gætti þar' - og helzt; til mikillar viðkvæmni, svo að nærri stapp- aði væmni. Það er ekki ósenni- legt, að ýmsir kunni vel slík- um söng, en maður með jafn mikla möguleika til að „brillj- era" á heiðarlegan liátt, má ekki leyfa sér slíkt. Þá skal það fekið fram, að hér er um und- antekningu að ræða. Yfirleitt er flutningur hans allur hinn vandaðasti og laus vio hvers konar yfirborðsmennsku og leikaraskap. Lag Sig. Þórðar- sonar (Mamma) myndi • t. d. hafa orðið sumum kærkomið ti'efni kjökurs eða jafnvel grátklökkva, én Guðmundur freistaðist til hvorugs, heldur eöng lagið á látlausan og eðli- lcgan hátt, svo sem bezt hæfði því. Sama má segja um „Rós- ina" eftir Á Th.; það marg- sungna lag minnist ég ekki að hafa heyrt betur sungið. Einna tilkomumestur var söngur Guðmundar í lögum Handels, og myndi hann áreið- a.nlega sóma sér vel, sem ein- söngvari í óratóríuverkum. Er imér jafnvel næst að halda, a.8 þar ætti hann bezt heima eins og stendur. Annars mátti segja að' óperuaríurnar tvær nytu sín að vonum, þótt auðheyrt væri, að Guðmundur hefur ekki sungið þær á leiksviði. Guðmundi virðist mjög létt um að syngja og hann virðist aldrei þurfa að taka verulega á. Er það út af fyrir sig kost- ur, en þó er eins og vanti stund um herzlumuninn, að maður geti hrifist með. Mun þar ráða nokkru, að framkoma hans á pallinum er ekki nógu eðlileg, frjálsleg, hún er jafnvel stund- um allt að því deyfðarleg. Þettá gotur gert sitt til að draga úr áhriíum söngsins, því að bæði viðeigandi l^tbragð. og frjáls- I.egar hreyfingar — ölluþó stillt í hóf — geta gefið;: söngnmn aukið gildi. Þetta ætti Guð- mundur að taka til athugunar, og ef óperan er takmark hans, þá mun hann verða að gefa þessu meiri gaum. Það er fyllsta ástæða til að ætla, að mikils megi vænta af þessum efnilega söngvara i framtíðinni. Fritz Weisshappel annaðist undirleik með ágætum. G. M. ¦ •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.