Þjóðviljinn - 15.04.1947, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.04.1947, Síða 4
ÞJÓÐVILJINN l>riðjudagur 15. apríl 1947 þlÓÐVlLHNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason, Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Allir kannast við söguna um hinn fávísa ferðalang. Hann lagði upp í ferðalag með þungan poka en aðeins einn hest' Siglufirði, í Hafnarfirði, á Ak- NÝSTÁRLEG MÁL- VERKASÝNING. Þessa dagana stendur yfir nýstárleg málverkasýning hér í bænum. Á veggjum Listamanna skálans hanga verk eftir bruna vörð, gjaldkera, verkamann, námsmann, rannsóknarlögreglu þjón, skiltamálara, sundkenn- ara, póstm. rafvirkja, verslun armann, húsfreyju o. s. frv. o. s. frv. verk eftir fólk í Rvík, á til reiðar. Á leiðinni varð hann áhyggjufullur af því, að hest urinn myndi þreytast urn of af byrðum sínum. Hann greip Jþá til þess ráðs að reyra poiíann á bakið á sjálfum sér og reið síðan áfram liinn glaðasti. Og þegar hann var spurður hverju þetta tiltæki sætti þá svaraði hann af innilegri sann- færingu: „Hesturinn ber ekki það sem ég ber!“ Skrif borgarablaðanna um fjármálastefnu heildsala- stjórnarinnar eru mótuð af rökvísi hins fávísa ferðalangs. Þau tala um það af mildum fjálgleik að stjórnin sé að létta byrðum dýrtíðarinnar af þjóðinni með því að „greiða nið- ur vísitöluna." „Almenningur ber ekki það sem ég ber“, seg- ir ríkisstjórnin. Loddaraleikurinn gengur meira að segja svo langt að þegar stjórnin ber fram frumvörp sem fela í sér 30—40 milljóna nýjar álögur á almenning, eða 9% kauplækkun, þá er Iátin fylgja greinargerð þar sem segir svo: „ber þá einnig á það að líta að ætlazt er til, að öllu fénu verði varið til að greiða niður verð á helztu nauðsynjavör- um“!! Sem sé: stjórnin hækkar verð á heiztu nauðsynja- vörum til að greiða niður verð á helztu nauðsynjavörum! Skrípaleikurinn er alger. En það er einn reginmunur á hinum fávísu ferðalangi og ríkisstjórn heildsalanna. Ferðalangurinn hélt svo sannar- lega að hann hefði fundið upp nýtt þjóðráð og væri að hlífa hesti sínum — en ríkisstjórnin veit fullvel að röksemdir hennar eru þvaður eitt og staðleysa. Hins vegar hafa hinir háu herrar ríkisstjómarinnar það álit á íslenzkri alþýðu, að hún sé svo fávís að skilja ekki þegar verið er að þrengja kosti hennar og rýra kjör hennar mjög verulega. Þeir halda að rök hins fávísa ferðalangs séu fullboðleg handa íslenzkum almenningi. Þeir eiga eftir að skipta um skoðun. Þegar hinn fáráði ferðalangur hafði riðið um hríð með pokann reyrðan á bakinu kom þar, að hesturinn sligaðist — þeim fáráða til mikillar furðu. Ríkisstjórnin mun hins veg- ar ekki verða gripin neinni furðu þótt almenningi verði hinar nýju byrðar þungbærar —. það„ er markmið hennar ureyri, í Keflavík, verk sem fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins hefur gert sér til gamans í tóm stundum sínum. Þarna eru 30 meðlimir í Félagi ísl. frístunda- málara að sýna hvernig þeir 1 verja tómstundunum, og það er von þeirra, að sýningin geti orð- ið öðru fólki ánægjuefni og jafn framt hvatning til að verja tóm- stundunum á sama hátt. -¥■ ATHYGLISVERÐ FRAMKVÆMD. Þeir telja sig ekki listamenn en þeir hafa uppgötvað dásemd- ir myndagerðar sem tómstunda- iðju og vilja vekja athygli ann- ara á þessari uppgötvun sinni. Þeir hafa yndi af myndlist og þessi tómstundaiðja ætti að geta veitt þeim meiri skilning á verkum og viðfangsefnum lista- manna en almennt gerist. Þess- vegna vilja þeir reyna að ger- ast tengiliður milli almennings og listamanna; þeir geta haft aðstöðu til að auka þar skilning á báða bóga. Hér get- ur verið um að ræða merka Eitt af þeim þorpum, sem beðið hafa eftir umbótum á sviði hafnarmála svo árum skipt ir er Borgarnes. Mér er ekki kunnugt um hvernig fjörður- . inn (Borgarfj.) hefur litið út að reyna að sliga alþýðu landsins. En víst mun braskara- j fyrir svo sem mannsaldri síðan, lýðnum hollast að treysta ekki um af samanburðinum við en er vist að geysimikið af framkvæmd í .íslensku mynd- listarlífi. Þess er að vænta, að fólk fylgist með henni af at- hygli. Árangurinn getur orðið okkur mikils virði. * ÓFULLIÍOMINN STAtH’R Það dregur nokkuð úr áhrif- um þcssarar sýningar, að ill nauðsyn hefur krafizt þess, að henni yrði þjappað saman um of. Þarna eru til sýnis 225 verk, margfalt meira en Listamanna skálin getur með góðu móti rúm að. Veggirnir eru því bókstaf- lega þaktir myndum;,, þær hanga svo þétt samafi, að erfitt er að skoða þær eina fyrir sig, án þess að augað verði fyrir truflunum af þeim sem, næst hanga. Hann er sannarlega ófull kominn þessi staður, hinn eini áíslandi, sem er ætlaður til list- sýninga. SEINVIRKIR MENN 1 þessu sambandi ætla ég að birta bréf, sem mér barst fyrir alllöngu síðan. Höfundur þess, ,,Listelsk“, segir: „Þeir, sem dæma um hljómlist og myndlist í íslenskum blöðum, virðast æði seinvirkir menn. Dómur þeirra birtist oft ekki fyrr en seint og síðar meir. Það hefur komið fyrir, þegar hljóm- listarmenn hafa haldið hér konzerta, að“blaðadómar um þá birtust ekki fyrr en síða'sti konzert þeirra var hjá liðinn. 1 Eins hefur það komið fyrir, að blaðadómur um listsýningar — sem venjulega standa ekki skem ur en 10 daga — hafa ekki birzt fyrr en undir lok sýning- anna. ★ EIGA AÐ KOMA STRAX „Lesendur blaðanna geta ekki sætt sig við þessi vinnubrögð. Hvað sem annars segja má um blaðadóma af þessu tagi, þá á þó svo að heita, að þeir séu að leiðbeina fólki um það, hvað sé gott og hvað slæmt á konzertn um eða listsýningunni. Gagn- rýnendurnir eiga að vekja at- hygli á því, hvort þessi eða hinn hljómlistarmaðurinn er góður eða slæmur, strax eftir að hann hefur haldið sinn fyrsta konzert. Slíkt á ekki að dragast, þangað til konzertum hans er lokið. Sama er að segja um list- sýningar. Dómar uip þær eiga að birtast, strax og þær eru opnaðar. Listgagnrýnendur erlendra blaða draga það aldrei á lang- inn að láta í ljós álit sitt. Eg skil ekki, hversvegna íslenzkir ,,kollegar“ þeirra þurfa að vera svona seinvirkir. Listelsk“. * ENN ER HÚM RAMVITLAUS Hérna um daginn birti ég bréf frá manni, sem krafðist þess, að lagfærð yrði skekkjan, sem lengi hefur verið á þeirri skífu Torgklukkunnar, sem* í vestur veit, þeirri skífunni, sem veit að mestri - umferðinni. Krafa hans hefur enn ekki borið árang ur. Klukkan er þarna ennþá ramvitlaus. Hver á að sjá um klukkuna á Torginu? spyrja menn. Hver er hinn hirðulausi eftirlitsmað- ur ? hinn fávísa ferðalang. Samtök alþýðunnar hafa aldrei ver- ið eins sterk og nú, og hún hefur ekki til þess barizt fyrir bættum kjörum síðustu ár að hægt verði að rýra þau í einu vetfangi þegar hinum nýríku þóknast. Hínn fávísa ferðalang skorti ekki góðgirni þótt hann hefði Öðlazt fulllítinn skerf af vitsmunum. Heildsalastjóm- ina skortir hvorttveggja. Og ömurlegast er þó vitsmuna- ástand og innræti forsætisráðherrans og flokksbræðra hans, sem létu kjósa sig á þing undir því yfirskyni að þeir vildu „lækkun skatta á almenningi og hækkun skatta á auðkýfingum" en gerast níðhöggar íslenzkrar alþýðu þegar ; inn í þingsalina kemur. Hinn fávísi ferðalangur drap undir sér hestinn þrátt fyrir góðan vilja. Heildsalastjórninni mun aldrei takast að drepa baráttuþrek og harðfylgi íslenzkrar alþýðu. Allir launþegar þessa lands þekkja nú hinn rétta hug heildsala- stjómarinnar, þeir munu þjappa sér saman og hef ja, gagn- sókn þar til hinar nýju ofbeldisráðstafanir em brotnar á hak aftur. Og ef vel er, ætti þessi árás á afkomu almennings að verða banabiti hinnar fávísu og illgjömu heildsala- stjómar. sandi hefur borizt í hann, úr ám þeim er í hann renna, á síð- ustu áratugum og er ekki fjarri lagi að ætla að ekki bæti það um * hversu innsiglingin er grunn. Eins og mörgurn er kunnugt er hér heldur ekki um leguhöfn að ræða, svo að þau skip sem héðan eru gerð út vantar í raun og veru flest eða öll skilyrði til að tengjast heimilisböndum við þorpið og er þá sama hvort tal að er um áhafnir þeirra eða af- setningu á vörum eða fiski. Það eru miklar líkur til að úr því mætti bæta á tiltölulega einfaldan hátt að dýpka hér bæði innsiglingu og höfn svo að við væri hægt að una, þar sem um geysimikinn lausan sand er að ræða, og ef menn hugsuðu sér að láta sitja við það að hafa hér enga leguhöfn fyrir skip eða aukinn bryggjukost, sem þó er nú þegar og fyrir löngu 'óviðunandi, þá getur tæplega hjá því farið að dýpka þurfi fyr ir flóabátinn ,,Laxfoss“ ef hann á að halda göngu sinni áfram. EíS nú vil ég víkja að því, sem ég tel að þurfi að gera og styost ég þar við skoðanir ýmsra framsýnna manna, þar á meðal eins greinds sjómanns, sem verið hefur á einu af skip- um Borgnesinga um mörg ár. Um dýpkun á innsiglingu þarf ekki margt að segja. Eg býst ekki við að það sé tiltölu- lega löng leið sem dýpka þarf og þar sem sénnilega er eklci um annað en lausan sand að ræða ætti það að vera tiltölulega auðunnið verk og svo sjálfsagt að framkvæma það ,verk að ekki ætti að koma til ágreinings uni það. Hitt er svo annað mál að ann að og meira þarf að hugsa sér en að dýpka fyrir eitt skip, sem stundar aðeins fólks- og vöru- flutninga til héraðsins. Hér þarf líka, ekki hvað sízt, að rísa upp góð höfn með tilheyr- andi bryggjukosti og lirað- frystihúsi m. m. fyrir fiskiskip- in. Milli svonefndra Brákareyja og lands er geysimikil sandeyri, se'm bent hefur verið á að þyrfti að soga burt og fylla síð an upp í sund þau er skilja eyj- arnar við land. Ef þarna reyn- ist nógu djúpt niður á fastan botn gæti þarna skapazt hin á- kjósanlegasta leguhöfn. Með því svo að loka sundunum yrði það fyrirbyggt að sandur bær- ist aftur í höfnina, vegna þess að straumar sjávarfalla léku ekki um hana. Vitanlega þarf hér verkfræð- inga til að segja til uin ýms at- riði, en ef svo skyldi reynast að það sem hér er að framan sagt sé ekki úr lausu lofti gripið, sem ég leyfi mér að vona, þá er að víkja örlítið að fram- kvæmdum og kostnaðarhlið. Hvað sem því líður með ltostn aðinn, þá er eitt víst að ekki væri nauðsynlegt að lrrista verk ið af á sem allra stytztum tíma, heldur mætti liugsa sér að fáir menn ynnu í vaktaskiptum með sandsugu eða dýpkunartæki — og það ætti að vera mögulegt að útvega. — Um lokun á sund unum er það að segja að grjóts ætti að vera hægt að afla — nógir eru klettarnir, svo að jafnhliða dýpkuninni væri unn ið að því að loka sundunum og vinna annað það er nauðsynlegt mætti teljast í sambandi við þetta. Eg býst reyndar við að aftur haldssamir ráðamenn kæmu fljótlega með það að fé sé ekki fyrir hendi til framkvæmdanna, en setjum svo að fámennur hóp ur manna ynni að þessu verki Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.