Þjóðviljinn - 07.06.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.06.1947, Blaðsíða 6
6 ÞJOÐVILJINN Laugardagur 7. júná 1947. Eiiiott lloöseveii: 3L §jówMrmið Hooseveltám iorseíðs muni einmitt vera rétti* maðurinn til að vega' upp á móti de Gaulle". „Vega upp á móti de Gaulle? Mér hefði ekki dottið í hug að það þyrfti að vega upp á móti honum. Ællar fréttir sem við fáum — það er að segja í blöðum o. s. frv. —í skýra frá því, hversu vinsæll hann sé innan Frakk- lands og utan“. ,,Þeir sem bak við hann standa hafa hag af því að halda þeirri sögu á loft“. „Churehill áttu við? Og Bretar?" Faðir minn kinkaði kolli: „Elliot“, sagði hann, „de Gaulle stefnir að eins-manns-stjórn í Frakklandi. Eg get ekki hugsað mér mann sem ég myndi síður treysta. Öll þessi frjálsu frönsku samtök hans eru gagn- sýrð af lögreglunjósnur- um, hann hefur agenta til að njósna um sína eigin menn. Hann lítur á prentfrelsi sem frelsi •'Vfe De Gaulle frá gagnrýni — um hann sjálfan. Ef þetta er svona, hvers vegna skyldi þá nokkur okkar treysta þeim öflum sem styðja de Gaulle?“ Og ég minntist þess aftur, sem faðir minn hafði sagt um Burma. Frá Churehills sjónarmiði séð var auðvitað nokkur skynsemi í slíkum glæfraleik. Að vinna aftur Singapore •— gott, áhrifamikið herbragð! Það mvndi styrkja álit Englands géysilega meðal innfæddra manna í Asíu og Austurlöndum. En öll þau ógrýnni liðs, matvæla innrásartækja, sem þyrfti til slíkra framkvæmda! Og hinai erfiðu samgöngur! Einmitt á sama tíma og við þurftum á öllu okkar að halda, cf við gerðum árás á Hitler! Faðir minn geispaði, og ég ætlaði að standa upp. en hann gaf mér merki um að vera kyrr. „Farðu ekki“, sagði hann, „það er ekki orðið neitt áliðið ennþá, og mig langar að rabba svolítið við þig“. Hann talaði svolííið meira um de Gaulle, hvernig Bret- ar ættu hann með gögnum og gæðum, hvernig þeir hefðu veitt honum allt fcað fé, vopn og móralskan stuðning sem með þurfti til að stofna frjálsa franska stjórn í Lundún- um. og til þess að hefja leynistarf í Frakklandi. Aftur var eins og hann hugsaði upphátt, rifjaði upp hugmyndir sínar, raðaði þeim og skipaði fyrir þau samtöl sem áttu Hugsanir hans beindust að nýlenduvandamálunum og mörkuðum nýlcndnanna, en þao taldi hann kjarnann í öllum horfum um væntanlegan frið. „Því er þannig far- ið“, sagði hann hugsandi, og setti nýja sígarettu i munn- stykkið í stað þeirrar sem reykt var. „NýlendufjTÍrkomu- lagið leiðir til stríðs. Þegar auðlindir slíkra landa sem Indlands, Burma og Java eru nýttar, og öll auðævi eru flutt burt úr þessum löndum, og þau fá aldrei neitt i stað- inn, hvorgi skólakerfi, viðunandilífskjör, né nauðsynleg heilbrigðisskilyrði, hlýtur það að leiða til þess eins að ala á þeirri óánægju sem leiðir til styrjaldar, og allt skipulag friðarins er dauðadæmt fyrirfram". „Hefur þú tekið eftir svipnum á Churchill, þcgar þú nefnir Indland?" „Það ættf þc-gar í stað að koma á sjglfstjórn í Indlandi. Eftir ákveðinn áraíjölda —- fimm ef til vill, tíu — ætti þjóðin sjálf að geta valið um, hvort hún vildi vera hluti af heimsveldinu cða fá algeisjálfstæði. Ef Indland fengi sjálfstjórn, yrði það að fá nútíma stjórnarskrá. nýtízku heilbrigðisskilyrði og skólakerfi. En hvernig getur Indland öðlazt þetta, þegar Stórabret- land sýgur árlega allan kraft úr náttúruauðæfum þíss? Á hverju ári er eitt fyrirbæri sem indverska þjóðin er eins viss um og skattana eða dauðann. Hún gegur a ' því vísu að húngursneyð komi. Hungurtíminn er það : ■ . ;ð“. Hann þagði um stund, sat kyrr í þungum hjigr/.uium: „Eg.verð.að scgja Churchill frá því sem ég komst að í dag um brezku Gambíu", sagoi hann ákveðinn. „í Bathurst", skaut ég inn í „1 morgun“, sagði hann og nú var einlæg samúð í rödd hans, „um hálf níu leytið ókum við gegnum Bathurst til 79. dagur L H E I M A R Ettii* Phyllis Botíome um. Þegar hljómlistin reynir að stæla dýragarð- inn, þá kýs ég heldur þögnina“. Allt í einu voru liljublöðin sveigð til hliðar og Myra stóð þar og hallaði sér fram, eins og fögur Bakkynja milli ljósrauðra blómanna. Hlæjandi augu hennar^horfðu inn í hrædd augu Sally. ,,Ó!“ sagði hún. „Það eruð þér, er það ekki?“ Gegnum rifuna á blómunum gat Sally séð karl- mannshönd utan um mittið á Myru. Sally sagði jhinu hamrandi hjarta sínu, að þau hefðu aðeins verið að dansa — og þau væru ennþá hér um bil að dansa. Og það skipti engu máli með höndina á Alec. Liljublöðin lukust aftur saman. Alec hafði ekki séð Sally og þau fóru eitthvað burtu. Fölleitur máninn brauzt fram úr skýjaþykkninu og skein inn um gluggann. « Hin rólega rödd Char'les hélt áfram — hann var að tala um Haydn — eða var það Hándel? Sally var ekki alveg viss um það. Hún vissi að bæði nöfn- in byrjuðu á H. — Hr. Arnold og Jane komu út á svalirnar. Þær skiptu um herra. Sally hélt áfram að dansa og dansa. Alec og Myra sáust ekki meir í danssalnum. Jane, dr. Drum- mond og hr. Arnold virtust alltaf vera einhvers- staðar í námunda við Sally. Og loksins þegar Sally hélt, að kvöklið mundi aldrei líða, hætti dansinn og gestirnir fóru yfir í bústað yfirlæknisins til að fá sér hressingu. Charles fékk Sally til að sitjast við lítið borð og færði henni kjúklinga og kampavín. Ein af hjúkrunarkonunum stóð nálægt henni. Hún brosti il hennar, og þegar Charles fór að leita að Jane, byrjuðu þær að tala saman. „Eg skemmti mér á læknadansleikjunum“, sagði ungrú Watkins í trúnaði. „Maður veit, hvar mað- ur stendur — ef þér skiljið, hvað ég á við — og á þeim þarf maður ekki að bera neina ó.byrgð. En á iansleikjum sjúklinganna, þar er alveg sama, hve varkár maður er. En ég held, að þeir reyni aumingj- arnir að hegða sér eins vel og þeir geta innan um í'ólk — en þó getur alltaf eitthvað óvænt gerzt. Dansinn getur auðvitað verið þeim til hinnar mestu hollustu, og þeim þykir gaman að búa sig upp á, en að hinu leytinu — er það dansinn, ef til vill, sem getur orsakað algera bilun hjá þeim, sem eru lítið truflaðir!“ „Það gekk allt prýðilega á síðasta dansleik", sagði Sally brosandi, „ég saknaði bara litlu ungfrú Flint. Hún er svo björt, hreyfingar hennar eru svo fall- egar. Það mætti segja mér, að hún dansaði skínandi vel“. Nokkrum sinnum þetta kvöld hafði Sally ekki vitað fyrr en hún var farin að hugsa um hina litlu, bjartleitu Carrie Flint. „Það er ekki hægt að leyfa henni að dansa, — jafnvel ekki á dansleik fyrir sjúklingana“, sagði ungfrú Watkins með undrunar brosi. „Það gæti alls ekki gengið á neinn hátt, frú Macgregor". Sally varð alveg að ástæðulausu æst og reið yfir þessu svari. Hún beit sig í vörina til þess að segja ekki neitt ókurteist. Því skyldi ekki aumingja Carrie vera leyft að dansa? Það var auðvelt að aftra henni frá að afklæða sig — ef hún byrjaði á því. Aftur heyrði hún hinn háa hvella hlátur. Myra hafði komið inn í herbergið, og Alec var ennþá með henni. Hjúkrunarkonan fjarlægði sig og Drum- mond færði sig í sæti hennar, en það hafði enga þýðingu, ao hann sat þarna og talaði um Mozart. Því Sally sá tvo hluti mjög skýrt: í fyrsta lagi, að Alec og Myra höfðu ekki skilið, síðan húr. sá þau saman fyrir tveimur klukkustundum, og í öðru lagi höfðu þau bæði varið að drekka Þau voru ekki drukkin, en þau voru æst og kjánaleg, og Alec stóð of nálægt Myru. Hún var eins og eld- tunga, hugsaði Sally, sem teygir sig til karlmanna og sleikir sig upp að þeim. Það, sem eftir var kvöldsins virtist saman standa af köldum kjúklingum, sem Sally gat ekki kyngt, og stuttum hlátrum, sem þögnuðu skyndilega, eins og þeir væru skornir niður með glerbrotum. Aléc var orðin dálítið óstyrkur á fótunum um það leyti, sem þau fóru lieim um kvöldið. • Hursthjónin og Jane fylgdu þeim að dyrunum, og með því að láta eins og ekkert væri heppnaðist þeim næstum því, að telja Sally trú um, að ekkert hefði gerzt. En þegar þau voru farin og Sally og Alec voru orðin ein, þá sparkaði Alec í Biscuit. Biscuit hafði gelt nokkuð ákaft. Það var rtór- kostlegur viðburður fyrir hann að lcomast út klukk- an fjögur að morgni, sérstaklega eftir leiðinlega einverunótt. Þegar Alec kallaði á Biscuit að koma inn, hljóp hann æstur hringinn í kringum þau og reyndi að bíta í skóna þeirra. Alec sagði: „Fjandimi hafi þennan hund!“ og sparkaði í hann. Þá vissi Sally að eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir á dansleiknum. BARNASAGA MrersregiiM ? ,,Eg er dís, — ég er sál bjarkarinnar", svaraði litla veran. „Allan daginn verð ég að sitia í trénu, en þegar nóítin kem- ur, þá er ég frjáls. Þá stíg ég til jarðarinn- ar og leik mér með systrum mínum, hin- um dísunum. En segðu mér nú, af hverju þú ert svona hryggur?" Páll sagði dísinni raunir sínar og sagði að síðustu: ,,Eg þarf alltaf að spyrja: Af hverju. Spurningin liggur mér svo á hjarta og veldur mér svo mikillar hryggð- ar, og ég held, að ef mér yrði svarað, þá myndi ég verða glaður. En nú stendur hún eins og veggur milli mín að annara manna, sem aldrei spyrja, og þá verð ég svo einmana". Litla dísin hló og íagra andlitið hennar varð enn yndislegra en áður. „Þetta er misskilningur, Palli minn", sagði hún þýðum rómi. „Hundruð og þús- undir manna bera fram þessa sömu spurn- ingu, sorgmæddir og örvæntingarfullir. Legðu eyrað niður að jörðinni og segðu mér, hvað þú heyrir”. Páll gerði eins og fyrir hann var lagt. Fyrst .heyrði hann aðeins óljósan nið og suð, þá fannst honum hann heyra beisk- an grát og andvörp og að síðustu heyrði hann orðaskil: „Mamroa, ég er svangur, af hverju höf- um við ekkert til að eta?" spurði kjökr- andi barnsrödd. „Eg kaína í þessum loftilla bæ, af hverju get ég ekki farið út í sveitina í sumarleyfinu, eins og ríku skólabræður mínir?" sagði drengur. „Eg þræla allan daginn, af hverju erii launin svona lág, að ég get varla lifað?"v sagði grátandi konurödd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.