Þjóðviljinn - 13.07.1947, Page 5
Sunnudagur 13. júlí 1947
PJÖÐVILJINN
Við vöknum við það að
destin er stöðvuð. Það er enn
skuggsýnt inni. Klukkan er
5 að morgni. Okkur er hroll-
kalt eftir svitabað gærdags-
ins. Samt opnum við glugg-
ana betur. Morgunloftið svalt,
þungt og daunillt leikur um
okkur, þegar við teygjum
okkur út til að svipast um:
Ungir, sællegir bandarísk-
ir hermenn, vopnaðir marg-
hleypum; magrir og fremur
tötralegir brautarstarfsmenn;
að öðru leyti er stöð þessi
næstum mannlaus. — Strass-
bourg. — Við erum komin á
ihernámssvæðið.
Lestin rennur af stað og
brátt koma hinir bandarísku
verðir í vegabréfaskoðun. —
Þýzkaland.
Það sést' til skógi vaxinna
Ihæða á hægri hönd. Kastalar
uppi í hlíðunum. Gotneskar
áletranir á húsum og stöðv-
um.
„Eg veit ekki af
hverskonar völdum“
Fyrsta minningin, sem
tengd er við Rín er litla, ó-
dauðlega kvæðið hans Heine,
sem við lásum og lærðum í
æsku — „....Það húmar og
hljóðlega rennur í hægðum
straumlygn Rín....“ Og litla
kvæðið hans Heine rifj-
ar óhjákivæmilega ,upp minn-
ingar um þau mörgu skáld
og rithöfunda, snillinga ljóðs
og lags, sem þjóðin er hér
býr, fóstraði á liðnum öldum.
Andans menn, sem allur
heimurínn dáði.
En kastalarnir minna einn-
ig á annað, sem fylgt hefur
iþessari þjóð g^gnum aldirn-
ar eins og dimmur skuggi:
hermennskuandinn, vopna-
gnýrinn, vígaferli, blóð. Og
varð ekki höfundur Lorelei
að lifa í útlegð? Bannaði ekki
þessi jþjóð ljóð hans og
brenndi bækur hans?
Hefur ekki þessi þjóð tvisv-
ar sinnum á einum' manns-
aldri fórnað bó’kmenntum,
listum, mannlegri virðingu
— öllu, sem gerir lífið þess
vert að lifa því, — á altari
iherguðsins? Hefur hún ekki
tvisvar sinnum á einum
mannsaldri látið kaldrifjaða,
miskunnarlausa hernaðar-
sinna og skefjalausa auðsafn-
ara leiða sig út í stríð þar til
henni var svo að segja blætt
út.
Hefur hún ekki fórnað
sinni eigin menningu í bar-
áttunni fyrir því að brjóta
niður menningu annarra
þjóða?
Á hún kannske eftir einu
sinni enn að lúta dáleidd ein-
hverjum nýupprisnum „for-
ingja“ — og láta sér blæða
út að fullu?
Það er ekki minningin um
örlög bátverjans hans- Heine,
er lét heillast af gullnu ung-
meyjarhári, sem veldur því,
að hér sækja að manni ömur-
legar hugsanir.
Þýzkaland litið úr
lestargluífga,
grær í vatninu er safnazt hef-
ur á botni þeirra. Ryðgað
járnarusl og brak öðru hvoru
meðfram brautinni; jafnvel
ónýtir skriðdrekar hálfsokkn-
ir niður í jarðveginn milli
vatnsfylltra sprengjugíga.
Tré, söguð sundur niðri við
rót.
Garðarnir umhverfis hús-
in eru sumstaðar mjög snotr-
ir, trjágarðar, rósarunnar.
Vafningsviðurinn hjúfrar sig
að brúnum múrnum eins og
mjúkt hár ástleitinnar konu.
Það eru enn fáir á ferli, en
þó sjást þegar nokkrir menn
að slætti. Alstaðar er einn
maður að verki. Þótt tiltölu-
lega sé skammt milli þeirra
skal það ekki bregðast að
þeir eru einir sér á sínum
skika, einmanalegir; rétt eins
og yfirgefnir hlutir sem fólk-
ið á bænum gleymdi að taka
heim með sér af teignum í
gærkvöiid.
Og orfin, sem mennirnir
nota! Hvað myndu kotakarl-
ar heima á íslandi segja um
svona verkfæri? Og hvers
vegna sést hér engin land-
búnaðarvél?
Hvar er hin rómaða þýzka
Þetta minnir ónotalega á
lítinn mann, með heimsfrægu
nafni, er tókst að fá heila
þjóð til að trúa því að fall-
ibyssur væru nauðsynlegri enj
smjör.
Þessi þjóð hefur á undan-
förnum árum framleitt faill-
bvssur i stað srnjörs, sverð í
stað plóga og skriðdreka í
stað uppskeruvéla, brynvarð-
ar bifreiðar í stað sláttuvéla.
Austar í landinu sjást varla
karlmenn að vinnu á ökrum
og engjum. Mest eru það
fullorðnar konur, margar
þeirra eru fremur dumalega
klæddar og luralegar að sjá,
daufar og gremjulegar á
svip; í grennd við þær eru
oftast sólbrend börn að leik
í grasinu.
En tækin eru með sama
sniði; uxum eða jafnvel kúm
beitt fyrir plóga — þar sem
sliík tæki sjást í notkun. Á
stað var kona með
heyvagn, sem dreginn vaír af
tveim kúm. Á öðrum stað
voru karl og kona með far-
angur á flutningavagni úti á
veginum,- Konan dróg vagn-
inn, en karlmaðurinn ýtti á
eftir.
Það er helzt í grennd við
jámbrautarstöðvarnar í bæj-
unum að það sjást ungar,
ljóshærðar stúlkur, — hinar
þýzku „Grétur“ — þær eru
margar sæmiiega hraustleg-
ar, þrekvaxnar og kraftaleg-
ar, og jafnframt eitthvað
stirt í fari þeirra, — og
íþrjózkusvipurinn virðist álög
á öllu fólki hér.
*
Á einni stöðinni er þýzk
lest á teinunum andspænis
okkur. Það verður töluverð
■viðstaða og okkur gefst tæki-
færi til að sjá lífið ganga sinn
vanagang. Hér sjáum við í
fyrsta sinn hóp sólbrenndra
unglinga, en enn eru kon-
urnar í meiri hluta, margar
þeirra allvel blæddar.:— Hef-
ur það líka ekki verið hin ei-
lífa list konunnar að laga út-
ilit sitt undir flestum kring-
umstæðum, allt frá því :
Eva skreytti sig fíkjulblað .m
forðum?
1 'ö *-• ju
Hér er annars allskonai
fólk með allskonar farangur
bakpoka og töskur af flestum
hugsanlegum gerðum, en þæi
virðast flestar'gamlar og mik
ið notaðar.
í þessum hópi er láka slang-
ur af reigingslegum, maga-
þykbum stutthöfðum, ber-
andi s'tórar bungandi skjala-
tösKur; hin óafmáanlegr.
þýzka drembni í svip þeirrs
og fasi.
*
Á löngum köflum sjást
engin merki þess-að stríð haf
verið háð í þessu landi. Á
öðrum stöðum eru raðir sund
urskotinna, brunninna húsa.
Tómir 'gluggarnir gapa vio
manni eins og holar augna-
tóftir. í Núrnberg virðist
eyðileggingin blasa við í al-
mætti sínu; raðir sundurskot-
inna, hrundra, hálfhrundra
og brunninna húsa teygja sig
eins og löng ljáiör inn milli
þeirra sem óhögguð standa.
Járnibrautarstöðivar hafa
sumar verið illa leiknar, þótt
allt sé í gangi, lestir komi of
fari' eru þökin sumstaðai
sundurtætt og enn óviðgerð
járnbitarnir allavega undnii
og brotnir, bútarnir standa úi
á loftið eins og stúfar brot
inna beina. — Yfirleitt virð
ist einhver niðurníðslubragiui
á öjlu.
Sá hefur gert gúða
verzlun á svarta
markaðinum!
Það er nokkur viðstaða í
Nurnberg. Sólin skín yfir
eyðilegginguna og horaða
brautarverkamenn. Emil og
Englendingar hefja viðræður
við einn þeirra, en það geng-
ur treglega. því hann skilur
jekki orð í ensku, og þeim
gengur ekki rétt vel að skilja
þýzkuna hans. Emil segir
honum að við séum frá ís-
landi. Það bregður fyrir
undrunar- cg spurnarglampa
í augum hans; ísland virðist
hann kannast við. Bretinn
spyr hann um matinn. og
Þjóðverjinn svarar því með
því að taka í þeltið til að
sýna hve fötln hangi utan á
sér, hristir höfuðið lengi og
dregur svo fingur um bark-
ann á sér.
Emil réttir honum vindl-
inga. Hann tekur einn. lítur
rannsakandi í kringum sig
og stingur honum síðan í húf
una sína. Emil réttir honum
þá pakkann með því sem í
honum er. Svipur mannsins
verður undarlegt sambland
þakklætis og græðgi, hann
lítur snöggt og ílóttalega í
kringum sig, svo hverfur
pakkinn með eidingarhraða
sömu leið: undir húfuskyggn-
ið. Félagi hans, rétt hjá. horf-
ir kæruleysislega í aðra átt,
j hann hefur ekkert séð!
\ Sá með tóbakið í húfu-i
skyggninu látur enn í kring-
um sig, gjóar augunum til
frekari vissu, þvinæst spíg-
sporar hann nckkru borgim
mannlegar en áður um braut-
arpallinn. — Svo rennur lest-
in af stað.
Sá hefur gert góð viðskiptii
á svarta markaðinum um
kvöldið!
Berfætt börn í grasi
Skammt fyrir utan borg-
ina, í lægð undir skógi vöxn-
um ás, bregður allt í emu
fyrir tugum eða hundruðum
manna, vaðandi, syndandi
eða liggjandi í sólbaði. í
þessu landi hlýtur þv-í enn
að vera fólk, sem hefur ráð
á því að njóta lífsins á miðj-
um degi. virkum.
Svo ber lengi fátt fyrir augu,
sem vekur sérst.aka athygli
þreytts fcrðamanns, nema
endalausar raðir ryðgaðra,
brunninna, beyglaðra járn-
brautarvagna á liliðarteinun-
um, og — sólbrénnd berfætt
börn, sem leika sér i grasi.
Þessi börn hljóta óhj>-.-
kvæmilega að véra umhugs-
■una-réfni hverjum þeim sem
á annað borð nennir að
hugsa.
Þessi börn eru framtíð
Þýzkalands, og hver verða
örlög þeirrá?
Þessi börn hljóta a. m. k.
fyrst í stað að gjalda gerða
Framh'áld á 8. síðu.
véltækni?
„Kaðir sundurskotimia, hrtmdra lussa ekis og löng ljaíör.'
Hálfgrónir sprengjugígir,
það glittir í grænt slíið, sem I einum
„Tómir gluggarnir gapa við manni eins og iiokir augna
tóftir.“