Þjóðviljinn - 13.07.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.07.1947, Blaðsíða 8
látsSjjéd GIIs doðmuadssoa Ungir og áhugasamir bókmennta- og listamenn hafa bundizt samtökum um útgáfu nýs tímarits, er nefnist Ritlist og myndlist — skammstafað R. M. — Ritnefnd skipa Agnar Þórðarson, Andrés Björnsson, Gils Guðmundsson, Kristmundur Bjarnason og Snæbjörn Jóhannsson. Myndlistar- nefnd: Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson og Þorvaldur Skúlason. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Gils Guðmundsson. Rit þetta á að koma út annan hvern mánuð, þ. e. sex hefti á ári og hefur hið fyrsta nú séð dagsins ljós. Það mun sumum þykja lít- il nýjung að enn eitt tímarit skul hafa bætzt í hinn stói’a hóp, sem fyrir var. íslending- ar eru'senn búnir að slá met sér stærri þjóða um útgáfu slikra rita, það þarf varla að bæta við að þessu sinni hinni gamalkunnu s'etningu: „að til itölu við fólksfjölda.11 Hin sáðustu tvö árin hef- ur bætzt rúmur tugur nýrra rita við þann stóra hóp, sem fyrir var, en flest eru þetta rit, sem jafnvel stæra sig af því að flytja ekki efni fyrir vandléta lesendur. Þessvegna er það mikið fagnaðarefni að nú skuli vera hlaupið af stokkunum rit eins og R.M., sem telur það höfuð markmið sitt að flytja gott lesefni, hugsast gæti að því mætti takast að vinna nokkuð upp á móti þeim ó- þverra, sem tekið er að bjóða almenningi til skemmtilest- urs. Á Norðurlöndum hafa rit-, höfundar og menntamenn hafið markvissa baráttu gegn sorpritaútgáfunni og fer þess að vera full þörf, einnig á.ís- landi, að eitthvað sé gert til að vinna gegn þessum nýja ófc-gnuði. IJtgáfa R.M. er spor í þá átt. í ávarpsorðum geta útgef- endur þss, að ritið muni flytja úrvalssmásögur og Ijóð eftir innlenda og erlenda höfunda, vaida kafla úr bók- menntum fyrri aba í ljóðum og lausu méli. En eins og nafn ritsins bendir til á það ekki ein- göngu að fjalla um bók- menntir, heldur jafnframt um myndlist. En tímarit um myndlist er ekki annað til hér á landi, hafa ýmsir mynd listarmenn, auk þeirra sem að ritinu standa, heitið þvá stuðningi sínum. í lok ávarpsorða sinna taka þeir félagar þetta fram: R. M. er algerlega óháð rit. Þeir, sem að þv' standa, 'hafa mismunandi skoðanir um stjórnmál, bókmenntir og listir. Hitt er markmiðið, að ritið verði frjálslynt og við- sýnt, en engum kreddum bundið. Reynt verður að láta bckmenntalegt og Ustrænt gildi ráða mestu um efnisval, en ekki hitt, hvaða stefnur eða vinnuaðferðir listamenn- irnir aðhyllast. Efni fyrsta heftisins er sem hér segir: Ávarpsorð, Auðunnar þátt- ur vestfirzka, Um Auðunnar þátt, eftir Einar Ólaf Sveins- son, smámunir, smásaga eft- ir Hjálmar Bergmann, Ólaf- ur blíðan, ljóð eftir Jón úr Vör, Lifandi vatn, smásaga eftir James Harley, Ham- skipti, smásaga eftir Anton Framh. á 2. síðu. Þýzkaiani séS úr ieslarglugga Framhald af 5. síðu feðra sinna og mæðra. Hjá því v.erður ekki komizt, en 2: . e lengi þurfa þau þess? Og hvernig verða þau alin upp? Vaxa þau úr grasi sem hálf- gerðir villingar í hernumdu landi? Verða þau alin upp sém friðelskandi, starfandi borgarar? Verður þeim kennt •að elska aðra menn og virða rétt þeirra? Eða sýkjast þau af hroka og hernaðaranda? Eiga þau kannske eftir sem tfullorðnir menn að vaða yfir önnur lönd, grá fyrir járn- um, skjótandi, brennandi, myrðandi? Hvernig verður það þjóðfélag, sem þau ímynda, verður það friðsam- ur, sarrwirkur aðili í sambúð þjóðanna? — Hver verða úr- slit átakanna um föðurland Jpessara barna? ^ Eg vakna af þessum hugs- unum, sem máske eru áláka ál'.irifarókar og reykurinn úr iestinni, sem hverfur út í geiminn, við það að einhver talar um að hér sé síðasta stöðin í Þýzkalandi. Lestin stöðvast: Schirnd- ing. Hér eru enn vopnaðir bandarískir varðmenn. Og ihér eru einnig ungir menn i grænum einkennisbúningi, einn þeirra með byssu um öxl. Við röltum um stöðvarpall- inn í lognkyrrðinni. Rétt við hliðina á stöðvarhúsinu er þrekvaxinn en þreytu- leg kona að þvo þvott á rúmlega manngengum skúr. Þrjú böm á vakki úti fyrir. Við horíum á vatnið fossa fyrir innan, en þrátt fyrir Næturlæknir er í læknavarð- stofunni Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturaksíur: Litla bílstöðin, sími 1380. Helgidagslæknir. Sigurður Samúelsson, Skúla- götu 60. sími 1192. Næíurvörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1616. Útvarpið í dag: 15.15 —16.25 Miðdegistónleikar (plötur). a) Menuhin leikur fiðlusónötu eftir Tartini og Tzigane eftir Ravel. b) Tví- söngur úr óperum. c) 16.00 Þættir úr symfóníu nr.5 eftir Dvorsjak. 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen o. f 1.). 19.30 Tónleikar: „Bigg fair“, ensk rapsódía eftir Delius (plötur). 20.20 Tónleikar: Horowitz leik- ur á píanó (plötur). 20.35 Erindi: Læknarnir eru listamenn, lífið í oss þeir teygja —“ (Steingrímur Matthías- son læknir). 21.00 Tónleikar: Norðurlanda söngmenn syngja (plötur). 21.15 „Heyrt og séð“ (Jónas Árnason blaðamaður). 21.45 Tónleikar: Létt klassísk lög (plötur). Útvarpið á morgun: 19.30 Tónleikar: Lög úr óper- ettum og tónfilmum (plötur). 20.30 Erindi: Myndhöggvarinn Gustav Vigeland (Helgi Hjör var). 20.55 Létt lög (plötur). 21.00 Um daginn og veginn (Jakob Jónsson prestur). 21.20 Egill Bjarnason og Jón Kjartansson syngja ,,Glunta“. 21.40 Tónleikar: Lög leikin á ýms hljóðfæri (plötur). 22.10 Búnaðarþættir: Landbún- aðarsýning (Bjarni Ásgeirs- son landbúnaðarráðherra). 22.30 Dagskrárlok. Þjóðhátíðardagur Frakka I tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka taka sendiherra Frakk- lands og frú Voillery á móti gestum í heimili sínu Skálholts stíg 6 kl. 17—19 mánudaginn 14. júlí. LAROWAS- HJÓNIN Eg man alltaf eftir því þeg- ar ég var barn, og las með á- kefð í þjóðsögum um galdra menn og konur sem þeystu um háloftin á prikum og eldhús- skörungum. En fyrst af öllu datt mér slíkt í hug þegar ég sá Larowas hjónin leika listir sínar uppi í loftinu yfir Tivoli. Loftleikfimi er þess eðlis að maður verður svo undrandi og yfir sig spenntur að maður næst um gleymir að klappa. Þau eru ekki smeik við að leika listir sínar í loftinu, og tala um atvinnu sína eins og hún væri ekki erfiðari en að smyrja brauð og spæla egg. „Ef vatnsleysi um daginn liður nckkur stund þar til ein kon- an í hópnum gengur með tóma flösku upp að girðing- unni og réttir hana að stærsta barninu, hálfvaxinni telpu. Það er oins og allir vakni af dvala, þegar telpan kemur aftúr með flöskuna fulla af vatni, vatn! vatn! hver reyn- ir sem betur getur að ná í tóma flösku, lestin er komin á hreyfingu, það liggur við að sumir verði strandagicpar. Við horfum til baka á skúr- inn þar sem vatnið fossar fyr ir innan. Og þá fyrst tek ég eftir því að varðstöðin í Schirnding er hlaðin með sama hætti og húsið við Skólavörðustíg 9 heima í Reykjavík! Og nú er lestin komin á fulla ferð, það glym- ur í hjólum og teinum. — Jámtjaldið er framundan. J. B. Rit um búnaðar- samtökin á ísiandi Búnaðarfélag íslands hefur nýlega gefið út bók sem nefnist Féiagskerfi landbúnaðarins á Islandi. Er það geiið út í tilefni af landbúnaðarsýningnnni, og er samið af Motúsalem Stefáns- syni. 1 formála segir höfundur: „I smáriti því, er hér liggur fyrir, . er leitazt við að rekja í aðal- dráttum upphaf búnaðarfélags- skapar hér á landi, þróun fé- lagshugmyndanna, mótun fé- lagsskaparins, þroskim hans og starfsemi hinna ýmsu félags- þátta út af fyrir sig og félags- kerfisins í heild.“ Bókinni er skipt í þessa kafla: Upphaf búnaðarfélags- I skapar, Þróun félagshugmynda, | Aðdragandi að stofnun allsherj- ar búnaðarfélags, Hreppabúnað 1 arfélög, Búnaðarsambönd, Bú- fjárræktarfélög, Búfjársýning- ar, Loðdýraræktarfélag íslands, Búnaðarfélag Islands og Stétt- arsamband bænda. — Margar myndir eru í bókinni. m. a. af öllum ráðunautum Bún aðarfélagsina og öllum fulltrú- um á síðasta Búnaðarþingi. við værum hrædd myndum við eflaust falla niður“, segja þau. Þau eru búin að leika þessar list ir sínar í 5 ár og vonast til að geta haldið áfram önnur 5 ár til. Einu sinni féll stúlkan niður er hún var að leika listir sínar ytra, en þrátt fyrir að hún var í 5 metra hæð slapp liún furðu lítið meidd, en varð þó að leggj ast á sjúkrahús. En hér í Tivoli Fr^halJ á " s’? i Grikkland Framh. af 1. síðu. hernum en bandarísku hernáms yfirvöldin í Þýzkalandi afhentu Grikkjum hann. KONUR FEKNAR AF LlFI ‘ • ’ ’ . •# Aftökur kvenna hófust ekki í Grikklandi, fyrr en Bretar höfðu hemumið landið. Þýzku og ítölsku hernáms- yfirvöldin gengu aldrei svo langt að lífláta konur, en grísku fasistarnir víluðu það ekki fyrir sér eftir að þeir komust í þjónustu Breta, en þó einkum eftir að Truman hafði heitið þeim aðstoð sinni. I maí mán- uði einum voru sex konur dæmd ar til dauða af herrétti og líf- látnar í Grikklaudi og fleiri liafa verið dæmdar og bíða af- töku. Konur og börn þeirra manna, sem teknir hafa verið af lífi. fyrir aðstoð við sþæruliða, eru flutt í útlegð án dóms og laga. Fjöltefli og blindskákir Baldur Möller skákmeistari Islands hefir fjöltefli n. k. mánudagskvöld kí. 19.30 í Breið firðingabúð. Ennfremur teflir Ásmundur Ásgeirsson fyrrv. Skákmeistari Islands fjórar blindskákir. Valur Norðdal, mun einnig akemmta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.