Þjóðviljinn - 17.07.1947, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.07.1947, Qupperneq 6
6 ÞJOÐVILJINN Fimmtudagnr 17. júlí 1947. Elliott Boosevelt: 64. Sjónarmiö Hoosevelts forseta og Marshall stæðu að því) á því að skynsamlegast væri að snúa sér að framkvæmd þessarar áætlunar, og hætta að hugsa um hina tvo þýðingarminni kosti: Noreg og Miðjarðarhafið. „Eg get hugsað mér,“ sagái faðir minn, ,,að Marshall og King séu orðnir leiðir á því að vera enn að þvæla um áætlun, • sem við höfum tvisvar orðið sammála um, og ég verð að segja að ég skil þá vel.“ ■H!!!IIH!II!II 111. dagur Auðsjáanlega átti ósamkomulagið, sem orðið hafði milli hinna brezku og bandarísku foringja um Burma- Kína-Indlandsvígstöðvarnar, sinn þátt í því að Bretarn- ir stóðu með slíkri harðneskju gegn þeirri áætlun er gerð hafði verið um hernaðaraðgerðir í vestri. Það sem þeir gátu ekki orðið sammála um var einfaldlega það, að Bretar höfðu enga trú á því, að hægt væri að sameina Kinverja að nokkru gagni sem þjóð, þrátt fyrir tilraun- ir Stillwells til þess, en þær höfðir enri engan árangur borið. Þá var einnig ágreiningur um bardagaaðferð í Burma; Bretar vildu sækja hægt fram með eins fá- mennu liði og unnt væri, en Bandaríkjamenn vildu sækja þar fram með eins miklum hraða og liði og unnt væri. Eg skaut inn að þeirra hernaðaraðferð væri skynsamleg þegar tekið væri tillit til skyldna og loforða heimsveld- isins. „Já, að sjálfsögðu er hún það“, svaraði faðir minn, „en heimsveldishugsunarháttur þeirra er frá nítjándu öld, §f ekki þá átjándu eða sautjándu, og við heyjum stríðið á tuttugustu öldinni. Guði sé lof fyrir að hlutföll- in hafa breytzt, við berjumst ekki lengur aðeins fyrir lífinu, en það lá nærri að illa færi, það lá mjög nærri að væri farið illa. Og meginástæðan fyrir því að svo nærri lá að illa færi liggur í því, að þeir trúa þvl að heimsveldið muni að eilífu halda áfram að vera til. Eg hef sagt Winston frá því hvað við höfum gert fyrir Filipseyinga, að við höfum krafizt skólaskyldu fyrir inn- fædda menn, sagt honum hvað við höfum gert til þess filipanska þjóðin taki ábyrgðina á eigin herðar....“ „Hverju svaraði hann?“ „Ja, hvað heldur þú? Hann segir að Filipseyingar séu allt öðru vísi menn, þeim sé í blóð borið meira sjálfs- traust og þess vegna geti þeir tekið á sig meiri ábyrgð. Hann segir að við skiljum blátt áfram ekki Indverja, Burmabúa og Javamenn, já, ekki einu sinni Kínverjana!“ Faðir minn var ekki vitund þreyttur .Morgundagurinn yrði honum ekki sérstaklega erfiður. Þess vegna vildi hann halda áfram að rabba. Við fengum okkur vindlinga og ræddum um daginn og veginn. Við ræddum um Te- heran, hvernig ráðstefnan myndi ganga, og hvernig Jói frændi myndi vera (þfegar við vorum tveir einir, nefndi hann Stalin aldrei annað en: Jóa frænda). „Um eitt er ég þó viss“, sagði hann og hló við, „og það er að ég muni fá bandamann, sem muni ekki bregðast mér í deilunni um árás á meginlandið frá vestri. En eins og framsókninni miðar áfram í Rússlandi nú eru aðrar vígstöðvar ef til vill ekki nauðsynlegar fyrr en næsta vor.“ Þegar þetta var æddi rauði herinn vestur yfir slétturn- ar og nálgaðist stöðugt gömlu pólsku landamærin; fyrst var hann hundrað mílur frá þeim, næst sextíu og nú fimmtiu og fimm. Hann hafði leyst Kief. Við fylltumst báðir bjartsýni við það að sjá fyrir enda stríðsins. Eg minnti föður minn á að hann hefði sagt það fyrir að Þýzkaland myndi brotna niður áður en ár væri liðið, og ég þóttist geta sagt það með fullu öryggi. „Gefðu mér þrettán mánuði, ekki tólf, Elliott", sagði hann, „nei, við skulum heldur segja fjórtán, ekki þrett- án.“ „Einhverntíma kemur að þrettánda mánuðinum." „Nei, við stökkvum beint frá tólf til f jórtán, alveg eins og heima hjá mömmu á Washington Square. Manstu eftir því? Maður hefur stokkið yfir þrettándu hæð.“ „Heyrðu, það er komið yfir miðnætti, ekki rétt? Þá er kominn þriðjudagur, ég óska þér góðrar uppskeruhátið- ar.“ „Já, það er satt. Það er margt sem við höfum að þakka.“ uimin D U L H E Kfftla* Phyllis Bottome eins og á apa. Þessi tár hennar voru einlæg. Char- les beið þar til Mýra varð rólegri, þá.sagði hann:“ „Mér þykir fyrir þessu, ég hef hugsað um þetta all gaumgæfilega, áður en ég tók ákvörðun mína. En við erum algerlega óhæf til að vera saman. Eg held ekki að þú þurfir framar á vernd minni að halda, og hvað sem því líður muntu finna nóg af öðrum mönnum, sem veita þér vernd sína. En ég ætla að biðja þig að hugsa ekki sem svo, að ég muni ekki halda áfram, að vilja fylgjast með þér. Eg býst við að ég muni alltaf gera það. Ef þú skyld- ir þurfa minnar aðstoðar — verða veik — eða kom- ast í einhver hættuleg vandræði, mundi ég halda á- fram að koma.til þín og reyna að hjálpa þér fram úr þeim. Er það ekki umhyggja? Þeir menn sem þú vilt eyða tímanum með og hafa svo heitar ástríður gagnvart þér, mundu ekki hugsa ég gera eins mikið fyrir þig til lengdar, eða mundu þeir það? Auk þess þori ég að fullyrða mundu sumir þeirra ætlast til þess af þér, að þú hegðaðir þér almennilega — ég geri það ekki“. „Nei, — auðvitað ekki“ sagði Myra, þurrkaði af sér tárin og settist upp í rúminu, og snökkti dá- lítið svo gekk Charles til hjarta. „Það er alveg eins og ég held. Eg skemmti mér bara með þeim. Þú ert hin eina raunverulega persóna sem ég á að, Charles, siðan að móðir mín dó“. Charles stóð á fætur, því hann langaði ekki til að fara að tala um móðir sína við Myru. „Þú ferð þá burtu, ég treysti því“ sagði hann ákveðið, „eins fljótt og þú getur komist á stað. Mér er ljóst að snögg breyting á áætlun þinni getur komið fjár- málum þínum 'í óreiðu. Ef þú þarft á einhverjum auka peningum að halda þá læturðu mig vita, ég get látið þig hafa einhverja". „Nei“, svaraði Myra fljótt, „ég hef sparað mikið við að vera hér. Eg þarf ekki á hjálp að halda“. Þetta kom Charles dálítið á óvart, þvi hann vissi að Myra hafði aldrei nóga peninga og var aldrei fær um að spara neitt, undir neinum kringumstæð- um....... Þrátt fyrir allt, hugsaði Charles eru góðar taugar í henni. Betri lcona hefði getað sýnt meiri ágengni. „Charles" kallaði Myra allt í einu, þegar hann var kominn fram að dyrunum, „skyldu ekki svona við mig á þennan hræðilega, kaldranalega hátt, sem þér er eiginlegur. Jafnvel þótt ég eigi að fara burtu fyrir fullt og allt — komdu hingað og kystu mig“. Charles hrissti höfuðið, honum fannst hann vera illmenni, en þesskonar illmenni sem hann varð að vera. „Betra að láta það vera, þakka þér fyrir“ tautaði hann, „en gleymdu ekki því sem ég sagði — þurfirðu mín raunverulega með, þá kem ég til þín“. Hann lokaði hurðinni, án þess að hlusta á hvað hún sagði. Hún vildi eflaust segja eitthvað við hann að skilnaði, særa hann aftur, eða sýna honum hve særð hún væri sjálf, en hann gat ekki látið þetta halda áfram, að öðrum kosti hefði hann orðið að láta hana sjá, að hún hafði sært hann. 33. kafli Ljósgeislarnir, sem skinu milli sumargrænna trjánna, drógu litlar gyltar myndir á hendumar á Jane og á hina ljósbleiku silkiábreiðu, sem breidd var yfir hnén á Sally. Andlit Sally var í skuggan- um. Það voru djúpár bíáar holur undir lokuðum augum hennar, og alls enginn litur á andliti hennar, aðeins liturinn á hárinu. Þa?5 höfðu verið svo margar örlagaþiungnar stundir, hugsaði Jane sifjulega, að það var nærri fullkominn léttir að því, að hafa ekki dauðann yfir vofandi — maður vissi ekki á hverju maður mætti eiga von næsta dag. Jafnvel enn þó hún vissi að Sally mundi lifa, var hin enn flóknari spurning, erigu að siður vakandi: Mundi Sally vrerða söm og áður, er hún vaknaði af hinum langa svefni, sem hafði næstum því gengið inn í hinn endanlega svefn? Þau fáu og óljósu orð, sem hún hafði talað öðru hvoru, höfðu bent á sajna sjúka ástandið: „Eg er Carrie Flint! Eg er Carrie Flint;, og alltaf hélzt sama starandi augnaráðið, eins og lögst hefði hörð grima yfir hið milda, ávala saklausa andlit hennar. Þegar hún sökk niður í dýpra meðvitundar- leysi, hafði gríman horfið og hún leit út — eins og liún gerði nú — eins og þreytt barn. Þung augnalok Jane hófust er hún leit einu sinni enn til frekari fullvissu á rúmið. En hvað Sally svaf nú rólega. Aumingja Alec — sem gat alls ekki sofið. Verst af öllu því slæma, sem komið hafði fyrir var það er hann féll allt í einu saman eftir blóð yfir- færsluna, sem bjargað hafði lífi Sally. Hann hefði dáið þá, ef Jane hefði leyft honum það. En húri og Charles, bæði tvö, höfðu haldið lífinu í þeim báð- umum. Dásamlegt tilfelli sannarlega, hugsaði Jane ánægjulega í svefnmókinu. Það var varla hægt að 3ARNASAGA Og dag nokkurn komu ,,Glerajugnafjend urnir” allir í einum hópi alvopnaðir að húsum borgaranna og konungshöllinni. Þeir ruddust inn í húsin, rifu gleraugun af konunginum og borgurunum og kröfð- ust réttar síns. Konungurinn varð svo hræddur, að hann hentist út á götu og fór að hlaupa og hljóp og hljóp, þangað til hann kom í land, þar sem allir höfðu gleraugu og ríkti friður og rósemi. Borg- ararnir ætluðu fyrst að verjast, en þar sem þeir voru nú orðnir gleraugnalausir, þá urðu þeir að viðurkenna vald „Gler- augnafjendanna”, og sáu, að þeir sjálfir voru heimskir þorparar. Nauðugir viljug- ir urðu þeir að gangast undir lög „Gler- augnafjenda". En „Gleraugnafjendurnir" komu á reglu í landinu: allir sem unnu, fengu nægileg laun, en iðjuleysingjarnir ekkert. Það var alin önn fyrir sjúklingum, börn- um og gamalmennum, og enginn fékk meira en honum bar. Landið, þar sem þessir atburðir gerðust, er í austurvegi, þar sem sólin kemur upp. Líklega er þar bjartara og mennirnir þar sjá því fyrr en í öðrum löndum. Þó vitum við öll, hve hraði ljóssins er mikill. Og það kemur líka til annara landa, og menn irnir þar munu líka brjóta gleraugun. Og ef þeir einusinni hafa lært að sjá, þá munu þeir einnig starfa. í löndunum, þar sem myrkrið ríkir, verður hver og einn að hjálpa, hann verður að rífa af sér gler- augun og brjóta þau, segja félögunum, hvað hann hefir séð, hann verður að ger- ast „Gleraugnafjandi", þangað til þeir eru orðnir svo margir, að þeir geta orðið herrar hamingjusamrar og frjálsrar veu- aldar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.