Þjóðviljinn - 01.08.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.08.1947, Blaðsíða 1
Föstudagur 1. ágúst 1947. 172. tölublað. Úryggisráðið ræddí um Indónesiumálið í gær. HolleRzka stjórnin fer fram á að vera dæmd effir verknm sínumd) Italir samþykkja friðarsamning- inn ítalska ’þingið samþykkti í gær að staðfesta friðarsamn- ingana við Bandamenn með 262 atkvæðum gegn 68, 80 sátu hjá. Sósíaldemókratar greiddu atkvæði gegn samþykktinni, en kommúnistar sátu hjá. Friðarsamningarnir ganga þá í gildi, þegar er öll stóryeld- Öryggisráðið samþykkti einróma á fundi sínum í gær að taka til meðferðar tilmæli Ástralíu og Ind- lands um að það geri ráðstafanir til að binda endi á styrjöldina í Indonesíu, samkvæmt þeirri grein sáttmála sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um frið- rof og árásarstríð. Svo virðist sem hlé sé á bardögum á Jövu, en litlar fréttir hafa borizt þaðan. Hollenzka her- stjórnin segir, að hersveitir hennar hafi tekið borg- ina Malang á austurhluta Jövu, sem var aðseturs- staður indonesisku stjórnarinnar. Á fundi öryggisráðsins í gær var samþykkt mótat- kvæðalaust að taka styrjöld- ina í Indonesíu til meðferð- ar. Fulltrúi Ástralíu talaði fyrst og gerði grein fyrir þeirri ákvörðun stjórnar sinn- ar að leggja þetta mál fyrir öryggisráðið. Sagði hann, að hún hefði beðið með að bera þetta mál undir öryggisráð- ið, þar til augljóst var, að hollenzka stjórnin mundi hafa öll tilmæli um að hætta ófriðnum og leggja deilumál- in fyrir gerðardóm að engu. Hann 'ór fram á það, að ör- yggisuiðið gerði allt, sem í þess valcli stæði, til að komaj í veg fyrir frekari blóðsút- hellingar. Indonesum boðið að senda fulltrúa Belgíski fulltrúinn gerði að tillögu sinni, að bæði Hol- lendingum og Indonesum yrði boðið að senda fulltrúa á fund ráðsins, og var sú til- laga samþykkt. Gromyko, fulltrúi Sovétríkjanna og Johnson fulltrúi Bandaríkj- anna mæltu báðir með tillög- unni, en álitu ekki rétt að umræðum um málið yrði frestað, þangað til fulltrúi Indonesíu gæti mætt á fund- um ráðsins. Cromyko *•*> Dæmið okkur áf verkunum Van Kleffens, sendiherra Hollendinga í Washington. sem mætti á fundinum fyrir hönd stjórnar sinnar, hélt því fram, að Indonesía hefði engan rétt til að senda full- trúa á fundi öryggisráðsins, þar sém hún væri ekki sjálf- stætt og fullvalda ríki. Van Kleffens fór fram á, að stjórn sín væri dæmd eftir verkun- um, en ekki rógburði og sögu sögnum. Fulltrúi Ástralíu mótmælti því áliti van Kleffens, að Indonesí^ væri ekki sjálf- stætt ríki og benti á það, að hollenzka stjórnin sjálf hafði viðurkennt sjálfstæði hennar, og ýms lönd hefðu tekið upp stjórnmálasamband við hana. borgina Malang á austurhluta Jövu, sem áður var aðseturs- staður indonesísku stjórnar- innar. Sagt var, að hún væri að mestu í rústum og flestir íbúanna (um 85,000) hefðu yfirgefið hana. Hollenzka herstjórnin til- kynnti í gær, að tilgangi hennar væri nú náð, hún hefði nú allar mikilvægar stöðvar á valdi sínu, og myndi ekki hernema fleiri staði nema íbúarnir æsktu þess. Kratarnir sam- þykkir HoIIer'dzkir sósíaldemókrat- ar hafa farið fram á það. að bardögum verði hætt í Indo- nesíu, en lýsa þó yfir fullum stuðningi sínum við stefnu stjórnarinnar, og fagna þeim árangri, sem hún hefur náð. in hafa undirritað þá, en Sovétríkin eiga ein eftir að undirrita þá. Á fundi ítalska þingsins í gær var skýrt frá því, að allar líkur væru á, að samn- ingum ítala og Júgóslava um ýms ágreiningsmál muni lok- ið innan skamms. Sendiherra Dana í Washington | í heimsókn Danski sendiherrann í Was- hlngton, hr. Henrik Kauf- mann, kom hingað til lands £‘ fyrrakvöld og mun hafa hér stutta viðdvöl. Meðan hann dvelst hér verður hann gestur dönsku sendiherra'hjónanna hér. ViSreisnðráæffun brezku stjórnar- innar kunngerð í næstu viku Stafford Cripps og Clayton ræðast við í París Bandarfkjamaeiia. ffara framkvæmdavald í Grikklandi 20 millj. drachma til höfuðs Makos, foringja skæruliða Formaður bandarísku nefndarinnar, sem á að ] a! eftir- lit með því, hvernig fé því er varið, sem Bandaríkin hafa lánað grísku stjórninni, sagði frá því í gær, að hinir banda- rísku fulltrúar í Grikklandi ættu ekki aðeins að vera ráðu- nautar grískra stjórnarvalda, gríska stjórnin hefði þvert á móti farið fram á, að þeir hefðu fullt framkvæmdavald. Fulltruar Á miðvikudaginn í næstu viku mun Áttlee, for- sætisráðherra Breta skýra frá þeim ráðstöfunum, er brezka stjórnin hefur fyrirhugað til að rétta við efnahag Bretlands. Ha-nn mun gera það í framsögu- ræðu um tillögurnar í neðri deild brezka þingsins. Sir Stafford Cripps viðskiptamálaráðherra Breta flaug í gær til Parísar til viðræðna við Clayton, að- stoðarverzlunarráðherra Bandaríkjanna og áttu þeir tal saman þegar í gærkvöld. Þótt enn hafi ekkert verið látið opinberlega uppi um það, hverjar tillögur stjórnarinnar eru, er vitað, að lögð verður áherzla á minnkun innflutnings, en aukningu útflutningsins, aukningu framleiðslunnar með því að lengja vinnuvikuna og flýta fyrir heimsendingu her- mannanna til að bæta úr vinnu- aflsskortinum, sem háir undir- :stöðuiðnaði Bretlands, kolanám Inu, sérstaklega mikið. Einnig' ■er talið, að mjög verði sh rinn niður gjaideyrir til ferðalaga ■eriendis. Því hefur veiió neitað in hafi farið fram á ao Banda- ríkin bæru aukinn hluta kostn- aðarins við hernám vesturveld- anna í Þýzkalandi, en orðróm- ur hefur verið um það. Það er opinberlega tilkynnt, að Sir Stafford Cripps og Clayton muni aðallega ræða um niðurstöður alþjóðaviðskipta- málaráðstefnunnar í Genf, en þeir sátu hana báðir. Það er einnig búizt við, að þeir ræði um tillögur Bandaríkjanna um lækkun tolla og aðrar ráð- ráðstafanir til að auðvelda al- Lítið um baidaga Litlar sem engar fréttir bárust af bardögum í Indo- nesíu í gær, en hollenzka her- stjórnin tilkynnti, að her- sveitir hennar hefðu tekið Lík brezku her- snaunanna fundin Lík brezku hermannanna tveggja, sem ofbeldisflokkur- inn Irgun Zvai Leume tók til fanga fyrir rúmum hálfum mánuði fundust í gær. Höfðu þeir verið hengdir, eins og I.Z.L. hafði hótað. Er þeir voru skornir niður sprakk sprengja og særðist brezkur liðsforingi, í andliti. Jarð- sprengjum hafði verið komið fyrir umhverfis gá'lgana. Samtök Gyðinga og Araba í Palestínu hafa lýst yfir viðbjóði sínum á lífláti hinna brezku hermanna. Bæði lögregla og her leitar að þeim, sem ofbeldis- verkið fx ömdu. Hann skýrði eihnig f'rá því, að væntanlegar væru miklar birgðir hergagna og matvæla frá Bandaríkjunum til Grikklands innan tíu daga. Nýjar aftökur Stöðugt berast fréttir um aftökur grískra verkalýðs- sinna. í fyrradag var skýrt frá því, að 20 menn hefðu verið teknir af lífi, þ. á. m. einn höfuðleiðtogi Kommún- istaflokks ins og 3 aðrir dæmdir til dauða, en í gær voru aðrir 8 líflátnir. Gríska stjórnin hefur heit- ið 20 milljón drachma verð- launum þeim, sem færir 'henni gríska skæruliðafor- ingjann Makos, dauðan eða lifandi. Skæruliðaárás Skæruliðar gerðu í gær á- rás á borg eina nálægt tyrk- nesku landamærunum, sem er í höndum stjórnarhersveit- anna, en urðu frá að hverfa, eftir að hafa valdið stjórnar- hernum miklu tjóni. í Washiugton, að brezka stjóm- i þjóðavióskipti. Skemmtiferð Æ.- F* R. og Sósíalistafélags Reykjavíkor Þátttakendur í skemmtiferðinni eru beðnir um áð sækja farmiða í dag í skrifstofuna kl. 6—7 e. h., sími 7510. — Nokkur sæti laus. Ferðauefndín.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.