Þjóðviljinn - 01.08.1947, Page 5

Þjóðviljinn - 01.08.1947, Page 5
Föstudagur 1. ágúst 1947. ÞJÓÐVILJINN Sænskur |alnaðarmaður lýslr ISáðsíjornarrIk|unuin AFTUR VERDUR AÐ BYGGJA FRA G 4• grein• i Eftir Yngve Lundberg, fréttaritara höfuðmálgagns sænskra sosíaldemókrata. Karkoff í febrúar. Við kom- um til Karkoff án þess að nokkur hefði við því búizt. Veðrið hafði versnað yfir Svartahafinu og flugmenn okk- ar töldu öruggast að bíða betra skyggnis til að halda áfram 200 mílna förinni til Grúsíu. Þannig fengum við fróðlegan dag utan við áætlunina. Það hafði verið kalt í Moskva um morguninn, er lagt var af * stað, en hér var kuldinn enn bitrari. Flugvöllurinn er aðeins hluti hinnar miklu úkranísku steppu, er teygði úr sér það . sem augað eygði og hvarf okk- ur sjónum í þokuslæðingi. Hér var hvergi tré til skýlis fyrir kuldastorminum, sem smeygði sér inn á mann gegnum ullar- peysur og loðfeldi. Við fengum bíl og ókum inn til borgarinn- ar og sáum þar sjón, sem sízt var tíl þess að hlýja okkur. * Karkoff var ýmist á valdi Rússa eða Þjóðverja í stríðinu og 40—50% borgarinnar var lagt í rústir. Húsarústir og veggtætlur eru hin rauna- legu minnismerki um dauða og tortímingu sem borgin varð að þola. En búið er að ryðja breiðar göturnar, yfirfullir sporvagnar ganga, í útibúðum er selt súkku laði, glervörur og sælgæti, önn- um kafið fólk í leðurstígvélum, loðfeldum og fóðruðum frökk- um hraðar sér framhjá. Þrátt fyrir kuldann er slíkt líf og fjör á götunum, að það liggur við að maður gleymi hinum skugga legu baktjöldum rústanna. ¥ Það þurfti ekki annað en dvöl á hótelinu í Karkoff til að fá samþjappaða mynd af erfiðleikum borgarinnar. Kalt er á herbergjum og í borðsalnum. sennilega ekki nema 10-12 stig. Á kvöldin fær maður kerti í herbergin, rafmagnið er skammtað. Ekki er hægt að þvo sér eða raka þegfir manni sýn- ist, vatnið er líka skammtað. En hinir góðlyndu úkraínar taka þessum óþægindum með jafnaðargeði. Þeir halda því á lofti að komið hafi verið í gang hinni miklu dráttarvélaverksmiðju, að þangað sé fyrst og fremst beint kolum, vatni, rafmagni. Þeir vita að nýjar dráttarvélar þýða meira brauð frá hinum víð- feðmu sveitum Sovétríkjanna. Þrátt fyrir allt varð Karkoff héraðið ekki sem verst úti. Víð- áttumikil landsvæði Tíkraníu eru gjöreydd. Víða skildu Þjóð- verjar ekki neinn smákofa eft- ir uppistandandi. Þetta er hin miskunnarlausa or- sök skaðabótakrafna Rússa, sem stundum eru taldar harðar óg tillitslausar. Sumar þær þjóð ir sem stuðluðu að þessari tor- tímingu, hafa við fæsta þá erfið leika að stríða, sem barizt er við í Karkoff. Rússar hafa að miklu leyti orðið að byrja á ný við svipað- ar aðstæður og fyrir aldarf jórð- ungi, er gjaldþrotabú keisara- stjórnarinnar var gert upp, með því að skapa þungaiðnað. Þá eins og nú var ekki að ræða um gnægð neyzluvarnings, matar, fata, fatnaðar, útvarpstækja, húsgagna. En til þess að fram- leiða matvæli þurfti dráttarvél- ar og í dráttarvélar þarf stál og járn, — vörur sem þarfnast kola. En kolanámurnar fylltu Þjóðverjar af vatni eða sprengdu, þar sem þeir gátu. Og til þess að hjól vefnaðar- verksmiðjanna snúist þarf fyrst að endurbyggja raforku- stöðvarnar, er Þjóðverjar skildu við sem haug af sprengdum stíflum og eyðilögðum vélum. Að öllu- þessu eru Rússar nú að vinna. Þeir knýja enn fram ýtrasta kraft sinn með vinnu- samkeppnum, mynda stakkanoff sveitir, þræla við nám í iðn- skólunum til að fylla skörðin eftir þær sjö milljónir, sem féllu í stríðinu. Það er vitaskuld þröngt í búi hjá þeim sem stendur, en þeir hafa sig fram úr því og eru sannfærðir um að ástandið batni í náiiini framtíð. Þeir eiga þann framtíðarfrið sem hjálpar þeim yfir stundarörðug leika. * Almennt verkamannakaup í málmverksmiðjunum miklu í Leningrad og Moskvu er að meðaltali 700—750 rúblur á mánuði. Samkvæmt upplýsing- um frá formanni verkalýðsfé- lagsins við stóru túrbínusmiðj- una í Leningrji.d er fæðiskostn- aður 200—250 rúblur á mánuði. Hann taldi að fjögurra manna fjölskylda þyrfti að minnsta kosti 600—700 niblna mánað- artekjur til nauðþurfta, og eft- ir því ættu mikill fjöldi málm- verkamanna aðeins að hafa þurftarlaun. Það er hinsvegar mjög al- gengt í Sovétríkjunum að bæði heimilisfaðirinn og kona hans vinni úti, og þau hafa alltaf nákvæmlega sömu laun hafi þau sömu vinnu og afkasti jafn miklu. Börnin geta þau haft í vöggustofum og dagheimilum, sem hafðar eru við hverja verk smiðju. * Við litum inn á vöggustofuna við túrbínuverksmiðjuna í Len- ingrad. Áður en inn væri gengið vorum við klædd í hvíta sloppa og komumst þannig hjá því að vaða inn í hin skínandi hreinu salarkynni í rykugum ferðayfir- höfnum. Hjúkrunarkonur sáu um stof- una, gáfu hraustlegum börnum að borða fjórum sinnum dag- lega og bættu fæðuna með nær- ingarefnum. Það hafði ekki kom ið fyrir lijá þeim eitt einasta kveftilfelli og engin alvarleg veikindi. Ef foreldrarnir vildu, fengu börnin að vera þarna alla vikuna, nema í sunnudagsheim- sókn til heimilanna. Allt þetta kostaði 35 rúblur á mánuði, og svipað gjald er greitt fyrir þessa þjónustu um öll Sovét- ríkin. ¥ Til eru verkamenn sem hafa talsvert meira en meðaltekjur. Stakkarioffmaður getur komizt upp í tvöfaldar tekjur eða meira. En margir hafa líka tals- vert minna. Ófaglærðir verka- menn komast niður í 300 rúblna mánaðarlaun. Þeir eiga að sjálfsögðu erfitt, en líklega þó ekki eins og maður skyldi halda. Verðmunar gætir nefni- lega einnig á skömmtunarvör- um. Menn greiða t. d. húsaleigu í samræmi við tekjur sínar og þau gjöld eru frá 35 kópekum upp í 1,50 rúblur á fermetra. Þessi fermetraútreikningur er stundum tekinn bókstaflega. Það sem Rússar hafa neyðzt til að byggja fyrst og fremst eru verksmiðjur íbúðarbyggingar orðið að þoka í annað sæti. I 7 millj.borginni Moskvu, með hraðfjölgandi íbúum, var ekki hægt að byggja á stríðsárun- um eða halda við gömlum hús- um, sem §ru víða hrörleg. Eins og í öðrum löndum kemur hér fyrir að margar f jölskyldur búa í- sömu íbúð, jafnvel sama her- bergi. Húsnæðisástandið er nokkru betra í Leningrad, enda þótt þar væri heldur ekki hægt að byggja á stríðsárunum, en þar voru íbúarnir færri í stríðs loltin en í stríðsbyrjun. Allmörg timburhús voru höfð til elds- neytis í umsátinni. Þar sýndu húsameistararnir okkur teikningar að nýjum verkamannabúst. sem koma á upp samkvæmt fimm ára á- ætluninni sem nú er verið að framkvæma. Ibúðirnar voru heldur litlar en ákaflega vand- aðar. Margar þeirra verða til- búnar í ár, einkum sambygging ar fyrir margar fjölskyldur. Síð- ar á einnig að byggja einbýlis- hús. * - Forstjóri túrbínuverksmiðj- unnar í Lenir^grad sagði okkur að sá iðnaður hefði byrjað fyr- ir 90 árum. „Eftir byltinguna var liann þjóðnýttur og er nú eign fólksins“, sagði hann. Stór kostleg framleiðsluaukning hef- ur orðið síðan byltingin varð, en hvað hefur fólkið grætt á hinum breyttu aðstæðum? Við lögðum þá spurningu fyrir for- mann verkalýðsfélagsins, mann sem kominn var um fimmtugt og þekkti því af raun aðstæður fyrir byltinguna. Hann svaraði með nokkrum staðrcyndum: Fyrir byltinguna var vinnu- tíminn 11—12 tímar á dag, nú er hann 8 tímar. Þá var ekki um neina vinnuvernd að ræða, nú er hún mjög vel skipulögð. Almannatryggingar þekktust Dráttarvél, sem nýkomin er úr hinum miklu dráttarvélaverksmiðjum í Sta ingrad. heldur ekki á keisaratímanum. Verkamaður sem veikist nú, heldur meðallaunum sínum 6-— 12 mánuði. Hafi hann ekki náð fullri heilsu á þeim tíma, fær hann eftirlaun, sem nema 65% af meðallaunum hans eftir 20 •—25 ár að framleiðslustörf- um. Slík eftirlaun fá allir, karl ar og konur, frá fimmtugsaldri, hvort sem þeir halda áfram að vinna eða ekki. Áður fengu verkamenn eng- in orlof og því síður að til væru orlofsheimili. Nú er þéttriðið net orlofsheimila um allt land. Læknishjálp er ókeypis, Jyf mjög ódýr og auk þess eru möguleikar að fá ókeypis sér- fræðingaaðferðir. v Barnagæzlan við verksmiðj- urnar, sem kostar sáralítið, er mikil þægindi og sömuleiðis hinar prýðilegu verksmiðjumat- sölur, sem við litum einnig á. Máltíð kostar 2—5 rúblur, og fyrir það fær maður brauð, súpu, heitan rétt og te. Hækkun matarverðsins, einkum brauð- verðsins, vegna uppskeyubrests ins 1946, hefur aðeins að litlu leyti komið við verksmiðjumat- sölurnar. Far með sporvögnum og neðanjarðarbrautum ,er ódýrt, og sama er að segja um bíó, bækur og leikhús; hvað leikhús in snertir er það sérstaklega at- hyglisvert ef tekið er tillit til þess hve miklar listrænar kröfur eru gerðar. Aðgöngumiðar að leikhúsunum kosta 3—25 rúbl- ur. * Á því er enginn vafi að verka menn telja hinn þjóðnýtta iðn- að eign fólksins og afköst hans sem persónulegt mál hvers manns. I rekstrarráðun- um, með vegblöður.um og á ann an hátt fylgjast verkamgnn ná- kvæmlega með atvinnurekstrin- um, gagnrýna stjórn hans og eiga oft sjálfir l'rumkvæði að endurbótum. Vinnusamkeppni milli ýmissa atvinnugreina er algeng, og oft minnast verkamenn þjóðhátíða með óvenjulegum afköstum. * Það var einnig til í Sovét- ríkjunum svonefndur ,,opinn“ markaður. Þar er hægt að kaupa nærri hvað sem er án skömmtunarseðla, en á vcrði sem getur verið 10—12 sinnum hærra en á skömmtunarvörum, Ef verkamanni með 600 rúbl- ur í mánaðarlaun skyldi koma til hugar að eyða kaupinu sínu í súkkulaðiplötur sem í Sví- þjóð kosta 35 aura, fær hann tíu af þeim í' hinum velbirgðu Gastronumbúðum, þ. a. s. ,,opnu“ erzlunum. Þar kostar slík plata nákvæmlega 60 rúbl- ur, eða náiægt 40 sænskar krón- um. Pakki af skömmtunarsígarett um kostar 2—3 rúblur, en ó- Frafh. á bls. 7»

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.