Þjóðviljinn - 01.08.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.08.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 1. ágúst 1947. ------ , þlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, simi 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr, 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. » __________________________________________________s íslenzkur trúmanisti Þau tíðindi sem gerðust á fundi norræna þingmannasam- bandsins í fyrradag, þegar Finnur Jónsson gaf hinum nor- rænu gestum sýnishorn af bandarískri ræðumennsku, varpa skýru ljósi á það mikla djúp, sem nú er staðfest milli Al- þýðuflokksins íslenzka og „bræðraflokka" hans á Norður- löndum. Hina norrænu gesti setti hljóða, þegar íslenzkur alþingismaður reis upp til að prédika trúmanismann, hinn nýja fasisma, sem hefur sett slagorðið „vestrænn“ í stað hinna „germönsku" prédikana Þjóðverja, og á að ,,útrýma“ vanþóknanlegum skoðunum, eins og Finnur Jónsson komst að orði. Enginn erlendur þingmaður varð til að veita hin- um íslenzka trúmanista lið; hins vegar risu upp tveir erlendir sósíaldemókraíar, Oksvik og Sandler, og hnipptu svo rækilega í hann, að hann sat sneyptur og þögull í sæti sínu. Skandinavísku þjóðirnar hlutu dýrkeypta reynslu í síö- ustu styrjöld og þær hafa lært af. reynslu sinni. Hersveitir nazista lögðu undir sig Danmörku, Noreg og Finnland, og Svíþjóð var í úlfakreppu, þótt hún slyppi við hernám 1940 fyrir atbeina Ráðstjórnarríkjanna. Hin mikla styrjöld gegn fasismanum varð því einnig styrjöld fyrir frelsi Norður- landa, og íbúum Skandinavíu er fyllilega Ijóst, að þeir eiga Ráðstjórnarríkjunum bróðurpartinn að þakka. Án tii- lits tii stjórnmálaskoðana njóta Ráðstjórnarríkin nú meiri vináttu og skilnings í Skandinavíu en nokkru sinni fyrr, enda liefur þekking almennings um þau aldrei verið meiri. Þetta á ekki sízt við um sósíaldemókrata Noregs og Sví- þjóðar. Og skandinavísku þjóðunum er ekki síður ljóst, að fram- tíð þeirra og alls heimsins veltur á því, að Sameinuðu þjóðunum takist að leysa hið mikla hlutverk sitt, þær vita að yfirgangur og ásælni bandaríska auðvaldsins er geigvænleg ógnun við frelsi þeirra. Þær hafa gert sér fylli- lega ljóst, að „hin vestræna ríkjasamsteypa“, sem banda- ríska auðvaldið er að reyna að mynda, leiðir til nýrrar úlfúðar, nýs fasisma og nýrrar styrjaldar. Þetta á ekki sízt við um sósíaldemókrata Noregs og Sviþjóðar. Það var því ekki að undra, þótt hina norrænu gesti setti hljóða, þegar íslenzkur sósíaldemókrati og fyrrverandi ráðherra flokks síns tranaði sér fram í umræðum um fjar- skylt mál, til að halda fram þveröfugum kenningum. Hann talaði með yfirlæti um hina andlegu yfirburði vestrænna þjóða, sem yrðu að kenna öðrum þjóðum hvernig þær ættu að haga málefnum sínum; en þess háttar herraþjóðar- kenningar eru skandinavísku þjóðunum vel kunnar. Hann talaði um að útrýma ætti hugsjónum þeirra þjóða, sem búa við vanþóknanlegt þjóðskipulag, og ekki hafa Norður- lönd minni reynslu af slíkum kenningum. Margir fulltrú- anna höfðu setið í fangabúðum vegna andstöðu sinnar við þær kenningar, sem Finnur Jónsson taldi köllun sína að prédika ýfir þeim. En hversu illa sem ræður Finns Jónssonar komu við hina erlendu gesti, má þó teljast fengur að hann túlkaði innræti t pg samherja sinna. Það sakar ekki þó Norður- landafulltrúarnir þekki skoðanir þeirra manna, sem gerðu herstöðvasamninginn við Eandaríkin og sjái í hverju skyni hann var gerður. Þegar hinir norrænu gestir yfirgefa land- ið, vita þeir, að íslenzka þjóðin er útvörður Norðurlanda _í vestri, en ráðamenn Alþýðuflokksins eru útverðir Banda- íríkjanna í austri. LOF SÉ REYKJA- VÍKURLIÐINU Úrvalslið okkar Reykvíkinga á skilið mikið lof og þakklæti fyrir frammistöðuna á Vellin- um í fyrrakvöld. Leikur pilt- anna í þetta sinn bar þess gleði legan vott, að íslenzk knatt- spyrna er alls ekki tóm vitleysa, eins og svo margir kappleikir hafa gefið til kynna uppá síð- kastið. 1 þessu sambandi ætla ég að minnast á upphringingu, sem ég fékk í fyrradag. Sá sem hringdi, er mikili áhugamaður um knattspyrnu og þótti hon- um sem ég hefði sýnt Frömmur um mikla og ástæðulausa óvirð ingu með skrifum mínum þá um morguninn (Satt.að segja fannst mér maöurinn þar gera úlfalda úr mýflugu), og væri mér nær að skammast yfir því, hvernig valið hafði verið í Reykjavíkurliðið, sem átti að keppa síðastá leikinn við Norð- menn. (En tilkynning um skip- an þess hafði birzt í blöðunum þennan morgun). ic STJÁNI I FRAM Símhringjarinn hélt því t. d. fram, að ekki gæti það komið til af öðru en sérvizku og hlut- drægni þeirra, sem völdu í liðið, að Kristján Ólafsson hafði þar ekki verið tekinn með. Eg var satt að segja, á sama máli og maðurinn, <jg þessvegna gladdi það mig stórlega, þegar í Ijós kom við byrjun leiks í fyrra- kvöld, að Stjáni í Fram hafði þrátt fyrir hina útgefnu tilk. verið valinn í Reykjavíkurliðið. Og'ekki olli hann áhorfendum vonbrigðum. Stjáni sannaði það enn einu sinni, að hann er einn af okkar allra beztu knatt- spyrnumönnum. Það er vissulega undarlegt, hversu þöglir knattspyrnugagn- rýnendur eru tíðum um afrek Stjána á Vellinum. Hann vinn- ur sér til lofs í hverjum kapp- leik. * „VESTAN KALDI. SKÝJAГ. „Alþýðublaðslesandi" skaut til mín eftirfarandi klausu í gærmorgun: „Ég er einn af þeim hrað- minnkandi hóp sem les Alþýðu blaðið, og hef nú í tvo daga furð að mig á dularfullu fyrirbrigði í því. Við blaðhausinn á forsíðu er að jafnaði getið þess, sem ritstjórninni þylcir mest um vert í hverju blaði. En þar eru líka veðurfregnir. I dag stendur þar: „Veðurhorfur. sunnan kaldi og rigning öðru hvoru“. En þar fyrir neðan stendur: „Alþýðublaðið. Vestan kaldi. Skýjað. Rignirí% öðru hyerju“. Sama stóð þar í gær, Mér flaug í hug hvort þetta eigi að þýða pólitískar veður- horfur Alþýðublaðsins. Víst er um það að vestan kalda hefur ekki vantað síðan blaðið tók að þjóna Trumanlínunni. Og von er þó þungskýjað sé yfir blaði Verkalýðssamtökin í Tékkóslóvakíu eru nú orðin ])að sterkt afl í þjóðfélaginu að þau þurfa ekki lengur að grípa til verkfallsvopnsins, sagði George Burt, leiðtogi bifvélavirkjasambands Kanada, þeg- ar hann kom heim eftir mánaðardvöl í Tékkóslóva- kíu. Verkalýðssamtökin gætu stöðvað hvað sem þeim sýndist ef þeim biði svo við að horfa“, sagði hann, „en öll ágreiningsefni eru fljótlega jöfnuð þegar fulltrúar verkalýðssamtakanna ræða við stjórnar- völdin.“ Verkalýðssamtökin eiga marga menn í tékkneska þinginu. Við heimkomu sína átti Burt viðtal við Toronto Daily Tribune. Iiann var á fundi miðstjórnar Alþjóðasam- bands verkalýðsins í Prag og dvaldi í Tékkóslóvakíu á annan mánuð. Húsnæðisvandræðin í Tékkóslóvakíu eru meiri en í Kanada eða Bandaríkjun- um sagði Burt, og bætti við: ,,Eg geri ráð fyrir að ýms- um hér þætti súrt í brotið ef þau væru leyst hér á sama hátt og gert er í Tékkósló- vakíu. Þangað til byggt hefur ver- ið nóg húsrými fyrir alla, sagði hann, er húsnæði út- hlutað þar eftir fjölskyldu- stærð. Sá sem er einhleypur en ræður yfir miklu húsnæði er látinn þrengja að sér, en stór fjölskylda, sem hefur búið í þröngum húsakynnum er flutt inn í íbúðina hans. Það er til fólk í Tékkóslóva- kíu, sagði hann, sem þykja sem sífellt fer aftur, bæði að innihaldi, kaupendatölu og áliti. Rvík. 31.júlí ’47 Alþýðublaðslesandi“. ★ SKÁTAR OG GJALDEYRIS- VANDRÆÐIN F. T. skrifar: „Eg las það í einhverju blaði fyrir skemmstu, að bráðlega ætti að halda skátamót í Frakk- landi og mundu þangað sækja 80 skátar héðan frá íslai.di. Nú er ekki nema gott eitt um það að segja að Island eigi þarna fulltrúa, en 80 stykki! fyrr má nú vera; og það í öllum þess- um gjaldeyrisvandræðum. Manni skilst að hver þeirra eigi að fá 500 krónur. Það eru 40 þús. krónur í erlendum gjald- eyri (NB fengið með löglegu móti plús hitt). Væri ekki hægt að láta 8 skáta nægja og minnka þannig gjaldeyrisleyfið niður í 4 þús. Því hvaða kom- plex er þetta annars hjá okkur að þurfa oftast að ríða út í heim til þinga tiltölulega miklu fjölmennari en aðara þjóðir. Hafa menn hugleitt, að ef t. d. Bandaríkjamenn sendu á um- rætt mót sama skátafjölda og við að tiltölu við fólksfjöida, þá yrði sá liópur næstum tvö- faldur íbúafjöldi Reykjavíluir- bæjar. Bandaríkjaþjóð er um þúsund sinnum fjöl- mennari en við. Áttatíu skátar hjá okkur verða um áttatíu þúsund skátar hjá Bandaríkjaþjóð. Ættum við annars ekki „á þessum erfiðu tímum fyrir þjóð- félagið“ að stilla ögn í hóf skátasendingum okkar til út- landa ? F. T.“ þetta harðir kostir, en meiri- hlutinn telur þetta rétta að- ferð þar til bætt hefur ver- ið úr húsnæðisleysinu. Burt, sem er ekki kommún- isti, var mjög hrifinn af af- stöðu almennings gagnvart tékkneska Kommúnista- flokknum. Hann kvað það vera hlægilegan þvætting að Evrópuþjóðirnar væru „kúg- aðar“ af kommúnistum eða „hræddar“ við þá og stefnu þeirra. ,,Almenningur í Tékkósló- vakíu lítur nákvæmlega sömu augum á Kommúnistaflokk- inn og meðlimi hans, eins og almenningur hér í Kanada lítur aðalflokkana hér.“ Fullkomin samvinna er milli kommúnistanna og sósíaldemókratanna, tveggja aðalflokkanna, sagði hann, og bætti við að allir, sem hanu hefði rætt við, hefðu einhuga verið fylgjandi framkvæmd tveggja ára áætlunarinnar og aukinni þjóðnýtingu til þess að framleiða sem mest og bæta þar með lífskjör fólks- ins. (ALN)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.