Þjóðviljinn - 02.08.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.08.1947, Blaðsíða 6
ÞJOÐVILJINN Laugardagurinn 2. ágúst 1947 Elliott Rooseveit: Sjónarmið Hoosevelts forseta . ar margar mílur og mánuði til þýzkrar grundar og sigurs yfir nazistunum. Eg vonaði að Stalín mundi láta sér nægja þessi bráða- birgðasvör, og tala um eitthvað annað þegar röðin kæmi .að mér; en þrautseigjan er einn af; eftirtektarverðustu eiginleiþum mar&kálþ&ins. , - . • Spurningin kom, Ofurfítið hikandi reyndi ég að átta mig og reis á fætur. Eg reyndi í skyndi að hugsa gegnum. kampavínsbólurnar: „Tökum Við ekki þetta allt saman heldur hátíðlega? Þegar herir vorir hefja sókn í vestri, og yðar herir halda stöðugt áfram frá austri, þá leysum við allt þetta mál? Rússneskir, bandarískir og brezkir hermenn munu áreiðanlega gera upp sakirnar við þessa 50 000 í orust- unum sjálfum, og ég vona að það verði ekki aðeins hugsað um þessa 50 000 stríðsglæpamenn, heldur einnig mörg hundruð þúsund annarra nazista ..og svo ætl- aði ég að setjast aftur. Stalín ljómaði af ánægju. Hann gekk kringum borðið og lagði handlegginn á herðar mér. — Prýðilegt svar! sagði' hann — og drakk skál mína. Eg roðnaði af ánægju, og ætlaði að fara að drekka, því Rússarnir hafa þann sið að drekka sjálfir þegar einhver drekkur skál þeirfa, en þá birtist allt í einu reiðititrandi fingur fyrir framan nefið á mér. ,,Er það ætlun yðar að eyðileggja sambúðina milli Bandamanna ? Vitið þér hvað þér eruð að segja ? Hvernig dirfist þér? ...“ Þetta var Churchill, og hann var ekki að géra að gamni sínu, hann hafði gjörsamlega misst stjórn á sér. Eg varð dálítið skelkaður við að forsætisráðherrann og marskálkurinn skyldu rífast yfir höfðinu á mér, settist aftur, sat kyrr og leið mjög óþægilega; ég var næstum því eins og Lísa í Undralandi, þegar hún var í vand- ræðum í tedrykkjunni hjá hattagerðarmanninum. Eg var mjög vandræðalegur. Sem betur fór var borðhaldinu brátt slitið, og ég fylgdist með föður mínum inn í herbergi hans og ætl- aði að biðja hann afsökunar á að þetta heimskulega atvik skyldi gerast. Það mátti ekki minna kosta en það, að ég með þessum orðum mínum eyðilegði sambúð Bandamanna. Faðir minn hlo ostjornlega: . „Gleymdu þessu strax. Það, sem þú sagðir, var alveg rétt, raunverulega ágætt. Winston sleppti sér einungis vegna þess, að enginn vildi tala um þetta í.alvöru. Jói frændi ... sá lék sér laglega að Winston! Winston hefði reiðzt hverju sem sagt hefði verið um þetta mál eins og kömið var, ekki sízt þar sem það féll í góða jörð hjá Jóa frænda. Hafðu ekki hinar minnstu áhyggj- ur af þessu, Elliott". „Já, þú veizt þó vel ... að sízt af öllu vildi ég ...“. „Gleymdu því“, sagði faðir minn og hló aftur. „Winston hefur gleymt þessu öllu þegar hann vaknar á morgun“. En ég held að hann hafi aldrei gleymt því. Alla þá mánuði eftir að þetta gerðist, sem herstöðvar mínar voru í Englandi, var mér ekki boðið að koma á kvöldin til Cheuquers. Það er auðséð, að mr. Churchill gleymir aldrei. Eftir að þessi atburður gerðist, mat ég enn meira hæfileika föður míns til þess að fá þessa tvo menn til að hugsa og vinná gagnlega saman í þágu sameiginlegs markmiðs. Eg öfundaði hann ekki af því starfi. Morguninn eftir var afmælisdagur Churchills — hinn sextugasti og níundi — og um kvöldið var haldin fín og marglit samkoma honum til heiðurs hjá brezku sendi- sveitinni. Faðir minn notaði sér því um morguninn verzl- unina, sem komið hafði verið fyrir honum til þæginda í húsakynnum rússnesku sendisveitarinnar, til þess að leita þar að einhverju, er hann gæti notað til afmælis- gjafar. Conolly yfirmajór, sem var æðsti maður herj- anna við Persaflóa, hafði tekizt að safna þar saman úrvali af persneskum vörum hentugum til gjafa. Meðal hnífa, daggarða og teppa fann faðir minn forna skál, og fór því næst aftur til herbergja sinna til þess að taka á móti hinum unga Persakóngi, sem ætlaði að koma í opinbera heimsókn. í fylgd með honxun voru forsætis- ráðherra hans og utanríkisráðherra, ásamt Hussein Ala, sem þá var hirðráðherra. Eg hafði frétt að hinn ungi 124. dagur iiniiiiiiiiimiiiii8i..i<iiiimiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiii)iiiiiiiiiiiii!iii!iiiiiiiDifliiumiiimi:v DULHEIHÁR Kltir Playllis Boítome | Jane. „Eg hef þurft að ákveða mig til að fara burtu af spítalanum í kvöld“. . Arnold lauk við að laga til eftir nýkominn sjúkl-' ing, sem- hafði verið að fást við -körfusmíði, áður en hann'svaraði lienni. <■' „Jæja--------------------! Þetta starf hefur ekki verið lítils virði“, sagði liann áð lokum. „Þér munuð komast að raun um það síðar meir, ef til vill. Það, sem þér hafið afrekað hér — hefur verið traust. Það mun ekki bila. Munið þér eftir Pétri, þegar hann kom hér fyrst? Aumkunarleg mannvera! — Og nú orðinn prýðilegheita maður. Sama er að segja um Findlay og Travers, þeim fer ágætlega fram, og Johnstone, unglingurinn, útskrifast á morgun. Þér ættuð að líta til hans í kvöld, áður en þér farið, og segja við hann fáein hughreystingarorð. Eg ímynda mér, að hann verði ágætur. En hann sjálfur er ekki viss um, nema hann fái þessi köst- aftur. Eg held að hann sé alveg laus við þau, en þó svo ekki væri, ér það ekki eins alvarlegt og hann heldur, því nú hefur hann þrek að horfast í augu við það sem þjáir hann. Og þegar allt kemur til alls, er það þó það sem gildir, er það ekki ?“ Jane sagði ekki neitt. En ef maður hefði vanið sig á að horfast í augu við hlutina út frá röngum forsendum, gat það ekki verið nægilegt til að lama hugrekki. manns? Hefði hún þurft að þola hina ísköldu fyrirlitningu Charles, hefði ekki verið ein- hver hégómagirnd og blind eigingirni í sambandi hennar við Alec? Varð hún stöðugt að sjá fyrir sér hin löngunarfullu og biðjandi augu Sallys — í spurn, án orða, sem hún gat aldrei svarað? „Starfið" sagði hún með lágri rödd, að hálfu leyti við sjálfa sig og að hálfu leyti sem svar við hinni notalegu þögn Arnolds, „er auðvitað hið, sama, hvert sem maður fer. En þegar maður hefur tekið einhverri tryggð við sérstakan blett, á maður bágt með að yfirgefa hann. Og mér finnst einnig undir slíkum kringumstæðum, að starfsbræður manns komi töluvert til greina!“ . „Já“, samþykkti Arnold hugsandi. „Eg ■ á’lít að þér ættuð að gera það. Það eru engin bönd sterk- l'!llll!l!l!!!íll!!lll!!l!llll!l!l!!!l!llllllllll!!llll!l!l!l!»llllll!llllll!!!ll!l!llíi:t!ii!í!!lllll!!ll!l!ll!l!l!i!il!l!lllll!',l[!::!!:!!!i!!!ll!!!!!»|l!l!!!!!!l!il!l!llill!l’i:||]gj||]|!| ari en.þau, sem eru' á milli samstilltra starfs- félaga“. Þaú þögðu bæði dálitla stund. Arnold breiddi út gólfábreiðu Péturs ög flokkaði garnið, seih hann átti að nota næsta dág .Jané horfði út ilm’ glugg- ann yfir garð karladeildarinnar og út á' áuðan tennisvöllinn. Hún neyddi sig til að útiloka alla hugsun um Charles og henni tókst að beina athygii sinni að Arnold. Hann var einkennilegur náungi. Iivernig hafði hann þorað að eiga á hættu að snúa aftur til þess staðar, þar sem liann hafði verið haldinn af hinum hræðilegu veikindum sínum — dvelja nákvæmlega á sama stað, sem sál hans hafði verið ofurseld myrkri og martröð? Það hefði Vissulega verið auðveldara fyrir hann að vinna á öllum öðr- um geðveikrahælum en þar sem hann hafði verið sjúklingur. Hún sneri sér við til að horfa framan í hann. Augu hans hvíldu á henni rannsakandi, en með góðleik, án nokkurrar forvitni, eins og hann langaði til að hún fyndi samúð lians, þó hann kærði sig ekki að vita nánar í hverju erfiðleikar hennar lægju. Jane heyrði sjálfa sig segja: „Það er ekki að- allega það, að fara burtu, sem ég set fyrir mig — heldur einhver hræðsla við sjálfa mig í nýju um- hverfi. Maður er meira háður en maður almennt gerir sér grein fyrir, vingjarnlegum hlutum í kringum sig“. „Þér megið ekki vera hræddar við sjálfa yður“, sagði Arnold ákafur“. Það er hættulegt! Ef maður er hræddur við sjálfan sig, er maður líklegur að gera bæði sjálfum sér og öðrum mein. Eg veit það af eigin reynslu!" Jane íliugaði þetta vandlega: „En of mikið sjálfs- traust“, sagði »hún, „er þó vissulega undir öllum kringumstæðum verra?“ „Maður veit, hvað maður er fær um“, sagði Arnold hikandi, „ef maður hefur tekið á sig erfið- leikana að gera hlutina. Maður þarf ekki að hafa meira sjálfstraust á sér en það. fíjáið þér til, maður getur ekki útilokað sig frá öðrum, og ef maður skaðar sjálfan sig eða vantreystir sér, á maður IIIMill) DÆMISÖG UR KRILOFFS þinni. Nú verð ég að fara. Eg óska þér gæfu og gengis“. Að svo mæltu fór andinji burtu. Mörgum árum seinna kom andinn aftur og flýtti sér að grenslast eftir hvað hefði orðið af fjársjóðnum. Hvað sá hann? Hann sá sýn sem fyllti hann kæti! Þarna var nirfillinn- Hann lá framá kassann sem fjársjóðurinn var geymdur í og var dauður úr hungri. Það vantaði ekki eina einustu krónu. Og andinn tók fjársjóðinn aftur í sínar vörzlur, og fagnaði því að fjár- sjóðsins hefði verið vandlega gætt í öll þessi ár án þess að hann þyrfti neitt að leggja í sölurnar. XVI Matreiðslumaðurinn og kötturinn Matreiðslumaður, sem talinn var mjög lærður, fór eitt kvöld út á krá til 27 að minnast gamals vinar síns sem hafði dáið árið áður. Hann skildi eftirlætisköttinn sinn eftir til að gæta að matnum í eldhús- inu. Hvað haldið þið að hann sjái þegar hann kemur aftur? Gólfið er allt stráð brauðmolum og þarna flatmagar kisa og malar ánægju- lega meðan hún leikur sér að kjúklings- beini. „Mathákurinn þinn. Þjófurinn þinn,“ æpti matreiðslumaðurinn. „Skammastu þín ekki fyrir að veggirnir skuli horfa upp á þetta ódæði þitt? Að hugsa sér — að þú skulir vera þjófur. Hingað til hafa allir álitið þig til fyrirmyndar kött og hrósað þér fyrir gæði og heiðarleik. „Skelfingar forsmán er þetta. Nú kalla allir á eftir þér og hrópa: „Ræn- ingi- Þorpari.“ Nágrannarnir hleypa þér aldrei framar inn í eldhúsin hjá sér. Þeir reka þig út, því að grimmur úlfur fær aldrei að koma inn í fjárhúsin. 28

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.