Þjóðviljinn - 02.08.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.08.1947, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. ágúst 1947 ÞJÓÐVILJINN * ' m yfsrv&rtobb' Það er eftirtektarvert hve Alþýðuhlaðið hefur algerlega varpað frá sér allri viðleitni til að sýnast sósíalistiskt blað, hvað þá vera það. Varla mun nokkurt sósíal- demókratablað annað í heim- inum opinskátt fagna heims- valdastefnu og yfirgangi bandaríska auðvaldsins, pré- dika trúmanisma við öll tæki fœri og prenta upp lúaleg- ustu níðgreinar bandarískra auðvaldsblaða um sósíalism- ann. Þetta á að vera fram- lag Stefáns Péturssonar og Alþýðuflokksins íslenzka í baráttunni gegn kommún- ismanum, en lúnu engu skeytt þó blaðið sé jafn- framt gert að skóþurrku ó- svífnasta og harðdrœgasta auðvalds, sem nú er uppi — bandaríska auðvaldsins. 'k Þrátt fyrir allt er þetta mikil afturför. Alþýðublaðið undir ritstjórn Ólafs Frið- rikssonar, Hallbjarnar Hall- dórssonar, Einctrs Magnús- sonar og Finnboga Rúts hefði aldrei getað gengið svona langt frá öllu því, sem minnir á sósíalisma. Sú var tíð að Alþýðublaðið hafði betri heimildarmann um bandanska auðvaldið en ves- œlustu leiguskrifara ' aftur- haldsblaðanna. Allmargir minnast þess enn að hafa fengið haldbetri frœðslu um auðvaldsskipulag Bandaríkj- anna eimnitt í Alþýðublað- inu, þó ekki vœri nema í sögum Uptons Sinclairs, Koli Konungur, Smiður er ég nefndur eða Jimmie Higgins, sem bókmenntafélag jafnað- armanna gaf út. Stökkið frá þessum raunsœju lýsingum á Bandaríska auðvaldinu til flatmögunar Stefáns Péturs- sonar og flestra ráðamanna Alþýðuflokksins fyrir yfir- gangsstefnu þessa sama bandarí'ska auðvalds, er ó- trúlega mikið. ★ Það er þetta fráhvarf frá sósíalisma og sósíalistískum hugsunarhætti, sem er ein aðalorsök þeirrar lítilsvirð- ingar, sem frjálshuga menn og alþýðumenn yfirleitt hafa fengið á Alþýðublaðinu. Þannig er blaðið_ að detta milli stóla. Auðvaldssinnar snúa sér að sjálfsögðu til sinna eiginlegu auðvaldsmál- gagna, verkamenn kœra sig ekki um auðvaldsmálgagn á heimilum sínum, sem skreyt- ir sig með alþýðunafni. 'k Táknrœnt er að sjá Morg- unblaðið, aðalmálgagn ís- lenzka auðvaldsins taka trotskistann Ruth Fischer sem. spámann sinn. Au&vitað T.A.H.: _■-'*£\ '<%:' Wm wrrsas'i AndstæSingar Bandaríkjastjórnar ofsóttir i ¥ Hér í blaðinu hafa þegar birzt tvær greinar eftir T. A. H„ hinn ameríska blaðamann, sem verður að leyna nafni sínu, svo að honum verði ekki varpað í fangelsi í „landi frelsisins". Þær tvær greinar, sem þegar hafa verið birtar, fjölluðu um hin nýsamþykktu „þrælalög“ Bandaríkjanna og kosningarfyrirkomulagið, er Truman forseti náði þingsetu. í þessari grein lýsir T.A.H. að- stæðum þeim, er þeir eiga við( að búa, sem hafa aðrar stjórnmálaskoðanir en ráðamenn Bandaríkjanna og Truman gott þykir. New York. — Nú er mikill siður í Ameríku að leika skemmtilegan leik, sem helzt mætti nefna „kommúnisminn bannlýstur". Það er leikur, sem náði fyllstu þróun sinni í Þýzka landi nazismans og þeim lönd- um, sem nazistar undirokuðu, en hér í Ameríku hafa verið gerðar á honum vissar endur- bætur með ósviknu Ameríku- sniði. Allt, sem gert er í Amer- íku, er betur af hendi leyst en nokkursstaðar annarsstaðar, eins og hver maður veit. Hér eru tiltölulega fáir kommúnist- ar til að bannlýsa og þessvegna er nauðsynlegt að skella „komm únista“-brennimerkinu á alla þá, sem eru andvígir Trumaii- kenningunni í heimspólitíkinni og afturhaldinu hér heima fyr- ir. Með því móti verður leikur- inn miklu skemmtilegri, því að þá getur nærri því öll ameríska þjóðin tekið þátt í honum — en auð'vitað eru þar undanskildir fasistarnir, einokunarkapítalist- arnir og fulltrúar þeirra á þingi og við blöðin. ir Það er hreint og beint kapp- hlaup um, hver gangi ötrauð- astur fram í þessum leik. Tru- man réynir að ná betri árangri en repúblikanarnir, og repúblik- anarnir reyna að fara fram úr honum. Og við slíkan fram- gang málanna er hinu góða gang málanna er hinu góða málefni borgið í bráð. Þingnefnd nokkur, sem kallar'sig nefndina til rannsóknar á óamerískri starfsemi, er fremst í flokki með flest stig. Þessir útvöldu hafa nú nýlokið yfirheyrslum í prédikar Ruth Fischer eins og aðrir trotskistar heimsbylt ingu sem meginatriði boð- skapar síns, þó mestur tími fari í „baráttu gegn Stalín- ismanum.“ En sú barátta er í orði kveðnu háð á þeim grundvelli að kommúnista- flokkarnir séu ekki nógu rót- tœkir, ekki nógu heimsbylt- ingarsinnaðir, ekki nógu kommúnistiskir! I verki hafa trotskistarnir í landi eftir landi orðið bandamenn fas- isma og afturhalds, en það er dálítið spaugilegt að sjá Morgunblaðið flenna um margar síður greinar eftir slíka ,,heimsbyltingarsinna“ að eigin sögn. Hollywood (þar var að vísu að- eins hlýtt á framburð annars málsaðila) og ,,sannað“, að kommúnistar séu til meðal kvik myndaleikara. ★ Hinn frægi Charles Chaplin er sá úr hópi kvikmyndaleikar- anna, sem fyrir hörðustum ár- ásum hefur orðið að undan- förnu. Blaðaherferð sú, sem nú geisar gegn mesta hæfileika- manninum, sem komið hefur fi'am á svið amerískra kvik- myndagerðar, er bæði viðbjóðs- leg og iilkynjuð. Hann er ásak- aður fyrir að vera ,kommúnisti‘ fyrir að vilja eyðileggja fjöl- skyldulífið, fyrir að afvega- leiða kvenfólk og fjölmargt annað. Vest allra þessara ásak ana er sú, að hann sé kommún- isti og nú er Chaplin settur í gapastokkinn á sama hátt og nazistar í Þýzkalandi settu marga og mestu listamenn þjóð ar sinnar í gapastokkinn á sín- um tíma. En Chaplin ber af sér höggin með hæfileikum sínum, list sinni og auðæfum. Hann er milljónari og það er alltaf erfiðara að ráða niðurlögum ríks „rauðliða“ en fátæks. Segja má að afturhaldsherr arnir hafi fengið snert af slagi vegna hinnar nýju myndar Chaplins, Monsieur Verdoux, enda er það ekki að ástæðu- lausu. 1 stuttu máli sagt bygg- ist myndin á eftirfarandi skoð- un: Morð er rökrétt áfram- hald af kaupsýslu, þótt þar sé öðrum aðferðurn beitt, eins og stríð er rökrétt áframhald af stjórnmálabaráttu, þótt þar sé einnig öðrum aðferðum beitt. 1 myndinni er sögð setning, sem hljóðar á þessa leið: „Kaup- sýsla er auðvirðileg kaupsýsla". Þar eð hérlendis er mikið um auðvirðilega kaupsý'slumenn, munu þeir eflaust fá krampa- flog, er þeir lieyra setninguna Monsieur Verdoux er mesta á- deila Chaplins á kapítalismann á því tímabili sem liðið er, síð- an hann sendi Nútímann frá sér. En þar sem Nútíminn er spaugi legur og vekur hlátur og með- aumkvun hjá áhorfendum, er Verdoux aftur á móti bitur á- deila og flettir miskunarlaust ofan af þjóðfélagsháttum kapí- talismans. Þess vegna er það algerlega eðlilegt, að afturhald- ið leggi fæð á myndina. Chaplin á skilið hatur afturlialdsins engu síður en hann á skilið vinarþel og aðdáun alþýðunnar. Og listamaður af því tagi er auðvitað stimplaður sem „rauð- liði“. En sá stimpill veldur Chaplin alls engum áhyggjum. En þessi leikur er að „bann- lýsa kommúnistana", er alvöru mál fyrir heiminn, því að hann er undanfari hins upprennandi fasisma í Bandlaríkjunum. Hann leitar sér útrásar í heims valdastefnu, hvar sem er á hnettinum, í dollaralánum til Tyrklands og Grikklands, í að- stoð við andsósíölsk öfl allstað- ar í Evrópu, í úthlutun vopna og peninga til stjórnar Chiang Kai-Sheks í Kína, í illviljaðri og verkalýðsfjandsamlegri lög- gjöf hér í Bandaríkjunum, í of- sóknum á hendur leiðtogum kommúnista og hinum al- ræmdu „þjóðhollustufyrir- skipunum", sem Truman forseti lét frá sér fara í maímánuði. Mér þætti fróðlegt að vita, hvort Evrópumenn gera sér það ljóst, hvað í þessu vald boði felst, er sá maður kvað upp, sem orðið ;,lýðræði“ er enn þá munntamara en orðið „doll- ari“. . * „Þjóðhollustufyrirskipunin“, sem nú er orðin að lar.dslögum, kveður á um það, að heimilt sé að reka hvaða mann sem er vafningslaust frá' starfi sínu, af þeim tveimur og hálfri milljón manna, sem gegnii1 störfum í þágu stjórnar sambandsríkj- anna, ef hann hefur eða hefur nokkurntíma haft „samúðar- samband" við nokkurn félags- skap eða hóp manna, sem er á hinum svarta lista hjá dóms- málaráðherra Bandaríkjanna. Hvassyrtustu athugasemdirn ar, sem gerðar hafa verið við þessi fasísku lög, komu úr at- hyglisverðri átt; þær komui nefnilega frá varadómsforseta Bandaríkjanna við réttarhöldin í Núrnberg, A. L. Pomerantz. Hann var helzti saksóknarinn í réttarhöldunum gegn iðjuhöld- um nazistanna. Eftir að A. L. Pomerantz hafði beitt amerísk- um lögum gegn hinum nazísku glæpamönnum, sneri hann aftur til ættjarðar sinnar, en þar beið hans þjóðhollustufyrirskipun Trumans. A.L. Pomerantz var öllum lokið, er hann sá live mikið svipmót var með löggjöf þessari og réttarreglum Hitlers. Hann gerði skoðanir sínar heyr um kunnar í bréfi til New York Times og fara hér á eftir nokkrar af hinum hógværu, þaulhugsuðu en reiðilegu at- hugsemdum hans: „Þar eð ég er nýkominn heim frá Núrnberg“, skrifar hann, „hef ég orðið þess var, að það eru vissar, kaldhæðnis- legar andstæður milli málssókn ar rílcisstjórnar okkar í Núrn- berg gegn glæpafélögum naz- ista og hliðstæðra athafna hér í landi okkar gegn svonefndum óþjóðhollum félagasamtökum í Bandaríkjunum. Það lítur út fyrir, að við beitum amerískum lögum gegn nazistum, en naz- ískum lögum gegn Ameríku- mönnum". Hinn fyrrverandi varadóms- forseti í Núrnberg heldur á- fram: „Þegar það hafði verið __ ákveðið í Þýzkalandi, að bera fram ákærur á hendur þeim manneskjum, sem sannanlega höfðu verið í S. A„ S.S. og Þýzka herforingjaráðinu, fylgd- um við beztu réttarreglum Bandaríkjanna, hvað málssókn snertir, í öllum réttarhöldunum. Það voru lagðar fram sundur- liðáðar ákærur á liendur þeim félögum, sem hlut áttu að máli......... Enda þótt S.A. samtökin væru dæmd sek, leiddi sá dómur ekki af sér sakfell- ingu neins einsstaklings....... Engan meðlim S.A. var hægt að dæma á þeim grundvelli, að félag hans hefði verið sakfellt, nema hann væri fyrst sjálfur leiddur fyrir dómstólana og hefði fengið óskert tækifæri til að láta sín eigin sjónarmið í ljósi..... Það var sú amer- íska málsjiöfðun, sem skylt var að viðhafa í Þýzkalandi. Þetta var það réttlæti, sem við létum horfa að mönnum, til þess að þýzka þjóðin mætti sjá, að ekki væri unnt að dæma neinn mann, ekki einu sinni Göring, án málshöfðunar“. A. L. Pomerantz bendir á, að á þennan hátt hafi amerískir málaflutningsmenn og saksókn arár kynnt amerískt réttarfar í Þýzkalandi. Og hann heldur á- fram, sár og gramur: „Þegar ég kom heim aftur til Banda- ríkjanna, varð ég þess var, að þrátt fyrir það, sem við kunn- um að hafa kennt nazistunum, höfum við sjálfir tekið þýzku harðstjórnina upp í löggjöf okk ar; þá liarðstjórn, sem við börðums gegn og löstuðum svo mjög. Með því á ég við vald boðið“. -(Þjóðhollustufyrirskip un Trumans). Þannig hljóðar þessi alvöru- þrungna ákæra A. L. Pomer- antz: „Við höfum tekið hina þýzltu harðstjórn upp í löggjöf okkar; þá harðstjórn, sem við börðumst gegn og löstuðum svo mjög“. Það skeði þegar valdboð Trumans var upp kveðið, heid- ur A. L. Pomerantz áfram, vegna þess, að „sá félagsskapur, sem valdboðið sakfellir er ekki opinberlega kærður fyrir að vera óþjóðhollur; það er meira segja livergi á það minnzt, að vafi geti leikið á þjóðhollustu hans. Hann á ekki völ á neinni málshöfðun né tækifæri til að bera ákærurnar af sér. Dóms- málaráðherrann segir blátt á- fram: „Þú ert fundinn sekur“, Þar skilur á milli ameríska borgarans og hins þýzka, að ameríski borgarinn fær ekkert tækifæri til að koma sínu við- liorfi á framfæri gegn hinni ein hliða sakfellingu dómsmálaráð- 1 errans á félagssamtökum hans. Þessháttar málshöfðunarlausa dómsaðferð höfum við sótt okk- ur aftur til dimmustu daga rannsóknarréttartímabils naz- ista og slíkt er slcelfileg nýsköp un í Bandaríkjunum". , Framh. á 7. siðo.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.