Þjóðviljinn - 02.08.1947, Side 8

Þjóðviljinn - 02.08.1947, Side 8
ÞESS VEGM ÆTTI ENGINN VAFI AÐ LEIKA Á ÞVÍ HVAR HANDRITIN EIGA HEIMA — SAGÐI AKSEL LARSEN. Ökknr fisiiisf vi8 komnsr á helgan sfað — sagði Buhl, fyzverandi ráðherca í ræðu sinni á Þingvöllum. Norðurlanda-þingniennirnir sem sátu hér fulltrúafund norræna þingmannasambandsins fóru í fyrradag í boði íslandsdeildarinnar austur að Gullfossi og Geysi og heim- leiðis um Þingvelli. Undir borðum í Valhöll fluttu ræður þeir Buhl, fyrrv. ráðherra og formaður dönsku þingmannanna og Axel Lar- sen, formaður danska Kommúnistaflokksins. Báðir lýstu ánægju sinni yfir dvölinni hér og Buhl færði, fyrir hönd dönsku þingmannanna, Islandi beztu hamingju- óskir í framtíðinni. Larsen ræddi um handritamálið og kvaðst vona að það mál yrði að fullu leyst með góðu samlíomulagi Dana og Islendinga þegar næsti fundur norrænna þingmanna væri haldinn. Aksel Larsen kvaddi sér hljóðs meðan þingmenn sátu að kaffidrykkju í Valhöll og Jýsti ánægju sinni og hrifn- ingu yfir komunni hingað, að sjá hér land og þjóð sem af miklum dugnaði hefði hag- nýtt gæði landsins, sjá hér land með nútíma tækni, land sem væri töluvert á annan veg en þær hugmyndir sem hann héfði gert sér um það við lestur íslendingasagn- anna. Taldi engan vafa geta leikið á því hvar handritin ættu heima. Aksel Larsen drap á þau tímabil ævi sinnar, sem ís- lenzkar bókmenntir hefðu verið sér kærkomnastar og gagnlegastar, en það hefði verið bæði þegar hann varð, að fara huldu höfði og þegar^ hann sat í fangabúðum í Þýzkalandi. Þá sagðist hann hafa skilið hve þýðingarmikil uppspretta íslenzkar bók- menntir hefðu verið, ekki aðeins fyrir Norðurlanda- þjóðirnar, heldur einnig fyr- ir Þjóðverja, sem hefðu orð- ið að leita til íslenzkra bók- mennta til að skilja sína eigin forsögu. Aksel Larsen lagði áherzlu á það hve ís- lenzkar fornbókmenntir gripu inn í líf allra Norður- landaþjóðanna og þess vegna gæti engin þessara þjóða gert tilkall til þeirra ein, ,,en það voru íslendingar“, sagði hann, „seni rituöu þess- ar bókmenntir á íslenzkri SÍLDVEIÐARNAR: Vestan stormnr | lasiiiilaðl veialliini í Aksel Larsen tungu og varÖveittu þœr.“ Þess vegna kvaðst hann þeirrar skoðunar að enginn vafi gæti leikið á því hvar handritin ættu heima, og hann kvað það sannfæringu sína að þetta mál yrði leyst með fullu samkomulagi og þeim hætti er verða myndi Framh. á 2. síðu. Agnar ívofoed- Hanseh skipaður flugvallastjóri HVER FiER LÖGREGLU- STIÓRAEMBiETTIÐ? Agnar Kofoed-Hansen hef- ur sagt lausu embætti sínu, sem lögreglustjóri í Reykja- vík, en því hefur hann gegnt síðan 1940. Hann hefur í þess stað verið skipaður flugvall- arstjóri, en það embætti var stofnað með lögum á síðasta Alþingi. Agnar er aðeins 32 ára að aldri og er flugmaður að menntun. Hann á að hafa umsjón með rekstri og við- haldi þeirra flugvalla á land- inu, sem eru í eigu ríkisins og njóta rekstursstyrks frá því opinbera. Upphaflega heyrðu öll flugmál undir em'bætti flug- málastjóra, en með hinum nýju lögum tók flugráð við verksviði hans, er það skipað fimm mönnum og á að gefa út erindisbréf fyrir bæði embættin, en það hef- ur ekki verið gert enn, þó munu öll öryggismál og ný- bygging flugvalla eiga að heyra undir embætti Erlings Ellingsen flugmálastjóra, eins og áður. Ekki er vitað hvaða gæð- ingur Sjálfstæðisflokksins hlýtur lögreglustjóraembætt- ið, en sagt er að um bitann sé hörð samkeppni milli Jó- hanns Havsteins og Sigurðar Bjarnasonar. Leikamir Lárus Pálsson og Láms Ingólísson áferaa íorð um landið. ínnan skamms munu þeir leikararnir Lárus Pálsson og Lárti., Ingólfsson Ieggja af stað á ferðalag urn landið. Cr það ætlun þeirra að halda skemmtanir : allmörgum J orp- um og kaupstöðum. Á skernmti slírá þeirra verða lcikþættir, upplestrar, gamanvísur og margt fleira. Fyrst munu þéir halda til Vestmannaeyja, og verður það að iíkindum þann G. þ. m. Síð- ar fara þeir félagar vestur og norður, skemmta á Isafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, og e. t. v. á Raufarhöfn. 1 bakaleiðinn munu þeir senni- lega staldra við á Sauðárkróki os Blönduósi og halda skemmt- »nir þar. gær Frá því kl. 10 í fyrradag og til jafnlengdar í . gærmorg ::n, lönduðu 27 skip samtals 12,000 málum hjá Sigluf jarðarve' k- smiðjunurn, þar af komu 4 sl.ip nieð 3000 mál til Rauðku. M'. ;t arí afla höfðu þessi skip: Siglu- nel og Ingólfur Arnarson 13 í 0 mál hvort, Viktoría og Fanncy 1000 mál hvor, Keflvíkingur 960 mál, Sleipnir 800 mál, Sæ- mundur 700 mál. Frá því klukkan um 7 í fyrra kvöld og til jafnlengdar í gær- kvöld voru saltaðar 960 tunnur á Siglufirði og 250 tunnur á Raufarhöfn. I gær hamlaði vestan storm- ur veiðum en útlit var gott um veiði ef veður breyttist til hins betra. í fyrrinótt kom mótorbátur- inn Gunnar Pálsson til Dalvík- ur með fyrstu síld, sem þar er söltuð í sumar, 100 tunnur. Síld in var söltuð í Söltunarstöðinni Múla h. f. þlÓÐVIUINN VenluRðrmaRnaháfiÍR hefsf í dag kl. 5. Úfiskemmtanir í Tivoli — dansað fram á nóti. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, halda verzlunarmenn þriggja daga hátíð um þessa helgi. Verða útiskemmtanir í Tivoli í dag, á morgun og á mánudag; dans á sama stað öll þrjú kvöldin fram á nótt. Ennfremur verður farið til Viðeyjar á morgun og þar hátíðahöld til minningar um Skúla Magnússon landfógeta. Klukkan 5 í dag verða há- tíðahöldin sett í Tivoli með ræðu, sem Baldur Pálsson, vara form. V. R., flytur. Síðan verð- ur þar útiskemmtim, þar sem erlendir trúðar leika listir sín- ar, Baldur Georgs og Konni skemmta með búktali og fim- leikahjónin Larowas sýna. — Skemmtun þessari lýkur klukk- an 7, en klukkan 9 í kvöld hefst þarna aftur skemmtun, þar sem Pétur Jónsson, óperusöngvari syngur. Hawaigítartríó leikur Verkfall á iílduds! I gœr hójst vinnustöövun á Bíldudal af liálfu verkalýðs- félagsins „Vörn“ á hendur at- vinnurekendum á staðnum. Kröfur verkalýðsfélagsins eru þær í aðalatnöum■ aö grunnlcaup karla hækki úr kr. 2,40 í 2,65 á klst. og■ kvenna úr kr. 1,75 í kr. 2,00 á klst. Samningaumleitanir hafa staðið yfir milli aðilja að undanförnu og síðast í fyrra- kvöld, en samkomulag náð- ist ekki. Iiófst því verkfallið frá og með 1. ágúst eins og boðað hafði verið af verka- lýðsfélaginu, væru þá ekki komnir á samningar. Samkomulagstilraunir voru gerðar í gær, en blaðið hafði ekki fregnir um endalok þeirra áður en það fór í' prentun. Masaryk mótmælir Jan Masaryk, utanríkisráð- herra Tékkóslóvakíu hefur neitaö þeim sögusögnum, aö tékkneska stjórnin hafi veriö néydd af erlendu ríki til aö hætta viÖ þátttöku sína í Parísarráðstefnunni. Iiann sagði að Tékkar vildu samvinnu við vestur- veldin, ekki sízt í efnahags- málum, og stæðu nú yfir samningar við Bandaríkin um lán til vörukaupa þar. og fleiri aðiljar skemmta. Og að lokum verður dansað til kl. tvö í nótt. Skemmtanirnar í Tivoli á morgun og mánudag verða með svipuðu sniði, nema þá koma fram nýir listamenn til viðbót- ar við þá, sem þegar hafa ver ið nefndir, svo sem Einar Kristjánsson óperusöngvari, glimtasöngvararnir Egill Bjarna son og Jón R. Kjartansson, Guðmundur Jónsson bariton- söngvari, Einar Markússon píanóleikari, Jón Aðils o. fl. Lagt verður af stað í Við- eyjarförina frá Félagsheimil- inu, Vonarstræti 4, klukkan 12,30 á morgun. Verður fólkið ferjað úr Vatnagörðum yfir Sundið. Hátíðahöld í Viðey hefj ast svo kl. 2 og standa til kl. fjögur. Til minnmgar um þá, sem fórust með „Goðafossi4; og J)ettifossiw Um 20 fyrirtœki og einsták lingar, sem höfðu verzlunar- skrifstofur í New York á stríðsárunum, hafa látiö gera stórar veggtöflur til minn- ingar um þá, sem fórust, þeg- ar ,,Goðafossi“ og „Dettifossi“ var sökkt. Töflur þessar eru úr bronze. Efst á þeim eru upphleyptar myndir af skip- unum, þar fynr neðan nöfn skipverja og farþega, sem fórust meö þeim, en í horn- unum neðst ei'u íslenzki fána- krossinn og Eimskipafélags- merkiö í litum. .Minningartöflurnar voru afhentar Eimskipafélaginu í samsæti, sem haldið var í Sjálfstæðishúsinu í gær, og veitti Guðmundur Vilhjálms- son þeim móttöku fyrir fé- lagsins hönd. Hannes Kjart- ansson, sem mun hafa átt frumkvæðið að þessu mál- efni sagði forsögu þess. Guð- mundur Vilhjálmsson þakk- aði fyrir hönd Eimskipafé- lagsins, og lýsti því yfir, að minningartöflunum mundi valinn staður í 'húsakynnum félagsins, þar sem allir mættu sjá þær. a t ' mLmmsaHeuiS&etsva

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.