Þjóðviljinn - 02.08.1947, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 02.08.1947, Qupperneq 4
4 ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 2. ágúst 1947 þJÓÐVILIINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjarlansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðuat. 19. Símar 2270 og 7600 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, siml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustig 19, simi 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. k _____----------------------------------------' Fasistapeðin eru söm við sig Nazisminn er ekki þýzk uppgötvun, og á ekkert skylt við „þýzka kynþáttinn" eða „eðliseinkenni“ han’s, eins og algengt er að boða 1 Bandaríkjunum. Nazisminn er ekki horfinn með ósigri Þjóðverja í styrjöldinni. Hann er bein afleiðing af hagkerfi kapítalismans, hástig kapítalismans, ef hann fær að renna skeið sitt óhindraður. Gleggsta dæmið um þetta er þróunin í Bandaríkjunum. Það var prédikað fyrir hermönnunum, að hið menningarsögulega hlutvark þeirra væri að leggja fasismann að velli; en varla hafa þeir fyrr unnið sigur í styrjöldinni en sjálfur fasisminn er að leggja undir sig heimaland þeirra. Hér á íslandi er kapítalisminn ungur og fasisminn héfur ekki átt eðlilegan fjárhagsgrundvöll hér. Engu að síður hefur fasisminn átt ötula fylgjendur hér á landi, menn sem hafa dáðst að afrekum hans erlendis og viljað óðfúsir beygja íslenzku þjóðina undir okið. Allt frá því að Gísli Sveinsson og Jón Þorláksson fögnuðu nazismanum í upp- hafi og þar til nú, að Bjarni Benediktsson og Jóhann Þ. Jósefsson hafa setzt í ráðherrastóla, hafa ýmsir helztu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins dáð fasismann og fylgt hon ■ um af innstu sannfæringu. Og Morgunblaðið, aðalmálgagn flokksins, hefur haldið þeirri stefnu fram leynt og ljóst frá því fyrsta. Alla tíð frá því nazistar tóku völdin í Þýzkalandi og þar til ísland var hernumið af Vesturveld- unum, fagnaði Morgunblaðið öllum glæpaverkum þeirra og flutti áróður í þeirra þágu, bæði í fréttaþjónustu sinni og pólitískum skrifum. En nú er þýzki nazisminn að velli lagður og Morgun- blaðið klígjar ekki við að sparka í hræ vina sinna látinna. Nú fær sannleikurinn um þá loksins rúm á síðum þess, sá sami sannleikur sem áður var spottaður og fyrirlitinn. En þessi hamskipti- bera vissulega ekki vott um neina hugarfarsbreytingu. Hinar fasistísku skoðanir eru jafn rót- grónar hjá stjórnendum Morgunblaðsins og núverandi ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins og þær hafa ævinlega verið, og þessir háu herrar hafa nú eignazt nýtt föðurland, sem er „vestrænt", þar sem hið fyrra var „germanskt". Og áróðurinn er enn sá sami og fyrr, þrotlaust níð um sósíalista og botnlausar svívirðingar um Ráðstjórnarríkin. Og þessir fornu rekkjunautar nazistanna ganga svo langt í blygðunarleysi sínu, að þeir reyna að sverja af sér skoð- anir sínar yfir á sósíalista! Nú eiga sósíalistar að hafa verið bandamenn nazista! Það ber væntanlega svo að skilja að þær milljónir sósíalista og kommúnista, sem nazistar fangelsuðu, píndu og myrtu, hafi látizt í faðmlögum við rekkjunauta Valtýs Stefánssonar og Bjarna Benediktssonar. En þegar allt um þrýtur, er Rússlandsgrýlan kölluð fram á sjónarsviðið, og Bjarni Benediktsson virðist ætla að gera það helzta afrek sitt í utanríkismálum, að hafa att Valtý Stefánssyni rækilegar á foraðið en dæmi eru til. í gær skrifa þeir sálufélagarnir í forustugrein að morðverksmiðjur nazistanna í Austur-Þýzkalandi, þar sem hundruð þúsunda andfasista — andstæðinga Valtýs og Bjarna — voru myrtir á stríðsárunum, séu nú aftur teknar til starfa undir stjórn Rússa. Að sjálfsögðu vita þessi Bandaríkjapeð að þau ljúga, en hverju skiptir það; fasistar hafa aldrei verið vandir að vopnum. En hitt mætti verða íslenzku þjóðinni hugstætt, að enginn utanríkisráðherra í heimi annar en Bjarni Bene- SKAMMIR UM DÝRA- SÝNINGUNA „Strammi11 sendir mér eftir- farandi bréf um dýrasýninguna í Örfirisey: „Eg er satt að segja hneyksl aður á þér, Bæjarpóstur góður, að hafa ekki gagnrýnt hina margumtöluðu dýrasýningu í Örfirisey. Sýningin er til skammar. Með henni er sá göf- ugi málstaður, sem henni er ætlað að styrkja, harkalega lítilsvirtur. Frágangurinn er svo flausturslegur og handar- bakshátturinn á öllu, að manni blöskrar. Þarna eru fullorðnir látnir borga 10 krónur og börn 5 krónur fyrir að horfa á örfá dýr og fugla í umhverfi, sem ber vott um íslenzkan subbu- hátt á hæsta stigi. * HVAÐ VERÐUR UM EYNA? „En úr því maður er farinn að taia um Örfirisey; hvað á að verða um hana í framtíö- inni? Er það kannski ætlunin, að sumaryndi hennar og friður verði framvegis bannað okkur Reykvíkingum nema fyrir pen- inga ? Á framvegis að nota eyna sem samastað fyrir einhverja söfnunarstarfsemi og meiri skröll á sumrin? Það þætti mér fráleitt. Og ég vil ekki, fyrr en í lengstu lög, trúa því, að satt sé sem heyrzt hefur, að þarna eigi að byggja síldarverk smiðju og beinamjölsverk- smiðju einhv. ,,prívat“manna. Það hlýtur að vera hægt að finna slíkum verksmiðjum hent- ugri stað fjær hjarta bæjarins. Það má ekki eyðileggja gömlu Örfirisey fyrir okkur gömlum Reykvíkingum. Strammi“. Eg ætla ekki að gera neinar athugas. við þetta bréf nema þá, að ég hef hingað til ekki minnzt á Dýrasýninguna í Örf- irisey af þeirri einföldu ástæðu, að ég hefi ekki séð hana. * DANSLAGA- STRÍÐIÐ Enn ein ung stúlka hefur fundið ástæðu til að skrifa ónot um danslög útvarpsins. Eg vil sem fyrr gæta hlutleysis í því eilífa deilumáli, þar sem ann arsvegar standa draumlyndar yngismeyjar í kröfugöngufylk- ingu með stórar myndir af Frank Sinatra, Bing Crosby Harry James og öðrum stór- frægum hjartaknosurum, æp- andi „Give me five minutes more“, „My dreams are getting better all the time“, „Love is a wonderful thing“ — o. s. frv. en hinsvegar standa ofsafengnir harmónikku- dýrkendur og bíta í skjaldarend ur; — og utan við allt standa svo hinir eitilhörðu jazzistar og gretta sig eins og anaikistar. Eg tek það enn einu sinni fram, að ég vil alls ekki blanda mér í þetta miskunnarlausa stríð; og ég öfunda. ekki þá, sem þurfa að velja danslög útvarpsins. Það hlýtur að vera erfitt að gera skjaldrandarbítandi har- mónikkudýrkendum, draumlynd Framhald á 7 síðv ungarsamningur seðfir The New Staiesman msil Watinn Eins og lesendur Þjóðviljans minnast tók hið heimskunna brezka blað New Statesman and Nati- on mjög drengilega málstað íslendinga í herstöðva- málinu. Það hefur einnig látið í ljós síðar mikla andúð á framferði Bandaríkjamanna í þessu máli. 14. júní birtist þar grein, sem svar við leiðréttingu sem Stefán Þorvarðarson sendiherra hafði sent blaðinu. Virðist leiðréttingin hafa haft að geyma afsakanir á hegðun landsölumanna, en hún er ekki birt í blaðinu, enda þótt siður þess sé að birta öll bréf sem birtingarhæf eru. Greinin í New States- man and Nation fer hér á eftir: „í síðustu viku skrifaði rit- stjórinn í athugasemd við bréf um yfirgang Banda- ríkjanna, að Bandaríkin hefðu „haldið flugbækistöð sinni á Islandi gegn vilja ís- lenzka þingsins". Nú hefur borizt bréf frá hr. Þorvarð- arsyni, sendiherra íslands,' þar sem hann bendir á að Alþingi hafi samþykkt samn- inginn, sem leyfði Bandaríkja mönnum að halda Keflavíkur flugvellinum, með talsverð- um meiri hluta í október síð- astliðnum. Satt er það, að þegar íslenzka stjórnin hafði velt málinu fyrir sér marga mánuði, lagði hún með nokk- urri tregðu samninginn fyrir Alþingi, þar sem hann var samþykktur með 32 atkv. gegn 19. En stjórnin var beitt mikilli nauðung til að sam- þykkja beiðnina um flug- völlinn. Bandaríkjamenn höfðu enn allmikið lið í land inu, þar sem þeir höfðu mán- uðum saman svikið loforð Roosevelts forseta um að hvérfa brott þegar að stríði loknu, með þeirri forsendu að þá — í október 1946 — væri enn styrjaldarhætta. Utan- ríkisráðuneyti- okkar sendi ís- lenzku stjó.rninni opinbera orðsendingu, þar sem sagt var að ,,það myndi mælast illa fyrir“ í London, ef samn- ingurinn væri ekki sam- þykktur. Þetta leiddi til stjórnarkreppu. Sósíalista- flokkurinn, sem hafði þriðja hluta stjórnarinnar í sam- vinnu við sósíaldemókrata og íhaldsmenn, krafðist þjóð- aratkvæðagreiðslu. Um þess- ar mundir skýrði The Times svo frá: Andstaðan gegn samn- ingsuppkastinu er mjög mikil á íslandi og mót- mæli berast hvaðanæva frá ... Það er enginn efi á því að þau túlka hinn sanna hug verulegs hluta þjóðarinnar. 24. september var alls- herjarverkfall í mótmæla- skyni, og fjölmennir útifund- ir í Reykjavík. Þegar þingið var neytt til atkvæðagreiðslu 5. október, snerist Sósíalista- flokkurinn gegn samningnum ásamt fleiri þingmönnum og vék úr stjórninni. Stjórnin sagði þá af sér og bráðabirgða stjói’n tók við. Þrem mánuð- um síðar var mynduð ný stjórn Framsóknarflokksins, sósíaldemókrata og íhalds- manna, e'n Sósíalistaflokkur- inn var í stjórnarandstöðu. Það er einnig fullvíst, þótt það sé rétt hjá herra Þor- varðarsyni, að Alþingi hafi veitt formlegt samþykki, að samningurinn var gerður af nauðung og án þess að nokk- urrar hrifningar yrði vart yfir áframhaldandi banda- rískri bækistöð“. diktsson myndi leyfa sér að láta málgagn sitt flytja slíkar kenningar. Og íslenzka, þjóðin verður að gera sér Ijóst, að það fellur einnig smánarblettur á hana áf utanríkisherr- anum og blaði hans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.