Þjóðviljinn - 02.08.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.08.1947, Blaðsíða 1
BANDÁRIKIN BJODAST TIL AÐ MIBLA INDONESIUDEILUNNI Harðir bardagar geisa ninliveríis Malaitg. Nýr flokkur í Ungverjalandi Formaður eftirliísuefndar Bandamanna í Ungverjalandi hefur skýrt frá því, að Zoltan Pfeiffer, einum af hægrileiðtog- um uugverska smábændaflokks ins, hafi verið leyft að mynda nýjan flokk, Öháða lýðræðis- flokkinn. Pfeiffer var dómsmálaráð- herra í stjórn Nagys, en hafði sagt af sér embætti, þegar upp komst um samsærið. Hann er kunnur fyrir andstöðu sína gegn sósíalistum og þjóðnýting- arstefnu stjórnarinnar. Öryggisráðið ræddi Indónesíusiyriöldina í gær, og skýrði van Kleffens, sendiherra Hollendinga I Washington, frá því, að Bandaríkjastjórn hefði boðizt til að miðla ntálum í deiln HoIIendinga og Indónesa. Kvaþ hann stjórn sinni ljúft að ræða hvernig aðstoð Bandaríkjanna við lansn deilunnar kæmi að heztum notum. ' Gromyko, fulltrúi Sovétríkjanna, andmælti því, að Bandaríkjastjérn skipti sér af lausn deilunnar, eftir að deilumálin hefðu verið lögð fyrir samein- uðu þjóðirnar. Herschel Johnson fulltrúi Breta lýsti yfir ánægju sinni yfir því, að Bandaríkin hefðu boðizt til að hjálpa við lausn deilunnar, en kvað ekki rétt, að málið yrði tekið af dagskrá öryggisráðsins, þó svo væri, en fram á það hafði Austin, full- trúi Bandaríkjanna, farið. I stuttu máli Frönsk sendinefnd mun í byrjun septembermánaðar fara til Washington til að ræða við bandarísku stjórn- ina um hveitiflutning frá Bandaríkjunum til Frakk- lands. * Sex menn hafa verið hand- teknir í Rangoon, ákærðir fyrir moi’ðin á ráðherrunum átta á dögunum. > Forsætisráðherra Egifta hefur lýst yfir óánægju sinni yfir því, hve slælega Bretar ganga fram í því að flytja her sinn úr landinu, eins og lofað hafði verið. * Fyrrverandi leppstjóri Jap- ana í Burma, sem Bretar tóku fastan í fyrra en létu lausan aftur, hefur nú verið handtekinn aftur. * Yfirmaður bandarísku nefndarinnar í Grikklandi hefur tilkynnt að engu af vörum þeim, sem Bandaríkin munu flytja til Grikklands, verði dreift á svæðum þeim, sem skæruliðar ráða yfir. ¥ Gengi lírunnar hefur nú verð breytt þannig, að fram- vegis verða 350 lírur í doll- aranum, þ. e. rúmar 50 lírur í ísl. krónur. ERFITT AÐ SKILJA. Meðan fundur öryggisráðsins stóð yfir, sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, að ekki væri rétt, að Bandaríkjastjórn hefði boðizt til að miðla málum, hins vegar hefði hún boðið aðstoð sína við lausn deilunnar. Ekki skil- greindi hann nánar, hver mun- ur væri á þessu tvennu, en skýrði frá þvi, að Indonesum hefði ekki verið gert sams kon- ar tilboð. Ekkert var minnzt á þessa yfirlýsingu utanríkisráðu neytisins á fundi öryggisráðs- ins. VAN KLEFFENS VILDI FRESTA UMRÆÐUM. Gromyko, fulltrúi Sovétríkj- anna, andmælti eindregið því, að Bandaríkin tækju málið úr höndum öryggisráðsins, og færu þannig inn á starfssvið sameinuðu þjóðanna. - Van Kleffens fór fram á það, að umræðunum yrði frestað í tvo tíma, þar sem hann bygg- ist við mikilvægu símtali við stjórn sína, sem gæti haft á- hrif á afstöðu hans í málinu. Bæði Sovétríkin og Ástralía mótmæltu þessu, og kváðu nauð synlegt, að umræðunum yrði hraðað. Tilmæli Kleffens voru borin undir atkvæði, og sam- þykkt með 6 atkvæðum, en þar sem 7 atkvæði þarf í öryggis- ráðinu til að nokkur tillaga hljóti samþykki, ákvað forseti fundarins að umræðunum skyldi haldið áfram, og stóðu þær enn yfir, þegar blaðið fór í pressuna. HARÐIR BARDAGAR VIÐ MALANG. Fréttaritarar segja, að harð- ir bardagar geisi nú umhverfis borgina Malang á austurhluta Jövu og telja þeir, að hollenzka*- herstjórnin hafi nú hætt við þá ákvörðun sína, að láta sér nægja að halda þeim stöðvum, sem hún hafði þegar náð á sitt vald, og muni kappkosta að vinna algeran sigur á hersveit- um Indonesíumanna og áfvopna þær. Palestínunefndin í Genf *■' EMIL SANDSTROM $ formaður rannsókuarnefnd- arinnar Rannsóknarnefnd sú, sem ör- yggisráðið skipaði í s. 1. maí, um Palestínumálin, hefur nú aðsetur sitt í Genf, þar sem hún mun vinna úr gögnum þeim, sem hún hefur safnað. Nefndin hefur ákveðið að rannsaka hag Gyðinga í Aust- urríki og Þýzkalandi, hvort þeir vilji flytjast til Palestínu og þá hvers vegna. Búizt er við, að skýrslu megi vænta frá nefndinni innan skamms. Öeirðir í Palestínu Gyðingar, vopnaðir hand- sprengjum, gerðu í gær tilraun til að brjótast inn í aðalstöðv- ar brezka liersins í Jerúsalem. Brezku varðmönnunum tókst að stöðva þá, og var einh þeirra drepinn en tveir handteknir. Öeirðirnar í Telaviv, sem hóf ust í fyrradag, héldu áfram í gær. Hópur Gyðinga réðst á tvo brezka herbíla, hvolfdi þeim og kveikti í þeim. 56 menn særðust og voru fluttir í sjúkrahús. Brezka stjómin ræðir ié Fer f raiii á leatgri vinamdag. Brezka stjómin hafði í gær fund með ýmsum leiðtogum yerkalýðssamtakanna og er búizt við, að hún liafi farið fram á að verkamenn Iengdu vinnutíma sinn til að bjarga Bretlandi úr efnahagskreppu þeirri, sem er fyrirsjáanleg, þegar handaríska lánið er til þurrðar gengið. Hún hefur þegar farið fram á það við kolanámumenn, að þeir lengi vinnudaginn um hálftíma. Viðstaddir fundinn voru á- ætlunar-, verkamála- og birgða- málaráðherrar Breta. Morrison, sem hefur yfirstjórn allra áætl- ana með höndum, lagði áherzlu á hina alvarlegu efnahags- kreppu, sem England er í. Bú- izt er við, að brezka stjórnin muni kalla allan her sinn Grikklandi heim, þegar á næst- unni, til að auka vinnuaflið, og her sinn á ítalíu verða Bretar að hafa flutt úr landi, í síðasta lagi þrem mánuðum eftir að friðarsamningarnir hafa verið undirritaðir, en eins og kunn- ugt er, hefur ítalska þingið nú samþykkt þá. Nazisfar í þjón- ustu Breta Formaður nefndar þeirrar sem brezku hernámsyfirvöld- in í Austurríki hafa skipað til þess að sjá um, að fyrr- verandi nazistar verði fjar- lægðir úr embættum, er dr. Karl Nevole, fyrrverandi kapteinn í þýzka hernum. sem var háttsettur maður vopnaframleiðslu ÞýzkalandsJ Sjö af 35 dómurum í hér- aðinu Kárnten eru fyrrver- andj meðlimir nazistaflokks- ins. Blöð Vínarborgar segja daglega frá því, að háttsett- um nazistum hafi verið sleppt úr fangelsi. Nýlega hafa þeir dr. Eppinghauser, fyrrverandi liðsforingi í SS og Philip Sheller stóriðju- höld, sem gegndi ýmsum trúnaðarstöðum fyrir nazist- ana verið látnir lásir. (ALN) TÓBAKSINNFLUTNINGUR EKKI SKERTUR. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er það álitið, að ein af fyrirætlunum brezku stjórn- arinnar sé, að minnka innflutn- inginn frá Bandaríkjunum veru 1 lega, en því hefur nú verið neit- að, að skerða ætti tóbaksinn- flutninginn, eins og húizt hafði verið við. VIÐRÆÐUR CRIPPS OG CLAYTONS. Viðræður þeirra Stafford Cripps og Claytons héldu áfram í gær, og talið er, að Cripps hafi tilkynnt Clayton, að brezka stjórnin sjái sér ekki fært, eins og ástatt er, að taka þátt í þeim ráðstöfunum, sem Bandaríkjastjórn hefur lagt til að gerðar verði til að auðvelda milliríkjaviðskipti. í| Ný spönsk útlagastjórn? Prófessor Augusto Barcia, forsætisráðherra spönsku át- lagastjórnarinnar, átti í gær viðræðu við forseta lýðveldis- sinna, Martinez Barrio, og cr álitið, að hann liafi afhent hon- um lausnarbeiðni sína. Búizt er við, að Barcia ve;\ i falið að mynda nýja stjórn, þar sem kommúnistar eigi engaa fulltrúa, en þeir áttu einn í frá- farandi stjórn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.