Þjóðviljinn - 10.08.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.08.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. ágúst 1947 • ÞJÖÐVILJINN 3 SKRIFBORÐSKAUPiN smásaga eftir G. Þegar ég vaV drengur á Kross eyri, móðgáði ég eitt sinn ■— óviljandi gamla konu seth var kölluð Tóta. Eg hafði feng- ið vinnu hjá kaupmanninum, en hún verið látin sitja heima. Hún léit þannig á þetta, að ég hefði bolað sér frá vinnunni, þar sem ég hafði ekki unnið þarna áður, og lagði hatur á mig, því að hún var norn í skapi. Þetta var röng ályktun hjá kerlingunni; ég gat engu um þetta ráðið, og þó að ég líefði neitað vinnunni, þá hefði það engu breytt. Tóta gamla átti inni hjá kaupmanninum og hafði fvrir engum að sjá, en ég vann fyrir heimili, sem var skuldugt, og þeir gengu að jafnaði fyrir vinnu, sem skuld- ugir voru. Én kerlingin kenndi mér um þetta og hafði í heit- ingum við mig. Hún spáði illa fþrir mér, og lét svo um mælt að mér yrði aldrei neitt við líendur fast, eins og hún orð- aði það; og sagðist skyldi hugsa til mín og sjá um það að ég myndi eftir sér. Þetta snart mig ónotalega í svip. Eg varð hálf- skelkaður. En það voru at- vinnuleysistímar, og engum á- skotnaðist neitt, svo að ég gleymdi þessu. Og tíminn leið. ■ Síðastliðið sumar var ég á síld. Eg þénaði 270 krónur, og keypti skrifborð fyrir 250 krón- ur. 10 krónur borgaði ég fyrir lieimkeyrsluna; það var mikið meira en bílstjórinn setti upp, en ég gat ekki verið að láta hann skifta- seðlinum. 10 krón- ur átti ég eftir, húrra! Auð- vitað hefði ég vel getað borið skrifborðið heim, og spafað mér þannig krónurnar; en það er alltaf leiðinlegt að kynna sig þannig, kjagandi gegnum fjöl- farnar götur, berandi skrifborð. Sem sagt, ég kunni ekki við það, kaus heldur að létta budd- una, þó að hún væri reyndar nógu létt, vitandi það að ég yrði margfalt lengur að vinna fyrir þessum tíu krónum, held- ur en ég hefði verið að bera heim borðið, þó að ég hefði farið þrjár ferðir, og gengið hægt. Þetta var gríðarstórt skrif- bprð, spónlagt og frístandandi. Sallafínar geirnegldar skjala- skúffur annars vegar, en rúm- góður skápur með liillu, hins vegar. Og svo þrjár efstu skúff- urnar. Miðskúffan hræðilegt gímald; svei mér ef ég held akki að ég liefði komizt ofan í' hana með því að hringa mig saman; ef til vill var hún held- ur grunn til þess, en áreiðan- Ijega nógu stór um sig. Þvilíkt fórláta skrifborð! ■ Þessi ríkmannlega mubla pass aði alveg milli veggjanna á herberginu mínu; þáð fannst mér bara smekklegt. Ekkert skot fyrir ryk eða rusl eða eitthvert áriðandi plagg, sem kynni að falla út af borðinu og orsaka leit. En svo kom vanda- málið með beddann sem ég svaf á; hann komst alls ekki fyrir á sínum gamla stað, þó að her- bergið væri reyndar lengra á þann veginn. Og þegar mér hug kvæmdist að færa hann út á mitt gólfið, með það fyrir aug- um að láta hann ganga inn- undir skrifborðið, þar sem stóil inn átti að vera, kom það í ljós að hann var of breiður. Þannig horfði þetta við: Of langur. Of breiður. En vegur er- undir, vegur yfir og vegur á alla vegu. Dyrnar á herberginu reyndust vera á miðjum veggnum gegnt skrifborðinu, og opnuðust út, og þær voru nógu breiðar fyrir beddann. Allur galdurinn var að hafa fjórða part. beddans frammi í gangi. En við nánari athugun hætti ég við þetta, það var svo hjákátlegt. Leiðinlegt að geta ekki lokað dyrunum, og þar að auki hefði endinn á beddanum teppt ganginn að hálfu, en það hefði verið illa séð af þeim sem gengu um: manni sem las á gasmæli og öðrum sem las á rafmagns- mæli, og svo fólkinu sem þurfti á litla húsið. Nei, þetta var ekkert úrræði. Ekki meira um það. Eg fekk lánuð smiðatæki og lagði tveggja daga vinnu í að mjókka þann enda beddans sem átti að ganga innundir skrif- .borðið; það munaði ekki nema tommu, svo að þetta reyndist vel framkvæmanlegt án þess að missmíði sæjust að ráði. Þá var þetta giftusamlega leyst. Eg stillti mér sem snöggvast upp í dyrunum og horfði inn. Þá sá ég það, sem ég hafði reyndar alltaf vitað, að innbúið Lmitt leit út eins og T, og hefði ver- ið hægt að færa skrifborðið dá- lítið frá veggnum, þá hefði það myndað kross. Þetta snart mig dálítið óþægilega. Það komu fleiri vandamál út af þessu skrifborði. Eg gat ekki með nokkru móti setið við það eins og venjulegt er að sitja við þesskonar borð, nema þá helzt klofvega yfir beddann, en það kunni ég ekki við. Eg' varð að gera svo vel og láta kassa sem ég átti, á beddann við borð- ið, og sitja þar á með borðið við hliðina á mér. En þessi tilhögun reyndist raunar ekki sem'verst; og ágætt að hvíla handlegginn á borðinu. Eg hafði bókstaflega ekkert til að geyma í þessari stórmannlegu hirzlu. Skúffurn- ar gleyptu gömlu bréfin mín, eins og gleymskan sjálf. Reikn- ingunum frá Kaupfélaginu brenndi ég, fannst þeir ekki nógu skáldlegir til að lenda í þessu ævintýri. Nokkrum bók- um sem ég átti, dreifði ég í skúffurnar, til þess að engin væri tóm. Eg tala ekki um skáld skapinn minn, nokkur krumpuð blöð, ég skammaðist min fyrir að láta þau í skjalaskúffurnar, fannst þau týnast um leið, eða missa gildi sitt. Eitthvað varð SKÁK Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson ég að hafa á sjálfu borðinu. Gömul biblía sem ég átti, varð fyrir valinu, hún var snjáð,'en vel meðfarin; og ég fann strax að þessi gamla bók, sem ég hafði ekki lesið stakt orð í, var það eina í eigu minni, sem hélt velli gagnvart skrifborðinu, og hún var mér nákomnari en það, af því ég liafði átt hana svo lengi. Eg fékk samstundis ást á bókinni, mér fannst hún bjarga heiðri mínum. Eg lét föt in mín í skápinn með hillunni, til þess að hann væri ekki-alveg tómur. Það vissi enginn um það nema ég, svo að ég lét það gott heita. Eg varð að glenna mig yfir fótaendann á beddanum, þegar ég gékk um; því að auðvitað hafði ég höfðalagið undir skrif borðinu. Og þegar ég grand- skoðaði hug minn, út af þess- um skrtfborðskaupum, þá kom það í ljós að eini kostur þeirra var sá að mér leið betur á nótt unni, en áður. Það var svo gott aðhald, nærri því eins og borðið jfaðmaði mig að sér, og svo var [ hlýrra líka. Þetta með glennuna kom ekki að sök; það kom sem sé einginn til mín. Kötturinn var steinhættur að líta inn; ég af- greiddi hann alltaf með sparki, svo að liann var orðinn tor- trygginn. Þess var ekki að dyljast að ég var orðinn meira en lítið skapvondur útaf þessum skrif- borðskaupum, það var eins og mér væri ekki sjálfrátt, ég bölv aði hroðalega. Enda var þetta ekkcrt vit. Sumarhíran horfin, ég allslaus og hvergi vinnu að fá. Og veturinn framundan. En ég reyndi að shúa þessu upp í glcns, og sagði með aðdáun í röddinni: Mikill lífsins gim- steinn er þetta skrifborð, slikan hlut eiga ekki aðrir en við, þessir betri menn, menn sem eru betur stæðir en almúginn, | átti ég við. Seinast tel ég mesta harmleik inn í sambandi við þetta skrif- borð, þá beizku reynslu sem ég kallaði staðreynd staðreynd- anna. Eg gat ekkert skrifað þegar ég settist við það. Þó að ég hefði skínandi pappír og fyrsta flokks lindarpenna, þá gat ég ekkert skrifað, það var alveg eins og ég hefði týnt því niður. Og þó að ég væri búinn að hugsa um það úti, hvað ég skyldi skrifa þegar ég kæmi inn þá kom það í sama stað niður. Eg varð að gera mér að góðu að lnika við þetta borð með huga og heila eins og þurr- undna tusku og fálmandi hönd, sem ekki fékk nein^r skipanir. Þó að ég væri fullur af skáld- legum þönkum þegar ég settist, þá hurfu þeir gersamlega þegar ég ætlaði að festa þá á blað. Auðvitað hafði ég aldrei verið neitt sérlega frjósamur við skáldskapinn, og náttúrlega al- drei sagt neitt sem ekki var búið að segja hundrað sinnum áður og hundrað sinnum betur. En þetta var samt raunaleg reynsla. Þetta litla sem ég hafði getað áður en ég fékk þetta blessað skrifborð, var eins og gufað upp einmitt þegar ég Einn af sérkennilegustu tafl- meisturum þessarar aldar var Aron Nimzowitscli frá Riga. Hann var sonur auðugs kaup- manns en valdi sér lilutskipti at vinnuskákmannsins. Hann vann marga glæsilega sigra á skákborðinu en fór heldur ekki varhluta af beiskju þess að ná aldrei hæsta tindinum. Eftir sig ur sinn á skákþinginu í Dresden 1926 sendi hann. Capablanca á- skorun, og allur skákheimurinn hló þegar þessi undarlegi bler.d- ingur barns og snillings lét prenta á nafnspjald sitt: ,, Weltmeisterschaf tskandidat1 ‘ En Nimzowitch varð aldrei heimsmeistari, Aljechin tók forustuna og skyggði á hann. Nimzowitsch hélt þó áfram að vinna sigra, stærsta sennilega í Karlsbad 1929, er hann varð fyrstur — á undan Capablanca, Spielmann, Euwe, Vidmar og mörgum fleiri. Síðustu ár ævinn ar lifið Nimzowitsch í Dan- mörku, og vann fyrir sér með skákkennslu. Hann ferðaðist um landið með veggborðið sitt, sem var eins og ferðataska þeg ar búið var að loka því, flutti hafði eytt sumarkaupinu til að hressa við gáfurnar með því að skenkja þeim fallegt skrifborð. Þetta var níðangurslegt. Eg sem hafði getað samið smásög- ur sem a. m. k. mér sjálfum hafði fundizt góðar, meðan ég hafði helzt ekkert borð til þess að skrifa við, gat nú ekki neitt, þegar ég hafði þessa skínandi mublu fyrir framan mig. Ja því líkt! Eg vissi ekki hvort ég átti heldur að reiðast, hryggjast eða hlæja, ég hafði hneigðir til þess alls. Eg kaus hið síðast- talda og skellihló. Setur mínar við skrifborðið enduðu venjulega með því að ég ruddi á pappírinn kynstrum af tölustöfum, það var víst anda gift sem fylgdi þorðinu, það var sem sé keypt af kaupsýslu- manni. Og oftar en einu sinni stóð ég sjálfan mig að því að vera að teikna T af mestu natni, og stundum kross. Þá fór ég alltaf út í skyndi. En þar kom að ég gat ekkert hugsað þar heldur. I stað þess fór ég að sjá einhverja kynjamynd i loft- inu, sem eftir margar afkára- legar hreyfingar tók loks á sig fast form sem myndaði T, og var skrifborð þverstrikið en beddi langstrikið. Og tunga mín og varir tóku að lireyfast án minnar stjórnar; og brátt heyrði ég sjálfan mig hvísla: Tóta, Tóta, Tóta, og sá um leið fiskreitina á Krosseyri. Eg bað guð að hjálpa mér, tók undir mig stökk og flýtti mér heim. Eg réðst á skrifborðið eins og rándýr á bráð, hrifsaði úr því dótið mitt, tók plötuna og rogaðist með hana ofan á forn- sölu; sótti síðan skápana og seldi borðið fyrir fimmtíu krón- ur. Síðan fór ég beina leið inn í Ríki og keypti Svarta dauða fyrir peningana. Seinna frétti ég að Tóta gamla hefði hrokkið uppaf sama dag- inn og ég keypti skrifborðið. G. erindi og tefldi samtímaskákh. Nimzowitsch hafði afar séi- kennilegan skákstíl og cvenj.i- lega framsetningargáfu. Eft'i hann liggja tvær stórar ská ■ bækur : ,,Mein System“ og „Die Praxis meines Systems" en avk þess fjöldi greina og ritgerða.- Eftirfarandi smágrein þr: sem hann. leggur út af einni a£l sínum eigin skákum, gef::r vo:i- andi örlitla mynd af skákmann inum og rithöfundinum Nimzo7: witsch. IJTÞRA peðsins — FRÍPEÐIÐ Tefld slcák með skýringum nv 1 ekki vera þannig að lesandi;. i geti skoðað hana án þess hð hr.'f ast á einhvern hátt meo af st:g andi viðburðarásarinnai. Góð skák á bæði að orka á skyn- semi lesarans og tilfinningar. Tefld skák er ekki runa sund r lausra atriða, heldur er i henni framvinda og samhengi, stund- um frá fyrsta leik til loka. I skákinni okkar sem kem.u hér á eftir er svarta f-peðið að- alpersónan. Það berst hetjubar áttu fyrir sjálfstæði sír.u. Urv hverfis það er fjöldi aukape:- sóna, sumar vinir aðrar óvinir, en allar þátttakendur í barátt- unni. Við skulum nú fylgjast með' f-peðinu í þessari baráttu og s;:á hvernig það yfirbugar að lokun viðnámið og sigrast á „illskv heimsins“. FRANSKUR LEIKl R Skákl»ingið í Kissingen 1928. Mieses Nimzowitsch I. Leiðinlegt umhverfi. 1. e2—e4 Rb8—cö 2. Rbl—c3' e7—e6 3. d2—d4 d7—d5 4. e4xd5 e6xd5 Nú er komin leiðinleg peðstaáa sem ekki gefur hugkvæmnin.ú verulegt svigrúm. 5. Bcl—e3 Be8—fö 6. Bfl—d3 Rg8—e7 Svartur reynir að blása fjöii í baráttuna. Leikurinn virðivt dálítið óeðlilegur en á að Valda Bf5, svo að það verði hvítur en ekki svartur sem tapi leik á þ .í að skipta. 7. Rgl—e2 Rc6-b4! 8. Bd3xf5 Re7xf5 Til greina kom fyrir hvítan 8. Rg3 Rxd3f 9. cxd3 Bg6 10. 0—0 c6 11. Hcl. 9. Be3—f4 Svartur hefur að vísu unnlð leikinn sem áður var minnst á en peðstaðan er dauðyfiisieg. 10.-----s7-g5! Virðist glannaskapur en er vel hugsað því peðið á g5 er á engan hátt einangrað. Rf5 hindrar góðan leik h2 h4 og svo á peðið annan bancb- mann eins og skjótt kemur í ljös. 10. Bf4—d2 Bf8—e'J 11. Ddl—cl II. F-peðið kemur tii s-ögonnar 11. ----Í7—i'6 12. Rc3—(11 Rb4—e6 13. c2—c3 Rf5—h4 Framhald á 4. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.