Þjóðviljinn - 10.08.1947, Síða 5

Þjóðviljinn - 10.08.1947, Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagm’ 10. ágúst 1947) ÞJÓÐVILJINN © Jónas Árnason: DYRASYNINGIN íORFIRISEY Dag nokkurn, í vikunni sem leið, fór ég að skoða dýrasýn- inguna í Örfirisey. Þegar ég kom inn úr hlið- inu að þessari margumtöluðu sýningu, varð fyrst fyrir mér búr, sem hafði að geyma tvo hrafna, tvo fálka og einn smyril. Búr þetta er rekið sam- an úr óhefluðum fjölum, en utanum strengt vírnet. Frá- gangur allur minnir á hænsna- girðingu; og þó tel ég óvíst, að nokkur hænsn, gædd ofurlít- illi sjálfsvirðingu, mundu láta bjóða sér slíkan aðbúnað. Þau hlytu að minnsta kosti að steinhætta að verpa í mótmæla skyni.. Og inni í þessu búri er fálkinn geymdur, sá fugl íslenzkur, sem mest orð hefur á sér fyrir glæsibrag, að ern- inum einum undanskildum. Það var líka auðséð á svip fálkanna tveggja, þar sem þeir sátu á kexkassafjölum uppi í búrinu, að þeim þótti sér lítill sómi ger með þessu ömurlega sýnishorni af mannanna handa verkum. Jafnvel hrafnarnir Iétu í ljós óánægju yfir húsnæð inu, þar sem lioppuðu um neðst í búrinu, krunkuðu ámát- lega og stönzuðu stöku sinn- um til að kroppa í vængræksni af hænu, hið eina, sem þarna var matarkyns. — Þeir átu fiðrið. Hrafninn er einn sá fugl, sem tapar því nær öllum sín- um virðuleik, um leið og hann snertir jörð með fótum og leggur saman vængina. Þetta varð ,mér ljóst, þegar ég stóð fyrir framan búrið og horfði á hrafnana. Hver gat trúað því, að þarna væru hinir spak- vitru f uglar þjóðsogunnar ? Hver gat trúað því ,að þarna væru hrafnarnir Huginn og Muninn, sem Óðinn notaði á sinni tíð, til að færa sér frétt- ir úr víðri veröld. — Það er ekki hægt að sjá neitt gáfu- legt við hrafn á jafnsléttu. — Hinsvegar getur enginn neitað því, að hrafn í lofti virðist búa ýfir geysimiklum vísdómi og ennþá meiri reynslu. Hrafninn er nefnilega orðinn heimsborg- ari, um leið og hann þenur vængina og tekur flugið. Smyrillinn kúrði fremst í búrinu og lét sig dreyma um dásamlega klettasyllu í Dimmu borgum í Mývatnssveit. GENGIÐ I SKÁLA. Eg gekk nú í skála þann, sem Slysavarnafélagið hefur látið reisa austast á eynni. Þar- rak ég fyrst augun í spjald, sem hafði að geyma á- minningu til fólks um að gefa dýrunum aðeins það, sem selt væri í sérstökum pökkum þarna í skálanum. Áminningin hófst með stórum rauðum stöfum á þessa leið: „Lifandi dýr deyja, ef þau eru vanhirt ...“. — (Hvergi var þess getið, hvað koma myndi fyrir dauð dýr, ef þau yrðu að sæta sömu með- ferð). Mér finnst satt að segja, að höfundur framangreindrar setningar ætti ekki að skrifa meira um líf og dauða. Setn- ing sem þessi kemur mönnum til að brosa. Menn brosa allt- af þegar viðurkenndar stað- reyndir eru bornar fyrir þá sem flunkunýr vísdómur. „Dýr in deyja, ef þau eru vanhirt ..“ Það var nóg; — af þeirri ein- földu ástæðu, að það eru að- eins lifandi dýr sem eiga eftir að deyja, — öll önnur dýr eru búin að því. Mönnum finnst það kannske smámunasemi, að vera að minnast á þetta, það hafi svo lítið að segja. En sann leikurinn er sá, að þetta hefur ekki svo lítið að segja. Menn geta varla borið virðingu fyrir leiðbeiningum, sem koma þeim til að brosa. I litlu herbergi norður úr aðalsal skálans voru nokkur búr með skrautfuglum, í öll- um regnbogans litum. Eg naut þess að horfa á þá stundar- korn. Við hlið mér stóð ljós- hærður snáði, boraði upp í nefið og hafði auðsýnilega gleymt öllu nema fuglunum. Þegar ég yfirgaf skrautfugl- ana, var ljóshærði snáðinn að vísu hættur að bora upp í nef- ið, en hafði enn ekki rámkað við sér. Snáði, sem gleymir sér svona gersamlega við að horfa á fugla, er áreiðanlega engin ótukt. Títi í horni í aðalsal skálans sá ég fiskaker mikil. En þegar þangað kom, reyndust þau fisk laus, nema það innsta. Þar voru nokkrar rauðsprettur og einn steinbítur. Steinbíturinn lá á botninum og horfði á mig með fýlusvip, eins og hann hefði ekkert fengið nema ó- þverragrjót að éta upp á síð- kastið. LOFTBYSSAN ERFIÐA. Þegar ég kom út úr skál- anum og gekk fyrir vestur- hornið, sá ég bragga, og yfir dyrunum stóð „Skotbakki“. — Maður um fertugt hvíldi ol- boga á afgreiðsluborði i bragg- anum og miðaði loftbyssu inn að gaflvegg á hvítt spjald. Lægra borð þarna fyrir innan var hlaðið silfurfægðum verð- launagripum. Piltur, um ferm- ingu, sat á stól milli af- greiðsluborðsins og verðlauna- borðsins og las í bók. Þegar hann lyfti bókinni augnablik, sást, að á forsíðu bar liún mynd af kúreka, sem þeysti áfram á hraustlegum hesti, og hélt á skammbyssu í hægri hendi. Nafn bókarinnar var: „Dularfulli riddarinn11. Maðurinn hleypti af loftbyss unni, en haglið stóð fast í henni. Pilturinn lagði frá sér bókina, stóð upp, tók byssuna af manninum, fór um hana snöggum handtökum, hleypt.i af og haglið hljóp úr, og í vegginn. Maðurinn tók byss- una aftur og gaf sig allan að því að miða. Pilturinn tók bók- ina aftur og gaf sig að því að lesa. Maðurinn hleypti af byss unni og enn stóð haglið fast. Maðurinn bölvaði. „Þetta er voða fínt“, sagði lesandi hins dularfulla riddara, án þess að líta upp. „Nei, þetta er ekki voða fínt“, sagði maðurinn, og það var farið að fjúka í hann. Pilturinn sýndi hina sömu stó- isku ró; stóð upp, tók byssuna af manninum, fór um hana snöggum handtökum sem fyrr — og fékk hana aftur mann- inum. Enn miðaði maðurinn á hvíta spjaldið og loks hljóp úr haglið. Viðstaddir fullyrtu, að það hefði hvergi komið nálægt hvíta sjaldinu. „Pabbi, lom- mér“, sagði lítill snáði, sem stóð við lilið mannsins. „Nei“, svaraði maðurinn, „þú kannt ekki að skjóta“, — lagði frá sér byssuna og leiddi son sinn út. SÆLJÓN FRÁ SUÐUR- AMERlKU — LANDSELS- KÓPAR ÚR BREIÐAFIRÐI. Eg fór að dæmi þeirra feðga, og piltur einn, á að gizka 16— 17 ára, varð mér samferða. Samferðamaðurinn lét þess getið, að hann væri oftsinnis búinn að sjá dýrasýninguna; — og nú skyldum við koma að horfa á tvö sæljón frá Suður- Ameríku og 6 landselskópa úr Breiðafirði. Piltinum var mjög umhugað um að sanna það fyrir mér, að hann vissi allt, sem vita þurfti um þessa sýn- ingu. — Hann var reyndur maður. Við vorum nú komnir að tveim stórum þróm, sem steyptar höfðu verið niður í jörðina. I þeim var sjór, — en lítið borð upp á bakkana. Vegg ur var á milli þrónna. Austan- megin veggjarins lágu sæljón- in frá Suður-Ameríku, inni í stórum trékassa og steinsváfu. Þótti mér það leitt, því ég hafði heyrt miklar sögur af þessum sæljónum. Meðal annars hafði það verið fullyrt í mín eyru, að þau lékju sér að því að gleypa 5 franskbrauð, heil; — og það jafnvel þótt Are Waerland væri á næstu grösum. Landselskóparnir frá Breiða firði voru aftur á móti hinir fjörugustu og vöktu þeir mik- inn fögnuð hjá stórum barna- hóp, sem stóð og horfði á þá. Kóparnir syntu í hringi á fullri ferð; — ag sneri upp ljósleit- ur kviðurinn. Eg spurði pilt- inn, sem hafði verið hér áður, hvort selir syntu yfirleitt á bakinu; kvað hann já við því. Það þótti mér skrítið. Óneitanlega hlutu hinir sund fráu selir að vekja virðingu þess manns, sem aldrei hefur komizt upp á lagið með annað en einfalt bringusund, — busl, sem í hæsta lagi hefur nægt til að fleyta honum út að kaðli í Sundhöllinni. APARNIR. “i'ar' ■‘U J&jULt&S* Pilturinn, sem hafði verið hér áður, vildi nú ólmur kynna mig fyrir öpunum. Við geng- um spölkorn norðvestur eftir eynni að stóru búri, sem í raun- inni líktist meir húsi en búri. Gluggar voru þar fyrir allri austurhliðinni, en glampi svo mikill á rúðunum, að erfitt var að greina það, sem inni var. Á einum stað var þó burtu rúðan og þar skildi ekkert að, menn og apa, nema vírnet. Og aftur rak ég augun í skrítna tilkynn- ingu frá yfirvöldum dýrasýn- ingarinnar. Á spjaldi einu, þarna við opið, stóð eftii'far- andi áletrun: „Sælgæti er eit- ur í apana, gefið þeim ekki ann að en gras og súrur“. — Og þar fyrir neðan stóð: „Strang- lega er bannað að gefa dýr- unum annað fóður en það, sem se!t er í sérstökum umbúðum í skálanum". Samkvæmt þessu áttu menn að ai’ka gegnum breiður af hundasúrum og grasi heim í skálann til að kaupa innpakkaðar hundasúrur og gras að gefa öpunum. Pilturinn, sem hafði verið hér áður, var mjög kumpán- legur við apana og kallaði þá alla sama nafninu. Hann kall- aði þá „Johnny“. „Johnny vin- ur“, sagði hann við einn ap- ann, og gaf honum hundasúru. Pilturinn vakti athygli mína á apa einum, sem sat uppi í grönnum trjábol og hélt á tí- eyring í hendinni. „Nei, sérðu“, sagði pilturinn, »„hann er að éta 25 aura“. Eg reyndi að fá hann til að viðurkenna, að það væri ekki hærri upphæð en 10 aurar, sem apinn hélt á; — en þýðingarlaust. „Jú, víst“, sagði hann, „þetta eru 25 aurar“. — Piltar á þessum aldri reyna gjarnan að gera heiminn stór- fenglegri í sínum augum, með því að telja sér trú um, að 10 aurar séu 25 aurar. Það er miklu stórfenglegra að sjá apa éta 25 aura en 10 aura. -— Annars hafði umræddur api ekki gefið neina ástæðu til að ætla, að hann mundi yfirleitt nokkurntíma éta tíeyringinn. ATHUGASEMD, ÞÁ ÚT VAR GENGIÐ. Eg skildi nú við piltinn, sem hafði komið hér áður. Hann ætlaði að horfa dálítið lengur á apana. En að skilnaði benti hann mér á refabúr spölkorn þarna norðan við og ráðlagði mér að líta á það í bakaleið- inni; — hvað ég og gerði. Á búrinu stóð: „íslenzkir refir, veiddir í nágrenni Grinda víkur og í Skaftáreldahrauni". Hvergi varð ég húsráðenda, var; og ekki gat ég af neinu markað, að þeir væru heima — nema ef vera skyldi af lykt- inni. Maðurinn, sem hafði orðið fyrir hinni erfiðu reynslu af loftbyssunni á „skotbakkan- um“, var mér samferða út um hlið sýningarinnar, ásamt syn- inum. Hann sagði, um leið og* hann leit um öxl yfir eyna: „Og ég borgaði tíkall fyxjir sjálfan mig og fimmkall fyrir strákinn". Það hefur verið sagt um dýrasýninguna í Örfirisey, að hún sé ekki samboðin þeim göfuga málstað, sem lienni er ætlað að styrkja. Eg tel þau ummæli fyllilega réttmæt. (Úr útvarpsþættinum „Heyrt og séð“.) J.Á. Framhald af 4. síðu. kostað að gera við hann? Það kostaði 45 ltrónur. Konur, sem ég þekki, saumafróðar vel, telja 15 krónur hæfilega borgun fyr- ir verk sem þetta. Eg hlýt því að álíta, að hin góða kona hafi sektað mig um afgang uppliæðarinnar — 30 krónur — fyrir það afbrot, að láta fyrirtæki hennar stytta minn eina frakka. Framkoma hennar styður þessa skoðun. Það væri fróðlegt að vita, hvort ekkert eftirlit sé með verðlagi á sviði fataviðgerða. Hinu er auðvitað ekki hægt að hafa eftirlit með, að eigendur fataviðgerðafyrirtækja sýni við skiptamönnum almenna kurteisi. ★ GARÐYRKJU- RÁÐUN AUTUR HRINGIR Sigurður Sveinsson garðyrkju ráðunautur bæjarins hringdi í tilefni ummæla í Bæjarpóstinum hér á dögunum um barnaleik- völlinn, sem ekki er starfrækt- ur. Leikvellirnir hafa heyrt und- ir Sigurð. Og það er almennt viðurkennt, að hann hefur sýnt lofsverðan áhuga á því, að bæta aðbúnað og útbúnað leikvang- anna, og væru þeir kannski fleiri og betri ef hann mætti ráða. Sigurður kvað umræddan leik völl starfræktan á sama hátt o^ sex aðra af völlum bæjarins. Þar væri rólur, sölt og sandkass ar og hann væri hafður opinn. Hann sagði, að einungis við 5 af 12 leikvöllum bæjarins væru gæzlukonur. Við hina sjö væri ekki varðskýli. Auðvitað þyi'fti að ltoma skýlum og salernum. upp við alla veliina, en meðan það væri ekki gert, yi'ði þetta að vera svona. ★ SÖKIN ER EKKI HANS Sökin er sem sé ekki Sigurð- ar, enda var gagnrýni hlutað- eiganda ekki beint að honum fyrst og fremst, heldur að þeirn, sem þessum málum ráða. En er nú til of mikils mælzt að upp sé komið skýlum og sal. ernum á þeim leikvöllum, sem til eru, og að gæzlufólk sé ráðið að þeim, svo smábörnin, geti leikið sér þar örugg. j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.