Þjóðviljinn - 10.08.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1947, Blaðsíða 4
4 þlÓÐVILJlNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust 19. Símar 2270 og 7600 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 10, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr, 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. elnt Frentsmiðja Þjóðviljans h.f. Island og Grikkland Það er mikið um að \*era hjá blöðum rikisstjórnarinn- ar þessa- dagana. Einhver nístandi ótti virðist hafa altekið ritstjóra þeirra, og í angist sinni hafa þeir kallað allt sitt stórskotalið til vopna. Hvað er eiginlega um að vera? Ókunnugur mundi svara: ástandið sem stjórnin er að skapa í f jármálum og atvinnumálum, er auðvitað umræðu- efni þessara blaða. Þetta er hreint ekki svo ólíklega til getið, staðreyndin er sem sé sú, að ríkisstjórnin er í þann veginn að stöðva at- vinnulíf þjóðarinnar og koma ríkissjóði í greiðsluþrot; og það er sannarlega ástæða til að ætla að blöð stjórnarinnar hefðu nóg að gera við að útskýra stefnu hennar og sýna fram á hvaða leiðir beri að fara út úr ógöngunum. En það er nú ekki þetta, sem blöð ríkisstjórnarinnar eru að skrifa um þessa dagana; þau hafa ekki kallað allt sitt stórskotalið á vettvang til þess að ráðast gegn þeim geysilegu erfileikum, sem steðja að íslenzku þjóðinni; nei, öll þessi blöð berjast nú sem einn maður fyrir grísku stjórnina. Það er marg skrítið í harmóníu. En eftir á að hyggja, þetta er ekki eins skrítið og virðast mætti við fyrstu sýn. í Grikklandi, landi suðrænnar sólar og fornrar menningar, hefur alþýðu manna búið við kúgun öldum sam an. Borgaralegt lýðræði, eins og við þekkjum það, má heita óþekkt þar í landi. Undir oki nazistískrar kúgunar hefur frelsisþráin vaxið og dafnað meðal hins vinnandi fjölda. Og á styrjaldarárunum reis þessi fjöldi upp til sóknar og varnar, og hratt hinum þýzku nazistaþýjum, fornvinum Morgunblaðsins af höndum sér. En mennirnir, sem drengi- legast börðust gegn hinum þýzku ræningjum, vildu neyta sigursins. Þeir vildu fá fullkomið borgaralegt lýðræði; þeir vildu fá að flytja mál í ræðu og riti; þeir vildu fá jafn- an og almennan kosningarétt. Og þeir settu markið enn hærra, þeir vildu að bóndinn ætti jörðina, sem hann erjaði, og verkamaðurinn verksmiðjuna sem hann vinnur í; þeir vildu í sem fæðstum orðum sagt, lýðræði í fjármálum og atvinnumálum. En þetta var nú ekki alveg að skapi hinna grísku auð- manna, manna sem teljast eigendur verzlananria, verk- smiðjanna og jarðarinnar. Þeir sáu fram á að borgaralegt lýðræði í Grikklandi mundi Ieiða til þess að þjóðin sjálf tæki atvinnumálin í sínar hendur, og kæmi á lýðræði í fjármálum og atvinnumálum; og þeir fóru að nákvæmlega eins og nazistar og fasistar allra landa og allra tíma gera. Þeir tróðu hið borgaralega lýðræði undir fótum sér til þess að koma í veg fyrir sigur lýðræðisins. Þetta er kjarni alls nazisma og fasisma, að afnema eða takmarka rétt þjóð- anna til að ræða, rita og kjósa, þegar sýnt er að lýðræði í fjármálum og atvinnumálum mundi gera að engu yfir- drottnunaraðstöðu auðjörfanna. Ekki var Gríska stjórnin einfær um þetta verk. Með aðstoð Breta og Bandaríkja- manna tókst henni að fótumtroða lýðræðið, setja þúsund- ir lýðræðissinna í fangelsi og banna blöð þeirra; í einu orði j sagt, svipta þá almennum mannréttindum. Þegar allt þetta er athugað, verður skiljanlegt að stjórnarblöðin á íslandi beita nú orku sinni í það eitt að verja stjórnina í Grikklandi. Skylt er skegg höku og bar- áttan gegn þróun lýðræðis á Islandi og Grikklandi er, þeg- '&.r allt kemur til alls, ósköp svipuð. Hagsmunabarátta auð- ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1947 HLÝLEGT VIÐMÖT — SKÖMMTUÐ VAKA Þú hlýtur víða að hafa orðið þess var, lesandi góður, í verzl- unarfyrirtækjum þessa bæjar, að afgreiðslufólkið virðist álíta þig óvelkominn gest og engan vin sinn. Viðbrögð þessa fólks eru stundum á þann veg, að ekki verður annað af þeim ráð- ið, en það álíti þig hatursmann sinn, sem vilji ná sér niðri á því með því að kaupa eitthvað. Stundum eiga hér í hlut sjálfir eigendur fyrirtækjanna, sem haga sér við þig eins og það sé vottur um argasta f jandskap gagnvart þeim, að þú skulir láta þá njóta viðskipta þinna. Já, það eru mörg verzlunar- fyrirtæki í þessum bæ, sem hafa nóg af vörum á boðstól- um, en alls ekki neitt af hlý- legu viðmóti. Hlýlegt viðmót er þar skömmtuð vara og sjald- séð, eins og ávextir á íslandi. Þetta þarf að breytast. Af- greiðslufólkið ætti að taka við- skiptamennina í sátt, fyrir fullt og allt, láta framkomu sína mótast af því, að þeir eru við- skiptavinir en ekki viðskipta- fjendur. Eg vil taka það fram til að fyrirbyggja misskilning í sam- bandi við framangreint, að um- mælin eiga eingöngu við um nokkurn hluta afgreiðslufólks í R»ykjavík. Afgreiðslan er hér víða til fyrirmyndar. ★ LOKAÐ „VEGNA SUMARLEYFA“ Annað um verzlunarfyrir- tæki: Það ætti ekki að líðast, að þau lokuðu hjá sér í hádeg- inu. Það er fátt eins gremju- legt og að koma að lokuðum dyrum verzlunar eða einhvers slíks fyrirtækis, þegar maður er kannski búinn að ganga langa leið og hefur nauman -tíma — og hann einmitt í há- deginu — til umráða. Og eins verður það að teljast mjög hæp in ráðstöfun gagnvart viðskipta mönnunum, að eitt fyrirtæki loki hjá sér um lengri tíma, hvort sem það gefur a því skýr inguna „vegna sumarleyfa" -eða einhverja aðra. * FATA- VIÐGERÐIR Og svo langar mig til að segja ykkur frá nýskeðrí reynslu minni af hvorutveggja, dóna- skapi eiganda eins fyrirtækis og lokun sama fyrirtækis „vegna sumarleyfa". Fyrirtæki eitt hér í bænum hefur það efst á stefnuskrá sinni að gera við föt. Eg hafði átt nokkur viðskipti við það, og í eitt skipti komið að lokuðum dyrum þess í hádeginu; — og bölvað. Þarna var sæmilega frá fata- viðgerðum gengið, en verðlagið yfirgengilega hátt. Samt hélt ég áfram viðskiptunum og nú seinast fór ég þangað með frakka að láta stytta hann. Á tilsettum degi fór ég að sækja frakkann, en kom að harð læstum dyrum og í gegnum rúðu sá ég á spjaldi svo- hljóðandi tilkynningu: „Lokað til 12. 8.“ Eg var staðráðinn í því að fá minn frakka, hvað sem það kost aði, og í næstu búð fékk ég að vita nafn og heimilisfang kon- unnar sem á fyrirtækið. Hún á heima aðeins 4—5 hús í burtu. Þangað fór ég og fann konuna, bar kurteislega upp erindi mitt. Hún tók því í fyrstu fjarri að láta mig fá frakkann. Eg benti henni á, að nú væri útlit fyrir rigningu og þetta væri minn eini frakki. Hún sagði, að lokun fyrirtækisins hefði verið aug- lýst í öllum blöðum. (Auglýs- ingastjóri Þjóðviljans hefur a. m. k. aldrei veitt mótttöku slíkri auglýsingu). Eg sagði sem satt var, að ég hefði hvergi séð slíka auglýsingu. Annars kæmi það ekkert málinu við, þótt lok- unin hefði verið auglýst í öll- um blöðum heims; það eina sem mig varðaði um væri það, að ég ætti að fá minn eina frakka afhentan á þessum degi; — og það væri að koma rigning. „JÆJA ÞÁ“ Loks hreytti konan út úr sér og var mjög dónaleg: „Jæja þá“, strunzaði inn, sótti lykil og kom með mér hina stuttu leið í húsakynni fyrirtækisins, þar sem ég fékk afhentan minn eina frakka. En hvað haldið þið það hafi Framhald á 5. síðu. — Skák Framhald af 3. síðu. Það var líka gott að leika 13. —Dd7 og ef 14. Re3 þá Rxc3 og 0—0—0. 14. Rdl—e3 Dd8—d7 15. Dcl—c2 f6—f5 III. Vængir f-peðsins stýfðir 16. f2—f4! Þessi ágæti leikur stöðvar peð ið. En það vill fram: Það hróp- ar á hrókana og biskupinn, nýr riddari kemur líka til aðstoðar og með örvæntingarþrungnu á- taki tekst því að losna! 16.-------0—0—0 17 0—0—0 Hh8—f8 18. Hdl—fl Hd8—e8 Svartur afsalar sér öðru fram haldi: g5—g6 (t. d. 19. h3 h5 20. hxg4 hxg4 21. g3 Rf3 22.1 Hh5 De6 23. Hxf5 Hh8 24. Rglj Rxd4 og staðan er flókin) því að hann ætlar að hafa f-peðið fyrir sitt aðaltromp. 19. f4xg5. Be7xg5 20. Re2—f4 Rc6—e7 21. Kcl—bl ? Alvarleg mistök, hann þurfti að gæta f-peðsins vendilega. Rétt var 21. g3 til að valda f4. T. d. 21. g3 Rg6? 22. Reg2! Eða 21: g3 Bxf4 22. Hxf4 Rhg6 23. Hf2 f4 og peðið varð að vísu frjálst en nýtur þess aðeins skamma stund: 24. gxf4 Rxf4 25. Hhfl Reg6 og svartur stend- ur aðeins betur en munurinn er lítill. IV. Peðið verður frjálst og voldugt 21. ----Bg'5xf4 22. Hflxf4 Re7—g6 23. Hf4—f2 f5—f4 24. Re3—dl Dd7—g4 25. Bd2—cl Rh4—f5 Ætlar til e4. Hvítur á nú þrönga stöðu og það er f-peðinu að þakka. 26. Hhl—fl Rf5—d6 27. h2—h3 Dg'4—g5 . 28. Hf2—e2 He8—e4! Ennþá betra en Rd6-e4. 29. He2—f2 Hf8—e8 30. Dc2—d3 Rd6—f5 Til þess að komast á g3. 31. Hfl—gl. Það er gaman að fylgja sögu f-peðsins eftir 31. g4: 31.—Rg3 32. Hgl Re2 33. Hgfl Rxcl 34. Kxcl f3f 35. Dd2 Dxd2j 36. Hxd2 Rh4 37. Kc2 Hel 38. H1 f2 Hhl 39. Iíh2 Hxh2 40. Hxh2 He2t 41. Hxe2 fxe og peðið vinn ur mann! V. Svarta liðið með f-peðið í fylkingarbroddi gerir út af við óvinina 31. ---Rf5—g3 32. Bcl—d2 Dg5—f5 33. a2—a3 Auðvitað ekki Dxg3 vegna He3|' og vinnur drottninguna. 33. ----DÍ5—e6 34. Kbl—al. Ekki Bxf4 vegna Re2 34. ----De6—c6 35 Dd3—Í3 Veikur leikur sem auðveldar innilokunina. Eftir 35. Ka2 var áætlunin: a7—a6 og Db5. Eftir Dxb5 axb5 átti svo b7—b6, Kd7 og c7—c5 að gera út um afdrif hvíts. 35. ----h7—li5 36. Kal—a2 Dc6—b5! 37. Ka2—al Rg6—h4! Drottningin er mát! Mieses gafst upp. manna á íslandi og Grikklandi er í öllum meginatriðum eins. Leppar Bandaríkjaauðvaldsins eru nákvæmlega eins á íslandi og á Grikklandi; það er bara þægilegra fyrir lepp- ana á íslandi að tala, um Grikkland en Island. 1 gær ritaði Morgunblaðið þvert yfir síðu þessi orð: „Aþena ein í ljóma sinnar ódauðlegra frægðar, er frjáls til að ráða framtíð sinni í kosningum undir eftirliti Breta, Frakka og Bandaríkjanna.“ Eins og það sé ekki þægilegra fyrir Morgunblaðið að sicrifa þessa setningu, heldur en að segja það sem það vildi sugt hafa, sem sé þetta: „ísland, í Ijóma sinnar ódauðlegu sögufrægðar, skal heldur krefjast þess að Bandaríkin hafi eftirlit með kosn- ingum, en að auðmenn þess láti einn þumlung af forrétt- indum sínum í hendur alþýðunnar."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.