Þjóðviljinn - 10.08.1947, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.08.1947, Qupperneq 6
6 ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1947 Ellioit Hocsevelt: 83. &$ómarmið I&oo&evelts forseta H30. dagur !IU1? DULHEIMÁR on og Sja'nghaj. .. . um það að Sjanghajsék hefur lofað að koma á lýðræðisstjórn í Kína ef við hétum honum stuðningi í þessu máli. Og Sjang var áhyggjufullur yfir því hvað Rússarnir ætluðust fyrir í Mansjúríu. . . . þótt ég geri ekki ráð fyrir að hann sé áhyggjufullur út af því lengur. Jói frændi var sammála um það að auðvitað ætti Mansjúría að vera kínversk áfram, og féllst á að hjá’.pa okkur með að styðja Kínverjana gegn Bretum.... Og Pat Hurley er farinn til Moskva til þess að halda þessum umræðum áfram“. Þetta minnti mig á að ég hafði átt óverulegan þátt í samningsuppkastinu að þríveldayfirlýsingunni um fram- tíð Irans. Eg spurði föður minn því hvort hún hefði ver- ið undirskrifuð. ,,Já, já! undirskrifuð, innsigluð og afhent. Og meðan ég man, þakka þér fyrir þitt innlegg til hennar. Þessi Pat Ilurley . . . . “ hélt faðir minn áfram hugsandi, „hann leysti af höndum gott verk. Ef nokkur getur greitt úr flækjunni sem innanríkismál Kína eru í, þá er það hann. Sjáðu til Elliott," sagði hann, svipti af sér teppinu og w bjóst til að rísa á fætur, „menn eins og Pat Hurley eru •k ómetanlegir. Og hvers vegna? Vegna þess að þeir sýna fullkomna hollustu. Eg get fengið honum verkefni sem ég myndi aldrei láta mig dreyma um að fela manni frá utan- ríkisráðuneytinu, vegna þess að ég get treyst honum. Skilurðu hvað ég á við?“ Eg komst ekki hjá því að minnast manna frá utanríkis- ráðuneytinú sem höfðu komið föður mínum í slíkar klípur að hann átti fullt í fangi með- að kippa málunum í lag. „Sjáðu til“, hélt faðir minn áfram. „Hvað eftir annað hafa þessir menn í utanríkisráðuneytinu reynt að leyna skýrsl- um fyrir mér, eða seinka þeim eða stöðva þær með ein- hverjum ráðum, aðeins vegna þess að nokkrir af þessum metorðastjórnmálamönnum eru andstæðir því sem þeir vita að er mín skoðun. Þeir ættu að starfa fyrir Winston! Og raunverulega gera þeir það í ótal skipti. Vertu ekki að hugsa um þá. Þeir eru í raun og sannleika sannfærðir um að eina leiðin til að stjórna Bandaríkjunum sé að komst að því hvað Englendingamir geri og haga sér síðan eins. Þetta á jafnt við um demokrata og republikana,“ hélt faðir minn áfram, og sökkti sér dýpra niður í þetta um- hugsunarefni. „Að því ég bezt veit er Pat Hurley, og ýmsir aðrir sem vinna fyrir mig, hreinræktaðir republik- anar. En þeir vita að land þeirra er í stríði, og þeir viija gera allt sem þeir mega fyrir land sitt, og það gera þeir líka.“ Arthur Prettyman hafði komið inn og hjálpaði honum að klæða sig. „Fyrir sex árum ráðlagði einhver mér að hreinsa til í utanríkisráðuneytinu. Það er eins og brezka utanríkisráðuneytið. Þar hafa þeir mann sem fastan for- stjóra utanríkisráðuneytisins. Hann er fastur forstjóri hvort heldur sem ríkisstjórnin er mynduð af Ihaldsflokkn- um, Verkamannaflokknum eða er frjálslynd. Það breytir enguv Hann situr í embættinu. Alltaf. Þar sjáum við í hnotskurn okkar eigin utanríkisráðuneyti. En svo eru aft- ur menn eins og Pat Hurley og störf þeirra hafa tvöfalt gildi. Eini gallinn á Pat Hurley er sá að það verður að segja honum hvað hann eigi að gera.En þegar honum hef- ur verið sagt hvað hann eigi að gera þá framkvæmir hann það. Og hann gerir það af fullum trúnaði og vand- virkni!" Hann þagnaði og hló við þegar hann tók eftir því að í ákafanum hafði hann hækkað röddina. „Nei, heyrðu mig,“ sagði hann. „Eg lá fyrir og ætlaði að hvíla mig. Þetta er þín sök, þú lézt mig fara að hugsa um þessa herra í borðalögðu buxunum í utanríkisráðuneyt- inu!“ Eg hló og hann spurði mig hvers vegna ég klæddi mig ekki einnig til veizlunnar. Eg sagði honum að mér hefði ekki verið boðið og þótt svo hefði verið myndi ég ekki hafa farið. „Eg er þreyttur, pabbi. Eg hef líka haft mikið áð gera. Eg svaf ekkert í nótt sem leið. Eg vil aðeins fá einhvern matarbita og leggja mig svo.“ Hann leit til mín eins og hann öfundaði mig. „En þú verður hérna á morgun?" „Já, já, að minnsta kosti til kl. fjögur eða fimm.“ Næsta morgun, þegar ég hitti hann aftur sagði hann mér að nú væri loks útrætt um þátttöku Tyrklands í stríðinu. Það átti ekki að fara í stríðið. „Eg hygg að Eftir Plsyllis P©tt©isie En livað þetta hljómaði skynsamlega — og hvað þetta var nærgætnislegt og umhyggjusamt, og þó, hvaða hönd önnur en hans hafði ýtt henni út í þessar ógöngur? „Það verður að grafa grundvöllinn undan því, sem við höfum hingað til byggt samveru okkar á“, sagði Jane hörkulega. „Eg sé það eins greinilega og yfirlæknirinn, og ég sé líka hversvegna það er ekki stærilæti mitt, sem ég met meira en þig, heldur sjálfstæði okkar beggja. Það er ekki af því, að ég sé yfir mig þreytt, að mér er fyllilega ljóst núna að í þessu tilliti höfum við bæði hegðað okk- ur rangt. Og Sally, sem er eiginkona þín, reiddist einmitt út af þessu, og það réttilega. Eg ber virð- ingu fyrir gremju hennar og ráðlegg þér að gera það sama. Annars munu þessir sömu erfiðleikar stinga upp höfðinu seinna — á einhvern annan hátt. Að ég fer í burtu núna, er til þess að reyna að geta unnið, án þess að hafa þig við hlið mér — og til þess að gefa þér tækifærij til að vinna án mín. Þegar ég í fyrstu varð undrandi yfir ásök- un yfirlæknisins, var það af því að mér fannst það, sem borið var upp á mig, vera miklu þyngra en ég sé nú að það er. Egi á við, að mér fannst leiðir okkar hlytu að skilja óafturkallanlega, fyrir fullt og allt, en þetta var aðeins hræðsla, og óþol- inmóð ósk um að láta kvölina taka sem fljótast enda------finna sjálfan sig sundurkraminn-------- en án þess að láta nokkurn vita um það. En — ég sé allt greinilega núna, og mér þykir vænt um að við höfum talað um þetta —- og ef til vill get- um við hitzt seinna og talað saman aftur, en ég verð að fara burtu“. „I hamingjunnar bænum hættu nú þessu hátíð- lega tali“, sagði Alec dálítið hranalega, en bætti svo við allt í einu: „En meðal annarra 'orða, þú ,ert þó aldrei ástfangin í mér?“ I Þessi'spurning var of spaugileg fyrir Jane. Það jgreip hana óstjómlegur hlátur, sem hún gat ekki ráðið við og tárin streymdu niður kinnar hennar. „Nei“, gat hún loks stunið upp fyrir Alec, sem horfði á hana hræddur og undrandi. „Þakkaðu guði fyrir að ég er ekki ástfangin í þér“. „Jæja, það er ágætt“, sagði Alec fremur stuttur í spuna, „það var ekki óhugsandi að þú værir það. Konur hafa verið það fyrr! Minnsta kosti er ástæðulaust fyrir þig að vera með þennan hlátur. Það var nauðsynlegt fyrir mig að fá að vita sann- leikann. Ef þú ert ekki ástfanginn í mér — og ég ekki af þér, þá get ég ekki séð hverju í dauðanum Sally getur verið leið út af. Og ég held — því að ég þekki Sally betur en þú og hann Charles þinn — að hún hafi aldrei og muni aldrei liafa neitt að at- huga við það, þótt við störfum saman“. „Ég ætla að biðja þig um að kalla hann ekki Charles minn“, sagði Jane og hélt áfram að hrist- ast af hlátri, „því það er hlægilegra en allt ann- að. Þú og Sally eru einu manneskjurnar, sem eigið hvort annað. En við skulum nú halda okkur að því, sem málið snýst um. Það er eitthvað, sem Sally setur fyrir sig, eitthvað, sem særi.r hana meir en samband þitt við Myru, og sem getur ekki heldur stafað af því að ung og hraust stúlka eigi von á barni með manni, sem hún elskar. En hvað var það þá, sem gat gert henni svona þungt í skapi? — Ekkert annað en hinar eilífu umræður okkar, sem hún gat ekki fylgzt með í. Öll þessi kvöld, — sem þið hefðuð átt að vera ein saman. En í stað þess sátum við hérna — til klukkan eitt og tvö á nótt- unni — og töluðum um áhugamál okkar, meðan Sally sofnaði með höfuðið upp við Biscuit, og ^ „ — guð fyrirgefi mér — hugsaði með sjálfri mér, hvað okkur liði öllum vel og hvað við værum ham- ingjusöm sarnan. Alec, ef þú átt eftir að hata mig það sem eftir er ævinnar, get ég ekki álaskð þér fyrir það, en ef þú vilt ekki verða til þess að ég fyrirlíti sjálfa mig — og þig líka — þá láttu mig í guðanna bænum fara, og gerðu ekki neitt meira veður út af því. Því meira sem þú talar um það, því betur sé ég hvað við höfum bæði verið blind og eigingjarnir heimskingar. — Og við köllum sjálf okkur sálsýkislækna“. Jane hélt að hún hefði nú fengið Alec algerlega á sitt mál. Iiún hafði gert hann órólegan. Hann fleygði þriðju sigarettunni yfir í arininn, en missti hann á gólfið stóð upp, steig ofan á hana og sagði: „Fjandinn hafi þetta allt saman". Síðan settist liann niður aftur eins og honum hefði dottið eitt- hvað nýtt og ánægjulegt í hug. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiijjiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiijimij DÆMISÖGUR KRILOFFS En áður en asninn fékk heiðursmerk-, ið hafði hann satt að segja verið vanur að gera sig heimakominn í görðum ná- grannanna og fá sér dálítinn rúg eða hafra. Hann teygði sig gegnum hlið eða rifur í girðingunni þegar enginn sá til, át eins og hann lysti og laumaðist svo burt aftur. barði asnann unz hann varð blár og mar inn, stirður og aumur í öllum liðum. Þegar sumarið var líðið var asninn með heiðursmerkið ekki orðinn annað en skinuið og beinin. XXIV. En nú horfði málið öðru vísi við. Þeg- ar asninn ætlaði að laumast inn í garð til að fá sér aukabita, heyrði eigandi garðsins hljóminn í bjöllunni, hljóp út og barði asnann hraustlega. Ef hann stóðst ekki mátið og læddist inn á akur nágrannans kom bjölluhljómurinn þeg- ar í stað upp um hann og einhver kom hlaupandi og lumbraði á honum með lurk. Hvert sem hann fór, inn á rúgakur- inn, í hafraskemmuna eða inn í aldin- garð heyrði einhver bjölluhljóminn og Eldur. Þrír kaupmenn sem höfðu verzlað saman í mörg ár höfðu hlotið mikinn ágóða. Nú voru þeir að skipta fénu með sér. En slíkri skiptingu hlutu að fylgja miklar deilur. En þegar þeir voru að rífast um hvernig þeir ættu að skipéa fénu, var allt í einu kallað: „Eldur.“ „Fljótir! við verðum að bjarga vör- unum og húsinu,“ sagði einn þeirra. „Við getum gert peningamálin upp á eftir.“ „Eg hreyfi mig ekki héðan fyrr en þú 40 39

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.