Þjóðviljinn - 10.08.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1947, Blaðsíða 1
12. árgrangur. Sunnudgaur 10. ágúst 1947 179. tölublað. Enn sanna sildargöngurnar nauðsyn sfórrar síldar- verksmiðju á Norðausturlandi HrunsÉ|órnarliðmu ÉéksÉ aé fiiindra að bygging 5-10 þiis. mála verksmiéju eysÉra hælisÉ þegar á þessu ári Fyrir atbeina SósíaIistaflokksins og Susturiandsþingmanna fákkstsam- þykkt lagaákvæði um að undirbúningi skuli lokið 1947 og bygging síldar- verksmiðju á Norðausturlandi hefjast 1948. Hvað líður framhvmtnd þessa lagaáhvœðis Síldarmagnið við Norðausturland hefur enn á ný sannað að bygging stórrar síldarverksmiðju á Norðausturlandi, sunnan Langaness, er lífsnauðsyn, ekki einungis fyrir Austurland heldur fyrir síldarútvegsmenn og sjóinenn um allt land. Þingmenn Austurlands fluttu á þingi í vetur frumvarp um að hafin yrði þegar á þessu ári bygging 5—10 þúsund mála verksmiðju á þessu svæði. Hrunstjórn Stefáns Jóhanns barðist móti málinu með virkri aðstoð meirihluta stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, Sveins Benediktssonar ;;g kump- ána. Einn þingfl., Sósíalistafl. barðist heill og óskiptur fyrir þessu merka nýsköpunarmáli. En nógu margir þingmenn fundust til að hafa vit fyrir skemmdarvörgum afturhalds- ins, og samþykktu sem lög að lokið skuli undirbúningi að byggingu síldarverksmiðju á Norðausturkandi á þessu ári 1947, og bygging hennar hafin árið 1948. Jóhann Þ. Jósefsson hótaði því þá, að þessi lagafyrir- mæli yrðu að engu höfð. Nú þegar reiði sjómanna og út- vegsmanna með framtaksleysið í þessu máli blcssar upp, fara blöð hrunstjórnarinnar, Morgimblaðið og Alþýðublað- ið að birta hvet jandi greinar um verksmiðjuna! Sjómenn og útvegsmenn munu ekki ætla sér að eiga slík nauðsynjamál sjávarútvegsins öllu lengur undir skemmdarfargi manna eins og Jóhanns Þ. Jósefssonar og Sveins Benediktssonar, heldur tryggja framkvæmd þeirra á þann hátt er þeir telja öruggan. Brezk biöð ræðá bandarískar kvikmyndir Brezk blöð ræða þessa á- kvörðun. kvikmyndaframleið endanna af miklum hita, sum láta í ljós óánægju sína með hana, en önnur segja, að brezka þjóðin megi prísa sig sæla fyrir að losna við hinn andlausa þvætting, sem Holly wood sendi frá sér. Búizt er við, að bandarísku kvikmyndaframleiðendurnir rnuni setja hömlur á sýning- ar brezkra kvikmynda í Bandaríkjunum. 1 sÉiiÉÉit máli „Stjórnarbót“ fyrir Indo-Kína Franska stjórnin hefur gefið Indo-Kína ,,stjórnarbót“. Sam- kvæmt henni verður landinu stjórnað af ráðuneyti sex manna, þrír skipaðir af franska landsstjóranum, en þrír kosnir af ráðgjafarsamkundunni. Talið er vafasamt að þjóðin geri sig ánægða með þessa úrbót. Morðingjar Aung San handteknir Morðingjar forsætisráðherra Burma Aung San og ráðherra hans hafa nú verið handteknir, en ekki er vitað hverjir þeir eru, það er þó talið, að þeir hafi samband við Þjóðernis- sinnaflokkinn. Bretar misstu 1503 skip Endanlegt upgjör um skipa tjón Breta á stríðsárunum var nýlega gert kunnugt. Bretar misstu 1503 skip sem voru samtals 959,757 lestir. 300 þús manns sagt upp Franska stjórnin hefur á- kveðið að fækka starfsmönn- um ríkisins um 300,000. Fjöldi þeirra manna, sem nú eru í þjónustu ríkisins, munu vera nálægt l.Vi milljón. Saga þessa máls á þingi í vetur er lærdómsrík fyrir síldarsjómenn og útvegsmenn og skal rifjuð hér upp. Þingmenn af Austurlandi, sem sæti eiga í neðri deild, fluttu sameiginlega frum- varp um byggingu síldar- verksmiðju á Norðaustur- landi sunnan Langaness. Var þar kveðið svo á, að ríkið léti reisa 5—10 þúsund, mála síldarverksm. á þessu svœði og skyldi hún staðsett að undangenginni rannsókn á því hvar hún vceri bezt sett með tilliti til síldveiði- svœðisins. Var svo fyrir mælt í frum varpinu, að ríkisstjórninni skyldi heimilt að taka allt að 10 milljón króna lán til bygg ingar verksmiðjunnar og að byrja skyldi á byggingarfram kvæmdum á þessu ári. Flutningsmenn voru úr Framsóknarflokknum, Sósíal- istaflokknum og Alþýðu- flokknum, og í efri deild beitti Lárus Jóhannesson sér fyrir málinu, svo segja má að þingmenn úr öllum flokkum hafi staðið að því. í greinargerð bentu flutn- ingsmenn á að þetta mál, bygging stórrar síldarverk- smiðju á Norðausturlandi sunnan Langaness sé gamalt áhugamál Austfii’ðinga, að Fiskifélagsdeildin eystra, út- gerðarmenn og fjórðungsþing Austfirðingafjórðungs hafi hvað eftir annað sent Alþingi og ríkisstjórn áskorun um byggingu slíkrar verksmiðju. Flutningsmenn lögðu á- herzlu á síldargönguruar við Norðausturland síðustu surn- ur, og að hin slæma útkoma síldarvertáðanna stafi að nokkru af því að „síldveiði- flotinn hópaðist venjulega saman á lítið svæði þar sem síldar varð vart“, en fá eða engin skip voru að veiðum austan Langaness, þó þar yrði oft vart mikillar síldar. Baráttan um málið á Alþingi Það eru ekki mörg frum- vörp, sem svo öflugar stoðir virðast renna undir og' þetta, og sýnt var fram á með skýr um rökum hve brýn nauðsyn væri á íramkvæmdum í mál- inu. En meðferð frumvarps- ins j þinginu varð allt annað en mjúkleg, og er lærdóms- j ikt að rifja hana upp ein- mitt nú, þegar síldargöngurn ar staðfesta enn hvert orð af því sem forsvarsmenn máls- ins fluttu því til stuðnings. Þingmenn úr öllum flokk- um stóðu að málinu. En að- eins einn áf þingflokkunum fjórum stóð með frumvarp- inu heill og óskiptur — Sós- íalistaflokkurinn. Úr öllum hinum flokkunum komu þing menn, sem reyndu að bregða fæti fyrir málið, og var eink- um farin sú leið að reyna að eyða málinu með því að af- nema allar tímasetningar í frumvarpinu, hindra að byrj- að yrði á byggingu verksmiðj unnar á N orðausturlandi strax í sumar. Þegar við fyrstu umræðu frumvarpsins flutti Áki Jak- obsson ýtarlega ræðu til stuðnings málinu. í sjávar- útvegsnefnd neðri deildar hlýtur málið þá furðulegu af- greiðslu, að í stað þess að leggja til að það yrði sam- þykkt eða fellt, leggur meiri hluti nexndarinnar, SjálfstaBð i sf lokksmennirni r S i gurður Kristjánsson og Pétur Otte- sen, Framsóknarþingmaður- inn Skúli Guðmundsson og Sovétstjórninní „ sendar fyrirspurn ir um kjarnorku- málín Fulltrúi Breta í kjarnorku- málanefnd öryggisráðsins hef ur beint 10 fyrirspurnum til sovétstjórnarinnar um tillög- ur hennar í þeim málum. Ekki er vitað hverjar fyrir- spurnirnar eru. Gromyko, fulltrúi Soétríkj- anna, sagði á fundi nefndar- innar, að tillögur vesturveld- anna í kjarnorkumálunum- væru gersamlega óaðgengileg ar, þar sem framkvæmd þeirra mundi þýða að einstök ríki væru svipt sjálfsákvörð unarrétti og fullveldi. 8 breytingartillögur við viðreisiiarfrumvarpið Brezki íhaldsflokkurinn mun bera fram átta breytingartillögur við við- reisnaráætlun ríkisstjómar- innar, sem allar miða að því að takamarka völd hennar. Talið er víst, að þær muni all ar verða felldar. Strandgæzlubátar handa grísku stjórninni Gríska stjórnin hefur feng- ið nokkra hraðskreiða strand- gæzlubáta frá bandaríska flot anum, eftir því sem flota- málafulltrúi Bandaríkjanna í Aþenu skýrir frá. Umhverfis hnöttinn á 100 tímum? Bandaríski flugmaðurinn, sem ætlar að setja met í hnattflugi kom í fyrradag til Calcutta og er þá flugið hálfn að. Hann var búinn að vera 48 stundir á leiðinni. 500 þús. lestir korns til Finnlands Sovétstjórnin hefur ákveð- ið að senda 400 þús. lestir korns til Finnlands, auk þeirra 100 þús. lesta, sem um var samið í viðskiptasamning um milli þessara landa. Alþýðuflokksmaðurinn Finn- ur Jónsson, til að í stað frum varpsins yrði bætt í lögih um síldarverksmiðjur ríkis- ins frá 1942 því ákvæði að ein þeirra síldarverksmiðja sem þar er talið upp að reisa eigi einhverntíma í framtíðinni, skuli vera á Norðaustur- landi! Þetta þýddi auðvitað að málinu var drepið á dreif, algerlega eyðilagt sem fram- kvæmdamál í sumar. Áki Jákobsson flytur mál sjómanna og útvegs- manna Áki Jakobsson var einn í Framh. á 7. síðit

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.