Þjóðviljinn - 10.08.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.08.1947, Blaðsíða 8
Jðrgen Bukdahl leggur ti! að Danir skili íslendingum handritunum Hinn kunni danski rithöfundur og bókmenntafræðing- ®r Jörgen Bukdahl hefur í ræðu á fjölmennri samkomu lagt eindregið til að íslendingum verði skilað handritun- um úr dönskum söfnum. Jörgen Bukdahl hefur ný- lega minnzt íslands og hand- ritamálsins í ræðu, er hann Ilutti á fjölmennri samkomu í borginni Odense á Fjóni. Fórust honum orð á þessa leið: Við Danir eigum enn langt í land, unz við höfum unnið bug á hefðbundinni skamm- sýni okkar. Enn gætir gam- alla drottnunartilhneyginga, og það eru einmitt þær, sem blinda augu sumra okkar fyr ir því hvílík gifta það hefur orðið fyrir Norðurlönd að ís- land hlaut sjálfstæði sitt og að hinni langvinnu baráttu Jóns Sigurðssonar við Dana- veldi lauk með fullum sigri. Hið frjálsa ísland stendur í dag nær hinum Norðurlönd unum en nokkru sinni áður. Og hann bætti við: Skilum íslendingum hinum jornu handritum þeirra, þess um dýrmæta helgidómi ísl. þjóöarinnar. Mér virðist það Jóhannes Þor- ekki vera okkur sœmandi að halda þeim í skjóli eignarétt- ar og lagakróka, löngu eftir að við höfum viðurkennt sjálfstœði íslands. Síðan vék hánn máli sínu að viðskiptum Dana og Fær- eyinga og sagði: Færeyingar eru sjötta þjóð Norðurlanda. Ef við Danir getum ekki skilið sjálfstæðis baráttu Færeyinga og kröfur þeirra um réttindi tungu sinn ar og menningar, þá gef ég ekki' mikið fyrir okkar eigin frelsisbaráttu. Verkamenn á Akureyri vilja fá Dagsbrúnarkaup Verkamannafélag Akureyr arkaupstaðar hélt fund s.l. föstudag til að rœða og ganga frá kröfum félagsins í vœnt- anlegum samningum þess við atvinnurekendur. Á fundinum var einróma samþykkt að miða kröfur fé lagsins í öllum aðalatriðum við hið nýja Dagsbrúnarkaup. Kosin var þriggja manna samninganefnd og henni gef ið umboð til að hækka kröf- ur félagsins, ef ekki takast samningar áður en gamli samningurinn er úti'unninn, en það er 1. september. Mikil atvinna er nú á Ak- ureyri og virðist að nokkur skortur sé á vinnuafli til ýmissa framkvæmda. Bandaríkin eiga sök á styrjöldinni í Kína Iíínverska verkalýðshreyfingin svipt öllum réttindum „Við viljum að Bandaríkin hjálpi til við efnahagslega viðreisn Kína. Við erum mótfalhiir því, að Bandaríkin hjálpi Sjungkingstjórninni til Jæss að halda borgarastyrj- öldinni áfram. Stjórnin rnundi ekki geta haldið áfram hern- aðaraðgerðum án aðstoðar Bandaríkjanna.“ grímsson frá Rauðsdal sextíu og fimm ára Hann er fæddur 10. ágúst, og hefur dvalið mestan hluta ævi sinnar á Vestfjörðum, var þar smali í æsku og verkamaður á fullorðinsár- um. Síðustu níu árin hefur Jóhannes dvalið í Reykjavík, og á nú heima í Bragga 44 á Skólavörðuholti .(við Ei- ríksgötu). Þannig fórust formanni kín verka alþýðusambandsins Sjú Hsjúfan orð í viðtali við fréttaritara ALN og þetta er skoðun allra leiðtoga kín- versku verkalýðshreyfingar- innar bæði á yfirráðasvæði Sjungkingstjórnarinnar og kommúnista. Það er því meiri ástæða til að gefa gaum að orðum Sjús, þar Sósíaldemókrata- leiðtogi heimtar Jóhannes er vinsæll af þeim sem þekkja, enda glað vær og ræðinn í kunningja- hóp. Heilsuleysi og öðru and streymi hefur hann tekið með karlmennsku og still- ingu. Jóhannes er hagorður vel þó ekki haldi hann kveð- skap sínum á loft, og er á- reiðanlega margt prentað sem síður er þess vert en sum ar vísur hans. Eg óska Jóhannesi til ham ingju með þennan merkisdag, með ósk um margar bjartar stundir framundan. Kunningi. Æ, T, < Ferðalag austur í Laugar- Í1 dal laugardaginn 16. ágúst. ( Þátttaka tilkynnist skrif- | stofunni Þórsg. 1, sem fyrst, | opið kl. 6—7 sími 7510. Ferðanefndin. 1 nazistahreinsun á hernámssvæðiim vesturveldanBa Efnahagsleg óreiða er ríkj- andi á hcrnámssvæðum Breta og Bandaríkjamanna í Þýzka- | landi, segir í skýrslu er dr. flugo Buschmann, hefur sent brez’íum yfirvöldum. Hugo Buschmann er einn af leiðtogum sósíaldemókrata og var áður yfirmaður birgða- og viðskiptamála á rússneska her- námssvæðinu, en fór þaðan vegna þess að hann hélt að betra væri að vera undir brezkri stjórn. Samkvæmt frásögn hans er „Vestur-Þýzkaland orðið einn allsherjar svartimarkaður", þar sem um það bil 50% fólksins lifi góðu lífi, en hinn hlutinn, sem ekkert hefur til að selja er ofurselt „seigdrepandi hung- urdauða". Ráðið gegn þessu, seg ir Busehmann, er að reka þau hundruð nazista sem enn gegna háum trúnaðarstöðum. (ALN) sem hann er álitinn einn í- haldssamasti leiðtogi kín- verksu verkalýðshreýfingar innar og var eitt sinn traust- ur stuðningsmaður Kuomin- tang. Sjú sat ráðstefnu alþjóða sambands verkalýðsins í Praha fyrir skömmu, en er nú kominn til Hongkong, þar sem hann dvelst raunveru- lega í útlegð. Þaðán mun hann halda áfram baráttu fyr ir endurheimt þeirra réttinda sem Sjungkingstjórnin svipti kínversku verkalýðshreyfing una, þegar hún bannaði starf semi alþýðusambandsins. Sjúngkingstjórnin bannaði verkföll og gerði aðrar ráð- stafanir til að hindra eðlilega starfsemi verkalýðsfélaganna, jafnframt því sem hafnar voru ofsóknir gegn forystu- mönnum þeirra. Dómar mildaðir Hæstiréttur hefur mildað nokkuð dóma þá, sem kveðnir /oru upp yfir samsærismönn- unum í Ungverjalandi i byrj- un þessa árs. M. a. var dauða-» dómur Lajos Veres de Delnoks breytt í 15 ára fangelsi. Herkostnaður Norð- manna 375 millj. Herkostnaður Norðmanna nemur samtals 375 millj. kr. Herinn fær 100 millj., flotinn 110, flugherinn 38, strandvarn- arliðið 10, loftvarnarliðið 10 og heilbrigðisþjónustan 2. 5 milljónir verða notaðar til raketturannsókna. þJÓÐVILJINN við ágætiim árangrí á meit- aramótinu sent hefst í im. Verða sett ný íslandsmet í 400 og 110 m. grindahlaupum? Tuttugasta og fyrsta Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum hefst í dag, kl. 2 e. h. á íþróttavellinum. í dag verður keppt í 7 íþróttagreinum: 200 m. hlaupi, hástökki, 800 m. hlaupi, spjótkasti, 5 km. lilaupi, langstökki og 400 m. grindahlaupi. Á mánudagskvöldið verður mótinu lialdið áfram og þá keppt í 8 greinum: 100 m. hlaupi, stangarstökki, kringlu kasti, 400 m. hlaupi, þrístökki, 15 km. hlaupi, sleggjukasti og 110 m. grindalilaupi. Færustu íþróttamenn okkar keppa í hverri grein að undanskildum Gunnari Huseby, sem ekki tekur þátt í mót- inu. Keppnin í dag Fyrri dag mótsins hefst keppni á 200 m. hlanpi og verður vafalaust hörð keppni milli Finnbjarnar og Hauks Clausen úr ÍR um meistara- nafnbótina, en keppendur verða 9 alls. í kúluvarpinu er Vilhjálmur Vilmundarson úr KR talinn líklegastur til að sigra, en auk hans keppa þeir Sigfús Sigurðsson frá Selfossi og Friðrik Guðmundsson úr KR sem báðir kasta um 14 m. og Sigurður Sigurðsson úr ÍR og Ástvaldur Jónsson úr Ár- manni. 1 hástökkinu má telja Skúla Guðmundsson KR viss- an um sigur, en Kolbeinn Krist insson frá Selfossi og Sigurð- ur Friðfinnsson frá Fimléikafé- lagi Hafnarfjarðnr munu keppa um 2. og 3. sætiö. I 800 m. hlaupi eru þuir Óskar Jónsson og Kjartan Jóhannsson taldir líklegastir til að hljóta meist- aratignina, en auk þeirra keppa Pétur Einarsson KR og Hörð- ur Hafliðason og Stefán Gunn- arsson úr Ármanni. Búast má við skemmtilegri keppni í spjót kasti, milli Hjálmars Torfason ar frá Héraðssambandi Þingey inga og methafans Jóels Sig- urðssonar úr iR, en keppendur eru 4 í þeirri grein. 1 5 km. klaupi keppa m. a. Þórður Þor geirsson og Indriði Jónsson úr KR og Sigurgeir Ársælsson úr Ármanni. I langstökki verður hörð keppni um meistaratign- ina milli Olivers Steins og Finnbjarnar en auk þeirra kepp ir ágætur langstökkvari frá Héraðssambandi Þingeyinga, Stefán Sörensson, og eru alls 9 keppendur í þessari grein. Loks verður keppt í 400 m. grindahlaupi og er Haukur Clausen talin líklegur til að setja nýtt íslandsmet í þeirri grein, en keppendur eru 5 alls. Keppnin á morgun Kl. 8,15 á morgun verður meistaramótinu haldið áfram og hefst þá með keppni í stang arstökki. Keppendur verða þar 5 að tölu og óvíst um úrslit, en meðal keppenda eru þeir Torfi Bryngeirsson úr Ármanni og og Kolbeinn Kristinsson frá Selfossi. í 100 m. hlaupi þykja þeir Finnbjörn og Haukur lík- legastir til að verða meistarar en auk þeirra keppa Pétur Sig urðsson, Þorbjörn Pétursson o. fl. 1 Kringlukasti eru 11 keppendur og er Ólafur Guð- mundsson ÍR þeirra kunnast- ur. I 400 m. hlaupi eru margir góðir keppendur, þ. á. m. Kjartan Jóhannsson og Hauk- ur Clausen. I þrístökki eru 10 keppendur, m. a. Stefán Sör- 'ensson, sem er methafi í þeirri grein. I 1500 m. hlaupi keppa Óskar Jónsson, Þórður Þor- geirsson og Hörður Hafliðason. 1 110 m. grindahlaupi er búizt við áð Skúli Guðmundsson setji nýtt íslandsmet en auk hans keppa þeir Finnbjörn og Ólafur Nielsen. I sleggjukasti eru 5 þátttakendur og munu þeir Símon Waagfjörð frá Vest mannaeyjum og Áki Granz frá Selfossi keppa þar um meist- aratignina. Ekki hefur enn verið hægt að ákveða hvenær meistara- mótinu verður lokið, en á mánudagskvöldið verður ólok- ið keppni í þessum 6 íþrótta- greinum: 4x100 m. boðhlaupi, 4x400 m. boðhlaupi, fimmtar- þraut, 4x1500 m. boðhlaupi, 10 km. hlaupi og tugþraut. 1 Sá árangur, sem næst á þessu móti í einstökum íþrótta- greinum hefur aðra og meiri þýðingu en að skera úr því hverjir hljóti meistaranafnbót á þessu ári. Eins og skýrt var frá hcr í blaðinu nýlega, verð- ur hann látinn skera úr því hvaða þátttakendur verða héð an í frjálsíþróttakeppninni við Svía er hinar Norðurlandaþjóð irnaj- taka þátt í á þessu hausti. Má því búasi við óvenjugóðum árangri af þessu móti ef gott veður og ÖnauJ skilyrði fyrir því verða nú fyrir hendi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.