Þjóðviljinn - 20.09.1947, Side 4

Þjóðviljinn - 20.09.1947, Side 4
4 PJÖÐVILJINN Laugardagur 20. sept. 1947 r--—---------------------------------------- þJÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur aiþýSu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7500. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, síml 2184. Auglýsingar: SkólavÖrðustíg 10, simi 6399. Prentsmlðjusími 2184. Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Baráttan gegn dýrtíðinni Borgararblöðin gera sér nú mjög tíðrætt um dýrtíð- ina og nauðsyn þess að vinna bug á henni. Þessi skrif eru þó mjög óljós, einskonar tæpitunga stjórnmálaskúmanna við almenning. Sum blöðin leggja á það áherzlu að útflutn- ingsatvinnuvegirnir verði að fá meira fé handa milli til að geta staðið undir launagreiðslum og öðrum kostnaði, og virðast þau telja gengislækkun helzta bjargráðið. Önn- ur hamra á því æ ofan í æ að dýrtíðin verði að minnka, verðið verði að lækka og kaupið verði að lækka, og telja þau að því er virðist verðhjöðnun sáluhjálplegustu leiðina. En öll mótast þessi skrif af því að málin eru tekin vettlinga tökum, hinar raunverulegu ráðstafanir eru faldar bak við loðin slagorð, og engu orði er minnzt á afleiðingar þeirra bjargráða sem blöðin og ráðamenn þeirra aðhyllast. Það er greinilegt að þessi blöð vilja ekki að almenningur geri sér grein fyrir því hvað framundan er, eða taki upp rök- ræður um vandamálin. Óheiðarlegir stjórnmálaloddarár vilja ævinlega að fólkið fylgi sér í blindni. ★ ---^sa Fyrir ári birtu þeir hagfræðingarnir Torfi Ásgeirsson og Jónas Haralz greinaflokk í Þjóðviljauum um dýrtíðar- málið og hefur hann síðar verið sérprentaður. Greinar- flokkur þessi benti á ýmsar leiðir sem væru til umræðu og afleiðingar þeirra, og vakti mikla athygli. En borgarablöð- in létu sér sæma að þegja, þau treystust ekki til að hefja rökræður. En nú ári seinna eru þau farin að ympra á „leiðum út úr ógöngunum", og þær tvær leiðir sem mestr- ar hylli virðast njóta eru einmitt þær sem hagfræðingarn- ir töldu fráleitastar og hættulegastar fyrir Islendinga og færðu rök að. Þessar leiðir, gengislækkun og verðhjöðn- un, voru teknar til umræðu enn á ný í Þjóðviljanum fyrir fáum dögum á líkum forsendum og hagfræðingarnir gerðu, en afturhaldsblöðin svara ekki einu bofsi; þau halda á- fram rökleysublaðri sínu um dýrtíð og örðugleika. Áhrifin af bjargráðum hrunliðsins yrði í stuttu máli á þessa leið: Þeir sem fylgja gengislækkun vilja framkvæma hana ásamt festingu vísitölunnar og banni við kauphækkunum. Það myndi hafa í för með sér verðhækkun á öllum erlend- um varningi, verri afkomu almennings, samdrátt verk- legra framkvæmda og nýsköpunar, tregari tækniþróun, skerðingu á sparifé almennings. Verðhjöðnun myndi hafa í för með sér stórkostlega afkomurýrnun, samdrátt allra framkvæmda og stöðvun tækniþróunarinnar, gjaldþrot þeirra þúsunda sem 'hafa orðið að taka lán á undanförnum árum og geysilegan hagn að fyrir stóreignamenn og okrara. Þetta eru þær afleiðingar sem afturhaldsblöðin vilja ekki ræða, og það er að vísu skiljanlegt frá þeirra bæjardyrum séð. En þau halda áfram að tala um ,,dýrtíð“ eins og það væri draugur eða vofa, án þess þó að gera tilraun til að skilgreina hugtakið. ,,Dýrtíð“ er frá sjónarmiði almennings hlutfallið milli launa og vöruverðs, þ. e. a. s. kaupmáttur launanna. Sé kaupmátturinn lítill er ,,dýrtíðin“ mikil og öf- ugt. Þessvegna getur ,,dýrtíðin“ aukizt þó vöruverðið lækki um helming — ef launin lækka énnþá meir. Barátta gegn dýr tíðinni er barátta fyrir bættum lífskjörum íslenzkrar al- þýðu; öll önnur sjónarmið eru andstæð hagsmunum al- mennings en í samræmi við gróðasýki fámennar yfir- stéttar. fsmíí’ '. - - immmameM. GÖFGANDI KVOLD Þegar ég settist niður til að skrifa dálkinn okkar að þessu sinni (það var í fyrradag), var það ætlun mín að lýsa göngu- túr, sem ég átti um Skúlagöt- una eitt góðviðriskvöldið í vik- unni sem leið. Eg ætlaði að r’if ja það upp, hvernig sólargeislarn ir höfðu fengið sér kvöldlúr á léttgáruðum sjónum, og Esjan hirti ei lengur um að sýnast há og tignarleg, heldur var hún í þeirri stemningu að. sýnast falleg og góð, eins og lítil telpa í afmælisboði, og yfir henni lita dýr'ð slíkrar mýktar, að rriaður gat ekki stillt sig um að teygja hendina yfir flóann og strjúka um kollinn á henni. Og lýsing- unni ætlaði ég að ljúka með ógurlega háfleygri athugasemd, eitthvað á þá leið, að jafnvel þótt maður hefði verið forhert- ur bófi, þegar lagt var af stað í þennan Skúlagötugöngutúr, hefði maður verið farinn að spekúlera alvarlega í að fórna sér fyrir velferð mannkynsins, þegar komið var ofurlítið inn fyrir BP-tankana. Svona göfg- andi fagurt var þetta kvöld. ★ ENGIN LEIÐ Já, svona göfgandi fagurt var þetta kvöld á Skulagötunni, en ekkert varð úr lýsingunni. Því ég asnaðist til að líta út um gluggann á skrifstofunni og með það sama var sá andríkis- snefill, sem ég þóttist hafa písk að upp, hjaðnaður, orðinn að engu. Úti var hellirigning. Bíl- arnir, sem óku eftir slepju- glampandi Njálsgötunni urðu næstum lögunarlausir, þegar maður horfði á þá í gegnum vatnsflóðið, er steymdi niður rúðumar. Það var engin leið að lýsa fögru kvöldi, meðan veðrið var jafn' kæfandi drunga legt og þetta. ★ MANNESKJURNAR FLÝTA SÉK Og í gegnum þessar sömu regnvotu rúður voru manneskj- urnar í útliti eins og skrípa- myndir af sjálfum sér. Það ýmist teygðist úr þeim eða þær urðu óeðlilega breiðar, þar sem þær flýttu sér, að því er virt- ist örvæntingarfullar, eftir gang stéttunum. Þær hafa kannski fundið lungnabólgu í uppsigl- ingu, ef þær kæmust ekki úr þessum rigningarkalsa og heim til sín liið bráðasta. Aðeins einn piltur og ein stúlka virtust taka rigningunni með jafnaðargeði. enda leiddust þau með látbragði 'nýrrar trúlofunar. Ný trúlofun þarf enga regnhlíf, hvernig sem rignir. ■k REYNIVIÐUR VINDI SKEKINN Það gægðust greinar af reyni við fram fyrir liornið á húsinu vinstra megin Njálsgötunnar. Þær voru fagurgrænar og á þeim voru rauð ber. Þessi reyni viður var búinn að hafa fyrir því að laufgast fagurlega, jafn vel fá á sig rauð ber, og nú var hann vindi skekinn í húðarrign- ingu. Laun heimsins eru van- þakklæti. Fólkið í Fatabúðini hafði stillt stóru hengi með regnkáp- um eins langt út í sýningar- gluggann og mögulegt var. Hinn slyngi kaupmaður hagar útstillingum sínum í samræmi við sálarástand fólksins. Ef ekki er hægt að selja regnkáp- ur í svona veðri, þá er það aldrei hægt. k Þegar setjarinn tók við hand ritinu af þessum hugleiðingum um duttlunga reykvískrar veðr- áttu, var aftur komið þurrt veð ur. Samt hafði fólkið í Fatabúð inni enn ekki tekið regnkápurn- ur úr sýningarglugganum. Enda dró á loft kolsvart regn- ský yfir Sjómannaskólanum. Barátta afturhaldsins ... Frh. aí 3. sfðu. hinni erfiðu og — stéttar ykk- ar vegna — oft svo tvísýnu lífs- baráttu. Þið vitið að ekki er hægt að útrýma hugsjón. Þess vegna ráðizt þið aldrei beint á sósíalismann, enda engin rök fyrir hendi, heldur reynið þið að veikja von fólksins um réttlát- ara þjóðfélag, með því að hvísla að því, að það sé ekki sósíalismi í hinum nýju alþýðuríkjum held ur versta afturhalds- og auð- valdseinræði. En sú barátta ykkar er til einskis. Því þið gleymið því, að við berjumst fyrir betri tilveru, betri fram- tíð hér á íslandi, og það eftir leið sósíalismans, hvort sem hann er framkvæmdur í Mið- og Austur-Evrópu eða ekki. Þess vegna, íslenzk æska! Fylk þú þér til baráttu, úrslita átökin kunna að vera skemmra undan en margan grunar. — Berztu fyrir þinni eigin fram- tíð! Fylg þú sósíalismanum á íslandi fram til sigurs. Aðalsteinn. Ljósmyndasýning . . . Framhald af 8. síðu. ið hjá þeim löngun til að kynnast af eigin raun fegurð og sérkennileik landsins. ★ Eitt fyrirtæki, Sveinn Björnsson og Ásgeirsson, sýn- ir allskonar ljósmyndavörur — en þær eru sýnd veiði en ekki gefin í landi þar sem ekki fæst einu sinni ljós- myndapappír! ORÐSENDING Opnum í dag, laugardag, nýja matvörubáð að Nesveg 31. Höf- um á boðstölum allar fáanlegai mat- og nýlenduvörur, einnig | kjötvörur. Gjörið svo vel að líta inn og I reyna viðskiptin. t. iSími 4520. I Sími 4520. Nesveg 31. + f í $ Ráðskona óskast frá 1. okt n. k. Upplýsingar í skrif- stofu ríkisspítalanna, sími 1765. + $

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.