Þjóðviljinn - 28.09.1947, Side 6

Þjóðviljinn - 28.09.1947, Side 6
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. sept. 1947. ■BanniiiiiiniiniinTiTTnTminnmiiiiinnnnTmmniniiiiiniinLninTiiiiimiTnnniiiiiimuHiiiiiiii LIFIÐ AÐ VEÐI Eftir Morare Me C®y „En ég vil ekki tala við yður“, sagði Dolan. ,,Eg 19. Samsærið mikla f eftir I MICHAEL SIYEES oa ALBERT E. KAHN skapazt höfðu við aldakúgun rússneskrar keisarastjórn- ar. Þjóðbyltingarmenn höfðu löngum beitt, hermdarverk- um í baráttunni við keisarastjórnina. Nú bjuggust þeir til að nota sömu aðferð gegn bolsévikum. Þjóðbyltingarmenn fengu liðsstyrk frá frönsku leyni þjónustunni. Með tilstyrk fjármuna sem franski sendi- herrann Noulens afhenti eigin hendi hafði Boris Savin- koff endurreist hina gömlu hermdarverkamiðstöð Þjóð- byltingarmanna í Moskvu, með heitinu „Bandalag rúss- neskrar endurfæðingar". Tilgangur þess var að skipu- leggja morð Leníns og annarra sovétleiðtoga. Vegna með- mæla Sidney Reillys tók brezka leyniþjónustan einnig að veita Savinkoff fjárstyrk til að þjálfa og vopna hermd- arverkamenn. En Reilly, sem . var ákafur keisarasinni, treysti þjóð- byltingarmönnum ekki til að mynda nýja rússneska rík- isstjóra í stað sovétstjórnarinnar. Reilly treysti Savinkoff en taldi vinstri arm þjóðbyltingarmanna hættulega rót- tækan. Sumir þeirra höfðu samvinnu við andstöðuarm Bolsévíka, fylgjendur Trotskís. Reilly hikaði ekki við að nota þjóðbyltingarmenn til framgangs fyrirætlunum sín- urn, en hann var staðráðinn í því að uppræta alla rót- tækni í Rússlandi. Hann taldi hernaðareinræði fyrsta skrefið til endurreisnar keisarastjórnar. Þessi brezki njósnari tók því að skipuleggja sjálfstæð samsærissam- tök jafnframt því sem hann hélt áfram að styrkja og hvetja hermdarverkamenn þjóðbyltingarsinna og ann- arra róttækra andstæðinga sovétstjórnarinnar. Reilly sagði síðar frá í endurminningum sínum hvernig hann fór að: „Rússnesku samtökin mín máttu ekki vita of mikið, svo einn hópur gæti komið upp um annan. Því var „fimm- kerfið“ notað, hver þátttakandi vissi aðeins um fjóra menn aðra. Þræðirnir lágu til mín, ég þekkti alla menn- ina, ekki persónulega, en nöfn þeirra og heimilisföng, og vel kom mér sú vitneskja síðar .... Þetta tryggði, að þó einhver brygðist, fór ekki allt um koll, uppljóstrunin var staðbundin“. Félag Reillys breiddist ört út í Moskvu og Pétursborg. í samvinnu við félög liðsforingja úr keisarahernum, leifar af leynilögreglu keisarans hinni skuggalegu Okrana, hermdarverkamenn Savinkoffs og fleiri gagnbyltingaröfí. Nokkrir vinir Reillys frá fyrri dögum urðu honum til mikils styrktar. Meðal þeirra Tsúberskí greifi, er hafði not að Reilly sem milligöngumann við þýzkar skipasmiðjur, Júdenits, herforingi úr keisarahernum; veitingahúseig- andinn Serge Balkoff frá Pétursborg; ballettdansmærin Dragmara, en íbúð hennar hafði Reilly fyrir aðalstöðv- ar sínar í Moskvu; Grammatíkoff, auðugur lögfræðingur og fyrrverandi leyniagent í Okrana, er nú varð aðalsam- bandsmaður Reillys við þjóðbyltingarmenn; og Veneslav Orlovskí, annar fyrrverandi Okrana-agent, er tekizt hafði að verða starfsmaður Tsekunnar í Pétursborg — fra honum var falsaða vegabréfið með nafninu Sidney George- vits Relinskí, sem gerði Reilly kleift að fara ferða sinná um Sovétríkin. Þessir og aðrir agentar, sem komust alla leið inn í Kreml og herráð rauða hersins, létu Reilly fylgjast með hverju viðviki sovétstjórnarinnar. Brezki njósnarinn gat gortað af því að innsiglaðar fyrirskipanir rauða hersins „voru lesnar í London áður en þær voru opnaðar í Moskvu“. Miklar fjárhæðir til að kosta starf Reillys, nokkrar milljónir rúblna, voru faldar í Moskvaíbúð dansmeyjunn- ar Dagmara. Nokkuð af þessu fé fékk Reilly úr brezka sendiráðinu. Bruce Lockhart safnaði fénu en Hicks kap- teinn úr brezku ieyniþjónustunni kom því til Reillys. Loek- hart skýrir frá því í „Brezkum erindreka" hvernig fjár- ins var aflað: „Fjöldi Lússa átti faldar miklar birgðir af rúblum. Þeir urðu heldur en ekki fegnir að losna við þær fýrir avísanir á London. Til að forðast grun, söfnuðum vér fénu gegnum enskt verzlunarfyrirtæki í Moskvu. Það skipti við Rússana, ákvað sölugengið og gaf ávísanirnar. Við hins vegar ábyrgðumst opinberlega að fyrirtækið væri áreiðanlegt. Farið var með rúblurnar í bandaríska aðal- konsúlatið og afhentar Hicks, sem kom fénu til ákvörðun-' arstaðar". un. „Nú já, þér eigið við Jack. Já, það var vel 3 minnzt, Mér datt hann nú ekki í hug, en hann hefur mikil áhrif. Ef til vill gæti ég fengið hann til að hafa áhrif á yður, svo þér létuð mig í friði —“ „Já, ef til vill. En hann ætti frekar að reyna að beita áhrifum sínum til að reisa upp frá dauðum þessar þrjár ungu stúlkur, sem þér drápuð með uppskurði ----—“ Carlisle 'stökk á fætur. „Heyrið þér nú, Dolan“, sagði hann hásri rödd. „Þér ættuð að gera yður vel ljóst, í hvað þér ráðizt, áður en þér minnizt á það!“ „Þér getið bölvað yður upp á, að ég veit hvað ég geri“, sagði Dolan kuldalega og fór------ 4. Þegar Dolan kom heim, voru stóru gluggarnir á neðstu hæðinni uppljómaðir. Á gólfinu sátu Elbert, Tommy, Ernst og þýzki flugmaðurinn í hring utan um Myru. Þau voru niðursokkin í alvarlegar umræð- ur. Dolan gekk beint upp í svefnherbergið sitt og fór að klæða sig úr. Hann var í náttfötunum þegar Myra kom inn. „Drepið þér aldrei á dyr?“ spurði hann. ,.Hérna“, sagði hún og tók gamla sloppinn hans af stól og henti til hans. „Farið þér i þetta, það er sæmilegra". „Eg var ekki að talá um hvað er sæmandi, ég var að tala um einföldustu mannasiði. Hvar í andskot- anum eru skórnir mínir?“ hélt hann áfram og horfði í kring um sig. „Ulysses hefur auðvitað fariö með þá niður í herbergið sitt. Hann ber alla skapaða hluti þangað-------“ „Ef þér eigið við snjóþrúgurnar viðbjóðslegu, þá eru þær undir skrifborðinu", sagði Myra og benti á þá. „Eg býst við að þér vitið hvað klukkan er?“ „Eg ók svolítið eftir að ég fór af veitingahúsinu". „Það hefur verið löng ökuferð, ég er búin að bíða í tvo klukkutíma-------“ „Það leit ekki út fyrir að 'yður leiddist", sagði Dolan og fór í inniskóna. „Um hvað voruð þið að tala, kynvillu eða hugmyndaauð snillingsins ?“ „Nei, við vorum að tala um Hitler. Er Ernt fullkomlega með öllum mjalla, þegar talið berst að blóðhreinum aríum ha?“ „Nei, við vorum að tala um Hitler. Er Ernst til þess, að hann eltir allar negrastelpur á röndum. Ulysses var hérna ei'tt kvöld með stúlkunni sinni. Hann sneri baki við henni andartak, og þegar hann leit við, var hún horfin. Ernst hafði lagt hana á gólfið bak við píanóið og nauðgað henni. Ulysses ætlaði að drepa hann, en við gátum með naumindum stillt hann. — Nei, Ernst lítur ekki við öðrum en blóðhreinum aríum! — Jæja, ungfrú Barnowbull- insky. Verið þér nú svo væn að hypja yður, og lofa mér að komast í rúmið“. „Háttið þér bara, ég skal ekki reyna að hindra yður í því“. „Nei, heyrið þér nú — -—“ „Eg þurfti bara að tala við yður, og það get ég vel, þó þér séuð háttaður“. mvsr. * mína og takmarkanir og allt það. Farið þér nu heim-------“ „Hittuð þér April ?“ „Já-------‘ „Hvernig bar hún það?“ „Bar hvað?“ „Píslarvætti sitt, að giftast nýjum manni, meðan maður elskar gamla unnustann enn þá, það er píslarvætti, skal ég segja yður — „Finnst yður það?“ sagði hann háðslega. „Dönsuðuð þið ?“ hélt Myra áfram rólegu röddinni. „Já, part úr dansi, en þá sleit maðurinn hennar honum“. „Sleit honum? Það var skrýtið uppátæki, finnst yður það ekki?“ „Hann ásakaði mig fyrir að það varð að fresta brúðkaupsferðinni. Hann heldur, að ég hafi fengið April til að taka þátt í leiksýningunum. En það var Harry Carlisle, sem hvatti liann til að slíta dansinum. Þegar við April fórum frá borðinu, sá ég að hann færði sig nær Roy. Harry minnti hann á að hann hefði ástæðu til að vera afbrýðissamur við mig“. „Eg er nú ekki viss um, að það þurfi að minna hann oft á það — —“ „Jæja, nú er það liðið hjá. Þegar ég kom að borðinu okkar, beið Carlisle þar. Hann reyndi að gefa mér í skyn á nærgætinn hátt, að það væri mér fyrir beztu, að minnast ekki á hann í tíma- ritinu". „Ó, er það sá Carlisle?" „Já, liinn frægi læknir peningaaðalsins“. „Hvernig vissi hann, að þér höfðuð í hyggju að skrifa um hann?“ „Það er nú einmitt það sem mig Iangar til að vita. Um það vissu ekki aðrir en þér og ég og Bishop“. „Og Thomas. Munið þér ekki daginn, sem hann hleypti yður upp, og þér reynduð að yfirtrompa hann með því að lesa upp listann yfir þá, sem þér ætluðuð að afhjúpa?“ „Og Thomas — jahá“. „Eru Thomas og þessi Carlisle vinir?“ „Eg veit það ekki. Hann þekkir Jack bróður hans. Jack Carlisle er innsti koppur í búri hér um slóð- ir------“ „Eg vona að þér látið ekki hótanir hans hafa áhrif á fyrirætlanir yðar?“ „Verið þér alveg óhrædd um það, ég læt ekki snúa mér við. Þetta er verk, sem ég vinn með á- nægju. Þar að auki hefur mér verið uppsigað við liann. — Viljið þér nú ekki vera svo væn að fara?“ „Þér ætlið þó ekki að hrekja mig endanna á milli í borginni á þessum tíma nætur, eða hvað?“ „Jæja, fjandinn hafi það. Eg fæ Ulysses til að aka yður í bílnum mínum-------- „Hvers vegna það? Þaðværi eðlilegra að við —“ „Eg er búinn að segja yður, að það er ekkert aukarúm til hérna“, sagði Dolan og reis á fætur. Ill!!ll!!!!l ÍÍIIIIIIÐ D A V I Ð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.