Þjóðviljinn - 11.11.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.11.1947, Blaðsíða 3
JÞriðjudagur 11. nóvember 1947 ÞJÓÐVILJINN I útvarpsumræðunum um Paríarráðstefnuna talaði for- sætisráðherrann Stefán Jóliann og gerði liann að aðalefni ræðu sinnar persónulegar árásir á Áka Jakobsson fyrrv. atvinnu- málaráðherra. Þetta er auðvit- að í fullu samræmi við allan málflutning rikjsstjómarinnar. Hún er stefnulaust og viljalaust verkfæri í höndum heildsala og auðmanna Reykjavíkur. Hún er mynduð fyrir atbeina þessara glórulausu eiginhagsmuna- manna í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi völd þeirra. Auðmenn og heildsalar Reykjavíkur telja völd sín og auð vera í hættu ef ekki er hægt að rýra stórkostlega kjör almennings í landinu og skapa atvinnuleysi. Þessi myrkraöfl vita það að ef þeir geta komið á almennri örbirgð og atvinnu- leysi þá geta þeir stórlega auk- ið sín vöid og þá lamast sam- takamáttur fólksins. Verkefni og stefnumark ríkis stjórnar auðmannanna er því fyrst og fremst að stöðva ný- sköpunina, skapa atvinnuleysi og lækka síðan launin. Þegar svo er komið verður erfitt fyrir hina mörgu millistéttarmenn, sem hafa verið að koma sér upp húsi yfir höfuð sitt að rísa undir skvtfdunum, Þá eru eignir þeirra seldar á uppboði og geta auðmennirnir eignazt þessar eignir fyrir hálfvirði eða eltki það. Það er líka stefnumál þess arar ríkisstjórnar að koma út- veginum á vonarvöl í því skyni að svifta útvegsmennina eignum sínurn, hinum nýju bátum og skipum. Ríkisstjórnin þorir ekki að láta uppi þessa stefnu sína vegna þess hve fjandsamleg hún er meginhluta þjóðarinnar. Þess vegna hefur hún gripið til þess ráðs að hylja fyrirætlanir sínar í gengdarlausum blekk- ingaáróðri gegn sósíalistum og hefur sá áróður fyrst og fremst beinzt að Áka Jakobs- syni, sem hafði forystu fyrir nýsköpunarframkvæmdum fyrr- verandi ríkisstjórnar, en eins og kunnugt er var það vinsæl- asta ríkisstjórn sem setið hef- ur á íslandi. Stefán Jóhann og raf- virkinn hans Sveins Ben. Þessi ræða Stefáns Jóhanns var eitt af því aumasta sem héyrzt hefur úr herbúðum stjórnarinnar. Eitt af því sem .Stefán skammaði Áka Jakobs- son fyrir var það að hann hefði greitt iðnaðarmanni reikning fyrir 24 y2 stunda vinnu á sólarhring og átti þessi iðnað- armaður að hafa unnið þannig mánuðum saman fyrir 14,700 kr. á mánuði með 177 þús. kr. árslaun. Nú hefur Trausti Ól- afsson upplýst að engan slík- an reikning sé að finna hjá Byggingarstjórn Síldarverk- smiðjanna. Nú er það orðið upplýst, að iðnaðarmaður sá bent, að allt frá því að stríðinu sem um er að ræða vann við Síldarverksmiðjur ríkisins und- ir stjórn Sveins Benediktssonar við að koma gömlu síldarverk- smiðjunum í gang fyrir síðustu vertíð. Eins og venjulega hafði Sveinn Ben. látið rífa vélar gömlu verksmiðjanna í sundur og var svo óviðbúinn þegar síld veiði hófst. Þessi iðnaðarmáð- ur lagði nótt við dag til þess að reyna að bjarga Sveini Bene diktssyni og Stefáni Jóhanni frá hneysu. Þakkirnar sem hann fær eru þær, að Stefán Jóhann fer upp í útvarp og ber á hann f jársvik og skrökvar því á liann ao hann hafi fcngið sem kaup áiagni.igu meisfarans seni c~ ’O og ao -ia.iii lia.í fengið 177 þús. kr. í árslaun. Ógeðslegri framkoma þekkist varla og hæfir vel þeim kump- ánum Stefáni Jóh. og Sveini Ben. — Eftir að upplýst hefur verið hvernig lá í þessu máli hefur Stefán Jóh. sýnt þann aumingjaskap, að hann hefur ekki látið orð frá sér heyra og er það í fullu samræmi við þá óráðvendni, sem markar allan stjórnmálaferil Stefáns Jó- hanns. lauk hefur aldrei verið kej'pt, livorki í Sviþjóð eða Nor- egi tunnur og tunnuefni, sem útflutningsleyfi hefur verið i fyrir en það hefur alltaf feng-| izt á eftir. Ef þessi háttur hefði | ekki verið áhafður hefði engin söltun orðið hér önnur en í þær tunnur sem Svíarnir létu salta í fyrir sig og hefðu íslendingar þá algjörlega orðið háðir Svíum um verð sem Stefán Jóh. reyndi að koma á með hinum sviksam- lega samningi sem hann gerði við Svía vorið 1945. Útflutningsleyfi veitt Um það leyti sem Stefán Jóhann var að lralda endemis- ræðu sína veittu Svíar útflutn- ingsleyfi á efni samkv. samn- ingi Áka Jakobssonar, þ. e. efnij i 96 þús. tunnur, svo að slysinn var Stefán þarua. En slysni Stefáns Jóh. ríður ekki við ein- teiming því ao einmitt á meðan hann var að lielia óþverra sín- um yfir Áka Jakobsson fyrir tunnusamning þenna, var Jó- hann Þ. Jósefsson að gera kaup á lakara tunnuefni í Finnlandi fyrir kr. 18,50 í hverja tunnu. Auk verðmismunarins er að minnsta kosti krónu dýrari fragt frá Finnlandi en Sví- þjóð á hvert tunnuefni. Þann- ig að beinn fjárhagslegur vinn- ingur Islendinga á þeirri fram- sýni Áka Jakobssonar að gera þennan samning er allt að ein millj. króna. Þessi upphæð kem ur nú þjóðinni að góðu vegna þess, að Jóhanni Þ. tókst ekki að rifta samningnum. Áki skaðar Svía!! Stefán Jóhann hefur orðið sér svo rækilega til skammar fyrir frumhlaup sitt í þessu máli að Alþýðublaðið á laugar- daginn sér sig tilneytt að birta langa grein um málið. I grein- inni eru allar staðreyndir máls ins viðurkenndar, en samt verð ur að skamma Áka til að reyna að bjarga Stefáni. Þar stendur þessi klausa: „En þjóðhættuleg starfsemi var þetta vegna þess, að ís- Ienzkur ráðherra var að láía þjón sinn kaupa í öðru landi eftirsótta vöru í trássi við þar lend stjórnarvöld. ..“ Já, langt er nú sótt til rök- semda. Samningurinn sem Stef- án Jóh. skammaði Áka fyrir að gera vegna þess að hann teldi sámninginn skaða íslend- inga er nú eftir að komið er á daginn, að íslendingar græða á honum eina milljón króna. orð- inn ámælisverður fyrir það að hann skaðar Svía! Þessi orð Al- þýðublaðsins beinlinis sanna það live umræddur samningur var hagstæður fyrir íslendinga, meira að segja Alþýðublaðið treystir sér ekki tii að neita því. Svona er allur rógurinn um Áka Þjóðviljinn hefur krufið þetta mál til mergjar til að sýna almenningi á hvers konar rök- semdum er byggður sá lát- lausi rógur sem núverandi ráð- herrar og stjórnarlið viðhafa um Áka Jakobsson. Meðferð Stefáns Jóh. á sannleikanum í sambandi við þennan tunnu- samning er aðeins eitt dæmi um hinn auðvirðilega málflutning þeirra manna, sem þykjast vilja þjóðinni vel, en selja sig svo verstu andstæðingum hennar, til þess að vega aftan að henni, steypa henni í atvinnulej'si og örbirgð. Tunnusamningurmn sem gefur allt að milljón í gróða Annað atriði sem Stefán Jóh. flggaði í þessari endemis ræðu sinni, var það að Áki Jak- obsson hefði gert samning um kaup á efni í 96 þúsund tunnur í Svíþjóð, án þess að fá útflutn ingsleyfi og hafi þar með skað- að þjóðina um hundruð þús- unda. Sannleikurinn er sá, að s.l. haust gerði Áki Jakobsson fyr- ir milligöngu ísl. sendiráðsins í Stokkhólmi samning um kaup á efni í 96 þús. tunnur í Sví- þjóð fyrir kr. 11,20, sem var þá þegar mjög hagstætt verð. Sýnishorn af þessu efni hefur þegar verið sent upp og úr því smíðaðar nokkur þús. tunnur. Efnið reyndist alveg óvenju vandað og gott. Eftir að núverandi ríkis- stjórn tók við var það fyrsta verk Jóhanns Þ. Jósefssonar að reyna að fá Svía til að falla frá samningunum svo íslendingar þyrftu ekki að taka efnið. Jó- hann kom þessu ekki fram, vegna þess, að Sviar vildu láta samninginn standa. Það er alveg rétt, að þegar Áki Jakobsson gerði þennan samning var ekkert útflutnings leyfi fyrir hendi, en hann taldi það alveg áhættulaust að kaupa efnið, því að ef svo illa hefði farið, að sænsku stjórnarvöld- IÞRÖTTIR Ritstjóri: FRlMANN HELGASON Dynamo vann LF.K. í Gautaborg með 5:1 Þessi leikur var mjög svip aður þeim fyrri nema hvað Gautaborgararnir héldu betur út en Norrköping. Annars var það hraðinn og ákafinn og hinn leikandi samleikur sem rugl- aði og þreytti eins og á Rás- unda. Eftir tvær mínútur gera Rússar fyrsta marikið, var það annar hliðarframvörðurinn, gerði hann það af 20 m. færi. Eftir 13 mín. kom annað mark- ið, en úr rangstöðu. Þegar 28 mín. voru af leik kom annað markið og þremur mín. síðar nr. 3 og endaði hálfleikurinn 3:0. Þegar 8 mín voru af síðari hálfleik kom fjórða markið, og þrem mín. síðar kom mark Svi- anna. Var það Gunnar Gren. Fáum mín. síðar kom svo fimmta mark Dynamo. Enn ger in hefðu algjörlega neitað um ir miðherjinn Solovjev mark úr útflutningsleyfi þá var leikur rangstöðu. Eftir það gerðist eir.n að selja það með miklu' ekkert markvert. Dómarinn Lærra verði. Á það skal og Ivan Eklind dæmdi eftir rúss- Valurvann2JI. mótið í fyrraclag var keppt til úr- slita á 2. fl. mótinu í lcnatt- spyrnu. Leikar fóru þannig að Valur vann Fram með 1. marki gegn engu. Þetta var í 6. skipti að fé- lögin lceppa til úrslita á þessu móti. Liðin voru ákfalega jöfn og hefði jafntefli e. t. v. verið réttust úrslit þessa leiks. neska fyrirkomulaginu, þar sem hann gætti annarrar hliðar vall- arins en línuverðirnir hinnar og dæmdi mjög vel. Áhorfendamet var á vellin- um, sem keppt var á, en það var Ullevivöllurinn. Áhorfendur voru 29,968. Það vakti mikla athygli- að Rússarnir komu 15 mín. fyrir leikbyrjun út á völlinn með 7 knetti til að „mýkja sig upp“. Þótti áhorendum mikið til koma markmannsins, sem sýndi hin furðulegustu tilþrif er félagar hans létu lcnettina dynja á honum. I stutiu máli: Hjólreiðamenn Bretlands, sem taka eiga þátt í Olympíu- leikjunum munu fara til Suður- Afríku í febrúar og ferðast um landið þvert og endilangt. Er þetta þáttur í þjálfun þeirra og gert ráð fyrir að ferðin taki tvo mánuði. Svíþjóð móti Evrópu í frjáls um íþróttum. í belgíska íþrótta blaðinu Les Sports hefur ný- lega komið fram tillaga um lteppni milli Svíþjóðar og ann- arra landa Evrópu í frjálsum íþróttum. Blaðið bendir á sigur Svía yfir hinum Norðurlöndun- um í haust, og að Svíþjóð hafi sömu stöðu í frjálsum íþrótt- um og England í knattspymu. í Svíþjóð eru taldar litlar líkur fyrir að hægt verði að koma af stað slíkri keppni. A. I. K. hættir við Palestínu- för. Þéss var getið hér fyrir nokkru að sænska félagið A. I. K. hefði ráðgert knattspyrnu- för til Miðjarðarhafslandanna í haust. Nú hefur félagið hætt við förina, og er ástæðan kol- erufaraldur sá «em geisar i löndum austur þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.