Þjóðviljinn - 11.11.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1947, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagttr 11; nírvembeErlÖtó þlÓÐVILJINN Otgeíandl: Swnainlngarflokkur alþýðu — SóúalUtaflokkurlun Rltstjórar: Magnús Kjartanaaon, SlgurSur Guðmundason, Ab. B'réttarltfltjórl: Jón Bjamasou. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sxmi 7B00. Afgreiðflla: Skólavörðuatíg 19, aimi 2Í84. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 0399. PrentsiniOjusíml 2184. AakriftarverO: kr, 8.00 á mánuOl. — LausasöluverO 60 aur eiut. prentsmiOja ÞJóövUjans hJ. Stefna Alþýðuflokksins og ríkisstjómarinnar: 200 stiga vísitala og gengislækkun Alþýðublaðið skýrir frá því í fyrradag að flokksstjórn- arfundur Alþýðuflokksins hafi gert einróma samþykkt um Jausn dýrtíðarmálanna. Flokknum er þó ekki bráðara í brók aö kynna almenningi þessar tillögur sinar en svo, að úr þeim er ekki birt eitt orð né vikið að efni þeirra á nokkurn hátt. Úr því verður væntanlega bætt í dag í Alþýðublaðinu, þótt þess gerist varla þörf. Tillögur Alþýðuflokksins og ríkis- stjórnarinnar komu mjög greinilega fram í samþykktum Landssambands útvegsmanna, en þar var Finnur Jónsson fulltrúi þessara aðila og samþykkjandi tillagnanna. Eins og kunnugt er gerði Landssambandið ýmsar skyn samlegar tillögur, en þær hafa horfið í skuggann af þeim herfilegu firrum sem samþykktar voru fyrir tilstilli ríkis- stjómarinnar og Alþýðuflokksmannsins Frnns Jónssonar. Athyglisverðustu firrumar voru krafan um lækkun vísitöl- unnar niður í 200 stig og gengislækkun í þokkabót. Er sú krafa svo fjarstæðufull og óframkvæmanleg, að einsdæmi mmi í stjómmálasögu íslands, og hafa þó margir hlutir gerzt hjákátlegir í þeim efnum. Landbúnaðarafui-ðimar íslenzku valda mestu um dýr- tíðina. hér innanlands, en væntanlega á nú að lækka þær niður í 200 stig. Þá yrði kjötverðið t. d. kr. 3.40 kílóið og annað eftir því, og þarf ekki að styðja það rökum hver yrðu lífskjör íslenzkra bænda eftir slíkar ráðstafanir, þar sem það verð myndi varla hrökkva fyrir dreifingarkostn- aði! En það hrekkur engan veginn til þótt allar íslenzkar af- urðir verði lækkaðar niður í 200 stig. Vísitala aðfluttrar vöra er nú um 360 stig miðað við smásöluverð. Til að ná jafnvægi í 200 stigum yrði annað hvort að taka upp þann hátt að greiða niður aðfluttan vaming, og myndi vafalaust þurfa á annað hundi'að milljóna á ári tiJ að ná 200 stig- um(!!) eða lækka imilendan vaming enn að mun til þess að ná jafnvægi. Mun láta nærri að það jafnvægi náist ef allar íslenzkar vörur fást því sem næst ókeypis!! Þó verður ástandið enn verra þegar búið er að framkvæma gengis- lækkun í ofanálag, eins og Finnur Jónsson fékk JLmdssam- bandið til að krefjast; þá gæti svo farið að ríkið yrði að borga almenningi fé til að kaupa ísienzkar afurðir! Enn er þess svo krafizt að allar eignir og skuldir verði lækkað- ar um rúman þriðjung með valdboði og á það jafnt að ganga yfir sparifé almennings og skuldir auðkýfinga og braskara! Þannig myndu tillögur Alþýðuflokksins og ríkisstjóm- arinnar verða í reyndinni, ef ætiunin væri að framkvæma þær. En ætlunin er að sjálfsögðu engan veginn sú, heldur hitt að gera samþykkt um það á Alþingi að vísitalan sé 200 stig hvað sem ailar skýrslur segja! Þar með myndi kaup allra launþega lækka um rúman þriðjung, Dagsbrúnarkaup yrði kr. 5,60 um tímann eða um 13 þús. kr. á ári með fuilri atvinnu. Landbúnaðarvörurnar myndu sennilega verða lækkaðar eitthvað, en sú lækkun myndi étast upp af geng- islækkuninni, sem myndi stórhækka verð á öllum aðflutt- um varningi. Dýrtíðin ætti þannig að haldast óbreytt, en kaupgjaldið lækka um rúman þriðjung. Kjör verkamanna yrðu þá hrein hungurkjör, myndu tæplega nægja til að hafa þak yfir höfðtnu og seðja sárasta sultinn. Tiilögur þær sem Finnur Jónsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins og ríkisstjómarinnar, fékk Landssambandið til að samþykkja fela þannig annað hvort í sér algera hringa- vitleysu eða svívirðileg hungurkjör allra aiþýðu, og miðast að sjálfsögðu við seinni kostinn. Alþýðuflokknum og ríkis- 'tjórnimL hefur þótt nokkur stoð í því að gabba jafn sterk BÆJARPOSTIRINN Jólaávextir aítin- á dagskrá Þegar komið er þetta fram á vet ur, fara menn að sjá grilla í blessuð jólin, sem bíða á sínum vísa stað við braut ársins, og um leið koma fram um það sterk ari kröfur en ella að íslending- ar fái að éta epli og appelsínur. Það má ekki minna vera, segja menn, en þjóðin fái að nærast á hollum, vítamínríkum ávöxt- um í hálfan mánuð eða svo ár- lega. Við heimtum epli og appel sínur um jólin! Nýir ávextir eru taldir sjálf- sögð, dagleg fæða hjá flestum þjóðum, sem á annað borð eiga þess kost að ná sér í þá. En hjá okkur íslendingum eru ný- ir ávextir ekki hversdagslegri fæða en svo, að við fáum núorð ið ekki að bragða epli né appel- sínur nema rétt meðan stendur á sjálfri hátíð hátíðanna. Epli og appelsínur, það eru jól hjá okkur. Félag matvörukaupmanna hef ur skorað á ríkisstjórnina að hlutast til um innflutning nýrra ávaxta fyrir jólin. Afsakanir ögn gildari nú Ekki er gott að segja, hvern- ig ríkisstjómin kann að taka þessum tilniælum matvörukaup manna. Afsakanir fyrir því, að ekki hafa verið fluttir nýir á- vextir til islands, hafa lengstaf verið næsta léttvægar. Nú eru þær orðnar ögn gildari vegna gjaldeyrishallærisins. Nú kann að vera hægt að færa rök fyrir réttmæti þess að banna Is- lendingum algjörlega hressa upp á heilsuna með vítamLnum ávaxta, svifta þá jafnvel hinum litla ávaxtaskammti jólanna. ★ En fólk mundi íagna En hvað sem öllu líður, þá mundi fólk sannarlega fagna því mjög að fá að borða epli og appelsínur yfir jólin. Þessir ávextir eru nefnilega orðnir eitt af sérkennum íslenzkra jóla; — og hátíðin mundi missa mlkið af sínum góða svip ef hún þyrfti að líða í epla-og appelsínuleysi. Við vonum því að ríkisstjómin reyni að útvega nýja ávexti fyrir jólin. En fyllilega ánægð getum við ekki orðið með þessi mál, fyrr en hægt er að kaupa nýja á- vexti í íslenzkum búðum eins og hverjar aðrar nauðsynjar dags daglega. ★ Hver var höfundur skreytinganna? Skreytingamar í Iðnó á skemmtuninni 7. nóvember vöktu mikla athygli. Þóttust menn greinilega sjá, að þar hefði mikil listamannahönd stjómað allri tilhögun. Margir hafa spurt um höfund skreyt- inganna og viljað þakka hon- inganna og viljað þakka fyrir verkið. En hér er heldur þrjá, og reyndar fjóra. Þeir Þorvaldur Skúlason, Jó- hannes Jóhannesson og Gestur Þorgrímsson sáu um fram- kvæmdina en Sigurjón Ólafsson átti einnig með þeim sinn þátt í hugmyndinni að skreytmgun- um. Bæjarpósturinn þykist mega þakka þeim fyrir hönd allra þeirra, er voru á skemmtun- inni í Iðnó 7. nóvember. Frá Alþýðusanibandsþmginu Framh. af 1. síðu Fulltrúar hrunstefn- unnar ráða- og raka- lausir Að framsöguræðum þessum loknum var fundi frestað. Hófst fundur aftur kl. rúml. 4 í gær. Á sunnudaginn óskaði Sigur- jón Á. Ólafsson þess að fá jafn langan tima og framsögumaður „til að svara ræðu Lúðvíks Jós- efssonar." í gær flutti hann þessa „svar ræðu“ sína. Var hún endurtekn ing hrunsöngsins í stjómarblöð unum um að gjaldeyririnn væri þrotinn og að fiskverðið yrði að lækka um allt að helming. „Út- gerðarmenn vilja lækkun kaups ins. Eg vona að Alþýðusam- bandsþingið sé ekki það heillum horfið að hoppa inn á slíkar að- gerðir.“ Varla hafði hann sleppt þess um orðum fyrr en hann sagði: „Ef ekkert er að gert er komið hrun. Það verður að gera ráð- stafanir þótt það kosti nokkrar krónur i kaupgjaldi“. Voru fundarmenn litlu nær eftir ræðu hans hvort hann var með eða móti kauplækkun. Vegna þessa spurði Eggert Þorbjarnarson: . „Er Sigurjón og skoðanabræð ur hans með gengislækkun ? Eru þeir með lækkun vísitölunnar ? Eru þeir' með kaupbindingu og nýjum þrælalögum ?“ Þessu svaraði Sigurjón þann- ig: „Með gengislækkun hef ég aldrei verið og mun ekki verða. Eg er með því að vísitalan lækki i hlutfalli við verðlækkun á innlendum framleiðsluvörum, útlendu \öruna ráðum við ekki við, um það álít ég að verkalýð urinn eigi að biðja. Eg er móti bindingu kaup- gjalds og ég ætla að mér sé ó- hætl að segja að Aiþýðuflokk- urinn sé það Iíka“. Þegar hann var spurður hvort hann teldi að verð fiskjarins yrði að lækka um helming og vísitalan í samræmi við það vafðist honum tunga um tönn við svarið. Ekki vildi hann fullyrða að Alþýðuflokkurinn yrði móti gengislækkun og bindingu kaup gjalds. Lúðvík Jósefsson tætti í sund ur í stuttri ræðu málflutning hrunstefnumanna. Sæmundur Ólafsson hélt langa ræðu um „afgiöp“ Al- þýðusambandsstjómarinnar, varð helzt á honum skilið að þýðusambandsstjórnarinnar!! Var ræða hans öll það afkára- iegasta andlega beinakex sem fulltrúum á Alþýðusambans- þingi hefur nokkru sinni vei’ið boðið. Umræður um skýrslu sam- bandsstjórnar stóðu langt fram á kvöld, og voru hrunstefnu- menn orðnir furðu hógværir þegar á leið, þegar undan er skilinn hávaðinn í Helga kenn- ara Hannessyni frá ísafirði. sigrar verkalýðsins á s.l. sumri hefðu unnizt vegna þess að verkalýðurinn um land allt hefði verið á móti stefnu Al- sarntök og Landssamband íslenzkra útvegsmanmi til þess að koma með slíkar kröfur í samræmi við vilja valdamann- anna. En þessir aðilar hafa gengið of langt. Öll þjóðin skil- ur hversu fráleit slík ,,bjargráð“ eru og gerir sér enn betur ljóst en nokkru sinni fyrr, hvílíkir, ráðleysingjar það eru sem nú stjóma landinu. Á síðasta Alþýðusambands- þingi var samþykkt samkomu- lag til sátta í deilu þvotta- kvennafélagsins Freyju og verkakvennafélagsins Fram- sókn, þess efnis að Framsókn öðlaðist full réttindi í Alþýðu- sambandinu þegar hún hefði uppfyllt skilyrði samkomulags- ins. I stað þess virti Framsókn ítreknð bréf stjórnar Alþýðu- sambandsins um þetta mál ekki svars. I gærkvöld flutti Jón Sig urðsson tillögu, undirritaða af 64 fulltrúum, þess efnis að Framsókn væri verðlaunuð fyr- ir þetta framferði með því að veita henni þegar full réttindi í Alþýðusambandinu. Um þetta voru fluttar þrjár ræður. en því næst fór fram nafnakall um dagskrártillögu þess efnis að þar sem Fram- sókn væri hvenær sem er frjálst að gerast meðlimur með því að uppfylla samkomulag 19. þings- ins tæki þingið fyrir næsta mál á dagskrá. Dagskrártill. var samþykkt með 121 atkv. gegn 67, fjarver andi 13, en 5 greiddu ekki at- kvæði. Fundur stóð enn yfir þegar blaðið fór í prentun. Fundui- mun hefjast aftur í dag kl. 1,30 A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.