Þjóðviljinn - 11.11.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.11.1947, Blaðsíða 6
 Þ J Ó Ð VI L J IN i'í ■Þriðjudagur ll.*nóvember 194? 55. Samsæríð mikla L i [ eftlr 1 MICMEL SAYERS oa ALBERT E. KAHN 56. oagur LIFIÐAÐ VEÐI EMp Iforace Mc Coy Heilar sveitir úr her Wrangels voru fluttar inn í Balkan- ríkin. Átján þúsund kósakkar og riddaraliðsmenn voru sendir inn í Júgóslavíu. Seytján þúsund hvítliðahermenn voni sendir til Búlgariu. Þúsundir settust að í Grikkl. og Ungverjalandi. Rússneskir hvítliðar tóku að sér heilar deildir af leynilögreglu EystraSaltslandanna og Balkan- ríkjanna og fengu mikilvæg opinber embætti. Með hjálp Pilsudskís marskálks skipulagði rússneski hermdarverkamaðurinn Borin Savinkoff þrjátíu þúsund manna hvítliðaher. Semjonoff flýði með leifar hers síns inn á japanskt iand. Her hans var endurskipulagður í sérstæðan rússneskan hvitliðaher’ undir eftirliti yfirherstjórnar Japana. Hershöfðingjarnir Wrangel og Deníkín og Gyðingahat- arinn Símon Petlúra settust að í París, og voru brátt á kafi í hinum ýmsu gagnbyltingaráætlunum. (í desember 1945 var Anton Deníkín hershöfðingja veitt langdvalar- leyfi í Bandaríkjunum, að tilhlutun embættismanna brezka utanríkisráðuneytisins). Krasnoff og Skoropadskí, er höfðu haft samvinnu við þýzka keisaraherinn í Hkraínu settust að í Berlín og voru teknir undir verndarvæng ieyniþjónustu þýzka hersins.l) Árið 1920 komu til fundar í París nokkrir vellauðugir rússneskir útflytjendur, er allir höfðu átt gífurlegar innstæður í Frakklandi og víðar utan Rússlands. Þeir stofnuðu samtök, sem áttu eftir að verða mjög áhrifarík í samsærum gegn Sovétríkjunum. Félaginu var gefið nafn- ið Torgprom, eða fullu nafni Rússnesk verzlunar,- f jár- mála- og iðnaðarnefnd, og voru í henni ýmsir helztu menn bankamála, iðnaðar- og viðskiptalífs keisaradæmis- ins. Einn meðlimanna var G. N. Nobel, er átti mikilla hagsmuna að gæta í Bakúolíulindunum; Stepan Ríabús- inski, af frægri kaupmannaætt; N. S. Denísoff er hafði grætt ógrynni fjár á stáliðnaðinum og aðrir keisarasinn- ar úr atvinnurekendastétt, sem nafnfrægir voru meðal stéttarbræðra sinna um allan heim. Samvinnu við þessa menn í Torgprom höfðu svo brezk- ir, franskir og þýzkir auðmenn sem höfðu ekki gefið upp alla von að ná aftur rússnesku innstæðunum sínum og fá ný forréttindi ef sovétstjórninni yrði steypt. Denísoff, forseti Torgprom, lýsti því yfir að félagið „hafi það markmið að berjast gegn bolsévikum í efna- hagsmálum með öllum ráðum“. Meðlimir Torgproms lögðu áherzlu á, að því er Nobel skýrði frá, „skjóta endurreisn föðurlandsins og möguleika á því að geta bráðlega starf- að þar heima.“ Gagnbyltingaraðgerðir Torgproms voru ekki einskorð- aðar við efnahagsmál. I opinberri tilkynningu frá Torg- prom segir m. a.: „Verzlunar- og iðnaðarnefndin mun halda áfram lát- lausri baráttu gegn sovétstjóminni, halda áfram að hafa áhrif á almenningsálit menningarlandanna varðandi hina raunverulegu þýðingu atburðanna sem eru að gerast í Rússlandi og undirbúa hina komandi uppreisn í nafni frelsisins og sannleikans". S. Heldri maður frá Reval. I júní 1921 kvaddi hópur fyrrverandi foringja úr keis- arahemum saman í Reichenhalle, Bayem, alþjóðlega ráð- stefnu gagnbyltingarsinna. Þangað komu fulltr-úar gagn- byltingarfélaga víðsvegar að úr Evrópu, og gerðu áætl- „Hvað er að yður í höfðinu, herra Mike?“ spurði íyftumaðurinn - gamall negri, sem hét Edward. Hann fékk ekkert svar og hristi höfuðið hissa. Hann fylgdi Dolan með augunum, þar sem hann hraðaði sér út á götuna.- 3. p-r^ Þennan dag las Dolan aðeins tvennt í blöðunum. Önnur greinin var á fyrstu síðu með risafyrir- sögn: „TVÖFALT MOKÐ I WESTON PARK. ROY MENEFEE MYRÐIR í HÓTELHERBERGI KONU SÍNA, COUHLIN MENEFEE OG EMTT. VIDEO, LISTAMANN VIÐ ÁHUGAMANNALEIK- HÚSIГ. Hann las ekki greinina sjálfa. Hitt, sem hann les, var tilkynning frá honum sjálfum, og fyllti neðri helming tíundu blaðsíðu. Hún var prentuð stóru letri: „TIL ALLRA SKULDHAFA MINNA. Þar sem ég hef nýlega komizt yfir talsverða pen- ingaupphæð, þá er það ásetningur minn að borga allar skuldir mínar, án tillits til aldurs þeirra. Eg bið yður því, ef ég skulda yður fyrir vörur eða pen- ingalán, að koma klukkan þrjú eftir hádegi á morgun í númer 812 í 6. tröð, þar sem greiðsla mun fara fram. MICHAEL DOLAN. (fyrverandi íþróttaritstjóri við The Times Gazette, núverandi útgefandi og ritstjóri The Cos- mopolite. Sannleikurinn, allur sannleikurinn og aðeins sann- leikurinn). Árum saman höfðu skuldheimtumennirnir hrellt Dolan meira en tárum tók, og hann hafði oft dreymt um þann dag, er hann yrði þess megnugur að birta þessa tilkynningu. En þegar þessi lang- þráða stund var nú loksins runnin upp, varð hann ekki eins glaður og hann hafði búizt við að verða. 4. Seinna um daginn ók hann niður að ströndinni. Hann dvaldi þar klukkustundum saman, en mundi ekkert hvað hann hafði aðhafzt eða séð eða heyrt. Hann mundi ekki einu sinni, hvort hann hafði feng- ið sér að borða. Þegar hann kom heim, biðu Bishop og Myra hans þar. „Við erum búin að bíða þín í marga klukku- tíma“, sagoi Myra. „Eg bið afsökunar — ég fór í svolitla ökuferö". „Það cr auðsjáanlega þýðingarlaust að segja þér, að þessháttar ættirðu ckki að gera“, sagði Bishop. ,,Eg hefði cins' vel getað sparað mér það ómak. En okkur langaði til að frétta erindi Thomass —“ Dolan sagði þeim það. Það kom Bishop ekki á óvart. „Þetta cr viðurkenning", sagði Bishop, „óvið- jafnanleg viðurkenning“. „Það er hægt að skrifa góða grein um þetta efni“, sagði Myra. „Enn sem komið er höfum við ekki skert blaða- sölu þeirra“, sagði Dolan, „en ég held, að þeir óttist að það verði". „Nei“, sagði Bishop og hristi höfuðið. „Það*-er ekki blaðasalan, sem þeir hafa áhyggjur lit af — það er áhrifavald þeirra. Það veldur þeim angurs. Þeir óttast, að lesendur þeirra uppgötvi, hverjir eru beittir blekkingum---------“ „Já, ef til vill er það raunverulega ástæðan---------- Finnst ykkur ekki athæfi Menefees djöfullegt?“ „Jú--------■“ „Eg er mest hissa á því, að hann skyldi skjóta April. Hann vissi hvemig hún var. Hann sagði mér það sjálfur í morgun---------“ „Talaðir þú við hann í morgun?“ spurði Myra. „Já. Hann kom að leita hennar, vopnaður skamm- byssu. Hann hélt, að hún hefði verið hjá mér um nóttina1 11. „Þú nefndir það ekki á nafn----------“ „Eg gleymdi því! Fjandinn hafi það líka!“ hróp- aði hann og snéri sér að henni. „Þarf ég að standa þér reikninsskapar að öllu, sem kemur fyrir mig? Eg gleymdi þ\ú.“ „Jæja, jæja, þú gleymdir því“, sagði Myra. „Finnst ykkur það ekki hryllilegt athæfi?" endur- tók Dolan. „Hann hafði allt, sem menn gimast hér í heimi: stöðu, auðæfi, vinsældir — og svo eyðilegg- ur hann þetta allt saman í andartaks brjálæði. Eg hugsa, að Coughlin gamla iðri þess nú, að hann leyfði April ekki að giftast mér —“ „Það var nú samt öllum fyrir beztu, að þú fékkst hana ekki“, sagði'Bishop. „Það hefði aldrei bless- azt.“ „Eg hafði nú samt löngun til að freista þess —“ „Seztu í guðs bænum, og hættu að ganga um gólf“, sagði Myra. Það var drepið á dyr. „Kom inn“, sagði Dolan. Það voru Elbert og Erast. ,,Afsakið“, sagði Elbert. „Við héldum að þú værir einn-------“ „Komið inn, drengir", sagði Dolan. „Komið inn“. „Við vorum að velta því fyrir okkur, hvað þú hefðir hugsað þér að gera, með hliðsjón af húsinu", sagði EUbert. „Hvaða húsi ?“ sagði Dolan. „Þessu? Hliðsjón af . hverju?" „Við neyðumst til að flytja. Hefur Ulysses ekki sagt þér það?“‘ „Eg hef ekki séð Ulysses", sagði Dolan. „Við sáum hann“, sagði Myra. „Hann sagði okk- ur þetta — ég gleymdi að segja þér það. Þú verður að fara-------“ „Hvers vegna?" „Frit Ratcliff er búín að selja eignina, og við verðum að fara úr húsinu á morgun", sagði Elbert. „Það á að byggja benzíngeymi þar sem það stend- ur“. lilltttilllíUllffimillBlrailillllMiilitiillBiiiaatlllllii aumiictntiiiiiiiimiiimiiiininiiiimnuBBajauiiiiiniiiiMinia 1) Æviferill margra þeirra hershöfðingja er stjórnuðu er- lendu íhlutunarherjunum gegn sovétstjórninni er talsvert fróð- tegur. Tékknesku hershöfðingjarnir, Sirové og Gayda, fóru heim til Prag, og varð sá fyrrnefndi yfirhershöfðingi tékk- neska hersins en hinn forseti herforingjaráðsins. Árið 1926 tók Gayda þátt í misheppnaðri uppreisnartilraun fasista og var síðar riðinn við önnur fasistasamsæri. Sirovy hershöfðingi varð aðalkvislingur tékkneska hersins 1938. Brezki hershöfð- inginn Knox sneri heim til Englands og varð íhaldsþingmað- ur, ákafur áróðurmaður gegn Sovétrikjunum og stofnaði Spán arvinafélags „Friends of Nationalist Spain". Foch, Pétain, Weygand, Mannerheim, Tanaka, Hoffmann og aðrir íhlutunar- íiershöfðingjar urðu leiðtogar andrússneskra og fasistahreyf- inga efti>- "trið. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.