Þjóðviljinn - 11.11.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.11.1947, Blaðsíða 5
í>riðjudagur 11. nóvember 1947 ÞJÓÐVILJINN 5 Framleiðslan tryggð án þess að lífskjör almennings séu ryrð Hæða Liíðvíks Jósepssonar við 1. umræðu f járlaganna Greiðslur vegna ábyrgðarlaganna verða minni en gefið hefur verið í skyn Þrátt fyrir allar ræður ríkis- stjórnarinnar um vandræði af- urðasölunnar þá liggur það nú 'fyrir að svo að segja öll fram- leiðsla ársins er að fullu seld. Nokkur hluti framleí&slunnar hefur verið seldur undir ábyrgð arverðinu, þ. e. megnið af salt- fiskinum og nokkuð af frosna fiskinum. Aðrar vörur hafa selzt á hærra verði en búizt var við.‘ Greiðslur þær sem ríkið þarf að inna af hendi samkv. áb.- lögunum með þessari fram- leiðslu eru miklu lægri en gef- ið hefur verið í skyn. Enn ligg- ur ekki nákvæmlega fyrir hve mikill saltfiskurinn reynist og nokkuð er eftir af frosna fisk- inum svo nákvæmlega verður ekki sagt um hvað ríkið þarf að greiða. En heildarupphæðin getur ekki orðið meiri en 15— 16 millj. og þar á móti á að vera til um 31/-> millj. í síldar- kúfnum svonefnda, því eins og kunnugt er voru teknar af hverju síldarmáli sem veiddist í sumar 4 krónur, og skyldi sú upphæð samkv. ábyrgðarlögun um ganga upp í tap ríkisins vegna ábyrgðarinnar. Þannig ætti ríkið í mesta lagi að þurfa að greiða samkv. ábyrgðarlög- unum um 12—13 millj. kr. Það hefði ábyggilega verið hægt að sleppa algjörlega við þenna mismun, ef betur hefði verið haldið á afurðasölunni. Það er staðreynd að hagsmunir út- flutningsins hafa alltaf verið látnir víkja til hliðar fyrir kröf um innflytjendanna — fyrir kröfum heildsalanna. Hagsmunir heildsalanna látnir sitja í fyrirrúmi Þannig hefur verið krafizt nær eingöngu frjáls gjaldeyris fyrir saltfiskinn og frysta fisk- inn, þó að sumar viðskiptaþjóð- irnar hafi af þeim sökum lækk- að verðið nærri um helming fyr ir vikið. Innflutningsverzlunin hefur krafizt hins frjálsa gjald- eyris svo áfram yrði hægt að haida gömlu viðskiptasambönd unum og hefur í þessu efni engu verið skej'tt um aðstöðu og þörf útflutningsins. I þessu efni er skemmst að minnast yfirlýsingar, sem sjálfur nú- verandi sjávarútvegsmálaráð- lierra gaf í útvarpsræðu þar sem hann ræddi viðskiptin við Tékkóslóvakíu. Hann sagði orðrétt: ..... Þessi stofnun (Við- skiptaráð) sýndi bæði á árinu 1946 og meðan hún starfaði á yfirstandandi ári, lítt verjandi áhugaleysi á því að nota samn- ingana við Tékkóslóvakíu til vörukaupa, sem aftur leiddi til þess, að varið var að óþörfu bæði sterlingspundum og doll- urum til kaupa á samskonar vörum í öðrum löndum, sem vel hefði mátt kaupa frá Tékk- um, og bæta með því aðstöðu okkar til að selja þeim íslenzk- ar afurðir." En þetta dæmi um Tékkósló- vakíu er ekki það einasta og það var heldur ekki aðeins við- skiptaráð sem hér stóð í veg- inum. Ríkisstjórnin sjálf og bankarnir hafa staðið gegn vöruskiptaverzlun þó að hag- stæðu afurðaverði útflutnings- ins væri með því stefnt í hættu. Ábyrgð á fiskverði er óumflýjanleg En hvað er svo að segja um 12-—13 millj. króna greiðslu úr ríkissjóði vegna ábyrgðarlag- anna? Er það einhver óskapleg ur hlutur, sem aldrei hefur sézt áður? Vegna þessarar á- byrgðar starfaði allur bátaút- vegurinn af fullum krafti á is.l. vertið. Hann færði í þjóðar- búið gjaldeyri sem nam á ann- að hundrað milljónir og sá gjaldeyrir hefur ábyggilega fært heildsölunum nokkra tugi milljóna króna. og tekur allan gjaldeyrinn og ráðstafar honum, tryggi fast verð fyrir aflann. Hitt er annað mál að rétt er að haga ábyrgðinni sem næst því sem telja má líklegt að fá- ist fyrir framleiðsluna og þó má alls ekki hallast á fram- leiðendur og launakjör þeirra verða að vera hliðstæð annarra stétta. Áhætta útvegsmanna og sjómanna er nægileg vegna ó- vissunnar um afla-magnið, þó að afurðasalan á erlendum markaði sé ekki einnig ein- göngu þeirra áhætta. Þá á- hættu og þann vanda á þjóðin öll að hafa. Ríkisstjómin hefur engv ar tillögur til stuðnings útgerðinni Hér er ekki tími til að rekja afurðasöluna í ár, en tækifæri til þess gefst vonandi áður en langt líður, og læt ég það því bíða. Afgreiðsla fjárlaga fyrir kom andi ár er í rauninni ógerleg, nema um leið sé ákveðið hvað gera skuli í vandamálum dýr- tíðarinnar og til tryggingar á rekstri útgerðarinnar. H-H+. .-4“H“M-H"»“H-4“H-H“l”M-H“H"M-H-4-M-M"H"t"H"H"M-i Síðari hluti H"I-H-i"b-H-4"I"H"I,il,,l"I"H"I"I-I-H"i"I"I"I"I"I"l"1 "I"l"l"I"I"l"l"l"I,4"l"l"I-l-l-t Fyrir nokkrum dögum var till. flutt á Alþingi um heimild handa einka-bílaeigendum til þess að fá að kaupa benzín utan skömmtunarinnar. Þar bentu þeir á' sem töluðu máli einka- bílaeigenda, að ef þeir fengju rétt til að eyða gjaldeyri fýrir eina milljón í benzín gæti rík- ið fengið 12 millj. kr. í gróða af því. Greiðslur rikissjóðs vegna á- byrgðarlaganna til þess að tryggja rekstur útgerðarinnar verða sennilega svipaðar og lúxusbíla-eigendur bjóða fram til þess að tryggja sér ótrufl- aða notkun á bílum sínum. Það eru til peningar til slíkra ráðstafana, en ef útvegsmenn og sjómenn eiga í hlut þá eru engir peningar til og þá ætla forráðamenn stjórnarliðsins æfir að verða. Það hefur verið lögð mikil áherzla á að telja mönnum trú um, að ríkisábyrgð á fiskverði sé eitthvað óguðlegt og stórhættulegt. Hér xer um hinn mesta misskilning að ræða. Ábyrgð á fiskverði er alveg ó- umflýjanleg, ef ekki liggur þegar fyrir fyrirframsala á framleiðslunni. Launagreiðslur sjómanna eru nú orðnar í því formi að ómögulegt er að komast hjá, að greiða aflann allan út jafnóðum og hann veiðist. Fast verð verður því að liggja fyrir. Það er líka ofur eðlilegt, að ríkið sem hef.ur í sinum höndum afur.ðasöluna Ríkisstjórnin hefur enn eng- ar tillögur í dýrtíðarmálunum og hún hefur engar tillögur til stuðnings útgerðinni. Fjárlagafrumvarpið óg ráð- stafanir stjórnarinnar að und- anförnu benda til að stjórnin ætli að fara. svipaðar vand- ræðaleiðir og hún hingað til hefur gert. Niðurstöður á inn- flutningi er leiða til atvinnu- leysis og aukið og stækkað embættisbákn en niðurskurður á verklegum framkvæmdum, það eru leiðir stjórnarinnar. Og engin raunveruleg sam vinna við þá, sem mestu máli skipta, um lausn vanda- málanna. En hvað á að gera? spyrja menn. Hvernig verður fram- leiðslan tryggð — og hvernig verður tryggt að lífskjör al- mennings verði ekki skert? Tillögur sósíalista í mál- efnum útvegsins Eg skal nú gera hér nokkra grein fyrir þeim tillögum, sem við sósíalistar viljum gera í þessum málum, en tímans vegna er ekki hægt að rekja tillögur okkar nákvæmlega eða láta þeim fylgja þá greinargerð sem við vildum og sem við mun- um gera þegar till. verða lagð ar fram á Alþingi. 1. Ríkið ábyrgist bátaútveg- inum að minnsta kosti jafnhátt fiskverð á. næsta.ári og ábyrgzt hefur 4?erið í ár. Sams konar ábyrgð verði veitt hraðfrysti- húsunum og útgerðinni tryggð ir sölumöguleikar á aflanum. Slík ábyrgð er óhjákvæmileg til þess að tryggja rekstur útgerð arinnar, en jafnhliða þarf svo að gera sérstakar ráðstafanir til þess að lækka reksturskostn aðinn og bæta þannig afkomu skilyrðin. 2. Vextir af öllum lánum út- gerðarinnar lækkaðir niður í 2—2i/2%. Vaxtabyrgðin liggur nú eins og mara á útgerðinni og má benda á að í ýmsum tilfellum þurfa hraðfrystihús að greiða Ys og upp í y2 í vexti á móti vinnulaununum. Öll aðstaða er til að lækka vextina. Bankarn- ir hafa grætt meir en nokkru sinni fyrr og nam gróði Lands bankans t. d. á s.l. ári 14,2 ^ millj. króna. 3. Lánstími fastra lána út- gerðarinnar og útgerðarfyrir- tækja verði lengdur upp i 20— 30 ár miðað við nýjar eignir. Meðallánstími útgerðarinnar er nú alltof stuttur og hvíla af- borganir því með of miklum þunga á rekstrinum. 4. Til lækkunar á viðhalds- kostnaði útgerðarinnar skal af- numin reglan um %-álagn- ingu viðgerðarverkstæðanna. Samtök útvegsmanna fái vald til að fylgjast nákvæmlega með verðlagningu verkstæðanna. Viðgei'ðarkostnaðurinn er ó- hóflegur og er óhjákvæmilegt að gera í'áðstafanir til að fyrir hyggja slíkt.. 5. Vátryggingargjöld vélbáta verði lækkuð verulega, miðað við að iðgjöld af nýjum bátum séu eigi hærri en 4%. Nú eru útgjöld víða 7% og nær slíkt auðvitað engri átt á nýjum bátum. Reynslan hefur sýnt að þerman lið er hægt að lækka. f 6. Veiðarfærakostnaður út- gerðarinnar verði lækkaður m. a. með því að ríkisv. veiti sam- tökum útvegsmanna aðstöðu til að hafa með höndum alla verzl- un og innlenda framleiðslu veiðafæra. Þessi till. þarf ekki skýringar við. Það er kunnugt, að verzlun með veiðarfæri er þannig nú að ekki er viðunandi. 7. Olíuverðið sé lækkað m. a. með því að ríkið taki að sér hin- flutning á olíum og hafi með höndum heildsölu þeiri'a. Sam- tök útvegsmanna annist dreif- ingu og hafi fulltrúa í stjórn olíuverzlunar ríkisins. 8. Ráðstafanir séu gei’ðar til að lækka verð á beitu. 9. Stuðningslán sé veitt öll- um þeim útgerðarfyrirtækjum, sem töpuðu á-síldinni í sumar. Slíkt lán yrði veitt á svipaðan hátt og gert var 1945. 10. Afborganir yfirstandandi árs af stofnlánum útvegsina vei’ði ekki innheimtar í ár. Þá verði gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að búa bet- ur að afurðasölunni en nú er. Salan sé dregin úr höndum pólitísku flokkanna og fengin sem mest í hendur samtökum þeirra sem að framleiðslunni vinna. Framhald á 7. síðu TimimfaktfKruráðlierraim skeytir skapf sínu 1 fjárlagaræðunni, sem Jó- hann Þ. Jósefsson flutti á föstu daginn ræddi hann um Lands- smiðjuna og sagði m. a. þetta: ,,Það sem verst hefur farið með fjárhag Landssmiðjunnar' er bygging skipasmíðastöðvar- innar, sem ráðist var í árið 1945 fyrir atbeina fyrrverandi atvinnumálaráðherra Áka Jak- obssonar.“ Það kemur engum á óvart sem eitthvað þekkja til Jó- hanns Þ. Jósefssonar þó það komi fram að hann sé auðvirði legur maður, en að hann væri svona ómerkilegur liafa víst ekki allir búizt við. Hið rétta í þessu máli er ~það að Landssmiðjunni var alla ráðherratið Áka Jakobssonar stjórnað af sérstakri stjórnar- nefnd, sem Vilhjálmur Þór skipaði, en í henni voru: Pálmi Loftsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, Fram- sóknarmaður og var hann for- maður, Geir G. Zoéga vegamálastjóri, Sjálfstæðismaður og Emil Jónsson vitamálastjóri, Alþýðuflokksmaður. Á meðan Emil er ráðherra gegnir stjórn arstarfi fyrir hann Axel Sveins son staðgengill hans í vitamála ) st jórnarstarf inu. j Þessi stjórnarnefnd ásamt * fyrrverandi framkvæmdastjóra hefur stjórnað öllum gerðum Landssmiðjunnar. Áki Jakobs- son hefur aldrei skipað þessari stjórn eitt eða neitt. Þannig var það þessi stjórn sem alveg á eigin spýtur réðist í bygg- ingu skipasmíðastöðvarinnar, sem Jóhann te!ur byggða fyrir atbeina Áka Jakobssonar. Það eina sem Áki gerði var það, að eftir að ljóst var orðið að fyrrv. framkvæmdastjóri réði ekki við það stóra verkefni að stjórna Landssmiðjunni lét Áki hann hætta og skipaði ung an og efnilegan mann, Ólaf Sig- urðsson skipaverkfræðing í framkvæmdastjórastarfið. Timinn réðist á Áka Jakobs- son fyrir þetta, en Framsóknar- ráðherrann, sem nú stjórnar Landssmiðjunni hefur ekki skipt um forstjóra og viður- kennt þar með réttmæti þeirrar ráðstöfunnar Áka að skipta um forstjóra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.