Þjóðviljinn - 24.12.1947, Blaðsíða 4
4
MlðvLkudagur 24. des. 1&47.
þlÓÐVILIIN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu-
stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur)
Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Frentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur)
Friður a jorðn
BÆJARPOSTIRINN
í dag hljómar boðskapurinn friður á jörðu í
kirkjum kristinna manna um allan heim og hef-
ur hljómað old fram af öld. Sá boðskapur er þó
að sjálfsögðu ekki eingöngu bundinn þessum degi
né kristinni trú, hann er sameiginlegur öllu mann-
kyni, hugsjón sem lifað hefur verið fyrir, barizt
fyrir og dáið fyrir öld fram af öld. Einn megin
þátturinn í þjóðfélagsátökum vorra tíma er bar-
áttan um hugsjónina friður á jörðu, þvl það hugtak
svífur ekki í lausu lofti fremur en nokkuð ann-
að. heldur á sér raunverulegar, þjóðfélagslegar for-
sendur. Afdrif þeirrar hugsjónar eru í einu og öllu
háð þeim stórvægilegu þjóðfélagslegu átökum sem
nú eiga sér stað um heiminn milli sósíalisma og
kapítalisma. í heimi kapítalismans verður friður
á jörð aðeins fagurt efni til túlkunar í prédikun-
arstóli, því eðli þess þjóðskipulags er styrjaldir, ó-
friður, kúgun, misrétti. En með sósíalismanum er
hugsjónin orðin veruleiki.
*
Ýmsum kann að virðast sú stund f jarlæg að hug-
sjónin um frið á jörðu verði veruleiki og uggvæn-
legar horfur í alþjóðamálum. Forustumenn ríkustu
þjóðar heims, bandarísku þjóðarinnar, stunda nú
linnulausar stríðsæsingar og leggja allt kapp á
að efla vígvélar sínar og auka stríðstæknina. Þeir
hafa seilzt æ meir inn á svið varnalítilla og varnar-
lausra þjóða, kúgað þær til að afhenda herstöðvar
til notkunar í styrjöld þeirri sem herrar og þjónar
dollarans þrá, og gerzt æ stórtækari í íhlutun sinni
í málefni framandi þjóða í öllum álfum heims.
Undir vernd þeirra hefur afturhaldið, boðberar
ófriðar á jörðu, eflzt og styrkzt um sinn. í Frakk-
landi býr verkalýðurinn við þrælalög og horfist
daglega í augu við sultinn. í Grikklandi stunda
kvislingar nasistanna ennþá morð, hryðjuverk og
ofsóknir í skjóli dollaravaldsins. Franco heldur
áfram blóðsúthellingum á Spáni. í Kína heldurj
einræðisstjórn áfram styrjöld þeirri sem Japanir
urðu að gefast upp við. Indónesíumenn og aðrar
undirokaðar nýlenduþjóðir bíða enn frelsis og
friðar. Og þannig mætti lengi telja.
★
En þó hefur aldrei verið eins lítil ástæða til
uggs og svartsýni og nú. Sósíalisminn, hugsjónin
um frið á jörðu, hefur aldrei verið eins öflug og
þróttmikil og einmitt nú. Hver þjóðin á fætur ann-
arri starfar af miklum ötulleik að því að koma á
hjá sér hagkerfi sósíalismans, og meðal þeirra sem
skemmra eru komnar hafa fylgismenn sósíalism-
ans aldrei verið eins fjölmennir. Hugsjónin um
sósíalisma og frið á jörðu spennir nú um veröldina
alla, færir kúguðum þjóðum og stéttum nýja von
og nýtt baráttuþrek.
Hitt þarf engan að undra þótt fulltrúar auð-
hyggjunnar reyni að halda aðstöðu sinni með kjafti
og klóm og sízt tjóir að loka augunum fyrir því
að enn er framundan hörð barátta. En þeirri bar-
áttu lýkur allri á einn veg. Sósíalisminn er hug-
sjón framtíðarinnar, fyrir framkvæmd hans munu
tugir og hundruð milljóna af íbúum heimsins
.berjast af allri orku þar til sigur er unninn. Bar-
Ekki Iátið sjá sig um
skeið
Vegna þess að hin mörgu
verzlunarfyrirtæki hafa að und-
anfömu þurft svo mikið prent-
pláss til að segja landsfólkinu,
hvað þau væru dæmalaust góð
fyrirtæki og ættu á boðstólum
ósköpin öll af heimsins beztu
jólagjöfum hefur Bæjarpóstur-
inn ekki látið sjá sig um skeið.
*
Endilega einhverastaðar
að vera
Jólaauglýsingarnar fóru að
tútna út á síðum blaðsins í byrj
un mánaðarins og eftir því sem
á leið, þrengdu þær stöðugt
meir að.öðru efni, oft urðu fast
ir þættir að kúldrast úti í homi,
jafnvel hoppa alveg út af síðun
um eins og einn dag, meira að
segja framhaldssagan og Sam-
særið voru farin að draga sig
alveg í hlé fyrir heilsíðuauglýs-
ingum um reyfara, og þá gat
það ekki lengur talizt kurteisi
af einum hversdagslegum smá-
letursdálki að standa ekki úr
sæti sínu á 4. síðu og gefa það
pláss fyrir gildar útblásnar aug
lýsingar, sem endilega þurftu
einhversstaðar að vera.
¥
Peningaspursmál
Blaðaútgáfa verður að grund
vallast að miklu leyti á auglýs
ingum ,— hugsaði Bæjarpóstur
inn. Það er því veigamikið at-
riði að blaðið geti birt og íengið
borgað fyrir allar þær auglýs-
ingar, sem því bjóðast; og þó
að fátt fari eins mikið í taug-
aniar á Bæjarpóstinum og þess
ar auglýsingar, þetta sjálfhæli-
raus bisnismennskunnar, þá sá
hann sem var að hér kom til
greina peningaspursmál blaðs-
ins og hann stóð upp og lét
auglýsingunum eftir sæti sitt.
¥
Svoua er aðeins næst á
uudan jólum
En nú er Bæjarpósturmn
kominn aftur og gerir ráð fyrir
að geta lengi setið sem fastast
í friði fyrir ásælni auglýsinga.
Það er ékki nema næst á und-
an jólum, að auglýsingar troð-
ast inn á síður dagblaðanna eins
og Reykvíkingar inn í strætis-
vagninn á stoppstöðinni hjá bíó
í Hafnarfirði að aflokinni frægri
mynd um vændiskonur.
¥
Samkvæmt almanakinu
Og nú ætti ég samkvæmt al-
manakinu að tala langt mál um
jól og komast í skáldlega stemn
ingu í tilefni af því að jólin eru
einmitt þar sem dagurinn byrj
ar aftur að verða lengri en.
lxættir að verða styttri og þann-
ig er andi jólanna meira ljós,
og allt þetta, sem séra Bjarni
og allir liinir prestarnir okkar
hafa sagt á jólunum síðan við'
munum eftir okkur, alltaf í höf-
uðdráttum sama ræðan en al-
arei þreitandi, í rauninni jafn
viðfelldin og fyrst, vegna þess
að hún fjallar um jólin og jól-
in sýna okkur ávallt þá vinsemd
að rifja upp ljúfar minningar
frá æskuánmum, gera okkur
að dálítið minna fullorðnu fólki
en við erum venjulega, gera okk
ur líkari bömum, líkari mann-
eskjum.
En ég ætla að sleppa þessum
hugleiðingmn, læt nægja að
segja við alla lesendur mína
Gleðileg jól
Hafskipahöfn við Dyrhólaey
Á framboðsfundum fyrir
aukakosningu þá til Alþingis,
sem fram fór i Vestur-Skafta-
fellssýslu í sumar vakti ég
máls á því, að hefjast þyrfti
handa um rannsókn á hafnar-
skilyrðum við Dyrhólaey. Ég
taldi þetta stærsta framfaramál
Vestur-Skaftafellssýslu og ná-
lægra héraða og raunar eitt af
stærri hagsmunamálum þjóðar-
innar í heild, þar sem hér væri
um að ræða stóraukin atvinnu-
skilyrði til lands og sjávar.
Eg verð að geta þess að mál
mitt fékk litlar, eða öllu heldur
engar undirtektir hjá frambjóð-
endum hinna flokkanna. Eg
man ekki til þess að á fundun-
um hafi verið minnst á þetta
mál af öðrum en mér og á ein-
um fundi af Óskari Jónssyni
í Vík, er tók í sama streng, enda
hafði hann áður skrifað um
þetta í blöð. Og svo virðist sem
hin pólitísku samtök Sjálfstæð-
is- og Pramsóknarmanna hafi
meiri áhuga á því að halda uppi
dýrlegum skemmtunum fyrir
fólkið en á þessu máli.
Af þessum undirtektum mátti
ætla að óvænlega mundi horfa í
þessu máli enn um sinn. Það
gladdi mig því mjög að Fram-
sóknarframbjóðandinn núver-
andi þingmaður V.-Skaftfellinga
«>Cx£0
VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRtTN
Jélatrésskemmtun
fyrir börn verður í Iðnó laugard. 27. þ. m. kl. 4 e. h.
Kl. 10 sama dag verður jólatrésdansleikur fyrir
fullorðna.
Aðgöngumiðar vei'ða seldir í skrifstofu félags-
ins á annan jóladag kl. 2—4 og eftir kl. 10 f. h. á
laugardag.
NEFNDIN.
>0000000000000000000000000000
áttulaunin verða framkvæmd hugsjónarinnar um
frið á jörðu.
Þjóðviljinn óskar íslenzkri alþýðu
GLEÐILEGRA JÓLA
hefur komið auga á mikilvægi
þess og flutt um það þingsá-
lyktunartillögu, þar sem farið
er fram á rannsókn, eins og ég
lagði til í sumar. Tillagan er nú
komin til nefndar og vænti ég
þess að hún nái fram að ganga
og verði upphaf framkvæmda.
Skora ég á Skaftfellinga og
aðra sem áhuga hafa að styðja
þingmanninn í þessu máli án
tillits til flokksfylgis.
Mál þetta er vitaskuld að-
eins á rannsóknarstiginu ennþá.
Það hefur engum dottið í hug
að fara fram á annað eða meira
en rannsókn að svo stöddu.
Marga hef ég heyrt halda því
fram, að hafnargerð við Dyr-
hólaey væri fyrirfram dauða-
dæmd sökum dýrleika. Mér
finnst hæpið að fuilyrða slíkt.
En úr þessu á einmitt rannsókn-
in að skera. Þó s\xi reyndist, að
þessi iiöfn yrði eitthvað dýrari
en sambærileg maimvirki önnur,
þá er ekki þar með sagt að hún
yrði of dýr. Slíkt verður að
meta í hlutfalli við þörfina. Og
hér er þörfin einmitt mjög
brýn og augljós. Öll suður-
strönd landsins er hafnlaus, hún
er lang-lengsta hafnleysiss/a.ð-
ið á landinu. Reykjavíkurhöfn
getur engan veginn fullnægt
öllu Suðurlandi, sökum vega-
lengda. Austurhluti þess er
dæmdur til þess að dragast aft-
ur úr og jafnvel til auðnar sök-
um vöntunar á markaðs- og
samgöngumiðstöð. Þar eru
sums staðar einhverjir beztu
landskostir hérlendis. Úti fyrir
ströndinni eru einhver auðug-
ustu fisksvæði við landið. Við
höfum ekki ráð á því að láta
auðsuppsprettur landsins lítt
notaðar.
Runóliur Björnsson.