Þjóðviljinn - 24.12.1947, Síða 5
Mlðvikudagur 24. des. 1947.
ÞJÓÐVILJINN
21
Fyrsti kafli „laga um dýrtíð-
arráðstafanir“ er Alþingi af-
greiddi á laugardaginn var, og
ganga í gildi 1. jan. 1948, er
þannig:
„Markmið laga þessara: „Til
þess að vinna gegn verðbólgu og
dýrtíð, tryggja áframhaldandi
rekstur útvegsins, stemma stigu
fyrir atvinnuleysi og auka fram
leiðslu til gjaldeyrisöflunar er
sett löggjöf sú, sem hér fer á
eftir“.
Þingmenn sósíalista sýndu
fram á að hver einasta setning
í þessum óvenjulega markmiða-
kafla er algert öfugmæli. I
nefndaráliti frá minnihluta fjár
hagsnefndar efri deildar dró
Brynjólfur Bjamason saman
það sem bæði hann og aðrir
sósíalistar sönnuðu í umræðun- (
um um efni frumvarpsins:
„Það miðar ekki að því að
lækka dýrtíðina, heldur verður!
það til að auka hana stórlega.
Það nær ekki þeim tilgangi að
aðstoða sjávarútveginn, eins og
nauðsyu ber til.
Það hefur í för með sér mikla
almenna launalækkun, sem mun
nema um 10% nú þegar og að
öllum líkindum miklu meira, er
frá líður. Um leið og launa-
menn eru þannig rændir þeim
vinnulaunum, sem þeir hafa
tryggt sér með löglegum samn-
ingum, er mjög dregið úr rétt-
indum alþýðutrygginganna og
lífeyrisgreiðslur þeirra, sem
verst eru stæðir í þjóðfélaginu,
rýrðar verulega.
Skattaákvæði frumvarpsins
eru mjög ranglát og koma að
mjög litlu leyti niður á þeim,
sem bezt gætu borið þau.
Launarán frumvarpsins leys-
ir ekki vandamál dýrtíðarinnar
og ekki vandkvæði sjávarútvegs
ins, Hér er blátt áfram verið að
misnota löggjafarvaldið til þess
að hjálpa atvinnurekendum til
að stórlækka laun verkamanna
sinna. Með frumv. þessu er því
óhjákvæmilega verið að stofna
til vinnuófriðar í landinu."
Þessi orð standa óhögguð.
Þingvikan síðasta fyrir jóla-1
leyfið verður minnistæð, óvenju
annrikt, þingfundir dag og r.ótt.
Mánudaginn 15. dcsember birt-
ist loks árangur af kappvinnu
ráðheiTanna og sérfræðmga
þeirra, frumvarp til laga um
dýrtíðarráðstafanir. Laust eftir
hádegi á laugardag, 20. desem
ber, 'afgreiddi þingið frumvarp
ið sem lög, og hafði það þá geng!
ið gegn um sjö umræður. MikillJ
meirihluti þings. samþykkti lögj
in, 31 þingmaður greiddi þeimj
atkvæði, en fjarverandi úrslita-
atkvæðagreiðsluna voru nokkr-
ir þingmenn, einn þeirra ráð-
herrann Emil Jónsson, ákafur
talsmaður frumvarpsins, svo
örlagatalan 32, svarti skugginn
yfir þessu kjörtímabili, hefði
auðveldlega náðst. Gegn frum-
varpinu greiddu atkv. aðeins
einn þingmaður auk þingmanna
Sósíalistaflokksins, Jón Pálma-
son forseti sameinaðs þings.
Þrír þingmenn sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna, af ólíkum
Þingsjá Þjóðviljans
24. desember 1947
Hve langt til
MORGUNS?
hvötum. Gylfi Þ. Gislason pró-
fessor taldi sig andvígan launa
lækkun laganna, en vildi ekki
angra „fyrstu ríkisstjórn sem
Alþýðuflokkurinn myndar á Is-
landi" með hreinni andstöðu.
Annar, Páll Zóphoníasson bún-
aðarráðunautur, fékk ekki fram
gengt þeirri breytingartiilögu
að bæta í frumvarpið banni við
grunnkaupshækkunum árið 1948
né öðrum tillögum er hann
flutti á tveim þéttprentuðum
þingsskjalssíðum. Jónas Jóns-
son frá Hriflu skólastjóri Sam-
vinnuskólans lýsti sig andvígan
frumvarpmu vegna þess að
samþykkt þess þýði framkvæmd
kommúnismans, en þessi full-
trúi Framsóknarmanna í Suður-
Þingeyjarsýslu virðist. alveg
hættur að ætlast til að þing-
störf sín séu tekin alvarlega
Þjóðviljinn hefur varið allmiklu
af rúmi sínu frá 16 des. til
að kynna málið og berjast gegn
þessari lagasetningu. Hér er
ráð fyrir því gert að lesendur
hafi fylgzt með þingfréttum og
leiðurum blaðsins og heyrt eða
lesið hina snjöllu útvarpsræðu
Brynjólfs Bjamasonar. Því er
ekki rakið frumvarpið né end-
urtekin í samhengi frásögn
blaðsins af baráttunni gegn því
á þingi, heldur rif juð upp nokk-
ur atriði um afgreiðslu málsins.
Ríkisstjórnin lagði á það höf-
uðáherzlu að afgreiðslu frum-
varpsins væri hraðað. Þrisvar
lét stjórnin forseta þingsins
skera niður umræður, afbrigða
þurfti um hverja einustu um-
ræðu. Fyrst virtist eiga að beita
enn óþinglegri aðferðum, t. d.
kröfðust báðir ráðherrar Al-
þýðuflokksins þess er 2. umr
málsins hófst í neðri deild, að
umræðum væri haldið áfram
tafarlaust, þrátt fyrir kröfu
Einars Olgeirssonar um hlé til
að undirbúa minnihlutaálit úr
fjárhagsnefnd og breytingatil-
lögur stjórnarandstöðunnar.
Forseti hafði vit fyrir stjórn-
inni og veitti þann dag nokkurt
tóm til athugunar málinu. Því
fór fjarri að sósialistar beittu
málþófi, notuðu aðeins brot af
þeim ræðutíma er þeir hefðu get
að notað.Stjórnin var varla til
viðtals um málið, tók aðeins
þátt í fyrstu umræðunni í neðri
deild og útvarpsumræðunni frá
efri deild. Af ræðutíma sínum
notuðu ráðherrarnir aðeins lít-
inn hluta til að tala um frum-
varpið en hespuðu af gargslitn-
ar plötur úr plötusafninu „bar-
áttan gegn kommúnismanum“,
með viðeigandi hótunum um
enn ósvífnari árásir ef alþýða
landsins sætti sig ekki við að-
albjargráð stjómarinnar, launa
ránið.
Stjórnin þóttist mjög af því
hve vel og nákvæmlega frum-
varpið væri undirbúið. Svo fór
þó fyrir baráttu sósíalista og
árvekni útvegsmanna að stjóm
arliðið neyddist til að gera
verulegar breytingar á frum-
varpinu í báðum deildum þings
ins, á þeim ákvæðum er fjalla
um aðstoð við sjávarútveginn.
Eins og til var getið í síðustu
þiiigsjá þorði stjórnin ekki að
bera fram frumvarp sitt án þess
að taka í það kafla um fisk-
verðsábyrgð upp úr dýrtíðar-
frumvarpi sósíalista, og í með-
ferð málsins neyddist stjórnin
til að nálgast tillögur sósíalista
og útvegsmanna í ýmsum fieiri
atriðum, meira að segja í jafn
umdeildu máli og því, að láta
Alþingi fyrirskiþa bönkunum
lækkun vaxta af rekstrarlánum
útvegsins.
Mótmælum alþýðusamtak-
anna í landinu og opinberra
starfsmanna gegn launaráni og
dýrtíðaraukningu „var ekki
sinnt. Á þeim hluta frumvarps-
ins þóttist þingmeirihlutinn
geta staðið, þrátt fyrir þá að-
vörun eins æstasta fylgis
manna ríkisstjórnarinnar, að
lögin hlytu að reynast ófram-
kvæmanleg og gætu orðið
„hengingaról um háls ríkis-
stjórnarinnar."
Það var ekki eingöngu af rifr
ildinu í stjórnarherbúðunum að
árásin dróst þar til 15. desem-
ber. Ráðherrarnir vita hve örð-
ugt öllum þorra manna veitist
að beina hugsun og athöfn að
stjórnmólum síðustu vikuna
fyrir jólin. Að minnsta kosti hér
í Reykjavík hefur verið lamið
í menn slíku undirbúningsbrjál-
æði að síðustu daga fyrir há-
tíðina er allt borgarlífið úr
skorðum. Enda þótt þingflokki
sósíalista tækist að hindra al-
gera skyndiafgreiðslu launa-
lækkunarfrumvarpsins, fer því
fjarri að alþýða manna hafi
gert sér ljóst hvað var að
launþega landsins undir yfir-
skyni öýrtíðarráðstafana en
létu ósnertar tekjur auðmanna
og braskara., sem arðrænt hafa
þjóðina um tugi milljóna á fáum
árum.
Stjórnarfrumvarpið um „dýr-
tíðarráðstafanir" var samþykkt,
það „komst í gegn“ eins og
Keflavíkursamningurinn, áður
en þjóðin náði að átta sig á því
sem var að gerast. I hádegis-
útvarpi á sunnudag auglýsti
eitt stéttarfélag opinberra
starfsmanna í Reykjavík fund
til að ræða „dýrtíðarfrumvarp-
ið“, sólarhring eftir að Alþingi
afgreiddi það sem lög. Þessi
lagasetning hefur lostið menn
illa, óviðbúna.
Fróðlegt hefði verið að út
varpa öllum umræðunum, helzt
án þess að þingm. vissu, því flest
ir tala þeir mjög með öðrum
hætti í venjulegum umræðum á
þingi en útvarpsumræðum. Leitt
er að hér skuli ekki tíðkazt að
gefa út þingtíðindi a. m. k.
vikulega i stað þess að fá um-
ræðumar ekki á prent fyrr en
eftir þrjú ár. Væru umræðurnar
um laimalækkunarfrumvarpið
gefnar út strax, orð fyrir orð
yrðu þær hnmstjórn Stefáns,
Bjarna, Eysteins og Co ákaf-
lega óþarft plagg. Ekki einung-
is ræður sósíalista, -þó sjaldan
muni stjórnaxandstaða liafa
snúið vöm í sókn með jafn
miklum yfirburðum, heldur cimi
ig hin vesæla vöm stjórnarliðs-
ins fyrir vondan málstað, flótt-
inn frá málefninu, persónulegt
níð um sósíalistana sem héldu
fram alþýðumálstaðnum, beinar
álygar sem ráðherrarnir mðu
að kingja samstundis en klígjar
ekki við að láta blöð sín jórtra
í trausti á mátt margfalds
blaðakosts á við sósíalista.
Hrakfarirnar sem ríkisstjórn
in fór í neðri deild eru óvenju-
gerast þessa síðustu þingviku íegar á þingi og sást þegar í
fyrir jólin. Þegar menn fréttu fyrstu umræðunni að aðstaða
um frumvarpið var viðkvæðið
hjá mörgum: Þetta verður
aldrei samþykkt! Þetta kemst
aldrei gegnum þingið! Enn vant
ar mikið á að alþýða manna
hafi gert sér ljóst hve ósvífinn
þingmeirihluti hinna þrjátíu og
tveggja til fjörutíu og tveggja
er, að þama er samankominn
skuggalegur hópur með æðstu
völd landsins, mjög ólíkur þeim
viðkunnulegu einstaklingum,
sem tala mjúkt á framboðs-
fundum, hópur íslenzkra manna
sem ekki hikaði vikuna fyrir 4
okt. 1946, og hikaði heldur ekki
nú síðustu þingvikuna, en skertu
verulega laun livers einasta
stjórnarinnar var óverjandi
málefnalega. Sjálfsagt hefur
stjórnarliðið talið, eftir með
ferðina sem Einar Olgeirsson,
Lúðvík Jósefsson, Sigfús Sig-
urhjartarson, Áki Jakobsson,
Hermann Guðmundss. og Sig-
urður Guðnas. veittu því, að í
neðri deild væri ekki sigurvæn-
legt í útvarpsumræðum, og bað
Alþýðufl., um að útvarpað
yrði 1. umræðu málsins frá
efri deild. Þar eiga sæti m. a.
Hermann Jónasson, Björn Krist
jánsson, Páll Zóphóniasson,
Sigurjón Á. Ólafsson, Guðm. í
Guðmundsson og Hannibal
Valdimarsson. Þegar til kom
gerðu Alþýðufl. og Fram
sókn þessum sex flokksmönnum
þá opinberu háðung að ieyfa-
engum þeirra að tala lun málið
í útvarp, enda þótt annar þess-
ara flokka ætti upptökin að út-
varpi frá efri deild, heldur sóttu
báða ráðherrana til neðri deild-
ar til að tala fyrir flokkana! En
hafi stjórnin átt veika von um
mildari átök í efri deild, brást
hún. Einnig þar gáfu tveir sós-
íalistaþingmenn sex hrunstjórn
arráðherrum ráðningu sem.
hljómaði um allt landið og mun
í minnum höfð.
Ein stund þessarar þingviku
ann mér ekki friðar, hvað eftir
annað, hvar sem ég er, sé ég
hana fyrir mér. Langt liðið á.
nóttu, aðfaranótt miðvikudags.
í þröngu blaðamannastúkunni
uppi undir lofti erum við orðnir
tveir eftir. Fyrir framan og neð-
an ljósbjartur þingsalurinnneðri
deild fjölmenn á fundi. And-
spænis okkur sækir vetrarnótt-
in kolsvört að norðurgluggun-
um, og gerir ljóshafið i salnum
enn notalegra. Um flest brún-
klæddu þingmannaborðanna
liggja þingskjöl á dreif. Sætin
sem fyrir stundu göptu tóm upp
til okkar, eru nú nær öll setim
Við bjöllukall Barða forseta
Guðmundssonar höfðu þing-
menn þyrpzt að úr þæginda-
krókum hliðarherbergjanna til
þátttöku í þingstörfum.
Atkvæðagreiðsla. Fyrsta al-
varlega atkvæðagr. um dýrtíðar
frumvarp ríkisstjórnarinnar.
Annarri umræðu lokið með af-
brigðum, niðurskurði á umræð-
um og nætursetu. Nú greiddu
neðri deildar þingmenn atkv.
um hverja einstaka grein frum-
varpsins og gerbreytingartillög-
ur Sósíalistaflokksins.
Komið er að þeirri grein sem
ráðherrarnir hafa hver eftir
annan sagt að sé aðalefni frum
varpsins, 12. greinin, sem kveð-
ur á um launalækkun allra laun
þega landsins frá áramótum og
afnám frjálsra, löglegra samn-
inga allra verkalýðsfélaga.
Nafnakall. Forseti nefnir
hvern þingmann og hann svar-
ar já eða nei. Það er örlaga-
spuming sem upp er borin.
Strjál nei hinna sjö sósíalista
hljóma skýrt og alvarlega. 1
miðri atkvæðagreiðslunni verð-
ur það, að heyrnardaufur þing-
maður úr stjórnarliðinu svarar
hátt og skýrt nei, Allir verða
undrandi snöggvast, rétt á eftir
grípur sessunautur hans fram
í atkvæðagreiðsluna og segir að
þingmaðurinn hafi ekki heyr I
hvað forseti bar upp, vilji leið-
rétta svar sitt, hafi ætlað að
segja já.
Þetta atvik vekur óstjómlega
kátínu meðal stjórnarliðsins.
Háttvirtir þingmenn veltast um
af hlátri, ráða sér ekki Brand-
ararnir fjúka frá ráðherrastól-
unum, forseti heldur áfram at-
kvæðagreiðslunni um 12. grein-
ina þrátt fyrir hlátursgusurnar
úr salnum, nokkrir þingmenn
Framh. á 7. síðu.