Þjóðviljinn - 21.03.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.03.1948, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. marz 1948. Þ JÓÐ VIL.TIN N Á HVÍLDARDAGINN Það setti geig mikinn að auðstéttinni íslenzku, þegar þser fréttir bárust að Banda- ríkjastjórn hefði ákveðið að gefa skýrslur um eignir er- lendra manna í Bandaríkj- unum, og er það mjög að vonum. Það var alkunna að ísienzkir efnamenn hefðu komið mjög miklu fé undan þar vestra, fé sem fengið var með of hárri áiagningu á neyzluvörur íslenzkrar al- ' þýðu, fé sem bæði er skatt- svikið og stolið. Islenzka stjórnin hefur ekki en gefið frá sér neina tiikynningu um það, livort lienni liafi borizt skýrslur um þessar eignir, en bandarísk blöð hafa birt töl- ur um erlendar eignir þar í landi, og er taiið að þær töl- ur rnuui vera nærri lagi. •k Sú tala sem nefnd liefur verið um íslenzkar eignir í Baridaríkjunum hefur tvíveg is komið fram opinberlega undanfarið, án þess að nokkr um mótmælum hafi verið hreift. Guðmundur Vigfús- son skýrði frá henni á æsku- lýðsfundinum í Holsteini og Lúðvík Jósefsson á æskulýðs fundinum í Mjólkurstöðinni, og í hvorugt skiptið var hún véfengd af fulltrúum efna- stéttarinnar. Talan er 49 Vá milljón dollara — eða rúm- lega 320 milljónir íslenzkra króna! 320 milljónir króna sem lagðar hafa verið í óleyfi á neyzluvörur aimennings undanfarin ár, 320 milljónir króna sem eru hreint þýfi í ofanálag á þann löghelgaða gróða sem safnazt hefur liér innanlands! 320 miUjónir króna er eng in smávægileg upphæð. Það er sama upphæð og lögð var á nýbyggingarreikning með- an sómasamleg ríkisstjórn var í iandinu. Og sé þessi upp hæð reiknuð í striti og þræl- dómi samsvarar hún launum þeim sem allir verkamenn Keykjavíkur fá fyrir þrct- lausa vinnu — 8 tíma á dag alla virka daga — í átta ár, samkvæmt því kaupi sem nú er greitt!! 8 ára strit allra reykvískra verkamanna sem stolin eign íslenzkra auðkýf- inga vestur í hinu banda- ríska föðurlándi! Og þessi upphæð er vissulega árangnr af striti og þrældómi íslenzkr ar alþýðp, hún er hluti þeirra verðmæta sem almenningur skapar en fær aldrei að njóta, liún er hluti af þeim skatti sein hin fámenna auð- stétt — þeir tvöhundruð ríku — leggja á hvern vinnandi mann í landinu. Er hægt að hugsa sér betra dæmi um það blessunarríka skipulag auðhyggjunnar sein eigendur Morgunblaðsins telja göfug- ast af öllu göfugu? ★ En þessi tala hefur ekki verið staðfest, kann einhrer að segja. Nei, og hún verður ekki staðfest, það verður eng in skýrsla staðfest um eign- ir íslenzku auðstéttarinnar í Vesturheimi, meðan nú- verandi ríkisstjóm er við völd! Þó bandaríska stjórnin hafi gefið þeirri íslenzku upp hinar stolnu eignir eða geri það, verður sú skýrsla aldrei birt, heldur vandlega falin, og þeir sem þýfið eiga verða ekki sóttir til saka fyrir af- brot sín. Sú stjóm sem nú er við völd er einmitt stjórn þeirrar stéttar sem þýfið á, og hver væntir þess að þjón- arnir rísi g©Sn húsbændum sínum og gegn sínum eigin hagsmunum? Auðstéttin ís- lenzka þarf ekki að vera hrædd um þýfi sitt meðan núverandi stjórn er við völd, en nú hefur hún tvöfaldra hagsmuna að gæta við að treina líf' ríkisstjómarinny r, enda er ofsi og taugaóstyrk- ur síðustu daga cftir því ★ Þótt 320 milljónir króna sé mikil upphæð, er hún að- eins hluti þeirra eigna sem auðstéttin hefur komið und- an til útlanda, Þær eru einn- ig geymdar í Bretlandi, Sví- þjóð og öðrum Evrópulönd- um. Og sú þjóð sem slíkar eignir á ætti ekki að þurfa að kvarta um gjaldeyris- skort, ætti ekki að þurfa að draga fram lífið smjörlaus, kartöflulaus, kakólaus og telaus, eins og verið hefur uadanfarið! En að sjálfsögðu líta ráðainennirnir eltki á milljónahundruðin seni eign þjóðarinnar, þó hún hafi afl- að þeirra, heldur séreign liinna fáu sem æfinlega hafa nóg af smjöri, kartöfhr.n, kakó og tei, svo að ekki sé minnzt á dýrmætari munað, hversu mjög sem kveinað er um „skort á gjaldeyri.“ ★ En það er meira en millj- ónahundruðin sem talið er séreign efnastéttarinnar í þjóðfélagi auðhyggjunnar. Einnig framleiðslutækin, und irstaða alls atvinnulífs, eru einkaeign fárra sérréttinda- manna sem telja sig geta far ið með þau að eigin geðþótta og hagsmunum. Gott dæmi um þetta er sú stórvægilega sala á framleiðslutækjum til útlanda sem fram hefur far- ið síðan stríði lauk, jafn- framt því sem öflun nýrra framleiðslutækja liefur nú algerlega verið stöðvuð. Seld ir hafa verið alls 12 togarar af þeim 29 sem til voru í stríðslok, ýmist til Færeyja eða Bretlands. Og alþýða landsins, sjómenn og verka- menn, hefur að sjálfsögðu eltki verið lcvödd til ráða, þótt fargað væri tækjum sem hún hefur aflað með þrot- lausu striti; það er talið einkamál fárra auðkýfinga. Og ef þessum auðkýfingum sýnist svo, geta þeir samkv. leikreglum hins borgaralega þjóðfélags, kippt flestum stoðum undan atvinnulífi þjóðarinnar, selt þær!: Það er kallað „vestrænt lýðræði.“ ★ Annars mun vera allnáið samband milli fjárflóttans og sölu sumra framleiðslu- tækjanna. Talið er að sumir togararnir hafi í rauninni ekki verið „seldir“, heldur fluttir úr landi, Eigandinn lætur leppfyrirtæki sitt er- ‘lendis „kaupa“ togara fyrir fé sem laumað hefur verið undan, flytur með öðrum orðuin hluta af þýfi sínu inn í landið en framleiðslutæki út úr landinu í staðinn og heldur áfram rekstrinum þar. Mun allmikið íslenzkt fjármagn t. d. vera bundið í útgerð í Færeyjum — þar er kaup lágt, skattar litlir og gróðinn því meiri — og sami leikur mun vera leildnn í Bretlandi. Föðurland auð- stéttarinnar er þar sem gróðinn er mestur: Það er kallað ættjarðarást og virð- ing fyrir sjálfstæði og frelsi. ★ Það er þetta skipulag, skipulag stórþjófnaðar og linnuiausra ,árása’> ;á Iifsáf- komu almennings, sem nú er dásamað af mestum ákafa í Morgunblaðinú og raunar öll um stjórnarblöðunum. Þetta er hið eina sanna skipulag „frelsisins" sem andstaða þess sósíalisma sem verið er að framkvæma austur í Tékkóslóvakíu. Þar eystra er „frelsið“ fótumtroðið, freisið til að stela milljóna- hundruðum af hinni stritandi alþýðu, frelsið til að selja þau framleiðslutæki sem af- koma þjóðarinnar hvíiir á. Það cr ekki að undra þó Morgunblaðið færist í auk- ana yfir slíkum „glæpaverk- um“, stúdentar mótmæli „frelsisskerðingunni" og Gylfi Þ. Gíslason girði sig spámannsreipi. fsland va-ri sannarlega land kúgunar en ekki frelsis, ef þjóðin ætti þær 320 milljónir sem nú eru geymdar vestur í föðurlandi ríkisstjórnarinnar og fólkið réði því sjálft hvað gert væri við þau framleiðslutæki sem aflað hefur verið. Guð- irnir og Wall Street gefi að slík ósköp dynji aldrei yfir íslenzku < þjóðina, ArY-úyU^> Ö . ... SKÁK Ritstjóri Guðmundur Arnlaugsson Skáksambaád íslands bauð mönnum upp á nokkrar skákir frá mótinu í Haag síðastliðinn sunnudag. Þessar skákir hafa borizt hingað fyrir tilstilli Yan- ofskys, en hann er viðstaddur mótið sem blaðamaður. Hefur Yanofsky lofað að senda skák- sambandinu allar skákir móts- ins ásamt öðrum fréttum og myndum og mun ætlunin vera að birta þetta allt í næsta hefti Skákar. Þær skákir sem sýndar voru á sunnudaginn færðu mönnum heim sanninn um það að ekkert hefur verið ýkt í fréttum þeim er hingað hafa borizt frá mót- inu. Keres hefur teflt glæsilega. Það verður lengi í minnum haft hvernig hann snýr taflinu við Euwe úr ívið lakari stöðu í leiftursókn og eins hve léttilega hann vinnur sigur á Smysloff. En mest dáðust menn þó að skák Botvinniks við Euwe. Veldur þar bæði að Botvinnik teflir frábærilega vel og eins hitt hve ótrúlega skjótt hrun svörtu hersveitanna bar að. Skákmótið í Haag Botvinnik Euwe 1. d2—d4 d7—dö 2. c2—c4 e7—c6 3. Kgl—f3 Rg8—fG 4. Rbl—c3 c7—cG 5. e2—e3 Rb8—il7 6. Bfl—d3 Bf8—b4 7. a2—a3 Bb4-~a5 8. Ddl—c2 Dd8—e7 9. Bcl—d2 d5xc4 10. Bd3xc4 eG—e5 Botvinnik hefur teflt byrjun- ina rólega svo að Euwe hefur komizt árekstralaust yfir alla byrjunarörðugleika og náð frjálslegri og öruggri stöðu. 11. 0—0 0—0 12. Hal—el Ba5—c7 Þótt yfirborð stöðunnar sé kyrrt býr margt undir. Botvimi- ik á færi á framrás miðpeðanna (t. d. 13. Rxe5 Rxe5 14. dxe5 Dxe5 15. f4 Dc5 16. Bd3 og síð- an Khl og e4) en velur annað djúphugsað framhald. 13. Rc3—e4 Rf6xe4 Annað kemur naumast til greina því að hvítur hótar Bb4. 14. Dc2xe4 a7—a5 Hinsvegar veikir þessi leikur peðstöðuna, svartur virðist geta leikið Rf6 strax. 15. Bc4—a2! Sjáið þið að þessi leikur fel- ur í sér peðfórn? Það liggur engan veginn í augum uppi að hann kosti pe& og þá því siður að það sé svört- um svo mjög í óhag að taka henni. 15. — — Rd7—f6 16. De4—h4 e5—e4 17. Rf3—e5! En gat riddarinn ekki farið til g5? Við skulum sjá: 18. Rg5 h6 19. Rh3 og nú er þet'ta kostu lega framhald til: Bxh2f 20: Kxh2 Rg4f 21. Kg3 g5 22. Dh5 Dd6f 23. f4 exf3f 24. Kxf3 Rh2t 25. Kf2 Bg4 og hvíta drottningin er fangi. En hvítur getur að vísu leikið betur og svartur á sennilega líka betri möguleika. Hér er ekki rúm til að rekja þetta nánar, en aug- ljóst er að svartur á miklu meiri ítök í skákinni svona en eftir peðfórn Botvinniks. 17. — — Bc7xe5. 18. d4xe5 De7xe5 19. Bd2—c3 De5—e7 20. f2—f3! Nú kemur í ljós hvað fyrir honum vakir; opnist f-línan verður þrýstinguriiih á f6 ó- þægilegur. Euwe knýr þvi fram drottningakaup. 20. — — Rf6—d5 21 Dh4xe7 Rd5xe7 22. f3xe4 b7—b6 Hversvegna lék Euwe ekki Be6? Hvítur svarar sennilega 23. Bxe6 fxe6 24. Hxf8t KxfSI' 25. Hflj Kg8 26. Hdl og síðan Hd7. Þetta er ein af þeim stöð- um sem blekkja augað. I fljótu bragði 'virðist svartur standa þolanlega en nánari athugun sýnir að þrýstingur hvítu bisk- upanna er óþægilegur, hví peð Iivíts hindra riddara í öllum lireyfirigum, hrókar hvíts fá ó- skorað vald á d-línunni vegna þess að svarti hrókurinn verður að valda f7. Auk þess eru peð svarts drottningarmegin veik- ari fyrir vegna þess að þeim hef ur verið leikið. En allt um það hefðu víst flestir svarið fyrir að Botvinnik gæti unnið þessa stöðu í 10 leikjum af einum bezta skákmanni heimsins. 23. Hel—dl Re7—g6 Hér lítur 23. — Ba6 24. Hf2 Ha 7 vel út, því að þaðan getur hrókurinn valdað f7. En þetta strandar harkalega á 25. Hxf7! og svartur verður mát. 24. Hdl—d6 Bc8—a6 25. Hfl—f2 BaG—b5 26. e4—e5 Rg6—e7 í tvennum tilgangi, riddarinn á að stöðva e-peðið og leita til d5. Hið síðara hindrar Botvin- nik strax. 27. e3—e4 c6—c5 Örvænting. Hvítur hótaði ein- faldlega Hd7. Þá er riddarinn bundinn við e7 svo að svartur á ekki annað en Hae8 en eftir það á hvítur t. d. leiðina 28. e6 f6 29. Hfd2 og síðan tvöföldun hrókanna á sjöundu reitaröð eða hrun svörtu peðanna drottn ingarmegin. 28. e5—e6 f7—Í6 f7xe6 kostar að vísu ekki mann því að svartur svarar Hxe6 með Hxf2 og Kf8. En peð- in drotningarmegin fara foi’görð Framhald á 6. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.