Þjóðviljinn - 21.03.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1948, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. marz 1&48. 152. Samsæríi mikla V eftlr KICMEL SAYEBS oa M.BE1T E. KAHN ekki rétt að saka neinn um að hafa dregið mig inn í samtök trotskista . . . ég saka engan um það nema sjálfan mig. Þetta er sök mín og óhamingja . . . 1 meira en áratug var ég trúr hermaður Trotskis . . . Karl Radek fylgdist með því sem gerðist í réttarsalnum gegnum þykku gleraugun, og var ýmist auðmjúkur í fram- komu og undirdánugur eða ósvífinn og lirokafullur meðan Vishinski saksóknari yfirheyrði hann. Hann játaði eins og Pjatakoff, en ýtarlegar, landráðastarfsemina. Radek fullyrti einnig að fyrir handtöku sína, þegar er hann hafði fengið bréf Trotskís um samninginn við ríkisstjórnir Þýzkalands og Japans, hefði hann afráðið að afneita Trotskí og ljósta upp um samsærið. Vikum saman barðist hann við sjálfan sig. Visinskí: Og hver varð ákvörðunin? , Radek: Fyrsta skrefið liefði átt að vera að fara til miðstjórnar flokksins, gefa yfirlýsingu, nefna alla samsærismennina. Þetta- gerði ég ekki. Það varð ekki ég sem fór til GPU, heldur var það GPU sem kom eftir mér. Visinskí: Lipurt svar! Radek: Raunalegt svar. í síðasta ávarpi sinu lýsti Radek sér sem manni sund- urflakandi af efasemdum, síhringlandi milli trúnaðar við sovétstjórnina og andstöðuarmsins, er hann hafði verið í frá fvrstu árum byltingarinnar. Hann kvaðst hafa verið sannfærður um að sovétstjórnin gæti ekki staðizt óvináttu utan frá. „Eg var ósammála um aðalatriðið", sagði hann i réttinum, „mótfallinn því að halda áfram baráttunni fyrir fimm ára áætluninni." Trotskí „notaði sér efasemdir mínar.“ Stig af stigi, samkvæmt eigin sögn, dróst Radek inn í innstu hringi samsærisins. Þá kom að samböndunum við erlendu hemjósnirnar og loks samnmgar Trotskís við Alfred Rosenberg og Rudolf Hess. „Trotskí lét okkur þá fyrst vita af þessum samningum er þeir voru fullgerðir", sagði Radek. Því til skýringar hvers vegna hann að lokum játaði sekt sína og skýrði frá öllu er hann vissi um samsærið, sagði Radek: „Þegar ég var kominn í innanríkisráðuneytið sagði aðalrannsóknardómarinn: „Þér eruð ekkert barn. Hér eru fimmtán vitni gegn yður. Þér komizt ekki út úr þessu, og sem hugsandi maður eigið þér ekki að reyna það . . . 1 hálfan þriðja mánuð kvaldi ég rannsóknardóm- arann. Um það hefur verið spurt hvort við hefðum verið kvaldir í yfirheyrslunum. Eg verð að segja það hreinskilnislega að það var ekki ég sem var kvalinn heldur var það ég sern kvaldi yfirheyrend- urna og neyddi þá til að vinna mikið gagnslaust starf. í háJfan þiiðja mánuð neyddi ég rannsóknar- dómarann til ao sýna mér öll spil er hann hafði á hendinni, með því að !áta hann spyrja mig og segja mér vitnisburð annarra sakbominga, svo ég gat vitað hverjir höfðu játað, og hverjir höfðu ekki játað og hvað hver og einn hafði játað . . . Dag nolckurn kom , aðalrannsóknardómarinn til mín og sagði: „Þér eruð nú síðastur. Hvers vegna eruð þér að eyða tíma og tefja málið? Hvers vegna segið þér ekki allt af létta?“ Og ég svaraði: „Já, á morgun skal ég byrja játningu mína“. Dómurinn var birtur 30. janúar 1937. Sakborningarnir voru fundnir sekir um landráð að þeir hefðu verið •erindrekar hinna fasistisku hernjósna Þýzkalands og Jap- ans að „njósnum og spellvirkjum" og um samsæri tii hjálpar „erlendri innrás til að sundurhluta Sovétríki.“ Herdómstóll hæstaréttar Sovétríkjanna dæmdi Pjata- koff, Múraloff, Sestoff og tíu aðra til dauða. Radek Sokolnikoff og tveir minniháttar erindrekar voru dæmdir til langrar fangelsisvistar. | B.TRAVEN: K 23. DAGUR! ERR AN hún er sjaldgæfari en egg fuglsins Fönix, og sá maður, sem á slíka konu, er vissulega öfundsverð- ur. Þeim manni er vorkunnarlaus^, að láta eitthvað liggja eftir sig í lífinu. Annars hafa ökumennirnir engan tíma til að leita dagdraumaauðæva í heimi veruleikans. Eins og all- ir, sem eru fjötraðir hlekkjum lioldsins, verða þeir að sætta sig við það, sem lífið réttir að þeim, og reyna eftir mætti að tína þyrnana upp af hinum rósum stráða vegi. Það eina, sem menn geta verið öruggir um að læra á þeim vegi, er sú staðreynd, að á öllum rósum stráðum vegum eru hundrað sinn- um fleiri þyrnar en rósir —1 og þvílíkir þyrnar ! 4. Að frátöldum þeim konum, sem verða að ferðast annað hvort til lækninga eða ættingja eða í brúð- kaup eða fjandinn má vita í hvaða erindum og hvert, og að frátöldum ökumannakonum, þá ferðast kaupkonur stundum með lestunum. Þær hafa kejTit vörubirgðir í Arriaga eða Tonala, og ferðast svo með lestunum inn í landið, og selja varninginn á hátíðum og markaðsdögum. Á þessu áningarstað dvöldust konurnar ekki við varðeldana hjá karlmönnunum, því þær höfðu allar einhverja ferðapeninga, og hér var óðalsbú á næstu grösum. Þar af leiðandi fóru konumar til aðal- byggingarinnar í bænum um leið og lestin nam staðar. Þar fyrirhitti þétta kenfólk konu bóndans eða Þar fyrirhitti þetta kvenfólk konu bóndans eða hvern déskotann sem þær eru nú allar þessar kven- sniftir, sem öll mexíkönsk heimili eru yfirfull af Oft og tíðum þekktust þær, eða voru jafnvel fjar- skyldar, og ef þær þekktust ekki, þá áttu þær að minnsta kosti sameiginlega kunningja. Og síðan var kjaftað og þvaðrað fram á morgun. Konunum á svona afskekktum stöðum kemur fátt betur en að fá fréttir frá umheiminum, hneykslissögur, slúð- ursögur og kjaftæði úr fjarlægum héröðum. Konurnar borðuðu með fjölskyldunni. Oft og tíð- yT-—--- — -n" "" Nordahl Grieg: Veien frem Framhald af 5 .síðu. spánska lýðveldinu, unnu sín myrkraverk í öðru gervi heima í Noregi: „Það sem í dag kall- ast Þjóðernisstefna leiðir til föð urlandssvika, og minnumst þess' að sá dagur getur runnið upp, j er vér hér á Norðurlöndum verð um að verja land vort gegn þjóð ernissinnum vorum. Vér verð- um að skilja, að sá sem hér á Norðurlöndum hefur samúð með hinu blóðuga, þjóðernissinn- aða skrípi, sem heitir Franco, getur þegar svo ber undir orð- ið svikari við þjóð sína og frelsi hennar. Þess vegna verður að heyja baráttuna gegn afturhald inu án nokkurra sjálfsblekk- án þess að lifa sigur hugsjóna sinna. Grieg lét eftir sig látinn kvæði til æskumanna Norður- landa, huggun skáldsins handa þeim sem eftir lifa: De falnes liv skal leves i hápet vort. En motlös dag vil kvcle deres ándedrag. Da vil de dö forgeves. Norska þjóðin mun reisa Nor- dahl Grieg bautasteina úr málmi og marmara. Hún mun taka hann í tölu frelsishetja sinna og sýna dufti hans allan sóma. En drenglund hans og barátta mun gej-mast í minningum og SKÁK Framhald af 3. síðu. um. Ef til vill er Hxb6 fj’rst og síðar Hxe6 sterkasta leiðin. 29. Hd6xb6 Bb5—e6 Nú vinnur livítur fallega. 30. Hb6xc6! Re7xc6 31. e6—e7+ Hf8—f7 32. Ba2—d5! og nú gafst svartur upp því að hann missir riddarann bótalaust að minnsta kosti. Lausn á skákþraut í síðasta dálki: (Staðan: Hvítur: Ke6, Hcl, ph2 — Svartur: Ke8, Ba5, pe3 og g2). 1. Kf5 e2; 2. Kg4 elD,; 3. Hxel; BxHel 4. Kh3 glD eða H og hvítur er patt eða 4. — glR1' 5. Kg2 og vinnur annað- hvort riddarann eða biskupinn. mga . En Grieg fékk ekki breytt hin um þunga straumi afturhaldsins heima og erlendis. Evrópa gekk sína feigðarför allt til enda. Og Grieg gat ekki stillt sig um að varpa brennandi háði sínu og fyrirlitningu framan í Norðurlönd sem undir lokin léku hlutverk hins miskunnsama Samverja: „Þessa dagana eru sjúkravagnar sendir suður til Barcelonu. Vér skulum minnast þess, að sjúkravagnana á að nota eftir að sprengjurnar liafa fallið. Þegar rétt er að gáð er einnig þörf fyrir líkkistur við slík tækifæri. Líkkistur handa Spáni! Það er síðasta, rökrétta vígorð líknarstarfseminnar. Vér skulum heldur setja fram kröfu alþýðunnar: loftvarna- byssur til Barcelona. Ef til vill er það gagnstætt þeirri mann- úð, sem elskar ósigurinn, en það er ef til vill einnig nokkur mannúð að segja: Það hefur runnið nógu mikið blóð, það eru komin nógu mörg lík fyrir meðaumkun vora, og nú verðum vér að bjarga nokkrum lifandi." Að hætti allra heilbrigðra, sterkra manngerða elskaði Nor- dahl Grieg sigurinn, þótt hann bæri ósigrana án þess að kvarta. Hann féll í sínu heilaga stríði sem hugur hans var jafnan. Sverrir Kristjánsson. Gylfi veifar röngu tré' Framhald af 4. síðu og þau hundruð stúdenta sem á fundinum voru muna fullvel. I skjóli þessarar fölsunar hopar Gj’lfi Þ. Gíslason síðan fullkomlega frá ummælum sín- um og segir: „Eg hef aldrei heyrt Nordahl Grieg lýsa því jiir að hann væri ekki kominún- isti“! En síðan heldur hann á- fram hálfyrðum sínum og dylgj um: „Eg teldi mig segja ósatt, ef ég lýsti honum sem hreinum kommúnista, í þeirri merkingu sem það orð hefur nú (!) — samskonar kommúnista og t. d. Magnús Kjartansson er hér á landi og skoðanabræður hans í Noregi.“ (leturbr. mínar). „Hið dásamlega kvæði Nordahls Griegs um Hákon Noregskon- ung túlkaði og vissulega ekki (!) tilfinningar norskra komm- únista til hans. Og sömu sögu hef ég frá ýmsum þeim (!) sem náið samneyti höfðu við hann í Bretlandi." öll grein Gylfa Þ. Gíslasonar, prófessors við Háskóla íslands, er byggð upp á þennan hátt, T rieste—málið Framhald af 1. síðu. frá Norðursjó til Adríahafá1, er næði yfir Bretland, Holland, Belgíu, Lúxemburg, Frakkland og Italíu. Þýzkaland yrði vafa laust fyrr eða síðar þátttakandi í slikri blökk, með hæfilegu eftir liti. Sforza greifi lagði áherzlu á að hin borgaralegu ríki Evrópu mættu ekki lengur hafa vatns- held skilrúm sín á milli, heldur yrðu þau að sameinast um sam- eiginleg hagsmunamál. og það er fjarri mér að elta ólar við slíkan málflutning. Enda er sú staðreynd óhögguð og öllum ljós að Gylfi Þ. Gísla- son, prófessor við Háskóla Is- lands, hefur farið með aigerar staðleysur á stúdentafundimnn. Mér hefði þótt karlmannlegra, ef hann hefði kannazt við mis- gerðir sínar, en hann hefur kos- ið að veifa heldur röngu tré en öngu. Sá málflutningur fellur hinum nýju samherjum Gylfa Þ. Gislasonar eflaust vel í geð og eykur enn vinsældir þær sem hann nýtur nú meðal Alþýðu- blaðsmanna og Heimdellinga. M.K.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.