Þjóðviljinn - 21.03.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1948, Blaðsíða 4
4 Þ JÖÐVILJINN Sunnudagur 21. marz 1948. Otgefandl: Sameintngarflokkur alþýSu — SósíaHstaflokkurlnn Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: AriKárason, Magrnús Torfl Ólafsson, JónasÁrnason Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- Btíg 19. — Simi 7600 (þrjár línur) Áskriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Frentsmiðja Þjóðvlljans h. f. Sósíallstaflokknrinn Þórseötu 1 Síml 7510 (þrjár linur) Menningarstig heildsalaþjénanna Vísir, blað heildsalastéttamuar, virðist hafa mjög emkennileg fréttasambönd. Skeytin eru að vísu merkt United Press, en sú fréttastofa sendir frá sér margskonar fréttir, og Vísir virðist hafa pantað sérstaklega ofsafengnustu æsingarnar og gagnsæj- ustu ósannindin. Fyrir nokltrum dögum birti Vísir t. d. þá nýung yfir þvera for- síðu að geysilegar, leynilegar vopnabirgðir hefðu fundizt hjá dönskum kommúnistum og verið gerðar upptækar af lögreglunni. Næsta dag birtir Vísir leiðara útaf þessari „frétt“, þar sem því var bætt við að öll gistihús Danmerkur væru full af dulbúnum ferðamönnum, rússneskum spæjurum og agentum! Að sjálfsögðu kom í ljós að þessi fréttaflutningur var upp- spuni frá rótum. En tilgangurinn er auðsær, sem sé að halda því að fólki að kommúnistar á Norðurlöndum hafi í hyggju vopn- aðar uppreisnir og ætli þá að njóta aðstoðar dulbúinna rússneskra ferðamanna! Á þessum grundvelli á síðan að halda áfram Tékka- galdrinum, sem engan hljómgrunn hefur fengið hjá almenningi, og reyna að efla enn ofsa og trylling. En það er auðveldara að ljúga til um það sem gerist í Tékkó- slóvakíu en í Danmörku og lýgin kemur upphafsmönnunum ævinlega í koll fyrr eða síðar. En vissulega er réttmæt ályktun að þeir sem segja ósatt í stóni frá Danmörku muni ekki láta sér bregða við óheyrilegustu tröllasögur frá Tékkóslóvakíu. Og almenningur metur Vísi samkvæmt því. Hann er á sama stigi og lítilsigldustu sorpblöð erlendis, blöð sem aldrei mega koma út án æsifrétta. Hann stendur á sama menningarstigi og auvirðilegustu Hollywood-glæpamyndir; það er menningarstig heildsalaþjón- anna á íslandi. Vill G. J. Á. berja að dyrum í vinnuskúr? Eg birti í dag bréf frá verka- manni, sem áður hefur s'krifað okkur undir nafninu Háinn. G. J. Á. sagði í neðanívarsdálk- um sínum í fyrradag, að stjórn- andi Bæjarpóstsins skrifaði sjálf ur flest þau bréf, sem hér birt- ast. Ef G. J. Á. vill ná tali af höfundi bréfsins, sem birtist í dag, getur hann komið með mér I og barið að dyrum í vinnuskúr I einum hér í bænum, meðan stend ur á kaffitíma. Einn verkamann anna notaði kaffitímann þar til að skrifa bréfið. — G. J. Á. kannast væntanlega við verka- j mannastéttina? Sú er stéttin, sem framleiðir verðmætin, en er síðan rænd arðinum af þeim, svo að vissar persónur getið bú- ið í stórum húsum og bruggað henni launráð í miklu plássi. — Jú, G. J. Á. hlýtur að hafa gaman af að heilsa uppá menn úr þeirri stétt. ★ Umræður í „kaffitíma vikunnar" Og til frekari sannana fyrir því, að verkamenn, eins og annað alþýðufólk, senda óspart blaðinu bréf, svo ótrúlegt sem það kann að virðast Morgun- blaðsmönnum, ætla ég að birta hér stutta athugasemd, sem Há- inn lætur fylgja bréfi sínu. Hún er svohljóðandi: „Nú fyrst um sinn mun ég senda Bæjarpóst- Algert hneyksli varð afgreiðsla á tillögu um 15 þús. kr. bygg- ingarstyrk til Nínu Tryggvadóttur listmálara við þriðju umræðu f járlaganna í gær. Meðal tillagna fjárveitinganefndar við 2. umr. fjárlaganna var tillaga um byggingarstyrk til þriggja myndlistarmanna, Gunnlaugs Blöndal, Gunnlaugs Schevings og Nínu Tryggvadótt- ur. Samstimdis var áróður hafinn til að þingm. felldu byggingar- styrkinn til Nínu. Það er ekki fullvíst hvor þeirra Hriflu-Jónasar eða Jóhanns Þ. Jósefssonar áttu hugmyndina, en daginn sem um- ræðan stóð kom dyravörður Stjórnarráðsins rogandi með málverk eftir Nínu Tryggvadóttur, því var stillt upp á háan skáp í lestrar- sal Alþingis og stóðu þingmenn í hópum fyrir framan það og gáfu með háreysti og gleðilátum til kynna vit sitt og skilning á myndlist. Þegar kom að tillögunni um byggingarstyrkinn hófu þingmenn köll um að nefndin tæki aftur tillöguna um Nínu, og gengu fremst í því ráðherrarnir Bjami Benediktsson og Stefán Jóhann. Það var gert, og við þriðju umræðu tók nefndin ekki tillöguna upp að nýju. Þingmenn lír öllum flokkum báru fram tillöguna um bygg- ingarstyrk til Giumlauganna og var hún samþykkt. Katrín Thor- oddsen, Gylfi Þ. Gíslason og Sigurður Bjarnason báru fram tii- lögu um byggingarstyrk handa Nínu. í framsögu átaldi Katrín Thoroddsen harðlega þann vesæla áróður sem frarn hefði farið á þingi gegn tillögunni, rakti feril listakonunnar og benti á þá miklu viðurkenningu sem hún hefði fengið innan lands cg utan. Gísli Jónsson svaraði og játaði að ósamkomulagið um byggingar- styrkstillöguna væri til komið vegna ýmiskonar„orðróms“ í þinginu, m. a. að menntamálaráð hefði keypt myndina í lestrar- salnum á 9000 krónur! En Jónas frá Hriflu og Jóhann Þ. Jósefsson & Co. höfðu sitt fram. Tillagan var felld meö 23 atkv. gegn 22. Tuttugu og þrír þingmenn úr þremur stjórnai'flokkum létu sér sæma að Ijá eyru áróðrinum gegn hinni ungu listakonu og svipta hana þeim bygg- ingarstyrk sem hið opinbera hefur fúslega veitt mörgum lista- rnönnum. Sú framkoma er þeim til háðungar og á eftir að verða Jpað betur. inum nokkrar línur vikulega um málefni, sem mestan svip setja á umræðumar í „kaffitíma vik- unnar“, ef svo mætti að orði komast. Gildir einu, hvort þið teljið ástæðu til að birta bréf mín eða ekki. Kann þó að slæð- ast með bréf og bréf, sem á- stæða þykir að birta. — Þessar línur um íslenzk dægurmál gætu verið tilbreyting frá þrasi Sló- vakíustríðsins". Sviic við vinnu Svo er hér bréf Háins: „17. marz 1948. Kæri vinur! Ef ég mæti til vinnu 40 min- útum of seint á hverjum degi, heldurðu þá að ég ætti að fá laun fyrir allan daginn? Nei, svo sannarlega ætti ég ekki að fá laun nema fyrir þann tírpa sem ég væri við vinnu. Kaup fyrir enga vimiu væri svik við bæjarfélagið, svik við skattþegn ana, svik við sjálfan mig og af- komendur mína. Út frá þessu mætti álykta að það væri svik að mæta ekki á skrifstofu á skrifstofutíma, svik að mæta ekki á þingfundi þegar þing stendur yfir. Alþingismenn eru vinnumenn hjá þjóðinni, en það eru svik- ulir vinnumenn. Þeir mæta ekki til vinnu sinnar nema þegar þeir kæra sig um. Eiga þeii' að fá greidd laun nema fyrir þann tima er þeir ’ sitja þingfundi? Ef svo er þá ber verkamönnum það engu að síður. ★ Er það ekki nógur starfi . . . . ? „Afleiðingin af leti þingmanna hefur oft ráðið úrslitum í þýð- ingarmiklum málum. Af hverju getur maður, launaður af ríkis- fé, t. d. alþingismaður, rekið út- gerð eða annað fyrirtæki er út- heimtir mikinn starfstíma? Er það ekki fullkomlega nógur starfi að vinna fyrir eitt fyrir- tæki í senn ? Hvað væri sagt um verka- mann ef hann yrði að vera frá vinnu sökum anna fyrir sjálfan sig? Heldurðu að hann yrði vel liðinn ef hann í þokkabót heimt- aði svo full laun hjá vinnuveit- anda, meðan hann væri að starfa fyrir sjálfan sig? Þannig mætti leugi telja „Starfsmaður hjá ríkinu er að svíkjast um, ræna þjóðar- heildina, þegar hann starfar við annað fyrirtæki en það, sem þjóðarbúið hefur falið honum að starfa við. Er það ekki ærið starf fyrir einn mann að vera borgarstjóri í Reykjavík, þótt borgarstjóri sé ekki að þvælast við alþingis- störf jafnframt borgarstjóra- starfinu. Þannig mætti lengi halda á- fram, en ég hef ekki lengri tíma að þessu sinni. Kær kveðja. Háinn.“ Á stúdentafundinum fyrir i'réttri viku lýsti Gylfi Þ. Gísla- son, prófessor við Háskóla Is- lands, yfir því að Nordahl Grieg hefði snúið baki við kommún- ismanum og Sovétríkjunum nokkrum mánuðum og jafnvel ári áður en hann lét lífið fyrir hugsjónir sínar. Þegar hann var spurður um heimildir sagði hann að Grieg hefði sagt sér þetta sjálfur. Alþýðublaðið sagði þannig frá þessum atburði, svo að getið sé þeirrar heimildar sem prófessorinn virðir mest: „Gylfi Þ. Gíslason upplýsti í lokaræðu sinni, að Nordahl Grieg hefði fyrir löngu verið búinn að snúa baki við kommún ismanum, er hann féll í stríð- inu. Kölluðu nokkrir kommún- istar þá fram í: „Hvaðan hefur þú það? „En Gylfi svaraði um hæl: „Frá honum sjálfum." Þögnuðu kommúnistar þá skyndilega og reyndu ekki fram ar að misnota nafn kinnar norsku þjóðhetju sér til fram- dráttar á þessum fundi.“ En sama dag og Alþýðublaðið birti þessa stoltaralegu frásögn skýrði ég 1 Þjóðviljanum frá viðtali sem ég hafði átt við frú Gerd Grieg vegna þessa uud arlega fyrirbæris, en í því við- tali sagði frú Gerd frá þvi að Nordahl Grieg hefði verið „til æviloka bæði mikill föðurlands-' vinur og eldheitur marxisti og kommúnisti". Hún skýrði frá löngun hans til að komast til Sovétríkjanna og berjast með Rauða hernum og kom með þá velviljuðu skýringu á ummælum Gylfa Þ. Gíslasonar, prófessors við Háskóla íslands, aö þau hlytu að stafa „af misskilningi eins og oft vill verða, þegar menn tala mismunandi íungu- mál.“ Eftir þessa ótvíræðu yfirlýs- ingu frú Gerd Grieg varð stein- hljóð í Alþýðublaðinu, og ég var farinn að halda að Gylfi Þ. Gíslason, prófessor við Háskóla Islands, .myndi velja þanti vitur- lega kost að hylja framkomu sína hjúpi þagnar og gleymsku. En í gær birtist snögglega eftir hann grein í Alþýðublaðinu: „Nordahl Gzieg og kommúnist- ar,“ þar sem reynt er með hálf- yiðum að halda til streitu um- mælum sem fullkomlega hafa verið hrakin. I því skyni grípur Gylfi Þ. Gíslason, prófessor við Háskóla íslands, til þess óyndis úrræðis að faisa sín eigin um- mæli, á stúdentafundinum seg- ist hann aðeins hafa látið „þess getið, að þótt Nordahl Grieg hafi verið kommúnisti fyrir stríð, muni hann á síðusui ár- - um ævi sinnar hafa breytt nokk uð afstöðu sinni til þeirra mála og í ýmsum greinum tekið aðra afstöðu en norskir kommúnist- ar.“ (leturbr. mínar). En um- mæli Gylfa Þ. Gíslasonar á fund inum voi’u sannarlega engin hálfyrði, heldur algerlega ótr'í- ræð, eins og greinilega kemur fram í frásögn Alþýöublaðsins Framhald á 6. síðu Barnaskemmtun verður haldin í Austurbæjarbíó mánudag- inn 22. marz kl. 2 e. h. Börn úr Austurbæjarbamaskólamim annast öll skemmtiatriðin. Aðgöngumiðar á 5 krónur verða seldir í miðasölu hússins eftir kl. 12.30 á mánudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.