Þjóðviljinn - 21.03.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1948, Blaðsíða 5
Suimudagur 21. marz 1948. ÞJÖÐVILJINN 5 Það var á dögum borgara- st>Tjaldarinnar á Spáni, að ég heyrði Norðmannsins Nordahl Griegs fyrst getið. Dag hvern hrannaði forsíður stórblaðanna siðustu sigurfregnir Francos. Sigrum hans var skipaður önd- vegissess í blöðum hins borg- aralega lýðræðis, norræns og vestræns: Spánskur hershöfð- ingi, kostaður og vopnaður af Mússólíni og Hitler, hafði gert uppreisn og stefnt marokkönsku málaliði gegn löglegri lyðveld- isstjórn Spánar. Aldrei hafði borgaralegu lýðræði gefizt slíkt tækifæri til að rísa upp til varn ar vestrænum menningarverð- mætum. En hið borgaralega lýð ræði var þægilega minnislaust á menningarverðmæti þá stund- ina. Hinsvegar var það dálítið hneykslað. Ekki á því, að hátt- settur hershöfðingi hefði rofið orð og eiða og gert uppreisn gegn lögum lýðveldisins. Hið borgaralega lýðræði hneykslað- ist mest á því, að lýðveldið skyldi gerast svo djarft að verja sig, og Morgunblaðið kall- aði, að hætti annarra heims- blaða vc-stræns lýðræðis, alla þá „rauðliða" er reyndust lýðvc-ld- inu trúir. Þessi blöð reyndu að æra allt vit úr fólki og drepa hvern vonarneista um sigvr spánska lýðveldisins. Sigurtíð- indi Francos, sönn og login, voru öskruð inn í eyru hvers einasta manns um alla jarðar- kringluna. Sjaldan hef ég lifað svo dimma og örvona daga. Þá var það á éinum degi, að ég las þau tíðindi á forsíðu danska kommúnistablaðsins, að norska skáldið Nordahl Grieg hefði farið í bryndreka fram í fremstu víglínur spánska lýð- veldishersins til að afla sér sann ra frétta af högum hans. Og tíð- indi hans voru góð. Síðan minn- ist ég aldrei svo Nordahl Griegs, að ég sjái hann ekki fyrir mér akandi í brynreið í yztu víglínum lýðveldishersins til að vekja. vonir manna um sigur snauðrar alþýðu og um- komulítilla sjálfbóðaliða frá öll- um löndum. Á þeim vígstöðv- um vörðu menn frelsi heimsins, og þar hefði fylkingin ekki ver- ið fullskipuð ef Nordahl Grieg liefði ekki verið þar staddur. Aðra endurminning um Grieg á ég frá þessum ánun. Það var stutt blaðagrein, svipmynd frá Spáni, ógleymanleg: Á flug- velli einum á eynni Mallorca hafa þýzkir og italskir flug- menn bækistöðvar sínar. Dag hvern fljúga þeir áætlunarferð- ir í sprengjuflugvélum til Barce lona og varpa farmi sínum yfir borgina. Þegar vel gengur bagja nokkur hundruð konur og börn dauð í slóð þeirra. Þá fljúga þeir aftur til Mailorca, félagar þeirra hlaupa fagnaudi á móti þeim og hrósa unnum sigri. Síðan ganga hinar ungu flughetjur til strandar og fá sér sjóbað. ★ Fyrir nokkrum dögum barst mér í hendur bók, er kom út á árinu sem leið, eftir Nordahl Grieg: Veien frem — Vegurinn fram. Bók þessi ér úrval blaða- Srerrir Kristjánsson: greina, er Grieg skrifaði á ár- unum 1930—1940. Meginþorri greina þessara kom út i sam- nefndu tímariti, er hann gaf út 1936—37. Tímarit þetta vakti ekki ýkja mikla athygli meðan það kom út, og menn þurftu að leggja sig í töluverða fro.m- króka til að komast yfir það, því að ekki var því víða flíkað. Það var lítið og fátæklegt, gef- ið út á kostnað ritstjórans. Grieg varði ágóðanum af leik- riti sínu Vor ære og vor makt, hinni voðalegu ádeilu sinni á hafskipaeigendur Noregs, til að halda úti þessu tímariti. Skæðasta vopnið í okkar hávaðasama þjóðfélagi er þögn in, og það var reynt að þegja tímarit Griegs í hel. En nú myndu margir vilja Lilju kveð- ið hafa. Hvaða Norðmaður mundi ekki hafa viljað skrifa grein Griegs um Quisling: Hvernig leiðtogi verður til? Þeir munu sjálfsagt vera margir, er telja það allvafasamt að gefa út blaðagreinar eftir látna menn. Blaðaskrif manna eru dægurflugur í orðsins fyllstu og bókstaflegustu merk- ingu. Eklcert er forgengilegra, ekkcrt gengur hraðar veg alls holds. En þessar blaðagreinar Nordahl Griegs eru ekki í ætt við þau blaðaskrif, er menn gleypa i sig með morgunkaffinu og hafa gleymt að kveldi. Rúm- uni áratug eftir að þær birtast fyrst halda þær fyrir manni vöku. Boðskapur þeirra á brýnt erindi til okkar í dag, er minni margra virðist vera svo stutt, að hin ægifylltu undangenguu ár sýnast gleymd og grafin. Nordahl Grieg skrifaði grein- ar sínar á örlagaríkustu áxum aldarinnar, er heimurinn gekk hrasandi fótum úr heims- kreppu í heimsstyrjöld. í and- legri og pólitískri formyrkvun þessara ára fékk liann greint veginn fram: bandalag „við þá, sem vegna lifsbaráttu sinnar hafa séð leiðina og kostiun lðngu á undan okkur, verkalýðs stéttina. Það þjóðfélag, sem skelfur í'stríðsógnunum og víg- búnaði hefur neitað að koma líf inu og menningunni til meiri þroska. Vér verðum að gefa afl vort og atgervi nýju þjóðfélagi, þjóðfélagi friðarins og sósíal- ismans." Hann túlkar lífshug- sjón sína með einföldustu orð- um tungunnar : godhet og fred. En til þess að hugsjónin verði að veruleika verða menn að berjast og trúa. Ekkfert hatar Grieg meira en örvæntinguna, vonleysið og hina geldu efa- byggju hins borgaralega menntamanns okkar aldar: „Til eru þeir menn, sem hafa ekki þrek til að sjá í gegnum eitur- mökkinn, er leggur af deyjandi þjóðfélagi. Þeir lenda að lokum í algerri efahyggju, og ósjaldan fólginn í þessum efa um, að manngildið geti barizt og sigr- að! Vér skulum gera oss þsð ljóst, að skortur á lífsþrötti er höfuðsynd, er vér verðum að gjalda með lífi voru á þeim miklu og skelfilegu tímum, er í hönd fara.“ Lífstrú Griegs, trúin á mann- inn og möguleika hans var ekki sprottin af barnalegu bjartsýni. Dvöl hans í Sovétríkjunum 1932—1934 hafði sannfært hann um, að sósíalisminn væri lifandi veruleiki, er gæti leyst úr öllum þeim þjóðfélagsvanda- málum, er voru auðvaldinu of- viða: „Það er viðbjóðslegt guð- last í vorum augum, að mann- eðlið sé framþróuninni mótsnú- ið.“ Vér vitum, að maðurinn hefur mátt til að skapa heim góðvildar og friðar. Ævintýri aldar vorrar er fólgið í þesseri vissu: Vér vitum það frá fyrsta verlcalýðsríkinu, að mennirnir Gamla Bíó: NORDAHL GRIEG þurfa ekki, eins og í Vestur- evrópu, að óttast sinn eigin sköpunarmátt.......... Um heim allan mun þetta fara á sömu lund: vilji mannanna mun sundra hinum dauðu þjóð- félagsháttum cins og fljót brýt- ur ísa í vorleysingum.“ Sama árið og tímaritið Veien frem kom út, urðu tveir miklir viðburðir í álfunni, er hvor á sína vísu réðu miklu um sögu- lega þróun þessa áratugs. Ann- ar var uppreisn Francos og borgarastyrjöldin á Spáni, hin var samsæri gamalla flokksleið- toga bolsévíka gegn Ráðstjórn- inni. Nordahl Grieg hefur rann- sakað og túlkað báða þessa við- burði í tímariti sínu og fengið tækifæri til að kryf ja mannúðar hugsjón samtíðar sinnar til mergjar. Þessi maður, sem hafði lifað allar skelfingar spænsku borgarstyrjaldarinnar, spyr hina borgaralegu „mann- vini“: Hvernig stendur á því, að allur heimurinn stendur á öndinni af skelfingu þegar eitt I barn er myrt, en lætur sér finn- ast fátt um morð á þúsundum barna? „Afturhaldsöflin i landi voru hylla styrjöld Francos gegn sinni eigin þjóð. Þau fagna því, að hálfri milljón manna er útrýmt og konur og börn myrt þykjast þeir af því. Hvílíkur* og svelt í hel. skortur á sönnum lífsþrótti er Sautján menn hafa nýlega staðið fyrir rétti í Moskvu á- kærðir fyrir að hafa undirbúið stríð gegn landi sínu með moið um óg vinnusvikum, stríð þar sem meira en hálf milljón manna hefði verið myrt. Þá sjáum vér, að mannúðin er kvödd til atfylgis. Það er fróðlegt sálfræðilegt fyrirbrigði, sem hér ber fyrir augu. Vér er- um aldir upp á öld einstaklings- byggjunnar. Vér eriun aldir upp í þeim anda að meta meir örlög eins manns en örlög tugþús- unda. Þetta er ákaflega hentugt og hættulegt vopn í hendi aftur haldsins." Á þeirri stundu er Nordahl Grieg slcildi eðli nútímastyri- alda og fasismans, komst fyrir samhengið milli atvinnuhátta auðvaldsins og stjórnarfars þess, hvikaði hann ekki frá á- byrgð, er raunhæf barátta gegn hinu borgaralega þjóðfélagi leggur mönnum á herðar. Hann orðaði siðfræði hinnar nýju mannúðarstefnu alþýðunnar svo: „Ekkert er eins dýrt og tug þúsundir mannslífa. Vér verð- um að eignast þessa mannúð hina meiri. Hún er ljósari, en í sama mund heitari og dýpri. ’ Hún felur í sér meðábyrgð á lífi licimsins.“ Meðábyrgð á lífi heimsins — í þessum orðum er Nordahl Grieg allur. Það var í vitund þess, að hann bæri persóaulcga ábyrgð á lífi og dauða hvers barns, hverrar konu, hvers her- manns, er urðu fasistum að bráð, að hann eyddi öllum tína sínum, öllum sinu glæsllegu hæfileikum til að bjarga Lýð- veldisspáni frá tortímingu. Hann særði norsku þjóðina við allt sem henni var heilagt að rétta Spáni hjálparhönd, að varpa af sér hræsnishjúp hlut- leysisins: „Það er eingöngu hinn brennandi vilji, viljinn til fórnar, er getur gert oss að stór veldi friðarins í heiminum .... Fyrsta hlutverk vort er að upp- ræta hvern einasta möguleika á, að vér getum grætt á styrj- öld. Ef liægt verður að bera oss þeim sökum, að vér græðum fé á þjáningum annarra, hvaða virðing verður þá borin fyrir hlutleysi voru? Norska þjóðin verður að hefja miskunnarlausa baráttu gegn öllum Barnhörð- um Hanssonum (norskur skipa eigandi, S.K.). Og það þýðir þeg ar öllu er á botninn hvolft: gegn þjóðskipulagi ins.“ Þegar hugur Nordahl Griegs dvaldi suður á sólsviðnum há- sléttum Spánar þar sem lýð- veldið barðist svikið og rægt af hinu vestræna lýðræði, hvarf Noregur aldrei úr hjarta hans. Hann gekk þess aldrei dulinn, að á Spáni var meðal annars barizt um örlög Noregs. Hann vissi, að hm sömu öfl, er murk- uðu smám saman lífið úr Framhald á 6. síðu Karnival í New Orleans (Two smart people) Lögreglumaður (Lloyd Nol- an) tekur glæpamann (John Hodiak) til fanga. Ferðinni frá Caíiforniu til Sing Sing er slegið upp í skemmtiferð og fanginn bíður! John Hodiak, sem auð- vitað er aðalhetjan, er enginn vanalegur glæpon, heldur stór- heiðarlegur og góður glæpon, sem lögreglumanninum er óhætt að treysta. Svo kemur ein draumadís (Lucille Ball) til sög unnar, sem manni skilst að sé einskonar smáþjófur, auðvitað góður smáþjófur, og ástin byrj- ar eins og bráðaberklar með þessum elskulegu glæpahjúum, grátklökk musik, o. s. frv. Upp úr þessu gerist ekki neitt, nema hvað einn vondur og ósvikinn glæpámaður er drepinn og John Hodiak kemst loks í grjótið. Lucille Ball stendur ein og horf ir eftir lestinni á Ieiðis til Sing Sing. ákveðin að bíða að minnsta kosti 5 ár eftir sínum. Eg veit ekki hverskonar hálf- vitum þessi mynd er ætluð. Hún er ekki einu sinni líkleg til þess að vekja hugaræsing hjá tauga- sjúklingum því að spenningur- inn er líkt og hnerri sem mað- ur missir. Öll ,,trix“ til þess að vekja spenning eru urelt og margþvæld. Maður býst ekki við góðum leik hjá amatörum. Það væri sjálfsögð kurteisi að bjóða ekki upp á slíkar myndir D.G. Tjarnabíó: I auðnum Ástralíu (The Overlanders) Árið 1942 fór brezki kvik- myndatökustjórinn Ha.rry Watt til Ástralíu til að svipast eftir efni í kvikmynd. Einmitt um það leyti var veriö að reka þús undir nautgripa frá Norðvest- ur-Ástralíu til Queenslands, því að búizt var við innrás Japana á hverri stundu. Watt greip þetta efni glóðvolgt, fylgdist með einum rekstrinum 3200 km. leið, og úr því hefur orðið bæði spennandi og fögur kvik- mynd. Torfærurnar eru nær ó- yfirstíganlegar. Hestamir éta eiturjurtir og drepast, vatnsból, sem líf og dauði rekstursins get , ur oltið á réynast þornuð upp og nautahjörðin tekur æðisleg gönuskeið, svo mönnum og auðvalds-( skepnum heldur við bráðum bana. Leiðin liggúr um fjölbreytt iandslag, yfír ár fuliar af krókó dílum, skóga, grassléttur og fjallaskörð, Áströlsku frum- byggarnir eru engir aukvísar og reynast öllum erfiðieikum vaxnir. En því í ósköpun- um er hann Watt að blanda utangama ástarævintýri inn í að öðru leyti samstæða mynd? Það hefði hann átt að láta vera. MTÓ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.