Þjóðviljinn - 23.03.1948, Page 6
ÞJÓÐVILJINN
Þriðjudagur 23. marz 1948
153.
Samsærið mikla
eílir
HICH&EL SAYEBS M fiLBEBT E. KfiHH
í forsendum dómsins 28. janúar 1937 sagði Vinsinskí
saksóknari ríkisins:
„Með njósnastarfsemi sinni reyndu mennirnir,
sem samkvæmt fyrirmælum Trotskís og Pjatakoffs
höfðu samvinnu við hernjósnir. Þjóðverja og Japana,
að ná árangri sem hefði mjög alvarlega snert hags-
muni lands vors og ekki einungis þess, heldur einnig
annarra ríkja sem ásamt oss æskja friðar, og sem
ásamt oss vinna að friði ... Vér höfum mikinn
áhuga á því að ríkisstjórn hvers lands sem æskir
friðar og vinnur að friði, geri afdráttarlausar ráð-
stafanir til að stöðva hverja tilraun til glæpa.mjósna
spellvirkja og hermdarverka sem skipulögð er af
óvinum friðarins, óvinum lýðræðisins, af hinum
skuggalegu fasistaöflum sem búast til stríðs, búast
til að tortíma friðnum gegn hagsmunum alls hins
siðmenntaða heims“.
Orðum Visinskís var lítill gaumur gefinn utan Sovét-
rikjanna, en diplómatarnir og blaðamennirnir í Moskva
lögðu þau sér á minni.
Bandaríski sendiherrann í Moskva, Joseph E. Davies,
varð fyrir mjög djúpum áhrifum af réttarhöldunum.
Hann fylgdist með þeim dag frá degi, með aðstoð túlks.
Davies er löfræðingur og hann lýsir því yfir að ríkis-
saksóknari Sovétrikjanna, Visinskí, sem þá var oftast
lýstW Sovétníðinu sem „grimmum rannsóknarréttardóm-
ara“, minnti sig á Homer Cummings, rólegur, ástríðulaus,
gáfulegur og reyndur. „Hann stjórnaði landráðaréttarhöld
unum á þann veg að það vann virðingu mína og aðdáun
sem lögfræðings".
Hinn 17. febrúar ritar Davies sendiherra í trúnaðar-
bréfi til utanríkisráðherrans, Cordells Hulls, að nær allir
diplómatarnir í Moskva séu sér sammála um að dómur-
inn sé á rökum reistur. Davies sendiherra segir:
„Eg talaði við flesta, ef ekki alla sendiherrana hér
og allir nema einn voru þeirrar skoðunar að mála-
ferlin hefðu tvímælalaust sannað tilveru póiitísks
samsæris til að steypa ríkisstjórninni“.
En þessar staðreyndir voru ekki hafðar í hámæli.
Voldug öfl höfðu samtök um að fela sannindin um fimmtu
herdeildina í Sovétríkjunum. Hinn 11. marz 1937 ritar
Davies sendiherra í Moskvadagbók sína:
„Annar sendiherra viðhafði í gær mjög fróðleg
ummæli. Hann ræddi um málaferlin og sagði að sak-
borningarnir væru vafalaust sekir, að við aJlir sem
vorum viðstaddir réttarhöldin hefðum í raun og
veru verið sammála um það; en umheimurinn virtist
trúa því að málaferlin væru aðeins sett á svið, en
þó hann vissi betur væri ef til vill jafngott að um-
heimurinn héldi þetta.“*
B. TRAVEN:
24. DAGUR
KERRAN
* Pylg-jendur og aðdáendur Trotskís í Evrópu og Ameríku
birtu óteljandi yfirlýsingar, bæklinga og greinar, þar sem
Moskvamálaferlunum var lýst sem „hefnd Stalíns á Trotski”,
þau væru sprottin af hinni „austrænu hefnigirni Stalins”
Trotskistar og bandamenn þeirra áttu aðgang að mörgum
þekktum blöðum. 1 Bandarikjunum voru yfirlýsingar þeirra og
greinar birtar í Foreign Affairs Quarterly, Reader’s Digest,
Saturday Evening Post, American Mercury, New York Times
og fleiri kunnum og útbreiddum blöðum og tímaritum. Meðal
þessara vina, fylgismanna og aðdáenda Leons Trotslcis er tókst
að láta skýringar sínar á málaferlunum yfirgnæfa í blöðum
og útvarpi Bandarikjanna voru: Max Eastman fyrrverandi
fulltrúi Trotskís i Bandaríkjunum og viðurkenndui- þýðandi
bóka hans; Alexander Barmine, sovétliðhlaupi er eitt sinn var
í utanríkisþjónustu Sovétríkjanna; Albert Goldman, lögfræðing-
ur Trotskís er dæmdur var af bandarískum dómstóli 1941 fyrir
þátttöku í samsæri gegn bandariska hernum; Krivitski „hers-
höfðingi", rússneskur glæfra maður oð Dies-vitni, sem þóttist
hafa verið háttsettur í OGPU en framdi siðar sjálfsmorð og
skyldi eftir þá skýringu að hann væri með þessu að friðþægja
fyrir sínar stóru „syndir") Isaac Don Levine, sovétniðskrifari
og dálkafyllir i Hearstblöðunum og William Henry Shamberlin,
einnig Hearstmaður, er birti greinar um málaferlin undir fyrir-
sögninni „Hin blóðuga rússneska hreinsun" í áróðursmálgni
um var engin borgun þegin, en ef þær vildu samt
fá að borga, komu menn sér saman um 20—30
centavos — rétt til málamynda.
Þegar þær voru búnar að þurausa sig og farnar
að dotta, þá var þeim boðið uppbúið rúm, eða mott-
ur breiddar á gólfið, sem var þakið barrnálum. Þar
gátu þær svo hagrætt rúmfatnaðinum, sem einhver
greiðvikinn ökumaður hafði borið heim að bænum
fyrir þær.
Ef engir bæir voru í leiðinni, þá urðu konurnar
auðvitað að sætta sig við þá næturstaði, • se'm öku-
mennirnir bjuggu þeim í vögnunum. Það er í hæsta
máta óþægilegt —- en hvað skal gera?
5.
Ökumannakonurnar, sem ekki voru um of háðar
venjum daglegs lífs, sofnuðu þar sem þær voru
staddar. Frá bamæsku voru flestar þeirra vancr
stritsömu og þægindasnauðu lífi. Þær gátu sofnað
hvar sem var. Ef hægt var að rýma svo til í vagn-
inum, að þær gætu liolað sér þar niður, sofnuðu
þær samstundis.
Ef of þröngt var í vagninum, eða flutningurinn
svo ólíkur að stærð og lögun, að ekki var hægt að
sofa á honum, þá bjuggu þær um sig á sama hátt
og karlmennirnir — á jörðinni undir vögnunum,
eða þær hölluðu sér upp að hjóli og smáblunduðu
nóttina af, eða þær blátt áfram lögðust í grasið við
hliðina á ökumanninum. Þær fundu alltaf einhvern
stað, þar sem hægt var að breiða úr mýflugnanet-
inu á þeim hluta leiðannnar, þar sem loftið var
bykkt af skorkvikindum.
Yfirleitt þekktu ökumennirnir ekki hugtakið
óþægindi. Þegar konumar voru með þeim, gættu
þeir þess auðvitað alltaf, að búa konunni sinni eins
hæga sæng og kostur var á, en hvað þeim sjálfum
viðvék hugsuðu þeir ekki um annað en að hvíla
sig einhvernveginn og sofna. Þeir voru alltaf svo
sliguppgefnir, að þeir vöknuðu ekki einu sinni þó
regnið byldi á þeim og gerði þá gegndrepa, og jafn-
vel þó þeir vöknuðu, þá voru þeir svo tröllsligaðir,
að þeir hreyfðu sig ekki til að komast í afdrep und-
ir vagninum — þeir drógu bara ábreiðuna yfir höf-
uðið.
Það hefði ekki heldur verið til mikils að lejta af-
dreps undir vögnunum, því ef það er sviklaus hita-
beltisdemba, fór tjaldbúðin bókstaflega á flot eftir
skamma stund. Ef seglábreiður lágu á jörðinni,
flutu þær burt með straumnum.
I slíkum rigningum hugsaði ökumaðurinn ekkert
um sjálfan sig — hann hugsaði eingöngu um fliitn-
inginn. Hann spratt á fætur og dró fastar saman
motturnar, sem vörðu flutninginn fyrir ryki og ó-
veðrum, svo regnið streymdi ekki viðstöðulaust inn
í vagninn og eyðilegði allan flutninginn. Hann herti
á þakseglinu, þar sem það hafði losnað við hrist-
inginn á leiðinni, og tróð í rifur og göt með dritsl-
um og grasi. Hundarnir vöknuðu og snuðruðu sér
uppi þurrann blett milli poka og kassa inni í vögn-
unum.
En ökumaðurinn var ekki neinn hundur, sem gat
skriðið í skjól milli flutningskassa. Hann er mað-
ur, gæddur sál, sem átti vísa vist í paradís eftir
D A V I Ð
erfitt og mæðusamt jarðlíf. Hann var maður fædd-
ur af mennskri móður, sem elskaði hann og þjáð-
ist af áhyggjum fyrir velferð harnsins síns. Hann
var maður eins og yfirboðari hans — maður skap-
aður í nákvæmlega sömu mynd og hinn heiðurs-
merkjum prýddi forseti, hinn mikli stjórnmála-
maður don Porfirio.
Auðvitað nær það ekki nokkurri átt, að yfirboð-
ari hans sólundi smávægilegri fjárupphæð í að
kaupa lítið, vatnsþétt tjald hánda ökumanninum,
eða útvegi honum lítið ferðarúm, svo hann geti átt
vísan nökkurnveginn þurran næturstað. Ýfirboð-
*
arinn græðir sjálfsagt ekki græan túskilding á
flutningunum, ög þar að auki hvílir á honum fjöldi
annarra útgjalda, sem eru miklu þýðingarmeiri en
þessháttar hégómi. Og don Porfirios samdi heilan
sæg af lögum, og mynd don Porfirios hangir i breið-
um gylltum ramma í beztu stofu húsbóndans. En
meðal þessara mörgu og ágætu laga voru engin,
ekki ein einustu, sem lyftu ökumönnunum liænufet
upp fyrir dráttaruxana fyrir vagni húsbóndans.
Þegar uxarnir gátu hvílt sig undir berum himnl í
steypiregni, hvers vegna í allra heilagra nafni á
þá að fara að semja lög til að banna ökumönnun-
um að gera slíkt hið sama? Uxarnir kosta stórfé —
ökumaðurinn ekki neitt. Ef honum líkar atvinnan
ekki, þá getur hann farið hvert sem hann vill um
leið og hann er búinn að skila flutningnum til við-
takanda í góðu ásigkomulagi. Það er til nóg af
ökumönnum, sem bíða eftir að komast í plássið
hans.
En hversvegna í dauðanum þvaðra menn öll þessi
ósköp um einn einasta indíánskan ökumann?
Atvinnu sinnar vegna er honum fyrir beztu að
liggja þarna úti í rigningunni — þá sefur hann
ekki yfir sig, og það er óskemmtilegt að sofa yfir
sig. Hann fer á fætur um miðja nótt, setur uxana
fyrir og heldur á stað —y og vinnur kannski við það
hálfan eða jafnvel heilan dag. Þá fær húsbóndinn .
gott orð á sig fyrir fljóta framhaldsflutninga. Fyr-
irtækið nýtur góðs af því, og það er aftur velferð
föðurlandsins fyrir beztu.
6.
Það sem eftir er leiðarinnar frá þessum nætur-
stað, þurfa menn ekki að óttast ræningja. Að vísu
er ekki alveg öruggt í nágrenni Balun Canan, það
var einstaka sinnum ráðizt á mann þar, en það
voru ekki nema þrír eða fjórir glæpamenn, sem
voru að verki þar — það var álitið að þeir væru
bræður. Þeir þorðu ekki að ráðast á fjölmennari
lestir en þrjá til fjóra vagna, stærri lestir þorðu
þeir ekki að fást við, en þeir voru hættulegir ein-
förlum ferðamönnum á hestum. Þeir voru orðlagð-
ir í nágrenninu, því þeir tilheyrðu þeirri tegund
glæpamanna, sem myrða fórnardýrin undantekning-
arlaust, svo enginn verði til fráságna um þá.
Næstu 120 kílómetrar voru þó hættulausir, og
matgir vagnarnir — þrír fjórðu þeirra — ætluðu
ekki lengra en til Jovel, eða í lengsta lagi tij
Shimojol óðalsjarðanna. Lestin leystist því i sund-
ur í smáhópa með átta til tíu vögnum í hvorum.
Hver hópur hafði sinn encargado eða foringja,
iiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiitiinniminii